Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 17
Um styttingu
Þegar hundadagar standa sem
hæst í byrjun ágústí mánaðar
verða ýmis atvik stundum til að
leiða hugann að helsta vandamáli
nútímans, en það er vitanlega
hvorki nagandi tennur sauðkind-
arinnar, heimtufrekja háskóla-
manna, ósón-gatið né þjóðar-
ósáttin heldur uppivaðsla ung-
linganna hvar sem er á byggðu
bóli og miklu víðar. Um þetta
hefur mikið verið skrafað og
skrifað og minnist ég þess að hafa
áður lagt vígfúsa hönd á stflvopn-
ið á þessum sama árstíma. En
niðurstaðan verður jafnan sú, að
þau atriði sem helst stinga menn í
augun, svo sem rúðubrot og ósp-
ektir, þeysireiðar á tryllitækjum
og ferfætt eða lárétt þjónusta við
Bacchum konung, séu einungis
yfirborðsfyrirbæri: kjarni ung-
lingavandamálsins sé tjáskiptin.
Unglingar tala nefnilega sérstakt
tungumál sem einkennist af því
að flest orð sem eru meira en eitt
atkvæði að lengd styttast um eitt,
tvö eða þrjú atkvæði.
„Munurinn á þér og mér,“
sagði faðir við son sinn, „er tvö
atkvæði," og tók þá sennilega
eitthvert meðaltal, sem annars er
erfitt að reikna út. En þessi mun-
ur er mikilvægari en menn skyldu
ætla að fyrra bragði, því ekki er
aðeins svo að enginn skilji ung-
lingamálið, heldur virðast ung-
Iingar heldur ekki skilja venju-
lega íslensku. Kannske er ekki
nema von að gagnkvæmur skiln-
ingur verði undan að láta, þegar
málið styttist um helming eða
svo, þannig að saklaus setning
eins og „hvað er þetta, maður“
verður „kada mar“, svo gamalt
og sígilt dæmi sé nefnt.
Þannig finnst manni stundum
að einhver ósýnilegur Kínamúr
sé lagður þvert í gegnum þjóðfé-
lagið milli kynslóða og komist
varla nokkur skilningsglæta yfír
hann. Eða kannast maður t.d.
ekki við það vonleysi sem grípur
mann stundum, þegar hann
heyrir ungling tala í síma og finn-
ur að hann skilur ekki eitt einasta
orð.
„Ka seirum hesa drú?“ sagði
unglingur í framhaldsskóla við
biskup á fleygri stund fyrir löngu,
en biskup setti hljóðan og þó var
hann lærður maður og hefði get-
að talað við kirkjufeðurna og dr.
Martein Lúther á jafnréttis-
grundvelli og þeirra eigin tungu-
taki, ef þeir hefðu gefíð kost á
sér. Hvernig átti hann að geta vit-
að, að í þessum torkennilegu at-
kvæðum fólst existentiel spurn-
ing um innstu rök lífsins sem hon-
um var í rauninni skylt að ræða
við reikandi sál: „Hvað segirðu
um þessa trú?“
En ef biskup hefði skilið spum-
inguna og síðan byrjað svarið á
orðunum „þó að ég talaði tung-
um manna og engla...“ er harla
ólíklegt að unglingurinn hefði
kveikt nokkuð á perunni við það:
þess vegna hefði biskup alveg
eins getað vitnað beint í Pál post-
ula á hans eigin forngríska tungu-
taki: „ean tais glossais ton an-
þropon lalo kai ton angelon...“.
Svo hár er sá múr skilningsleysis-
ins sem unglingamálið stytt og
stíft reisir milli kynslóða.
Þar sem hægt er að leiða að því
nokkur veigamikil rök að húman-
ísk fræði svo sem saga og málvís-
Einar
Már
Jónsson
skrifar
indi komi að takmörkuðu gagni
við fisksölu, eru þeir margir sem
hafa hom í síðu þessara fræða og
fyndist sumum þeirra það tilval-
inn spamaður á þessum erfið-
leikatímum að fella þau að mestu
niður úr skólakerfi landsins. En
af þeim má samt ýmsan lærdóm
draga, og m.a. þann að ýmis þau
vandamál sem menn eiga nú við
að stríða hafa skotið upp kollin-
um á fyrri tímabilum
mannkynssögunnar, og þannig
geta þau sýnt mönnum hvemig
unnt sé að líta á slík vandamál og
meðhöndla þau. Þannig kennir
málssagan oss, að sú stytting
tungumálsins sem fram kemur í
unglingamáli nútímans sé ekkert
einsdæmi: á tímanum rétt áður en
víkingaöld hófst varð sem sé
mjög svipuð breyting í málinu,
þannig að orð styttust gjarnan um
nokkur atkvæði og aflöguðust á
ýmsan annan hátt.
Þetta má sýna ljóslega með
ýmsum dæmum. Ef „Hlewagast-
iR“ sá sem krotaði nafn sitt á gull-
horn í Danmörku einhvern tíma á
fjórðu öld hefði lifað fáum öldum
síðar eða rétt áður en víkingar
skutu fyrst upp kollinum við Eng-
landsstrendur hefði hann enn
gegnt sama nafni, en rétt eftir það
hefði nafnið verið orðið „Hlé-
gestr“. En það er jafnmikil stytt-
ing og þegar „hvað er þetta“
verður „kada“ eða „maður"
verður „mar“, og getur það í
sjálfu sér ekki verið tilviljun.
Ónnur orð fóru sömu leið: sá
hlutur sem þessi herramaður var
að krota á, hét t.d. „homa“ fyrir
breytinguna en „horn“ þegar hún
var um garð gengin. Og stundum
varð styttingin ennþá meiri: sá
sem hét t.d. „GunþahariaR" fyrir
víkingaöldina var kallaður því
stutta og laggóða nafni „Gunnar“
þegar hún var gengin í garð, og
reiðskjóti hans var ekki Iengur
nefndur „hanhistaR“ heldur bar
hann tegundarheiti sem hljómaði
eins og snögg skipun í miðjum
hildarleik: „hestr“.
Þar sem ströngustu vísindi gera
jafnan ráð fyrir því að sömu fyrir-
bærin séu af sömu rótum runnin
og stafi af sams konar ástæðum,
vakna nú margvíslegar og
áleitnar hugmyndir. Því ef það
skyldi nú koma í ljós, að hin nor-
ræna tunga víkingaaldarinnar og
tímans á eftir, tunga Egils og
Snorra sem gullaldarbókmenntir
okkar eru skrifaðar á, allar eins
og þær leggja sig, hafi upphaflega
verið unglingamál, þarf að end-
urskoða margar þær hugmyndir
sem menn hafa gert sér um sögu
þessa tímabils. Þá gæti niðurstað-
an kannske orðið sú, að víkinga-
öldin, þetta blómaskeið nor-
rænnar menningar, hafi í raun-
inni ekki verið annað en eitt tröll-
aukið unglingavandamál: í stað
þess að láta sér nægja að leggjast
út um helgar, eins og unglingar
gera nú á dögum, hafi unglingar
þessa tíma sem sé allt í einu tekið
upp á því að stela seglbúna trylli-
tækinu af gamla manninum og
síðan þvælst um úthöfin í ein-
hverju reiðuleysi tímunum sam-
an og gert allt vitlaust á fjar-
lægum ströndum. Og í framhaldi
af þessu gæti komið í ljós að
landnámsmenn íslands hafi ekki
verið norskir skattsvikarar, eins
og íslendingar hafa löngum stært
sig af og talið samhengið í ís-
landssögunni sanna, heldur ung-
lingar í leit að partflókal.
Á þennan hátt fáum við alveg
nýja mynd af menningarsögunni.
Mætti t.d. skýra uppruna nor-
rænnar tungu á þann hátt, að
unglingamir hafi flutt með sér sitt
unglingamál, þegar þeir ruku að
heiman og einfaldlega aldrei lært
neitt annað tungutak, þar sem
þeir voru annað hvort einir sér
um borð í víkingadöllunum eða
þá rænandi og ruplandi meðal er-
lendra þjóða, þannig að ungl-
ingamálið varð að lokum þeirra
fullorðinsmál. Getum við t.d.
hugsað okkur að þegar eilífðar-
unglingurinn kom loksins heim
úr víkingaflakkinu hafi hann ver-
ið orðinn svo vanur því að hugsa
um gamla kallinn heima sem
„Ólaf“, að hann var búinn að
steingleyma nafnmyndinni
„AnulaibaR“ - en þannig hljó-
maði nafnið á eldra málsstigi - og
hlustaði ekki á neitt raus, ef kal-
linn var þá enn á lífi á annað borð.
Og þar sem sá hinn sami eilífðar-
unglingur hafði ekki heyrt full-
orðinsmálfar í mörg ár og kanns-
ke áratugi, skildi hann ekkert í
þeim sögum og kveðskap sem
fyrir honum var haft með þessum
skelfilega löngu orðum, svo það
týndist allt með kynslóð foreld-
ranna, og í staðinn hélt hann
áfram að kyrja við raust einföld
stef sem hann hafði tínt upp víðs
vegar á rokkhátíðum, eldri kyn-
slóðinni til sárrar armæðu:
„Þél höggr stórt fyr stáli
stafnkvígs á veg jafnan...“
Þannig má draga þann lærdóm
af sögunni, að unglingavanda-
málið er ekkert nútímafyrirbæri,
það hefur skotið upp kollinum á
mjög róttækan hátt á vissum
tímabilum sögunnar og ef
eitthvað er var það enn illvígara á
dögum Egils Skallagrímssonar og
Hallfreðar Vandræðaskálds en
nú. En hvernig getur þessi vitn-
eskja gert okkur hæfari til að
meðhöndla þetta vandamál á
okkar tímum, svo vikið sé aftur til
þeirrar hugmyndar sem skotið
var fram í byrjun? Af þessu for-
dæmi víkingaaldarinnar má
draga tvær ályktanir, sem sumum
kann að finnast nokkuð mót-
sagnakenndar. Önnur er sú, að
menn skuli ekki stressa sig of
mikið yfir stolnu tryllitækjunum,
því aldrei sé að vita nema það sé
Egill Skallagrímsson sem olli
hvarfinu. Hin ályktunin er sú, að
eigi að síður sé rétt að halda full-
orðinsmálfari að unglingunum,
því ef málið styttist um fimmtíu af
hundraði við hvert unglingavand-
amál færi svo um síðir að það yrði
að engu, en það væri skaði.
e.m.j.
HUGVEKJA
F&studagur 24. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17