Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 13
Nostradamus og spádómar hans um araba: „íbúar Iraks munu ráðast á bandalagsríki Spánverja á meðan fólk skemmtir sér, situr veislu eða sefur.“ arslóð“ er þetta vers: „Hinn merki einvaldur fær stuðning frá fyrirmönnum tveggja landa. Þeir verða sameinaðir í vinsemd. Ó, hvílíkur vígahugur er meðal fylg- ismanna þeirra.“ Og síðan bætir Nostradamus óvænt við: „Börn- unum í Narbonne er mikil vor- kunn.“ Ekki sjáum við hvernig frönsk börn tengjast málinu en fyrri hluti versins getur svo sann- arlega átt við nýjustu fréttir frá botni Persaflóa. Á öðrum stað segir sjáandinn: „Þegar þeir sem eru á norður- skautsbaugnum sameinast verð- ur mikil skelfing og ótti í austri. Hinn nýkjörni leiðtogi skelfur á beinunum þrátt fyrir mikinn stuðning. Grikkland og Tyrk- landi munu litast arabísku blóði.“ Sameinast gegn múslimum Og meira: „Eins og griffin mun leiðtogi Evrópu koma ásamt Rússum. Hann mun leiða öfluga hersveit rauðra og hvítra og fara gegn leiðtoga Arabaríkjanna." Gnffin er goðsögulegt flug- skrímsli sem er að hálfu örn og hálfu ljón. Sagt var að griffin gættu gulls og gersema Rúss- lands. Svo má líka nefna að ör- ninn er jú tákn Bandaríkjanna og ljónið Breta... abar eyði flugher ísraela: „Sam- kunduhús gyðinga, andlaus og geld, verða tekin herskildi af múslimum. Dóttir hinna ofsóttu sem voru herleiddir til Babýlon (ísraelsþjóð) verður sorgmædd og brjóstumkennanleg því að vængir hennar verða klipptir.“ Styrjöld við ísrael mun breiðast út til Vestur-Evrópu segir Nostradamus. Spáð er fyrir um hryðjuverk múslima í Frakk- landi í kjölfar morðs á múham- eðskum harðstjóra í þessu versi: „Einvaldur verður myrtur í hafn- arborg múslima. En það leysir engan úr ánauð. Nýtt stríð mun brjótast út vegna samúðar og í hefndarskyni. Franska lýðveldið verður látið gjalda þess með ógn- araðgerðum.“ Þjóðverjar og Spánverjar hefja styrjöld gegn múslimum: „Stríð og sprengjufaraldur munu leggja mörg landsvæði í auðn. Með ógnþrungnum hávaða verður ráðist inn fyrir landamæri (ríkja) og útlagar verða náðaðir. Þjóð- verjar og Spánverjar munu ráð- ast sjóleiðis á múslima." Hryllingur af hendi Babyloníumanna Antikristurinn þriðji sem áðan var nefndur kemur víða við sögu í Sameining gegn múslimum er boðuð hér: „Rúmenía, England, Pólland og Tékkóslóvakía munu mynda með sér bandalag til þess að komast yfir Gíbraltarsund gegn múslimum sem hafa stofnað til grimmilegs uppnáms.“ En ekki er öll von úti því áfram heldur Nostradamus: „Á land- svæðum frans, Arabíu og Arm- eníu munu tveir öflugir herir koma saman á ný. Þeir verða á landamærum írans og Armeníu. Þá bíða hersveitir hins merka múslíma lægri hlut.“ Og annars staðar er þetta vers: „Hinn feiknaöflugi leiðtogi kem- ur til Spánar. Á sjó og landi sölsar hann undir sig suðrið. Þessi djöf- ull ber sigurorð af múslímum og vængstýfir þá sem heiðra föstu- dag.“ Hér er augljóslega átt við múhameðstrúarmenn sem halda föstudaginn heilagan. Vængir ísraela klipptir ísrael verður illa úti áður en yfir lýkur og eftirfarandi vers hef- ur Guðmundur túlkað svo að ar- spádómunum og hér hefur Guð- mundur túlkað svo að bandarísk- ur andkristur reiti múslima til reiði: „Ógnvaldur mannkyns mun særa fram hina uggvænlegu reiði Hannibals. Aldrei hafa blöðin greint frá öðrum eins hryllingi og þeim er hrjá Róm- verja af hendi Babýloníu- manna.“ Babýloníuríki var stór- veldi á milli fljótanna Tígris og Efrat, en það landsvæði tilheyrir írak í dag. Og áfram þrumar rödd spá- mannsins: „fbúar íraks munu ráðast á bandalagsríki Spánverja á meðan fólk skemmtir sér, hlær, situr veislu eða sefur. Páfinn flýr meðfram Róm. Vatíkanríkið verður hernumið, einnig Ítalía.“ Við botnum þessa samantekt um spádóma Nostradamusar á athyglisverðum spádómi sem hugsanlega gæti átt við friðar- samninga íran og íraks: „Tvö lönd sem áttu í deilum munu sam- einast þegar flest önnur dragast út í styrjöld. Hinn merki í Afríku verður skelfingu lostinn og þetta tveggja þjóða bandalag mun leysast upp vegna ósigurs...“ -vd. Föstudagur 24. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 13 Guöfræðin hafnar spádómum Sr. Kolbeinn Porleifsson kirkjusagnfrœðingur: Tel að Opinberunarbókinfeli ísér ýmsarforspár um það sem koma skal Sr. Kolbeinn Þorleifsson kirkju- sagnfræðingur er hafsjór af fróð- leik um spásagnir Biblíunnar og reyndar spádóma yfirleitt. Hann hefur meðal annars kynnt sér pýramídafræðin svokölluðu og sögu þeirra. Nýtt helgarblað spurði sr. Kolbein hver væri hans skoðun á spádómum Nostra- damusar og hvernig kirkjan liti á áhuga almennings á heimsend- aspásögnum af því tagi sem hér um ræðir, m.a. spásagnir Opin- berunarbókarinnar. „Hver einasti maður sem ber eitthvert skynbragð á kirkjusögu veit að í gegnum aldirnar hafa menn litið á ýmsa spádóma í Bib- líunni, bæði í Gamla testament- inu og því nýja, bæði af munni spámannanná og munni Krists, sem spádóma um endi heimsins og þúsund ára ríki,“ sagði Kol- beinn. „Á okkar öld hefur guðfræðin aftur á móti tekið þá stefnu að hafna öllum slíkum skýringum fortakslaust og það kemur mjög skýrt fram í bók sem sr. Sigur- björn Einarsson skrifaði árið 1957, en þar lýsti hann því yfir að allir þeir sem reiknuðu út spá- dóma Biblíunnar væru trúlausir menn. Nú hafa allir bestu trú- menn liðinna alda iðkað þessa list og frægastur af íslendingum er Jón Espólín, sem fann það út að orrustan við Harmageddon myndi eiga sér stað á árunum 2015-2032 með því að reikna út tölur í Opinberunarbókinni. Her Satans Þessar reikningskúnstir hafa því alla tíð fylgt ýmsum þáttum kristindómsins, en hin opinbera kirkja hefur oft snúist gegn þeim. Leikmannahreyfingar af ýmsu tagi hafa iðkað þær, m.a. Frans- iskanamunkar á miðöldum og síðar Aðventistar, Vottar Jehóva og Mormónar. Eftir að Múhameðstrúarmenn urðu áberandi sem mestu óvinir kristindómsins fóru menn af illri nauðsyn að líta svo á að Múham- eðstrúarmenn væru refsivöndur af hendi Guðs og þeir væru þessi illí her Satans sem ætti að leiða þjáningar yfir kristna menn. Múhameðstrúarmenn réðust fyrst á Miklagarðskeisara og síð- an áttu kristnir menn í stríði við þá á krossfaratímanum. Innrás múslima í Evrópu stóð mjög lengi, allt frá falli Miklagarðs til ársins 1685. Þeir lögðu undir sig hvert kristna ríkið á fætur öðru í Evrópu og þetta varð til þess að hugtakið Hundtyrki varð til. Urslitaorrastan sem háð var við múslimana var við Vínarborg árið 1685, en þá hefðu þeir unnið og leiðin verið þeim opin um alla Norður-Evrópu, ef ekki hefðu komið til 60.000 Pólverjar sem stöðvuðu þá. í marga áratugi eftir það voru múslimamir skammt frá Salzburg, hinum megin við land- amærin í Ungverjalandi og biðu tækifæris til að ráðast norður á nýjan leik. En sá tími kom aldrei. Þessi hreyfing var einmitt að byrja þegar Nostradamus var á lífi og ótti kristinna manna var bundinn þessum mönnum fyrst og fremst. Eftir að Biblíuþekking varð al- menn og leikmenn fóm að lesa spámennina og Opinberunar- bókina fóm þeir auðvitað að túlka leyndardóma þessara bóka upp á eigin spýtur og reikna sjálf- ir út hvenær hinir síðustu dagar myndu renna upp. Fræg dæmi em til um þetta í sögunni. Napóleonstíminn var sá tími sem af kirkjunnar hálfu var álitinn vera tíminn sem tilheyrði komu Satans í heiminn því að Napóleon var mikill andstæðing- ur katólsku kirkjunnar. Hann hefur þess vegna alla tíð síðan verið fordæmdur af katólikkum sem maður með stórmennsku- brjálæði. Nokkur atriði vil ég nefna sem aðalatriði í kenningum Biblíunn- ar um síðustu daga heimsins. í fyrsta lagi þá gerir Satan uppreisn Sr. Kolbeinn Þorleifsson kirkju- sagnfræðingur: Orðið Magóg, sem notað er yfir óvini ísraels í Biblíunni, hefur af sumum útskýr- endum talið vera feluorð fyrir Ba- bel, þ.e. (rak. Mynd: Kristinn. og safnarað sér óvinum guðs- vina. Þessir óvinir em kallaðir Góg og Magóg. Sumir útskýrend- ur hafa fundið það út að Magóg sé feluorð. Sé tekinn næsti stafur aftan við og orðinu snúið við kemur á hebresku stafurinn B í staðinn fyrir G og þá þýðir þetta orð Babel, það er að segja Irak. Þá er sagt að þegar réttlætið sigrar loksins þá komi það frá eyjum í vestri og margir hafa litið til íslands í þessu sambandi. Til eru þeir menn sem hafa litið svo hátt upp til íslands að þeir hafa helgað ævi sína því að reikna út mikla frelsunarbraut íslands í heimssögunni. í minni æsku var einmitt einn slíkur maður á ferðinni. Sá var enskur prestur og hét Adam Rut- herford. Hann hafði reiknað það út frá Keópspýramídanum í Eg- yptalandi að heimurinn myndi sækja frelsi sitt í austurbæinn í Reykjavík, hvorki meira né minna. Línan frá pýramídanum átti að liggja um austurbæinn í Reykjavík. Við vitum að Reagan og Gor- bastjov hittust í þáverandi austurbæ í Reykjavík, það er að segja í Höfða sem var örugglega í austurbænum í Reykjavík árið 1937 þegar Rutherford hélt þessu fram. Einn kennari minn í guðfræði- deildinni hlustaði á boðskap Rut- herfords þegar hann opinberaði hann fyrst árið 1937 í London. Það var Jóhann Hannesson og hann var kallaður á fund í söfnuði Rutherfords. Þar var horft mikið á hann og hann talinn besti full- trúi af Benjamínsættkvísl svo- kallaðri af því að hann var íslend- ingur. Kenningar um Benjamíns- ættkvíslina skipta miklu máli í þessum pýramídafræðum og sér- staklega í hinum engilsaxneska heimi. Miklar kenningar hafa verið búnar til um hlutverk þess- arar hvítu ættkvíslar sem var rek- in úr Gyðingalandi og átti að hafa farið á flakk um heiminn. Morm- ónar telja sig afkomendur þessar- ar ættkvíslar og á sínum tíma sögðu Ameríkanar indjána vera Benjamínsættkvíslina týndu. Rutherford var hins vegar viss um að íslendingar væru hinir réttu gyðingar. Nostradamus talar í gátum En meira af Magóg og Góg: Þegar Góg konungur safnar sam- an liði sínu í Magóg og ræðst á guðsvini, sem er auðvitað ísrael, þá fara herirnir niður á Harmageddon-sléttuna, eða Megiddó-sléttuna, í Palestínu. Og þar er sagt að mikil orrusta eigi að eiga sér stað; orrustan á Harmageddon. Rutherford skrifaði heila bók um þetta á sínum tíma og þar ger- ir hann ráð fyrir því að þessi orr- usta myndi eiga sér stað á árabil- inu 1955-1956. En hann reyndist ekki sannspár hvað þetta snerti. Engu að síður er það mjög undar- legt að hann skyldi ramba á að Reykjavíkurgeisli pýramídans myndi ná um austurbæinn í Reykjavík og ég dáist að honum fyrir það. Nú tek ég eftir því þegar ég les íslensku þýðingarnar á spádóm- um Nostradamusar að þar út- skýrir þýðandinn feluorðið Selin sem ísland. Þannig þýða útlend- ingar ekki þetta orð, heldur sem Genúa og stundum eitthvað ann- að. Þetta sýnir bara að menn vita ekkert hvað þeir eru að skrifa um. íslenski þýðandinn veit greinilega um þennan vanda. Nostradamus orti stökur, hundrað í hverju bindi og þau voru nokkuð mörg. Þessar fer- skeytlur eru ekki í tímaröð þann- ig að menn geta alls ekki verið vissir um röðina. Hann sá hverja ferskeytlu fyrir sér í einu, þar sem hann sat á þrífæti og horfði í skálina sína. Það er þetta sem gerir túlkunina svo vandasama. Spádómar þjóðfélags- gagnrýni Menn hafa síðan legið yfir þessum spádómum í hvert sinn sem eitthvað er að gerast í heimsmálunum og velt því fyrir sér hvað hann hefur eiginlega séð. Stundum er hann afskaplega skýr, t.d. þegar hann talar berum orðum um Franco og Riviera á Spáni og segir frá atburðum sem áttu að gerast á árunum 1920- 1940. Oftast nær notar hann á hinn bóginn dulmál og líkingar. Þetta eru gátur og allt líkingamál- ið byggist á þeirri íþróttagrein; að tala í gátum. Nostradamus varð að binda spádómana í svona ein- kennilegt orðaval því annars hefði hann verið brenndur á báli. Við vitum hvernig almenning- ur tekur svona Iöguðu yfirleitt. Fólk sem verður fyrir spánum hatar viðkomandi sjáendur upp frá því. Varðandi þetta nýja viðhorf okkar prestanna gagnvart svona spádómum þá hefur okkur verið kennt það á undanfömum ára- tugum að þá eigi aðeins að lesa sem þjóðfélagsgagnrýni í sam- tímanum en alls ekki sem forspá komandi hluta. Þetta gengur auðvitað þvert á allar siðvenjur kristninnar fram á þessa öld en þetta er ein af afleiðingum ný- guðfræðinnar svokölluðu, eða skynsemistrúarinnar sem hefur ráðið ferðinni í háskólaguðfræði sl. 60 ár. Á hinn bóginn les al- menningur spádómana í Biblí- unni sem spádóma um eitthvað sem á eftir að gerast og almenn- ingur vill trúa þeim. Þetta er hlutur sem verður að fara afskaplega varlega með, en sjálfur hef ég þá trú á Opinberun- arbókinni og öðrum opinberun- arbókum að ég tel að þar sé ýms- ar forspár að finna. En það er margt sem ber að varast í þessu sambandi. Ég hef tekið eftir því undan- farna daga að bækur um sjáend- ur, einkum og sér í lagi um Nost- radamus, eru aldrei kyrrar á bókasöfnum hér í bænum. Þann- ig að fólk fylgist með þessu og það má nú ekki gleyma því að það er ekki bara almenningur sem hefur stólað á slíka spádóma. Stórhöfðingjarnir hafa gert það líka. Fyrir nokkrum árum var gert mikið grín gert að Reagan- fjölskyldunni í Bandaríkjunum fýrir að taka mark á spákelling- um. En það er bersýnilegt að sumt af því sem Nostradamus segir er hægt að túlka sem spádóma um það sem er að gerast núna í írak, einkum og sér í lagi vegna þess að Sadam Hussein virðist haga sér eins og þessir stórmennskubrjál- æðingar sem taka ekki tillit til neins annars en síns metnaðar og sinna trúar>koðana. Hann er of- stækismaður og ætlar sér að heyja heilagt stríð. En við skulum ekki gleyma því að oft er hægt, með því að gera sér grein fyrir þessum spádómum, að koma í veg fyrir að þeir rætist.“ -vd. 1

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.