Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 18
Að tapa og gera sig að fífli í leiðinni
2. c4 e6
3. Rf3 b6
4. g3 Ba6
5. Da4 Bb7
6. Bg2 c5
7. dxc5 bxc5
8. 0-0 Be7
9. Rc3 0-0
10. Hdl d6
11. Bf4 Db6
12. Hd2 Rc6
13. Bxd6 Bxd6
14. Hxd6 Dxb2
15. Hbl Dxc3
16. Hxb7 Rd4
17. Ddl!
Upp úr einum sterkasta skákmanni
landsins hrökk eitt sinn mikil speki:
Að tapa er ekki það versta sem gæti
komið fyrir skákmann, heidur að
tapa og gera sig að fífli í leiðinni. Þetta
gerist þegar menn verða uppvísir að
algeru þekkingarleysi á einhverju
hárbeittu afbrigði skákfræðanna og
tapa háðulega eða gera önnur glapp-
askot sem lengri eru í minnum höfð.
Það hefur komið fyrir að menn hafa
gefist upp í jafntefli á unna stöðu eins
og henti Raymond Keene á Rcykja-
víkurmótinu 1972, en svo vildi til að á
því augnabliki sem hann þáði jafntefl-
istilboð annars sigurvegarans á
Aljékín-mótinu 1971, Leonid Stein,
gekk snillingurinn Bobby Fischer í
salinn og sá umsvifalaust rakinn vinn-
ing fyrir Englendinginn. Það vill oft
verða svo að of mikil virðing fyrir
andstæðingnum sviptir menn skyn-
seminni.
Ég rakst nýlega á athyglisvert dæmi
um dómgreindarleysi af þessu tagi
sem sennilega hefur orsakast af
hræðslu eða of mikilli virðingu fyrir
andstæðingnum. Þegar Lev Poluga-
jevskí og Lajos Portisch setjast að
tafli er ekki ósennilegt að þeirri viður-
eign ljúki með jafntefli því milli
þeirra ríkir einhverskonar ógnarjafn-
vægi. Svo varð einnig raunin á loka-
móti Stórmeistarasambandsins,
GMA, í Moskvu á dögunum.
9. umferð:
Lev Polugjajevskí - Lajos Portisch
Drottningarindversk vörn
1. ci4 Rf6
(Ekki 17. Rxd4 vegna 17. ...
Del(skák) 18. Bfl Re4! og svartur
vinnur.)
17. ... Rxf3 (skák)
18. Bxf3 Dxc4
- Jafntefli!
Svartur hefur unnið peð og staða
hans virðist traust að flestu leyti þó
menn hvíts séu virkari. Þess má geta
að Polugajevskí átti í harðri baráttu
við nokkra landa sína um sæti í
heimsbikarmótunum og sigur var
honum nauðsynlegur. En hann fann
enga leið og þáði jafnteflistilboð
Ungverjans: Tími: Hv.: 1.19 Sv.:
0.46.
En nú víkur sögunni að skákhátíð-
inni í Biel. Þeir settust að tafli Anat-
oly Karpov og Lev Polugajevskí. Svo
virðist sem Karpov hafi haft eitthvað
við áður birta skák að athuga. Hann
var ekki á höttunum eftir jafntefli þó
18 fyrstu leikirnir féllu nákvæmlega
Helgi
Ólafsson
Lev Polugajevskí hefur löngum
getað státað af mikilli byrjana-
þekkingu.
eins, hélt áfram og tíu leikjum síðar
gafst Polugajveskí upp:
5. umferð:
Anatoly Karpov - Lev Polugajevskí
a b c d e f g h
19. a4!
(Karpov hefur allt aðrar meiningar
um stöðuna. Híð næma stöðuskyn
hans segir honum að hvítur geti teflt
til sigurs algerlega án áhættu.)
19. ... a5?
(Þetta er ekki góður leikur en svartur
á afar erfitt, með að finna eitthvað
betra. Kannski var best að leika 19.
... h6. Annar möguleiki var 19. ... e5
en eftir 20. Bc6 er svarta staðan afar
erfið.)
20. Hb5! Ha7
(Kannski var reynandi að leika 20. ...
Rd5 21. Bxd5 exd5 22. Hxd5 Hfc8 þó
svarta staðan sé afar erfið viðfangs.)
21. Hd8!
(Skyndilega er svarti kóngurinn í
bráðri hættu.)
21. ... g5?
(Polugajevskí er búinn að missa allt
samband. Skárra var 21. ... g6.)
22. Hxf8(skák) Kxf8
23. Dd6(skák) Kg7
24. Hxc5 Hd7
25. De5 Db4
26. Dxg5(skák) Kf8
27. Hc8(skák) Ke7
28. Kg2
- og Polugajevskí gafst upp.
Skákþing íslands
ílandsliðsflokki
að hefjast
Keppni í landsliðsflokki á Skák-
þingi fslands hefst 31. ágúst nk. á
Höfn í Hornafirði. Þátttakendur
verða 12 talsins og hafa 10 skákmenn
verið skráðir til leiks, þar af tveir stór-
meistarar og tveir alþjóðlegir meist-
arar. Ekki er endanlega gengið frá því
hverjir fylla flokkinn því enn stendur
yfir einvígi Helga Áss Grétarssonar
og Árna Á. Árnasonar um sæti í mót-
inu. Þeir tíu sem örugglega verða með
eru: Margeir Pétursson, Jón L. Árna-
son, Hannes Hlífar Stefánsson,
Þröstur Þórhallsson, Björgvin Jóns-
son, Héðinn Steingrímsson, Snorri
Bergsson, Halldór G. Einarsson,
Þröstur Árnason og Sigurður Daði
Sigfússon.
Margeir og Jón L. eru vitaskuld sig-
urstranglegastir en Hannes. Hlífar
Stefánsson og Þröstur Þórhallsson
eru til alls líklegir.
^ Undankeppni
íslandsmótsins í
at-skák
Þröstur Þórhallsson vann öruggan
sigur í undankeppni íslandsmótsins í
at-skák sem fram fór í húsakynnum
TR við Faxafen um síðustu helgi.
Jafnframt fóru fram mót á Súðavík
þar sem Vestfirðingar kepptu um eitt
sæti í úrslitunum og á Akureyri þar
sem Norðlendingar kepptu um eitt
sæti en alls munu 16 skákmenn tefla í.
úrslitunum. í Reykjavík var hinsveg-
ar teflt um sjö sæti en síðan fá sjö
stigahæstu skákmenn landsins beinan
þátttökurétt í úrslitakeppninni sem
fer að öllum líkindum fram í ársbyrj-
un 1991.
Þröstur fékk fljúgandi byr í seglin
er hann lagði Hannes Hlífar að velli
um miðbik mótsins og varð ekki
stöðvaður eftir það.
Lokaniðurstaðan: 1. Þröstur Þór-
hallsson 8 v. (af 9) 2. Björgvin Jónsson
7 v. 3.-6. Hannes Hlifar Stefánsson,
Elvar Guðmundsson, Áskell Örn
Kárason og Þröstur Arnason 6V2 v.
7.-10. Jóhannes Ágústsson, Sæberg
Sigurðsson, Bragi Halldórsson, Sig-
urður Daði Sigfússon 6 v.
Jóhannes Ágústsson var efstur á
stigum af þeim sem voru í 7:-10. sæti
og kemst því áfram. Keppendur voru
um 50 talsins.
Rúnar Sigurpálsson vann öruggan
sigur á Akureyri, hlaut 9 vinninga af
10 mögulegum en í Súðavík sigraði
Ágúst Karlsson örugglega, hlaut 4
vinninga úr fimm skákum.
í úrslitunum verða tefld fjögurra
skáka einvígi, en vonir standa til að
lokaeinvíginu verði sjónvarpað beint.
Fækkar í hópnum
Sveit Forskots Reykjavík sigr-
aöi sveit Karls Karlssonar Sand-
gerði í 2. umferð Bikarkeppni
BSÍ, nokkuð örugglega. Ólokið
er þá aðeins ieik sveita S. Ár-
manns Magnussonar Reykjavík
gegn Verðbréfum íslandsbanka.
Dregið hefur verið í 3. umferð
keppninnar. Eftirtaldar sveitir
mætast (heimasveit talín á
undan):
Delta Haftrarfirði gegn Sam-
vinnuferðum / Landsýn Reykja-
vík.
S. Ármann Magn. / Verðbréfin
gegn Ásgrími Sigurbjörnssyni
Síglufj.
Esther Jakobsdóttir Reykjavík
gegn Forskoti Reykjavík.
Tryggingamiðstöðin Reykjavík
gegn Sigurði Sigurjónssyni Kóp-
av.
Þessum leikjum á að vera lokið
helgina 24.-25. september nk.
Sumarbridge í Reykjavík
gengur vel þessa dagana. Sl.
þriðjudag mættu 46 pör til leiks,
en vikuna á undan mættu yfir 50
pör til leiks hvort kvöldið. Spila-
mennsku í Sumarbridge lýkur 18.
september, en trúlega verða þá
einhver félög á Reykjavíkur-
svæðinu komin af stað í haust-
spilamennsku.
Nú um mánaðamótin munu
nökkrir spilarar leggja land undir
fót, til þátttöku í heimsmeiStara-
mótinu í tvímenning og para-
keppni, og áð auki í óopinberri
heimsmeistarakeppni sveita.
Mótið fer að þessu sinni fram í
Zurich í Sviss og hefst spila-
mennska um mánaðamótin, með
parakeppninni. Að minnsta kosti
einn spilari mun táka þátt í öllum
þremur mótunum héðan og er
þar á ferðinni Valur stórmeistari
Sigurðsson. Félagi hans í para-
keppninni verður Hjördís Ey-
þórsdóttir, nýbakaður Norður-
landameistari kvenna. Að líkind-
um munu þrjár sveitir taka þátt í
sveitakeppninni og allt að 7-8 pör
(14-16 manns) í tvímennings-
mótinu. Mótið er öllum opið að
þessu sinni.
Opið mót verður á Akureyri á
morgun (laugardag). Búist er við
góðri þátttöku. Keppnisstjóri
verður Jakob Kristinsson.
Ástæða er til að vekja athygli
einstakra sambandsfélaga innan
Bridgesambandsins á 6. grein
laga BSÍ. Þar segir m.a.: „Óski
einstök sambandsfélög eftir því
að bera fram tillögur um laga-
breytingar á sambandsþingi, skal
félagið senda þær til sambands-
stjórnar eigi síðar en 1. septemb-
er og skal þeirra getið í útsendri
dagskrá.“
Varðandi þá hugmynd að
Bridgesamband íslands gangist
fyrir mótshaldi í Evrópukeppni
landsliða, sem minnst var á í
þættinum fyrir skemmstu, er vert
að geta þess að þetta var til um-
fjöllunar í fyrri stjórn BSÍ, nánar
tilltekið 5. október 1989. Gerðar
hafa verið svokallaðar „fyrstu“
athuganir á að halda slíkt mót á
íslandi, og útkoman er hugsan-
lega 1995. Frekari athugunum
var vísað til nv. stjórnar sam-
bandsins, sem vísast beinir þessu
máli til næstu stjómar, eða hvað?
Pegar talað er um „virkni"
hvers bridgespilara (sá tími sem
viðkomandi spilari eyðir við
bridgeborðið, en ekki heima hjá
sér) em áunnin bronsstig besti
mælikvarðinn. Lítum á hvaða
spilarar hafa verið mest að
heiman frá sér frá 1. mars 1976:
Sigfús Þórðarson Selfossi 9840,
Ámann J. Lámsson Kópavogi
8052, Láms Hermannsson Rvk.
7902, Valur Sigurðsson Rvk.
7674, Hrólfur Hjaltason Rvk.
7646, Einar Jónsson Keflavík
7312, Vilhjálmur Þ. Pálsson Sel-
fossi 7250, Sigtryggur Sigurðsson
Rvk. 7234, Sveinn Sigurgeirsson
Rvk. 7196, Jón Baldursson Rvk.
6840, Kristján Kristjánsson
Reyðarfirði 6821, Guðbrandur
Sigurbergsson Hafnarf. 6460,
Ragnar Björnsson Kópavogi
6338, Ólafur G. Ólafsson Akra-
nesi 6290, Ásgeir P. Ásbjömsson
Hafnarfirði 6281, Alfreð
Viktorsson Akranesi 6183, Páll
Valdimarsson Rvk. 6133, Sævin
Bjarnason Kópavogi 6130, Guð-
jón Guðmundsson Akranesi
6066, Gísli Torfason Keflavík
6056, Ólafur Lámsson Reykjavík
6034, Aðalsteinn Jörgensen
Reykjavík 6023, Jóhannes Sig-
urðsson Keflavík 5917, Hannes
R. Jónsson Reykjavík 5914, Þor-
lákur Jónsson Kópavogi 5904,
Gunnar Þórðarson Selfossi 5799,
Hermann Lámsson Kópavogi
5634, Sölvi Sigurðsson Eskifirði
5620, Ásgeir Metúsalemsson
Reyðarfirði 5604, Haukur
Hannesson Kópavogi 5600, Sig-
urður Sigurjónsson Kópavogi
5544, Þórarinn Sigþórsson Rvk.
5445, Karl Alfreðsson Akranesi
5404, Pétur Guðjónsson Akur-
eyri 5384, Frímann Frímannsson
Akureyri 5344, Aðalsteinn Jóns-
son Eskifirði 5332 og Sigurður
Sverrisson USA 5122.
Eflaust mætti telja fleiri í þess-
um hópi, en þeir hafa þá ekki
unnið sér til stiga.
Flestir vita að Sumarbridge er
vettvangur „léttrar“ spila-
mennsku og þar leyfist ýmislegt.
En öllu má þó ofgera, eins og
eftirfarandi dæmi ber með sér.
Spilið er úr B-riðli sl. þriðjudag.
Sagnhafi er þekktur spilari og
hefur m.a. spilað fyrir íslands
hönd á erlendum vettvangi: A/V
á hættu, Suður gefur og vekur á 1
grandi (12-14 hp). Okkarmaðurí
Vestur „vippar“ sér inn á með 2
hjörtum og hagfræðingur BSRB í
Norður doblar (til sektar og láir
honum það enginn, eftir opnun
félaga hans). Allir pass.
S: ÁGx
H:8xx
T:Dx
L: Á9xxx
S: x S: KlOxxx
H: ÁK9xx H: xx
T: KlOxx T: 9xxx
L: lOxx L: KD
S: Dxxx
H: DG10
T: ÁGx
L: Gxx
Útspil Norðurs var tígul-
drottning. Sagnhafa er það lík-
lega nokkuð Ijóst, að 1 niður eða
4 niður er nokkurn veginn sama
spilið, eða réttara sagt, sami
botninn. Ég hirði ekki um að
rekja gang spilsins en niðurstað-
an var 2 niður eða 500 til N/S og
toppskor fyrir vikið.
Málið er hins vegar, að spilið er
óhnekkjandi, eins og það liggur.
Eftir tíguldrottningu út, sem
hleypt er yfir á kónginn hjá okk-
ur, er smáum spaða spilað.
Norður fer upp með ás og heldur
áfram sókninni í tígli. Suður
tekur á gosa og ás og spilar síðan
trompi (nesta vörn). Við tökum á
ás og spilum laufi. Norður tekur á
ás og spilar meira hjarta. Við
tökum á kóng og getum í róleg-
heitum spilað þriðja hjartanu.
Það gengur og við leggjum upp.
Gefum 2 slagi á tígul, 1 á spaða, 1
á hjarta og 1 á lauf (hendum
þriðja laufinu okkar í spaðakóng
og tígullinn er orðinn góður).
Ég stóð nú í þeirri meiningu að
málið væri að hafa BHMR-fólk í
góðu skapi þessa dagana. Hvar
kemur BSRB inn í dæmið?
Olafur
Lárusson
18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. ágúst 1990