Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 24.08.1990, Blaðsíða 15
T T Ingólfur Guðvarðarson er að verða þrettán ára og fer í gaggó í haust. Hann segist hafa mikinn áhuga á bílum, enda reki pabbi hans verkstæði. Kristmann Óskarsson er 11 ára og kallaður Manni. Hann er sá eini úr hópnum sem ekki býr í Mosfellsbæ. Manni býr nefnilega í Kópavogi og gengur í Digranesskóla. Högni Snær Hauksson er 10 ára. Hann reytir af sér brandarana á meðan á viðtalinu stendur, auk þess sem hann rekur upp ógleymanleg Högnagól annað slagið. Rannveig Jónsdóttir verður 12 ára í september, hún segist vera kölluð Gagga nema þegar mamma hennar skammar hana. Myndir: Kristinn. Krakkarnir ásamt Pappírs-Pésa, aðalhetju nýrrar íslenskrar barna- og fjölskyldumyndar sem frumsýnd verður bráðlega. Högni Snær, Rannveig, Kristmann og Ingólfur heita krakkarnir sem leika aðalhlutverkin í nýrri íslenskri barna- og fjölskyldumynd sem frumsýnd verður í Háskólabíói 1. september næstkomandi og kallast Ævintýri Pappírs-Pésa. Pappírs- Pésa kannast eflaust margir krakkar við afsögu Herdísar Egilsdóttur sem út kom'hjá Máli og menningu. Og afstuttmyndunum tveimur sem Hrifhf. hefur þegar framleitt og sýndar hafa verið í Sjónvarpinu. Nýtt Helgarblað mælti sér mót við aðalleikara kvikmyndarinnar á dögunum og átti við þá fjörugt spjall Prakkarar úr Pappírs-Pésa Krakkarnir fjórir sem leika aðalhlutverkin í Ævintýrum Pappírs- Pésa, nýrri íslenskri barna- og fjölskyldumynd, eru þau Högni Snær 10 ára, bara kallaður Högni; Rannveig að verða 12, alltaf kölluð Gagga, nema þegar mamma hennar skammar hana; Ingólfur á þrettánda ári, kallaður Ingó og Kristmann kallaður Manni, 11 ára. Þau þrjú fyrmefndu eiga öll heima í Mosfellsbæ, en hann Manni f Kópavogi. Manni mætir fyrstur í viðtalið og segir blaðamanni að hann hafi verið valinn úr hópi þúsund krakka til að leika Óla, sem teiknar Pappírs-Pésa og er aðal- persóna kvikmyndarinnar. Manni segir að þau krakkamir séu öll orðin góðir vinir, og hann láti sig ekki muna um að hjóla alla leið upp í Mosfellsbæ til að heilsa upp á Högna, og þau hin. Skömmu seinna renna Mos- fellsbæingarnir í hlað og við get- um hafið rabbið. Hver er Pappírs-Pési? Gagga: Pappírs-Pési? Hann er martröð...hí, hí. Högni.-Hann er múmía. Gagga: Hann er heimskt súkku- laðibréf. Manni:Nei, hann er strengja- brúða. Högni: Nei, ekki lengur. Gagga: Bara grindardrasl. Högni: Nei, í myndinni er hann sko strengjabrúða. Og hvernig kynnist þið honum? Manni: Ég kynnist honum fyrst því að ég teikna hann. Högni: Við hin kynnumst honum í draugahúsinu í Tívolíinu. Verður hann svo vinur ykkar? Manni: Krakkarnir berja mig, þá vaknar Pappírs-Pési og tekur í þá. Högni: Skiptir sér af málum. Gagga: Já, hann fer að skipta sér af, en við verðum svo hissa að við getum ekki lamið hann. Högni: Við erum hrekkjusvín... Gagga: ..í myndinni sko. En Manni leikur englabarn. Manni: Nei! En hverjir eru þá í hrekkjusvína- genginu sem kemur við sögu í myndinni? Gagga: Öhh. .það em óvinir okk- ar. Manni: Högni er skotinn í stelp- unni sem leikur gellina í genginu. Gagga: Einmitt, hann er alltaf að segja hvað hún sé sæt. Högni: Ég var hrifinn af henni, en ég er það ekki lengur. Hvað leika margir krakkar í myndinni? Ingó: Rajeev er farinn til Mex- íkó, hann lék líka í henni. Manni: Heyrðu, við getum ekki talið hvað það eru margir krakk- ar í sumum atriðunum, eins og skólaatriðinu. Gagga: En Magnús Ólafsson er í henni. En þið eruð aðalleikararnir og eruð í mynd í nœr öllum atriðun- um? Ingó: Ég og Rajeev skiptumst á að leika, ég að vísu meira. Högni: Hundurinn er meira en Rajeev. Gagga: En við þrjú erum næstum alltaf, í hverju atriði. Þetta er sem sagt mynd sem er samsett úr mörgum þáttum? Högni: f bíó er þetta sýnt sem ein heil mynd, en svo er líka hægt að sýna hvern þátt fyrir sig. Manni: Svo syngjum við síðast. Það er búið að sýna lagið nokkr- um sinnum í sjónvarpinu. Er það tónlistarmyndband? Manni: Já, við syngjum eitt lag, og í myndbandinu eru sýnd atriði úr kvikmyndinni. Hvernig töffari er Pappírs-Pési? Högni: Hann er enginn töffari. Ingó: Hann er aðalpersónan. Manni: Og f laginu er hann á trommum. Högni: Við Gagga emm söngvar- ar. Manni á rafmagnsgítar og Ingó spilar á píanó. Manni: Og stelpan, pæjan, er bakraddasöngkona og hinir em á saxafónum og lúðrum. Og Magn- ús Ólafsson syngur líka með. Leikur hann pabba einhvers ykk- ar? Högni: Jesús minn, ertu brjáluð? Gagga: Hann leikur óvin okkar sem við emm alltaf að stríða. Við byggjum t.d. kofa í garðinum hjá honum. Við viljum taka fram að við byggðum ekki þessa asnalegu kofa í alvörunni, við hefðum gert þá öðruvísi. Manni: Og hann kemur alveg vit- laus út og rífur þá alla í tætlur. Gagga: Þá gerum við marsbúa- innrás, og málum Pappírs-Pésa grænan og setjum á hann loftnet. Er þetta þá grínmynd? Högni: Þetta er bæði sko, hún getur líka verið mjög spennandi, eftir því hvernig tónlistin er. En hvernig var að leika í mynd- inni? Gagga: Það var ágætt. Hvernig fannst þér það, Högni? Högni: Mér fannst það gaman, fínt. Sérstaklega í Jökulsárlóni og þar. Gagga: Já, það var æðislegt. Þá voru allir fullir í rútunni nema við. Högni: Já, skrifaðu það sérstak- lega. Högni grípur upptökutækið og galar yfirlýsinguna inn í hliðina á tækinu. Éyrun fjúka af blaða- manni þegar Högnagól glymur allt í einu í stofunni. En var ekkert erfitt að leika í Pappírs-Pésa? Högni: Það var bæði, þetta var líka mjög erfitt. Voruð þið líka öll með í gerð þátt- anria um Pappírs-Pésa frá upp- hafi? Gagga: Fyrst þegar byrjað var að gera þátt um Pappírs-Pésa valdi frænka mín okkur krakkana til að leika, og svo var valinn einhver strákur til að leika aðalhlutverk- ið, ekki Manni. Svo var gerð myndin, og hún var allt öðmvísi. Það var lögga, en ekki við sem börðum Pappírs-Pésa, en það var eitthvað að þeim þætti. Manni: Aðalleikarinn var ekki nógu góður... Ingó: ...þaðvarút aflögreglunni. Gagga: Þá var hringt í okkur og okkur sagt að gera ætti nýjan þátt, og þá var auglýst í blaðinu, og Manni var valinn. Högni: Og svo gerðum við það öðmvísi, og svo var hringt í okkur og við látin gera þáttinn aftur! Gagga: Síðan byrjuðum við um sumarið, og vorum allt sumarið að gera nokkra þætti. Högni: Við erum búin að vera þrjú ár núna bráðum. Manni: Ég bara tvö. Gagga: Svo gerðum við mynd- bandið nú í sumar. Manni: Þegar við gerðum mynd- bandið vorum við alla nóttina. Við þurftum að mæta kl. 7 í bíóið eða þar sem þetta var... Gagga: ...leikhúsinu í Hafnar- firði. Manni: Og svo komum við ekki heim fýrr en sex næsta morgun! Gagga: Ég var komin heim klukkan sjö. Högni: Ég líka en ég vakti til níu. Manni: Eg fór heldur ekki að sofa. Ætlið þið að vinna að kvikmynd- um seinna meir, sem leikarar kannski? Ingó: Ekki ég. Högni: Ég hef leikið í Nóa aug- lýsingum, og ég ætla að verða ieikari og söngvari. Ég hef verið að syngja með hljómsveit sem heitir Gervileikarnir í Mosfells- bæ, hún leikur á diskótekum og svoleiðis. Gagga: Mig langar að vinna við kvikmyndir, en kannski ekki endilega leika í þeim. Manni: Mig langar að verða leikari. En farið þið mikið á bíó? ÖLL: Já. Nú upphefjast heitar umræður um þao hver hefur séð hvaða myndir í kvikmyndahúsum borg- arinnar, þau láta greinilega fáar myndir fram hjá sér fara. Eigið þið ykkur eftirlcetismyndir? Manni: Mér þykir Krókódfla- Dundee II góð. Högni: Besta grínmyndin mín er The Naked Gun, og besta hryll- ingsmyndin The Pet Cemetary, eða Enginn venjulegur kirkju- garður. Gagga : K-9, sem er ævintýra- mynd. Högni: Já, hún er rosaleg. Ingó: Það er hjá mér hryllings- myndir og grínmyndir. Högni: Ég horfi mest á hryllings- myndir, sumar ævintýramyndir geta verið ágætar líka. Færuð þið þá ekki á Pappírs-Pésa íbíó? ÖLL: Jú, við förum. En ef þið hefðuð ekki leikið í henni? Öll: Jú. Þið viljið samt frekar sjá hryl- lingsmyndir en Walt Disney myndir? Öll: Öhhhh! Hvers konar spurn- ing er nú þetta? Oj. Fleiri kok- og búkhljóð fylgja sem lýsa andstyggð leikaranna á Walt Disney, en sem blaðamaður telur óprenthæf. Er Pappírs-Pési ekki fjölskyldu- mynd? Manni: Jú, mjög góð fjölskyldu- mynd. Högni: Sérstaklega fyrir múmíur sem eru vanar. Horfið þið mikið á myndbönd? öll: Já, við eigum öll mynd- bandstæki. Og hvenœr horfið þið á mynd- bönd? Manni: Ég var að því áðan, á mynd sem heiíir Kú-kú II, eða eitthvað svoleiðis. Og það er um mann sem rífur af sér skinnið, og þá kemur ljós geisli. Gagga: En grænu skrímslin, hvað hét hún? Hér fylgir umræða um hrylli- legar hryllingsmyndir, verur sem rífa af sér höfuðin og tæta af sér skinnið, sem ekki er talin við hæfi barna. Eru þessar myndir ekki bannaðar börnum innan 16 ára? Öll: Jú (skellihlátur). Við megum taka þær á myndbandaleigum ef við erum með leyfi frá mömmu og pabba. Eruð þið ekkert hrœdd þegar þið horfið á svona myndir? Högni: Maður bara horfir á þær, ég verð stundum hræddur. Þið horfið sem sagt ekki á Mary Poppins? Öll: Nei. Gagga: Ég sá hana síðast þegar ég var fimm ára. Lesið þið bœkur? Öll: Já, já. Högni: Ég les Litlu vampírurnar. Uppáhaldsbókin mín er Ottó nashyrningur. Gagga: Uppáhaldsbækurnar mínar eru: Einn úr klíkunni og Ein af strákunum. Ingó: Ég er meira fyrir bíla en bækur. Pabbi minn er með verk- stæði. Hvað gerið þið annað i frístund- um en að horfa á kvikmyndir og lesa? -Högni: Alls konar, ég æfi fót- bolta. Ingó: Ég má ekki vera í íþróttum út af sprautunum sem ég fæ á hverjum degi til að stækka. Ég fótbrotnaði illa þegar ég var þrig- gja og þá hætti ég að stækka. Hvernig var að vinna með full- orðna fólkinu? Högni: Ari var oft svo leiðinlegur að við bitum hann í lærið. Gagga: Hann er enn með farið. En það var meiriháttar gaman að vinna með fólkinu. Högni: Stundum var það svo leiðinlegt að við hefðum getað bitið þau öll í lærin. Finnst ykkur að fullorðnir geti búið tií myndir og bækur handa krökkum? Gagga: Nei, börn eiga að gera það. Fullorðnir eiga ekki að vera að skipta sér af. Högni: Sumar myndir eru vel gerðar, mjög vel gerðar, eins og Naked Gun. Hún var mjög fynd- in og skemmtileg. Sumar fjöl- skyldumyndir geta líka verið mjög góðar, eins og Indiana Jon- es. Ingó: Erik the Viking var líka mjög góð. Manni: Og Pottormur í pabba- leit. Högni: Það á að vera Look Who‘s Talking, Sjáið hver talar. Þetta er bara þýtt svo illa. Skrif- aðu það: Bíógaurarnir þýða þetta svo illa. Hvað er eftirminnilegast úr tök- unum? Högni: Allt, þetta var allt skemmtilegt og spaugilegt, eins og þegar ég fékk gat á hausinn. Gagga: Það datt ruslatunna úr járni ofan á hann.. Högni:..og hún beyglaðist. Gagga: Hann öskraði svo hátt að allir þurftu að halda fyrir eyrun. Högni gefur blaðamanni enn eitt dæmið um öskurhæfileika sína til að sýna hversu hátt hann galaði þegar fatan lenti á höfðinu á honum. Hvernig haldið þið að verði að fara í skólann þegar búið er að sýna myndina? Högni: Alveg hræðilegt. Manni: Ég fer ekki í skólann aft- ur. Gagga: Ég fæ mér einkakennara. Ingó: Sammála. Högni: Þegar við förum í skólann á enginn eftir að láta okkur í friði. Og maður getur ekki heldur labb- að í bænum. Skrifaðu: Allir sem kalla okkur Pappírs-Pésa eru mjög heimskir. Gagga: Já, skrifaðu það: Allir í Varmárskóla og Digranesskóla sem uppnefna okkur eru hálfvit- ar. Högni: Við látum Magnús Ólafs- son koma og setjast ofan á þá sem gera það. Eigið þið einhver áhugamál? Högni: Áhugamál mín eru; stelp- ur, ferðalög, íþróttir sérstaklega fótbolti, tónlist og að leika. Manni: Mín eru aðallega stelpur og ferðalög til útlanda. Gagga: Allt sem er skemmtilegt eru áhugamál mín. Ingó: Ég hef gaman af bflum og ferðalögum og stelpum. Útilegur er líka skemmtilegar, ég hef verið tvær helgar heima í allt sumar. Að lokum? Öll: Þú verður að skrifa að Sirrý hafi verið langskemmtilegust, Arni og Dóri voru líka ágætir. Og svo verða auðvitað allir að fara að sjá þessa frábæru fjölskyldumynd um ævintýri Pappírs-Pésa sem frumsýnd verður í Háskólabíói 1. september! BE 14 SIÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 24. ágúst 1990 Föstudagur 24. ágúst 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 15 Hrif hf Fyrsta fjölskyldu- myndin í nær áratug Vilhjálmur Ragnarsson er framleiðandi Pappírs-Pésa. Nýtt helgarblað ræddi við hann í gær. Hvernig standa fjármálin? - Kvikmyndin um Pappírs- Pésa kostaði um 50 miljónir, rúmlega helminginn verðum við að fjármagna sjálfir, en við feng- um einnig styrk úr kvikmynda- sjóði íslands. Við áttum þessa peninga ekki þegar framleiðsla myndarinnar hófst en við von- umst til að hala þá inn á einn eða annan hátt. Við erum þessa dag- ana að gera samninga við banda- rískan dreifingaraðila, svo það er ljóst að myndin verður sýnd er- lendis. Áður en við gerðum kvik- myndina höfðum við gert stutt- myndir um Pappírs-Pésa sem hafa verið sýndar í Sjónvarpinu, og verið seldar til Norðurland- anna og Þýskalands. Hvernig var að vinna með krökkunum? - Það var ágætt, en auðvitað allt öðruvísi en að vinna með full- orðnum. Þau eru meira spontan, og láta skoðanir sínar í ljós á ann- an hátt. En þau voru mjög dugleg og jákvæð, og þau voru ákveðin í að láta þetta takast. Ég varð aldrei var við það að þau vildu gefast upp. Krakkarnir urðu vit- anlega þreyttir eins og aðrir, og það kom stundum út í æsingi, en almennt var þetta fínt. Hvað fóru margir Pappírs- Pésar í tökurnar? - Ég veit að í einu atriðinu voru notaðir 150 Pésar, og nánast 200 af öllum stærðum og gerðum í heild í gerð myndarinnar. Eruð þið Hrifs-menn ánægðir með útkomuna? - Ég sé myndina ekki fyrr en um helgina, en ef allt fer eins og ég held þá getum við verið mjög ánægðir. Þetta hefur verið erfitt, en borgað sig. - Pappírs-Pési er fyrsta barna- myndin sem er gerð hér á landi í tæp tíu ár, og ég vona að foreldrar séu ekki búnir að gleyma því hvað það er gaman að fara með börnin í bíó. Ég er einnig viss um að fullorðnir eigi eftir að skemmta sér vel á myndinni líka. Er meiri áhætta að gera barna- myndir? - Það getur verið það. Áhorf- endahópurinn er ekki jafnstór. Börn þurfa oft að sjá sömu hlut- ina tvisvar og jafnvel oftar, og þannig gæti fjöldi þeirra sem fer á myndina aukist. Erfiðast er að fá peninga til að gera bamaefni á Islandi. Það er mun auðveldara fyrir okkur að fá fjármagn f Bandaríkjunum en hérlendis. Svo gæti farið að framhaldið af Pappírs-Pésa yrði eingöngu á ensku, og þá yrði þetta enn ein bandarísk bíómynd sem íslensk- um börnum er boðið upp á. Til þess að halda uppi íslenskri menningu, m.a. með framleiðslu á innlendu barnaefni, verða kvik- myndagerðarmenn að fá fé frá stjórnvöldum því að við getum ekki hætt öllu til þess að gera myndir með íslensku tali, eins og við hjá Hrif hf gemm nú. Það er mun þægilegra fyrir okkur að framleiða myndina á ensku, og þurfa ekki sífellt að hafa áhyggjur af peningum. Menning kostar peninga. Ævintýri Pappírs-Pésa er fyrsta kvikmyndin í fullri lengd sem Hrif hf gerir. Þetta er barna- og fjölskyldumynd, sú fyrsta sem gerð hefur verið hér á landi í nær áratug, eins og fram hefur komið. Höfundur handrits og leikstjóri er Ari Kristinsson, en kvik- myndataka var í höndum Tony Forsberg, sem sá um þá hlið m.a. í Hrafninn flýgur og Nonni og Manni, ásamt Jóni Karli Helgas- yni, sem unnið hefur við flestar íslenskar kvikmyndir. Geir Ótt- arr er aðalleikmyndahönnuður myndarinnar, og tónlistin er eftir Valgeir Guðjónsson. Brúðunni Pappírs-Pésa var stjómað af Bemd Ogrodnik og Katrínu Þor- valdsdóttur. BE Vilhjálmur Ragnarsson framleiðandi kvikmyndarinnar um Pappírs- Pésa. Mynd: Kristinn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.