Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 3
Gömlu brýnin slá ungu mönnunum við Fátt sem kemur á óvart í vali tímaritsins down beat á skærustu stjörnum jasstónlistarinnar Bandaríska jasstónlistartímaritið „down beat“ hefur í 38. sinn gert heyrinkunnugt val jassgagnrýn- enda á skærustu stjörnunum og „björtustu voninni" í þeim geira tónlistar sem kenna má við jass og blús. Að venju skipa sömu gömlu brýnin efstu sætin í þessu „vinsældavali" og hafa gert um áraraðir. Hverjum kemur það t.d. á óvart að Stephen Graphelli fær flestar tilnefningar í flokki fiðlu- leikara, að belgíski munnhörpul- eikarinn Toots Thielemans skipar heiðursætið í flokknum „önnur ótalin hljóðfæri" eða að Max Roach skuli valinn besti trymbillinn? Hljómplata píanistans Cecils Taylors „Berlin" hlaut í þetta skiptið flestar tilnefningar gagnrýnenda sem besta jassplata ársins. Fast á hæla BerHwaiplötu Taylors fylgja jrfötur þeiiira Don Pullens, sem-sótti okkurheim hér um árið ásamt tenórsáxéfónist- Hirm óviéjafnanlegi trommuleHkari Art ®akéy varður a$T$ta sér fynda DMJMJan á mM Háakólabíóe 198«. „New Baginnings" - síðasta að venma þriðja saatið í „vinsaBldavali" down beat um beetu jass- piataþessa geðþekkapíanista.var valin önnur eftirminnilegasta jass- trommuloikararra. Myndin af Blakey er tekin á téwleikiíiwi hans hér á- piata'aí&asta árs. landi 1989. Kfynd: Laifur. 1 : - anum Geor-ge Adams og kvart- etti. Á þessaiá plötu sem nefnist „New Beginnings“ er PuMeit laus úr kvartettsfarinu og nýt-ur lið- sinnis þeirra Tony Wiliiams og Gary Peacock. Þar næst kemur Miles karlinn Davis með hljóm- plötuna „Aura“. Besta blúsplatan að þessu sinni er „The Healer“ með John Lee Hooker og skilur talsvert á milli hennar og plötu Johnny Adams „Walking on a Thightrope“ sem hlaut næst flestar tilnefningar. Þess má jafnframt geta að Hook- er hlaut flestar tilnefningar sem blústónlistarmaður ársins. Fátt kemur á óvart við val gagnrýnenda down beat á bestu jasssveitunum. Fremst sve.ita í hópi stórsveka er- Stm R-a and his Orkestra. Kvintett Phil Woods var valin best órafmagnaðra sveita en næst í röðinni kemur Art Blakey and the Jazz Messen- gers. Af rafmögnuðum sveitum lenti Omette Coleman og hans sveit í fyrsta sætinu en næstur var Miles Davis með sinn flokk. Af söngkröftum má nefna að Joe Williams var valinn besti jasssöngvarinn og Betty kerlingin Carter besta söngkona. Af tilnefningum í flokki hljóð- færaleikara einstakra hljóðfæra má nefna að Lester Bowie var valinn besti trompetleikarinn. Fast á hæla hans kemur Wynton Marsalis. Ýmsir eldri og reyndari trompetleikarar verða að láta sér nægja heldur óverðugri sess á list- anum, karlar eins og Miles Davis, Dizzy Gillespie, Don Cherry og Clark Terry . í flokki sópransaxafónleikara skipar Steve Lacy efsta sætið og er að stigum langt fyrir ofan næsta mann Wayne Shorter. Gagnrýnendur mátu Phil Woods besta altósaxafónistann, en næst- ur í röðinni er Omette Coleman. Á tenórinn er Sonny Rollins sagður bestur og Hamiett Bluiett á barritóninn með litlu fleiri til- nefningar en gamla kempan Gerry Mulligan. Milt Jackson, sá hinn sami og gerði garðinn frægan í Modem Jass Quartett, er efsti maður á lista yfir víbrafónleikara, Cecil Taylor hreppir sama hnoss sem píanisti og Jimmy Smith á orgel. Eins og getið var í upphafí er Max Roach talinn besti trymbill- inn, en Nana Vasconcelos er val- in besti ásláttarhljóðfæraleikar- inn. Af órafmögnuðum gítaristum er Jim Hall efstur en Bill Frisell af þeim rafmögnuðu. Charlie Ha- den var valinn besti kontrabass- Hella Kennarar Kennara vantar við Grunnskóiann á Hellu. Að- alkennslugrein íslenska. Upplýsingar gefur for- maður skólanefndar í síma 98-78452. istinn og SteVe Swaliow á raf- bassa og kemur fátt á Óvart við það val. í vali rafbassamánna vekur eitt nok-kra athygli. Jack Bmce, sá hinn sami og gerði garðinn frægan hér um árið með „súpergrúppunni“ Cream og er einna þekktastur fyrir að tilheyra poppgeira tónlistarinnar, enda hefur jassinn ávallt verið auka- geta hjá honum, rekur lestina sem besti rafbassaleikarinn af þeim sex sem tímaritið tilgreinir. Þess má til gamans geta að Bmce komst einnig á blað sem þriðji efnilegasti karlsöngvarinn í flokki annarra söngvara en jasssöngvara. Athyglisvert við þetta val er að jasstónlistarmenn ættaðir af Norðurlöndum eiga lítt upp á pallborðið hjá gagnrýnendum down beat þrátt fyrir að sumir hverjir þeirra hafi undanfarin ár getið sér gott orð innan jass- heimsins. Einu fulltrúar Norður- landa í vinsældavalinu er danski gítaristinn Pierre Dorge og frum- skógahljómsveitin hans sem valin var fjórða efnilegasta stórsveitin og danski útgefandinn Nils Wint- her sem rekur hljómplötuútgáf- una Steeple Chase lenti í fimmta sæti á lista yfir efttilegustu „pró- dúse.ntana". HANDBRAGÐ MEISTARANS BAKARI BRAUBBERGS Ávallt nýbökuð brauð - heilnæm og ódýr - Aðrir útsölustaðir: Hagkaup: Skeifunni - Kringlunni - Hólagarði Verslunin Vogar, Kópavogi Hraunbcrgj 4 simi 77272 Ulpa: kr. 4.595,- Peysa: kr. 1.995,- Buxur: kr. 1.895,- Taska: kr. 3.950,- Úlpa:kr. 5.495,- Buxur: kr. 1.795,- Taska: kr. 2.178, Póstkröfusími 30980 HA6KAUP

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.