Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 22
Birgir Svan Símonarson Sjómannslíf — sjómannslíf Sjómenn geta verið bölvuð hrekkjusvín. Ég heyrði þá sögu á Hellissandi að einhverju sinni hefði bátur látið reka í blíðskap- arveðri á Breiðafirðinum. Mannskapurinn var örmagna eftir aðgerð og hver kjaftur hrjótandi í koju. Þá bar þar að ónefndan bát er lagðist utan á þann sem var á reki. Nú voru hafðar hraðar hendur, farið niður í lúkar og starfað um stund. Þegar mennirnir vöknuðu mörgum klukkustundum síðar, gekk þeim eitthvað illa að komast fram úr kojunum. Pað var búið að sauma áhöfnina fasta við dýnurnar. f*að er gaman á sjó í blíðskaparveðri, gaman að vera svolítið kjölsvín. Mér finnst eins og þessa stund- ina andi fremur köldu í garð sjó- manna og á þá ekki við veðrið þó komið sé haust. Ég er með nýj- ustu grein frjálsíþrótta í hug, Iaunasamanburðinn. í þessari há- þróuðu íþróttagrein er hart barist en steinum tíðast kastað í með- vindi, svo metin fást ekki stað- fest. Mig langar til að nefna nokkra hluti sem mér virðast gera sjómenn verðuga launa sinna. Pegar ég tala um laun sjómanna þá á ég auðvitað ekki við lottó- vinningana sem fréttastofurnar eru svo iðnar við að auglýsa. Það eru svo örfáir sjómenn sem detta í þann lukkupott. En þetta vita nú allir, eða ættu að vita. Auðvitað eru sjómenn í hrekkjalómafélaginu og hafa sjaldnast áhyggjur af almanna- tengslum. Ég man t.d. eftir því að eitt sinn kom áhöfnin á Litlu hryllingsbúðinni á lítinn stað úti á landi. Aldrei þessu vant var ekk- ert í óperunni, ballettinn undir steini. Það var ekkert að gerast nema hvað konurnar í þorpinu höfðu verið að þvo þvott og hengt út til þerris. Þessa nótt fórum við og færðum allan þvottinn á milli snúra. Mér er sagt að það hafi tekið marga daga að greiða úr nærbuxnaflækj unni. En ég ætlaði að tala um hlut- skipti sjómanna. Flestir sjómenn dvelja langd- völum fjarri heimili og fjöl- skyldu. Loðnusjómenn eiga t.d. fjögurra daga frí á mánuði. Á sjö- unda áratugnum var algengt að menn væru þrjá til fjóra mánuði í Norðursjónum án þess að sjá fjölskylduna. Það er algengt að togaramenn taki þrjá túra og svo einn frí. Það þýðir mánaðar úti- vist og svo tíu daga frí. Það þarf ekki mikið ímyndunarafl til að skilja að þetta hefur neikvæð áhrif á tengsl hjóna og bama. Sjómaðurinn er gestur á heimil- inu dagana sem hann á frí. Hann lifir að mörgu leyti í óraunveru- legum tilfinningaheimi og missir oft af lestinni f bamauppeldinu. Landkrabbarnir gera grín að þessu öllu saman og ég hefi heyrt sálfræðing halda því fram að sjó- menn fari á sjó til að flýja átök við veruleikann. Það er auðvitað mesta bull. Sem betur fer ná menn stundum þokkalegum tekj- um á sjó fyrir mikla vinnu og það em einfaldlega aurarnir sem menn eru að sækjast eftir. Kynferðislíf sjómanna líður óhjákvæmilega fyrir fjarvistirn- ar. Það er annað en gaman þegar kerlingin hún Rósa frænka kem- ur í heimsókn í tveggja daga stoppi. Annað en gaman þegar rauðu gardínurnar em dregnar fyrir eldhúsgluggann. En dægurlagatextarnir segja víst að sjómenn eigi kærustur í hverri höfn þó ég hafi ekki orðið var við það. Stundum tala menn um að leggja Hraunið niður en dæma inenn þess í stað í pláss á togara. í þessu felst sannleikskorn sem er að skipið er á margan hátt líkt fangelsi. Ég gæti þó trúað því að oft sé aðbúnaður betri hjá föng- unum en sjómönnunum. Þeir geta í það minnsta fengið bæjar- leyfi og kvenfólk í heimsókn. En grínlaust þá hlýtur að verða að meta þetta skerta lífsvigrúm til launa. Einhvern tíma var karl faðir minn að segja mér frá því þegar hann var á sfldinni í den. Hann hafði það hlutverk meðal annars að fara og vekja mennina. Sumir voru svo harðduglegir að um leið og þeir voru snertir, þá stukku þeir fram úr kojunni og beint ofan í stígvélin sem þeir höfðu stillt upp á gólfinu. Pabbi sagði mér að þetta hefði verið stór- hættulegur starfi því karlarnir gátu stokkið á þann sem var að vekja þá og rotað hann. Karlinn fann þó ráð við þessu en það var að vekja með spýtu og negla stí- gvélin við gólfið. Einhvern tíma komst ég í skýrslur frá Slysavarnafélaginu og ef einhvern vantar hrollvekju þá get ég bent á þessar skýrslur. Þær lýsa fjölda fallinna, fjölda þeirra sem missa tær og hendur og fingur eða auga. Ekkert starf er eins hættulegt og að vera hetja hafsins. Enda lætur Bubbi Sigurð sjómann enda í hjólastól. Ein- hvern tíma báru menn saman mannfall Bandaríkjamanna í Víetnam og mannfall á íslands- miðum miðað við höfðatöluna frægu. Niðurstaðan reyndist sú að á þessum tíma var öruggara að gerast sjálfboðaliði í Nam en að munstra sig á togara. En eru sjómenn þá ekki bara fi'fl og asnar sem vita ekki hvað þeir eru að gera? Það er auðvelt að vera möppudýr og blýantana- gari frá níu til fjögur og aka svo heim í öryggisbelti. Það er allt annað að sækja gullið í gin hafs- ins. Allt annað að eiga allt sitt undir veðri og vindum. Þrátt fyrir varkárni og fæmi sjómanna verð- ur þetta alltaf hættustarf. Það vita sjómenn og margir í landi einnig. Það er því full ástæða til að launa þetta starf vel. Sjómenn eru ekki mikið fyrir að grenja opinberlega eða heimta hærri laun, ég vona samt ég hafi ekki móðgað þá góðu menn. Sjó- menn vilja heldur heyra góða sögu. Það var mikið hlegið þegar áhöfn eins loðnubátsins fór um eitt þorpið og stakk eldspýtum í skráargöt hvers einasta húss við aðalgötuna og tappa í pústurrör allra bflanna. Þetta var morgun heiðursskota og lásaspeglasjóna. Það er margt sem þyrfti að breytast sjómönnum í vil. Mér finnst engin sanngirni í að þeir borgi olíuna á skipin. Ékki mundu flugmenn sætta sig við slíkt. Það þyrfti að bæta hluta- skiptin verulega og hafa matinn á sama verði og Mr Jakamútu fær hann á í vinnutímanum. í landi fá menn öræfauppbót ef þeir gera handarvik ofan Ártúnsbrekku og frítt fæði. Mig langar til að enda þetta með að þakka Karli Steinari frá- bæra framgöngu við að fá niður- fellt olíugjaldið sem alnafni hans og tvífari átti þátt í að innleiða. Öld er frá því tékkneski rithöfundurinn Karel Capek fæddist. Hann var einn þeirra næmu manna á okkar öld sem finna á sér að veður eru öll válynd: hann lifði á þeim tímum þegar enn var uppi sterk trú á tæknilegar framfarir og pólitískar byltingar, en leikrit hans og skáld- sögur eru ekki síst viðvörun um að ekki sé allt sem sýnist. Litlu megi muna að framtíðardraumarnir snúist upp í martröð, framfarir flýti heimsslitum. borgara eftir fyrri heimsstyrjöld og góður vinur Masaryks, fýrsta forseta þess. En frægð hlaut hann sem enn lifir af leikritum og skáldsögum, sem tengjast mjög merkilegu fyrirbæri: ótta fram- faratímans við framfarimar. Vegur smáþjóða höfunda vörum. Þetta er leið Karels Cap- eks í þeim verkum sem menn þekkja best. Lærisveinn galdramannsins Smáþjóðamenn eiga helst tveggja kosta völ, ef þeir gera sér von um heimsfrægð fyrir skáld- skap. Þeir geta lagt sem inni- legast stund á sitt sérstaka pláss í tilverunni, sinn smáheim, í þeirri von að einmitt sérleiki hans hjálpi til að tengja verkið við það sammannlega, sem menn skilja út um allan heim. Þetta er aðferð Halldórs Laxness í Sjálfstæðu fólki, þar sem hann smíðar rammíslenskan bónda, sem hvergi á heima nema hér, en er um leið einyrkinn í veröldinni, gæddur hugsunarhætti sem allir kannast við. Hinn kosturinn er sá, að rithöf- undur smáþjóðar ráðist beint á hin alþjóðlegu viðfangsefni, ryðj- ist með sín skrif beint inn í hinn stóra heim segjandi sem svo: hér er ég og get get líka sagt sitt af hverju um það sem er á allra Fjölhæfur maður Capek var fæddur árið 1890. Hann var læknissonur, fór snemma að yrkja tækifæriskvæði og mála, lagði stund á heimspeki í Prag, Berlín og París. Hann steig fyrstu sporin á rithöfundar- brautinni við hlið bróður síns, Josefs; þeir gáfu saman út fyrstu bók sína árið 1916. Árið 1920 hóf Capek störf við ritstjórn blaðsins Lidové noviny og vann þar til dauðadags og tók blaðamennsku sína heldur betur alvarlega eins og um getur annarsstaðar á þess- ari opnu. Hann varð einn helstur menningarviti hins unga tékkósl- óvakíska iýðveldis, sem upp reis af rústum keisaradæmis Habs- HELGARPISTILL Til er gömul saga, sem Goethe orti um frægt kvæði og Walt Disney gerði teiknimynd um: Lærisveinn galdramannsins. Lærisveinn galdramannsins er strákpjakkur (Mikki mús í teiknimyndinni) sem á að bera vatn í hús síns herra en nennir því ekki og notar við það hrafl í galdri sem hann kann til þess að láta strákústinn bera vatnið fyrir sig. Kústurinn er svo duglegur við vatnsaðburðinn að út úr flóir, og lærisveinn galdramannsins kann ekki að stöðva hann, og þegar hann ætlar að kvista kústinn í spað tekur ekki betra við: hver spónn úr kústinum tekur nú við og hamast við að bera sem mest vatn inn þar til allt sekkur (eða Árni Bergmann 22 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. ágúst 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.