Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 11
Urslitakeppni yngri flokka Um helgina fer fram úrslitak- eppni yngri flokka drengja í knattspyrnu. Keppni í 5. flokki fer fram á leikvelli Gróttu á Sel- tjarnarnesi og Víkingsvellinum í Stjörnugróf. Liðin sem leika til úrslita eru KR, FH, Grótta, ÍK, ÍR, Víkingur, Fylkir og Völsung- ur. Leikmenn 4. flokks reyna með sér á Kópavogsvelli og leikvelli Stjörnunnar í Garðabæ. Keppt er í tveimur riðlum, í riðli 1 leika KR, Grindavík, Þór Akureyri og KA en í riðli 2 leika Stjarnan, Týr, ÍR og Breiðablik. Keppni í 3. flokki fer fram á Akranesi og leika Fram, Týr, KA og Þór Akureyri í riðli 1 en í riðli 2 leika Skagamenn, Víkingur, FH og KR. Bikarurslitin á sunnudag KR og Valur leika til úrslita í bikarkeppni KSÍ kl. 14:00 á sunnudaginn. Liðin hafa einu sinni áður mæst í úrslitum bikar- keppninnar, árið 1966 og sigruðu þá KR-ingar 1-0. Bæði lið hafa oftsinnis leikið til úrslita, KR níu sinnum og Valur átta sinnum. KR-ingar hafa hampað bikarnum í sjö skipti en Valsmenn í fimm. KR-ingar áttu heldur greiðari leið í úrslitin en Valsmenn. í 16 liða úrslitum heimsóttu KR-ingar fjórðu deildar lið Sindra á Horna- firði og sigruðu þá 2-0. Valur lék við bikarmeistara Fram og sig- raði 7-5 eftir framlengingu og vítaspymukeppni. í átta liða úrslitum lögðu KR- ingar Skagamenn að velli, 3-0 og Valsmenn sigmðu Breiðablik, 2- 0. í undanúrslitum léku KR-ingar við Keflavík og höfðu bétur, 4-2 á meðan Valsarar sigruðu Víkinga, 2-0. Erfitt er að spá fyrir um úrslit á sunnudaginn, en þó kann að spila inn í að Valsmenn hafa átt í baksi með að stilla upp sínu sterkasta liði undanfarið vegna meiðsla lykilmanna. Óvíst er hvort Bjarni Sigurðsson, Steinar Adolfsson og Halldór Áskelsson verða með og eins er Sævar Jónsson í leikbanni. KR-ingar em eflaust hungraðir í titil, bikarinn unnu þeir síðast 1967 og fyrstu deildina ári síðar. Skellurinn gegn Fram um daginn dró verulega úr vonum liðsins um meistaratitilinn og því er bikarúr- slitaleikurinn þeim enn mikilvæ- gari. Landsliðsfyrirliðinn, Atli Eðvaldsson, leikur nú í fyrsta sinn í bikarúrslitaleik með KR. Hann lék sex sinnum til úrslita með sínum gömlu félögum í Val og var fjómm sinnum í sigurliði. Keppni smáþjóða í borðtennis Keppni smáþjóða í borðtennis fer fram í Luxemborg um helg- ina. Rétt til þátttöku á mótinu hafa þær þjóðir sem keppa á svonefndum ólympíuleikum smáþjóða. Þetta er í fýrsta sinn sem mótið er haldið og þær þjóðir sem taka þátt eru Luxemborg, Kýpur, San Marino, Malta, Liec- htenstein og ísland. Einungis er keppt í karlaflokki og em þrír vaskir sveinar sem keppa fyrir íslands hönd, þeir Kjartan Briem, Kristján Jónas- son og Benedikt Halldórsson. Kjartan er núverandi Islands- meistari og hefur leikið 20 lands- leiki. Kristján hefur að baki 14 landsleiki og hefur keppt á tveimur heimsmeistaramótum. Benedikt er nýliði í landsliðinu. Þjálfari liðsins er Kínverjinn Hu Dao Ben. Hann var í landsliði Kína í nokkur ár og keppti á þremur heimsmeistaramótum. Hann hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari hjá kínverska borð- tennissambandinu en starfaði hér á landi síðasta keppnistímabil. Gazza-æði í Englandi Fertugur og feitur en drulluflottur. George Foreman fyrmm heimsmeistari í hnefaleikum snýr aftur. Hnefaleikar Flest er Enska deildarkeppnin í knatt- \ spymu hefst um helgina. Enskir hafa ekki bmnnið jafn mikið í skinninu eftir að sparkvertíðin hefjist síðan Englendingar urðu heimsmeistarar 1966 og veldur því vaskleg frammistaða enska landsliðsins á HM á Ítalíu í sumar. Sérstaklega er æsingurinn mik- ill í aðdáendum Tottenham Hottspur enda skærasta stjarna enska landsliðsins, Paul Gasco- igne þar í aðalhlutverki ásamt markahróknum Gary Lineker. Gazza nýtur þvílíkrar lýðhylli í Englandi um þessar mundir að leita verður aftur til daga George Best til að finna eitthvað, sambærilegt. Gascoigne höfðar mjög tii þeirra sem alla jafna fylgjast ekki með knattspyrnu. Þegar hann brast í grát eftir að hafa fengið gula spjaldið í unda- ÍÞRÓTTIR núrslitaleiknum gegn Þjóðverj- um tóku miljónir enskra hús- mæðra ástfóstri við viðkvæma drenginn frá Newcastle. Uppselt er á fyrstu heimaleiki Spurs og til mikils ætlast af liðinu. Meistarar Liverpool þykja þó enn einu sinni sigurstranglegast- ir, þótt ekki hafí þeir aukið mjög við lið sitt ef frá eru skilin kaupin á Ronnie Rosenthal sem var í láni hjá liðinu síðasta keppnistímabil. Þau lið sem mestu hafa eytt til leikmannakaupa eru Lundúna- liðin Chelsea og Arsenal. Chels- ea keypti m.a. Dennis Wise á 1,6 miljónir punda og Andy Townsend á 1,3 miljónir á meðan Arsenal fjárfesti í David Seaman, Andy Linnigan og Svíanum Anders „Limpan" sem þykir hafa leikið stórvel í æfingaleikjum. Óvíst er því hvort Sigurði Jónssyni tekst að vinna sér fast sæti í liði Arsenal og eins gæti Þorvaldi Örlygssyni hjá Notting- ham Forest gengið brösulega. Guðni Bergsson hefur hinsvegar verið í byrjunarliði Tottenham undanfarið. el Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi Jóhannes Guðnason Hverfisgötu 58 verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, föstudag, kl. 13.30. Aldís Jóna Asmundsdóttir Sigríður Jóhannesdóttir Ásmundur Jóhannesson Auður Jóhannesdóttir Guðni A.Jóhannesson Arnbjörn Jóhannesson barnabörn og barnabarnabarn Asgeir Arnason Margrét Guðbjartsdóttir Haraldur Lárusson Bryndís Sverrisdóttir Blóm vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Hjartavernd. fertugum fært George Foreman var heimsmeistari í þungavikt hnefa- ieika 1973 og 1974 en tapaði titl- inum er Muhameð Alí gekk frá honum í einhverjum frægasta bardaga boxsögunnar í Kinhasa í Zaire. Eftir ósigurinn hallaði held- ur undan fæti fyrir Foreman og hann hætti keppni nokkrum árum síðar. Eftir langa hvfld frá látunum í hringnum tók Foreman fram hanskana fyrir þremur árum og hefur barið hvem hnefaleikarann á fætur öðmm sundur og saman síðan. Nú hyggst hinn 42 ára gamli Foreman endurheimta titilinn sem hann tapaði fyrir 16 ámm. Hann ætiaði sér að berjast við Mike Tyson um heimsmeistarat- itilinn í sumar en Tyson tapaði óvænt fyrir Buster Douglas f fe- brúar og Douglas ákvað að hann myndi hefja titilvömina á því að berjast við Evander Holyfield og sigurvegarinn úr þeirri viðureign myndi síðan mæta Tyson. Foreman gæti því þurft að víða drjúga stund þangað til hann fær tækifæri til að berjast um titilinn en segist vera alveg rólegur, hann hafi hvflt sig á hnefaleikum í tíu ár og hann geti alveg hvílt sig aðeins lengur. Foreman er í miklu uppáhaldi meðal áhorfenda en hnefa- leikasérfræðingum finnst hann kasta rýrð á íþróttina, hann sé orðin of gamall og feitur. Sumir ganga svo langt að kalla hann trúð og segja hann setja sig í stór- hættu með því að þvælast um í hringnum. Foreman gamla finnst þetta náttúrulega hreinasta kjaft- NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11 æði og segir að það sé ekki hann sem sé trúðurinn heldur fremstu hnefaleikakappar nútímans. Þeir séu móðgun við íþrótt sem stærði sig einu sinni af mönnum á borð við Múhameð AIí, Joe Frazier, Ken Norton og hann sjálfan. - Buster Douglas er algjör tún- fiskur, segir Foreman. Hann er svo leiðinlegur að fólk verður þunglynt um leið og það heyrir minnst á hann. Unglingarnir koma til mín og spyrja mig hve- nær ég ætli að kraka í kjálkalið- unum á heimsmeistaranum, krakkarnir muna ekki einu sinni hvað hann heitir! Mike Tyson er nú kannski ekki besta fyrirmynd í heimi fyrir krakkana en að minnsta kosti vita þeir hver hann er. Foreman geymir þó stærstu sneiðamar handa Evander Hoi- yfield, sem berjast mun við Douglas um heimsmeistaratiti- linn. - Hplyfield er enginn bardag- akappi, segir Foreman. Hann er svo heimskur að það er stór- hættulegt að leyfa honum að boxa. Mér er alveg sama hve mörgum tonnum af vöðvum hann hleður utan á sig, þú gerir aldrei veðhlaupahest úr asna. Þjálfari Holyfield svaraði að bragði og segir Foreman vera að reyna að hagnýta sér forna frægð og stóm yfirlýsingamar séu aumkunarverð tilraun til þess að espa menn sem hann eigi ekkert í til bardaga. Ef Holyfield ein- hvurntíman mæti Foreman í hringnum, verði gangverkinu í höfði gamla mannsins hagrætt snyrtilega og hann síðan fluttur á friðsælt elliheimili. el __ Agætur árangur á íslandsmóti fatlaðra íslandsmót fþróttasambands fatlaðra í frjálsum íþróttum fór fram í Mosfellsbæ síðastliðinn laugardag. Keppendur vom 43 og komu þeir frá 9 aðildarfé- lögum íþróttasambandsins. Árangur á mótinu var ágætur og ber þar einna hæst nýtt íslandsmet Aðalsteins Friðjóns- sonar Eik, í langstökki. Áðal- steinn sem keppir í flokki þroska- heftra stökk 5.03 m en Jón G. Hafsteinsson Ösp var ekki langt undan og stökk 4,95 m. Hreyfihamlaðir frjálsíþrótta- menn hafa nú fengið góðan liðs- auka, þar sem em sundkappamir Geir Sverrisson og Ólafur Eiríks- son en þeir náðu báðir ágætum árangri í einstökum greinum á mótinu. Geir bar sigurorð af heimsmethafanum Hauki Gunn- arssyni í 100 og 200 metra hlaupi og sigraði auk þess í 400 m hlaupi og langstökki. Ólafur sigraði í kringlukasti og spjótkasti og varð annar í kúluvarpi á eftir Hauki Gunnarssyni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.