Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 16
Hanna Margrét liggur hér Ijúf ( hendinni á Snon'a, en þetta var ein- ungis I annað skipti sem hún fór í laugina. Snorri Magnússon íþrótta- kennari og þroskaþjálfi hef- ur nýverið hafið þjálfun á ung- börnum í vatni. Litlar umræð- ur hafa átt sér stað hér á landi um vatnsþjálfun ungbarna og því valdi Snorri sér ungbarna- sund sem umfjöllunarefni í lokaverkefni sínu úr lþrótta- kennaraskóla Islands. Snorri segir orðið ungbama- sund vera svolítið villandi, „vatnsþjálfun ungbama” fari nær því að lýsa því sem ftam fari í lauginni. Þessi aðferð hafi lítið með raunvemlegt sund að gera, t.d. bringusund og skriðsund. Að vísu fari þjálfunin fram í sund- laug en um beina sundkennslu sé ekki að ræða vegna þess að flest- ar hreyfingar bamsins fyrstu mánuðina séu ósjálfráðar og það ætti ekki að hafa áhrif á þær á þessu tímabili. Hver er tilgangurinn með ungbamasundinu? - Það er misjafnt í hvaða sjón- armiði menn gera þetta. I Amer- íku er þetta fýrst og fremst gert af öryggisástæðum, víða em sund- laugar og heitir pottar í görðum og nauðsynlegt að böm geti bjargað sér. I Evrópu er þetta að- allega gert til að örva tengsl for- eldra og bama og til að auka hreyfiþroskann. Allar hreyfingar em auðveldari í vatni, nýfætt bam sem enganveginn getur stjómað hreyfingum sínum hefur því mun meiri möguleika á að örva hreyfi- fæmi sína í vatninu. Flestum bömum líkar mjög vel í vatni, ef það er með réttu hitastigi. Þar verða þau líkamlega þreytt sem leiðir til þess að þau borða og sofa betur. Hreyfifæmi eykst, því mörg viðbrögð fá aukna örvun í vatninu. Líkamlegur styrkur eykst og bamið verður ömggara. Það er ekkert hægt að sanna um Ungbamastnd Snorri Magnússon íþróttakennari og þroskaþjálfi: Fyrst og fremst til að auka tengsl foreldra og bams Emella Björt er 4 mánaða og er búinn að vera ( þjálfun (sundlauginni (mánuð og þar á undan ( forþjálfun heima hjá mömmu, Valgerði Geirsdóttur. Myndir Kristinn samspil líkamlegs og andlegs þroska, en öll örvun er góð og ég hef fulla trú á þessu. Eg vil endi- lega að það komi fram að engar öfgar em á ferðinni, ég Iegg mikla áherslu á að hitinn sé nægur, um- hverfið jákvætt og að bamið finni til öryggis. Hvenœr er tímabœrt að hefja þjálfun ungbama? - Þegar naflinn hefur gróið og jafnað sig, sem tekur 10-14 daga, er hægt að byrja á forþjálfun í bala. Síðar er hægt að fara með þau í baðker, og á fimmtu viku fer foreldri með baminu ofaní vel fulltbaðker. Áþess- um tíma má byija að örva ýmis viðbrögð, t.d. gripviðbragð á fótum og höndum og örva kafviðbragðið. Þegar bamið er orðið fjögur kíló að þyngd, í kring um tveggja mánaða aldurinn er hægt að hefja þjálfun f sundlaug. Tryggja verður að hitastig laugarinnar sé ekki lægra en 32 gráður. Þegar sundlaugar- þjálfun hefst þarf kennari eða leiðbein- andi í síðasta lagi að koma til sögunnar. Fyrstu vikumar er hæfilegt að vera 5-20 mínútur í lauginni en tímalengdin fer þó eftir því hvemig bamið bregst við þjáljuninni. í ritgerð sinni segir Snorri að upp- eldisfrömuðir hafi snemma kom- ist að því að komaböm (0-6 mán- aða) framkalli einskonar sund- hreyfingar þegar þau em sett í vatn. Þessar hreyfingar em nefndar viðbrögð (reflexar) og em eitt dæmi um ósjálfráðar hreyfingar sem bamið fæðist með. Mörg þessi viðbrögð hverfa á fyrstu 3-4 mánuðunum, en þau em þó talin forsenda þess að bamið þroskist „eðlilega” og leit- ist við að uppgötva og skynja sjálft sig. Sem dæmi um viðbrögð má nefna augnviðbragð, fallviðbragð Snorri Magnússon siglir um með Emelíu Björt sem elskar sundlaugarílfiö. og hið svonefnda kafviðbragð. Kafviðbragðið er þannig að ef eitthvað, t.d. vatn eða blástur, skellur á andliti eða vitum bams- ins, þá lokast strax fyrir öndunar- veginn og það heldur ósjálfrátt í sér andanum í 3-5 sekúndur. Fyrstu vikur og mánuðina er þetta viðbragð mjög sterkt. Síðan dregur smám saman úr virkni þess, þannig að á fimmta til sjötta mánuðinum hverfur það. Eitt af markmiðum ungbamasunds fram til 6 mánaða aldurs er því að þjálfa og viðhalda þessu við- bragði og gera það virkt eða lært. Bam sem er eldra en 6 mánaða og fengið hefur þessa þjálfún, á að geta lokað sjálft fyrir öndunar- veginn þegar það fer í kaf. Snorri segir hlutverk sitt að vera leiðbeinandi í byijun, en þjálfúnin eigi fyrst og fremst að vera á milli foreldra og bams. í vatninu fái foreldramir tækifæri til að meðhöndla bamið sitt á ann- an veg en venjulega og auki slík samskipti félagsleg tengsl for- eldra og bams. Snorri starfar á Skálatúns- heimilinu í Mosfellsbæ og í sund- lauginni þar þjálfar hann nú tvær komungar snótir, þær Hönnu Margréti sem er þriggja mánaða og Emelíu Björt fjögurra mánaða. -Byijunin var sú, segir Snorri, að ég var að tala um það við aðra hvað ég ætlaði að gera við mín böm, en öðrum leist geysivel á þetta og vildu vera með. Eg og konan mín eigum von á tvíburum á næstu dögum og ég hlakka óneitanlega til að prófa þetta á þeim, en svo er það spum- ingin hvort maður fer út í eitthvað meira og tekur fleiri í þjálfún. el 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.