Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 4
Jón Baldvin Hannibalsson er á beininu
Jón Baldvin Hannibalsson. Mynd: Kristinn.
Byggðastefna
um meltingarveg
sauðkindarinnar
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra er í tvöfaldri deilu við
samgöngu- og landbúnaðarráðherra. Hann segir skynsamlegra að greiða
bændum kaup í ákveðinn tíma á meðan þeir leita sér að arðvænlegri vinnu,
en að veita landsbyggðinni fjármagn í nafni byggðastefnu í gegnum
meltingarveg sauðkindarinnar. Þá segir Jón Baldvin Keflavíkurflugvöll
engan venjulegan flugvöll og Aeroflot ekkert venjulegt flugfélag og segir
ummæli Þorsteins Pálssonar varðandi samninginn við eigendur
Aðalverktaka vera eins og hvert annað bull.
Á hvaða forsendum getur þú
efast um umboð landbúnaðar-
ráðherra til að gera nýjan bú-
vörusamning?
Ég efast ekki um að hann hafi
umboðsvald til að gera samning.
Það er hins vegar ekki kjarni
málsins heldur hitt, að hann hafði
á sínum tíma boðað að hann vildi
gera nýjan samning allt fram til
ársins 1998. f annan stað að hann
þurfi að leita eftir breytingum á
lögum frá Alþingi og jafnframt
skuldbinda ríkissjóð til veru-
legara fjárútláta mörg á fram í
tímann.
Með öðrum orðum, það er
sitthvað form og innihald. Land-
búnaðarráðherra hefur auðvitað
forræði í málinu. Það nægir að
minna á að ríkisstjóm sem sat við
völd á árunum 1984 - 1987, setti
búvömlög. Þáverandi landbún-
aðarráðherra framdi það gerræði
að gera samning sem gilti frá því
fyrir kosningar 1987, fram yfir
kosningar árið 1991 og fram á
haust 1992.
Ég segi gerræði vegna þess að
það er umdeilanlegt hvort að það
var löglegt, en það er óumdeilan-
legt að það var siðlaust, vegna
þess að samningurinn batt ekki
bara hendur komandi þings held-
ur líka þjóðarinnar. Hér er um að
ræða gríðarlega fjármuni á kostn-
að skattgreiðenda.
Kjarni málsins er þessi: Það
ber enga nauðsyn til að gera nýj-
an búvömsamning í tíð þessarar
ríkisstjórnar. Núverandi land-
búnaðarráðherra er undir þeirri
lagaskyldu að leita endurskoðun-
ar, vegna þess að núverandi
samningur er vissulega allur
kominn úr böndunum að því er
varðar sauðfjárframleiðslu og
styrki til hennar. Það er sérstakt
mál og að sjálfsögðu á hann að
leita þessarar endurskoðunar og
reyna að gæta hagsmuna almenn-
ings í þeim efnum. En það ber
enga nauðsyn til að lengja samn-
inginn, enda væri það andstætt
öllum gmndvallarreglum laga og
lýðræðis. Það er mál sem næsta
ríkisstjórn á að taka að sér frá og
með haustmánuðum 1992, hver
sem sú stjórn verður og það getur
vel verið að hún þurfi að koma að
því fyrr. Og þar sem um er að
ræða stórfellt ágreiningsmál væri
ekkert úr vegi að við legðum
þetta mál fram í kosningum og
létum kjósa um hvað þjóðin vill
borga mikið út á þennan víxil.
Nú benda landbúnaðarráð-
herra og hagsmunasamtök
bænda á að bændur þurfi strax í
vetur að miða áburðarkaup sín
við einhver drög að samningi og
að síðasta slátrun innan hans
verði næsta haust. Þar sem kosn-
ingar verða væntanlega í vor, er
þá ekki alveg jafn siðlaust að
skilja heiia stétt manna eftir í
óvissu og ef sjávarútvegsráðherra
færi frá með kvótamál óklár?
Þetta er bull. Dæmið um
kvótalögin er ágætt vegnaþess að
hér gerðist það ár eftir ár um
miklu stærra og þýðingarmeira
mál, að kvótalög voru látin gilda
ár frá ári. Kosningar verða ef allt
er með felldu í apríl 1991. Þessi
samningur gildir til hausts 1992.
Þannig að jafnvel þó gert verði
ráð fyrir að venjubundnir tveir
mánuðir fari í ríkisstjórnarmynd-
un næsta vor, þá hefði sú ríkis-
stjórn nægan tíma til að koma á
framfæri þeirri stefnu sem hún
teldi sig hafa umboð til og ég tala
nú ekki um eftir ítarlegar stjóm-
armyndunarviðræður og ítarlega
umræðu í kosningabaráttu.
Hefur Alþýðuflokkurinn nýja
leið í landbúnaðarmálum á
reiðum höndum?
Nýja leið? Við erum búin að
benda linnulaust á aðrar leiðir
áratugum saman. Við bentum á
nýjar leiðir í stjórnarmyndunar-
viðræðum að loknum kosningum
1987 á grundvelli mjög ítarlegrar
stefnu sem við birtum fyrir þær
kosningar.
Það skortir ekki á úrræði,
hvorki frá Alþýðuflokknum né
öðrum þeim sem hafa um þessi
mál fjallað. Það má orða þetta
með einföldum hætti: Ef menn
vilja verja umtalsverðum fjár-
munum í nafni byggðastefnu, þá
eru allar leiðir hagkvæmari til
þess en láta þá fjármuni renna í
gegnum meltingarveg sauðkind-
arinnar og búa sér þannig til
vandamál sem er orðið óleysan-
legt, nefnilega uppsafnaðar
birgðir af kjöti sem enginn fæst til
að éta hvorki innanlands né er-
lendis.
Með öðrum orðum, það verð-
ur að takmarka sauðfjárfram-
leiðsluna. Þeir sem höfðu trú á
leiðinni í gegnum meltingarveg
sauðkindarinnar hafa fengið sitt
tækifæri sem er búið að kosta
skattgreiðendur marga milljarða
og þær staðreyndir liggja fyrir að
þetta hefur gersamlega mistekist.
Þetta fé hefði með öðrum orðum
strax frá árinu 1987, og jafnvel
enn fyrr, átt að nota til að greiða
mönnum einfaldlega laun á um-
þóttunarskeiði á meðan þeir
væru að velja sér annað og arð-
vænlegra starf.
Fyrir utan það, að þessi melt-
ingarvegspólitík er tilræði við
landið sjálft vegna þess að þetta
er landeyðingarstefna. Við
skulum fara að koma okkur að
verki í að takmarka þessa
sauðfjárframleiðslu. En það er
síðan annað mál hvað við erum
tilbúin að borga mikið á umþótt-
unarskeiðinu til að mæta þessum
mannlegu vandamálum, það
kostar eitthvað, en það kostar
aldrei nema brot af því sem þessi
ósköp hafa kostað.
Landbúnaðarráðherra hefur
væntaniega kynnt drög að þess-
um samningi á ríkisstjórnarfundi
í gær. Er ekki þar gert ráð fyrir
markaðstengingu sem væri skref í
að markaðstengja þetta alger-
lega?
Menn geta ekki komið aftur og
aftur eftir áratugi og sagt, nú
skulum við markaðstengja, þegar
búið er að berjast gegn því í ára-
tugi. Menn geta ekki sagt „mark-
aðstenging“ en jafnframt bætt við
að það sé að sjálfsögðu skilyrt í
bak og fyrir. Þessi skilyrði eru
væntanlega háð því að núverandi
ríkisstjóm lofi því að kjörum
greinarinnar, niðurgreiðslum,
styrkjum og framlögum verði
ekki raskað út þennan áratug.
Þetta er bull.
Hvað stendur í vegi þess að
gera loftferðarsamning við So-
vétríkin?
Það er tvennt sem veldur því að
það er ekki eins einfalt mál fyrir
okkur og menn gætu ætlað. í
fyrsta lagi er Keflavíkurflugvöll-
ur ekki venjulegur flugvöllur.
Fyrir utan að vera samgöngumið-
stöð, er hann einnig og var fyrst
og fremst byggður sem flugvöllur
á vegum Atlants-
hafsbandalagsins og gegnir meg-
inhlutverki í vörnum landsins og
öryggi þess og hafsvæðisins hér í
kring.
í annan stað er það óvenjulegt
með Aeroflot að það er ekki
venjulegt flugfélag. Það er hluti
sovéska flughersins og hefur til
þessa dags einnig verið hluti so-
vésku leyniþjónustunnar. Þannig
að það er erfitt að láta varnarstöð
NATO og sovéska flugherinn
ganga upp í sameiningu.
Nú kann vel að vera að þetta sé
ekki óleysanlegt vandamál þar
sem aðstæður em blessunarlega
að breytast í heiminum. En þá er
á það að Iíta að málið er á forræði
utanríkisráðuneytisins, sem gerir
samninga við erlend ríki, þar með
samninga sem varða gagnkvæm
flugréttindi. Samgönguráðuneyt-
ið fór auðvitað kolvitlaust að
málinu, sem hefur spillt því nokk-
uð. Þessi samningsdrög sem það
er að tala um eru ekki frá ráðu-
neytinu komin. Þau em komin
frá sovéska stjórnkerfinu í gegn-
um sovéska sendiráðið, þar sem
drögunum var snúið yfir á ís-
lensku. í þeim eru bara sovéskar
pantanir.
Þetta var gert án samráðs við
utanríkisráðuneytið og að því er
ég best veit ekki í samráði við
samgönguráðuneytið heldur.
Samgönguráðuneytið fjallaði síð-
an um málið til skamms tíma án
nokkurs samráðs við okkur og
svona eiga menn ekki að vinna.
Svona vinnubrögð samrýmast
ekki vinnubrögðum fullvalda
ríkis. Að sjálfsögðu segir okkur
enginn fyrir verkum um það
hvernig við nýtum Keflavíkur-
flugvöl, það er okkar mál. En
áður en við tökum einhverjar
ákvarðanir vil ég benda á að það
hafa engar óskir komið frá so-
véskum yfirvöldum til utanríkis-
ráðuneytisins varðandi þetta
mál. Samgönguráðuneytið hefur
bara tekið við plaggi frá sendiráði
hér í bænum.
Við höfum hins vegar verið að
vinna heilmikið í málinu og það
er ekkert nýtt. Það eru þrjátíu ár
frá því að Sovétmenn óskuðu
fyrst eftir lendingarréttindum hér
og allar ríkisstjórnir hingað til
hafa hafnað því. Við viljum hins
vegar skoða þetta mál hlutlægt og
ég er ekki að segja fyrirfram að
niðurstaðan verði neikvæð. Það
þarf aftur á móti margt að at-
huga. Það þarf að leggja mat á
innlenda hagsmuni og þess vegna
erum við í viðræðum við sam-
göngufyrirtæki og ferðamála-
frömuði. Við þurfum að skoða
samninga annarra þjóða. Við
höfum sent fyrirspumir hvað
varðar öryggisþáttinn bæði til
NATO og Bandaríkjanna og höf-
um fengið svör við þeim og það
hefur enginn aðili beitt okkur
þrýstingi.
Enn er eftir að skoða tvo þætti
sem settir voru upp í þessari upp-
runalegu áætlun. Því verki er
ekki lokið en þegar því lýkur
leggjum við niðurstöðumar fram
og það er ekki ástæða til að taka
upp neinar viðræður við sam-
gönguráðuneytið fyrr en þessari
vinnu er lokið.
Staðfesta þessi umrnæli þín
ekki að íslendingar eiga engan al-
þjóðaflugvöll þar sem þeir hafa
full yfirráð?
Nei, við höfum full yfirráð yfir
Keflavíkurflugvelli. Hins vegar
• höfum við gert varnarsamning
sem gefa okkur skuldbindingar
samkvæmt veru okkar í NATO
og við tökum þær skuldbindingar
alvarlega eins og allar skuldbind-
ingar í samningum við aðrar
þjóðir. Við getum gert það sem
okkur sýnist á Keflavíkurflug-
velli. Vafalaust getum við veitt
gagnkvæm lendingarréttindi ef
þau teldust brýn, með þeim
skilmálum sem okkur sýndist
nauðsynlegt að setja.
Það er síðan enn eitt atriði sem
veldur því að menn ættu að flýta
sér hægt. Það er að gerast bylting
í samgöngumálum innan Evrópu-
bandalagsins og þau mál eru
einnig á samningaborðinu hjá EB
og EFTA. Þar er verið að ræða
frjálsa samkeppni í flugi sem
myndi fela í sér afnám á gagn-
kvæmnisreglunni og samnings-
bundnum réttindum. Niðurstaða
þessara samninga verður væntan-
lega ljós fyrir áramót. Ég geri því
ekki ráð fyrir að við flýtum okkur
að gera samninga við Sovétmenn
fyrr en niðurstaða þeirra samn-
inga liggur fyrir.
Er samningur þinn við eigend-
ur Aðalverktaka ekki hálfvelgju-
samningur þar sem annars vegar
er hlaupið undir bagga hjá SÍS og
þar sem SIS og Sameinuðum
verktökum er áfram tryggður að-
gangur að kjötkötlunum, undir
enn meiri ríkisforsjá en áður?
í þessum töluðum orðum eru
svo mörg öfugmæli að ég kem
ekki tölu á þau. í 35 ár hafa þeir
stjórnmálaflokkar sem lengst
hafa farið með landsstjórnina,
veitt tiltölulega fáum útvöldum
aðilum einkaleyfi á öllum fram-
kvæmdum fyrirvarnarliðið. Þess-
ir aðilar hafa verið nokkrar fjöl-
skyldur í Sameinuðum verk-
tökum og eitt af dótturfyrirtækj-
um SÍS. Þessir aðilar lögðu ekki
mikið fram í eigið fé í upphafi. Og
það er athyglivert að upphaflegur
tækjakostur Aðalverktaka var
einnig ókeypis, vegna þess að
þeir tóku við tækjabúnaði banda-
rísks verktakafyrirtækis sem var
hér fyrstu árin.
Lítið eigið fé er orðið að mörg-
um þúsundum milljóna króna í
uppsöfnuðum hagnaði frá upp-
hafi. Ég ber ekki ábyrgð á þessu
kerfi. Ég gagnrýndi þetta kerfi og
það hafa margir orðið til þess að
gagnrýna það, en það hefur eng-
inn tekið á því fyrr en nú. Ef ég
hefði ekki gert neitt hefði kerfið
haldið áfram að skila þessum fáu
útvöldu sínum gróða.
Spumingin var hvaða raun-
vemlegir kostir komu til greina í
þessu máli. Tökum dæmi af mál-
flutningi Þorsteins Pálssonar,
formanns Sjálfstæðisfloksins.
Hvað er hann að segja? Formað-
ur flokks sem ekkert hefur gert til
að breyta málunum þó hann hafi
ráðið þessu ráðuneyti áratugum
saman. Nú átti allt í einu að slíta
fyrirtækinu og selja hlut ríkisins.
Hverjir hefðu keypt? Auðvitað
þeir fjársterku aðilar sem fyrir
vom og þar með hefði kerfið
endanlega orðið þeirra gullkista.
Hvaða kerfi átti að taka við,
útboð á almenum verktakamark-
aði? Hefði það tryggt hagsmuni
íslendinga og þjóðarbúsins best
gagnvart verkkaupa? Ég er ekki í
nokkmm vafa um að það hefði
ekki gert það. Hvernig átti að
gera upp verk sem em nú í miðj-
um klíðum, átti að bjóða út
verkafganga og hvernig átti að
tryggja atvinnuöryggi 800 manna
sem starfa hjá fyrirtækinu? Hefði
þetta leitt til þess að arðurinn
safnaðist ekki á fárra hendur
áfram?
Samkvæmt varnarsamningn-
um, sem ég hef ekki heyrt sjálf-
stæðismenn tala um að þurfi að
endurskoða eða rifta, er bannað
að leggja skatta og gjöld á þessar
framkvæmdir. Þannig að ef Hag-
virki hefði í samkeppni við erlend
verktakafyrirtæki unnið útboðið
og komið inn með sín tæki og tól,
hefðum við þurft að endurgreiða
þeim tolla og virðisaukaskatt af
þessum tækjum og Iétta af þeim
þungaskatti. Þetta hefði ekki
bara orðið flókið, heldur áka-
flega dýrt.
Sannleikurinn er sá, að það
sem formaður Sjálfstæðisflokks-
ins leggur til er bull og sýnir að
hann hefur ekki nennt að hugsa
um málið. Enda þurfti ekki að
búast við öðru þar sem Sjálfstæð-
isflokkurinn bjó þetta kerfi til og
hann vissi fyrir hverja hann bjó
það til og hann hefur aldrei haft
neina tilburði til að breyta því, þó
hann þykist núna tala um ein-
hverja kjötkatla.
-hmp
4 SÍÐA - NÝTT HELGARBLA0 Föstudagur 24. ágúst 1990