Þjóðviljinn - 11.09.1990, Síða 3
FRETTIR
Blaðburður
Málþing um listþðrf og sköpunarþörf bama, sem haldið var f Háskólabíói slðastliðinn sunnudag, hófu þessar glaðlegu söngkonurffá leikskólanum Mar-
bakka I Kópavogi. Sungu þær nokkur fjörug og frumsamin lög þar til Svavar Gestsson menntamálaráðherra sté ( pontu og setti þingið, sem stóð fram undir
kvöld. Þórunn Siguröardóttir, formaður nefndar um bamamenningu, flutti inngangserindi, en auk þess héldu kennarar og listamenn tölur um böm og listir. Mál-
þinginu lauk sfðan með pallborðsumræðum. Mynd: Kristinn.
Aflamiðlun
Spáir minni þorskútf lutningi
Helmings aukning frá í fyrra á útflutningi ferskra flaka og á flöttum fiski
Sigurbjörn Svavarsson
stjórnarformaður Afla-
miðlunar metur þróunina í út-
flutningi þorsks þannig, að
meðtal útflutningsins í ár verði
ekki nema 95% af því sem flutt
var út á síðasta ári.
Samkvæmt upplýsingum frá
Fiskifélagi íslands og Aflamiðlun
um útflutning á ferskum fiski
nam hann 50.714 tonnum fyrstu
sjö mánuði ársins. Þar af hafa ver-
ið flutt út tæp 20 þúsund tonn af
þorski, rúm 11 þúsund tonn af
ýsu, tæp 5 þúsund tonn af ufsa og
rúm 15 þúsund tonn af karfa. I
viku hverri hafa þvi verið flutt út
að meðaltali um 1.668 tonn.
Hinsvegar hefur orðið aukn-
ing á útflutningi ferskra flaka og
ferskum flöttum fiski. Þannig
voru flutt út á sfðasta ári 8.200
tonn, eða 158 tonn að meðtali í
hverri viku. Á starfstima Afla-
miðlunar, sem tók til starfa á
fyrsta ársfjórðungi þessa árs, hafa
verið flutt út 5.086 tonn af þess-
um afurðum, eða 310 tonn að
meðaltali á viku sem er um helm-
ings aukning.
Allt árið í fyrra nam ferskfisk-
útflutningurinn alls 92.868 tonn-
um, eða að meðaltali um 1.786
tonn í viku hverri. Þar af voru
flutt út 36.649 tonn af þorski,
19.006 tonn af ýsu, 9.455 tonn af
ufsa og 27.758 tonn af karfa.
Sigurbjöm segist búast við að
aukning verði í ferskfiskútflutn-
ingi á Bretland, en minnkun til
Þýskalands, Belgíu, Hollands og
þá sérstaklega til Danmerkur. Á-
stæðan er að íslenskur fiskur hef-
ur farið þar í auknum mæli til
vinnslu.
Að undanfomu hefur fiskverð
verið hátt á fiskmörkuðum ytra
og er það aðallega vegna þess að
framboð úr Norðursjónum hefur
minnkað. Það hefur kallað á meiri
fisk. Sigurbjöm segir að útilokað
sé að Islendingar geti fyllt það
gat, enda ekki vilji til þess. Hins-
vegar sé þeirri stefnu fýlgt í fersk-
fiskútflutningnum að fá sem hæst
verð fyrir fiskinn hveiju sinni.
-grh
MK
Stuðningur við fatlaða
Nemendur fylgja fötluðum í félags- og skemmtanalíf og fá einingar fyrir
Fötluð ungmenni geta sótt um
að fá nemendur í Mennta-
skólanum í Kópavogi sem
hjálparfólk og fengið fylgd
þeirra í félags- og skemmtana-
líf. Stuðningur þessi er sérstak-
ur áfangi í skólanum og er op-
inn öllum nemendum, en
áhersla er lögð á að nemendur á
félagsfræðibraut skrái sig í
hann.
„Eftirspum fatlaðra eftir
hjálparfólki hefur verið meiri en
við höfum getað annað, því við
viljum að tveir nemendur séu
með hveijum fotluðum,“ sagði
Margrét Friðriksdóttir aðstoðar-
skólameistari MK í samtali við
Þjóðviljann.
Skólinn hefur boðið upp á
þennan áfanga undanfarin ár og er
líklega sá eini á landinu sem hef-
ur tekið þessa aðferð upp til að
kynna ófötluðum líf fatlaðra og
aðlaga unglingana á þennan hátt.
„Nemendumir færa dagbók
um það sem þeir gera með fötluðu
unglingunum og þeir fara einnig í
bóklegt nám um fötlun. Kennari
fylgist með dagbókinni og gefur
ábendingar," sagði Margrét.
„Þetta er mjög þroskandi og gefur
nemendunum góða innsýn i
hvemig líf fatlaðs einstaklings
gengur fyrir sig.“
-vd.
Þriðjudagur 11. september 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 3
Unglingur
rændur
Fimmtán árá unglingur sem var
aö rukka fyrir Þjóðviljann, var
barinn svo að á sá, og rændur
tólf þúsund krónum. Atburður-
inn átti sér stað á bak við ísbúð
við Hjarðarhaga um hálf ellefu
Ieytið á sunnudagskvöld.
Samkvæmt Iýsingu blaðburð-
ardrengsins er talið að hér hafi
verið á ferðinni tveir 16-17 ára
unglingar, um 180-185 sentimétr-
ar á hæð og klæddir svörtum mitt-
isjökkum.
Lögreglan leitaði strax um
svæðið að árásarmönnunum en
varð einskis vör. Þegar síðast
fféttist hafði lögreglunni ekki tek-
ist að hafa hendur í hári ódæðis-
mannanna. -grh
Tónlistamenn
Virðisauka af tónlist
r
Menntamálaráðherra vill finna farsæla lausn á vanda íslenskrar tónlistar. Island mjög aftarlega
á merinni hvað varðar opinberan stuðning við tónlist
Tónlistarmenn afhentu
menntamálaráðherra und-
irskriftalista sl. laugardag þar
sem þess er krafist að íslensk
tónlist sitji við sama borð og
aðrar listgreinar I landinu. ís-
lenskar bækur, kvikmyndir,
leiksýningar, listdans og aðrar
tegundir lista á Islandi eru und-
anþegnar virðisaukaskatti, en
íslensk tónlist er skilin eftir úti í
kuldanum.
Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra veitti skjalinu mót-
töku með þeim orðum að sam-
stundis mundi verða sett á lagg-
imar nefnd til þess að finna far-
sæla lausn á þessum vanda is-
lenskrar tónlistar.
Á ráðstefnu um stöðu og
markaðsmál norrænnar tónlistar,
sem haldin var í Kaupmannahöfh
um síðustu mánaðamót, kom
fram að ísland er mjög aflarlega á
merinni hvað varðar opinberan
stuðning við tónlist og kynningu
á henni utan landsteinanna.
Ráðstefhan var haldin að
ffumkvæði menningarmálastjóra
Kaupmannahafnar, rokkmála-
stofnunar Danmerkur og nokk-
urra danskra tónlistarmanna.
Sex fulltrúar mættu ffá Is-
landi og flutti Einar Öm Bene-
diktsson úr Sykurmolunum opn-
unarræðu ráðstefnunnar. Auk
hans mættu þeir Valgeir Guðjóns-
son, Aðalsteinn Ásberg Sigurðs-
son, Jakob Frimann Magnússon,
Steinar Berg ísleifsson og Ás-
mundur Jónsson á ráðstefnuna.
Auk fulltrúa frá Norðurlönd-
unum mættu m.a. fulltrúar ffá Ir-
landi, V-Þýskalandi, Hollandi og
Frakklandi. Af þeim löndum sem
áttu fulltrúa á ráðstefhunni er ís-
land eina landið sem enga fyrir-
greiðslu veitir né rækir skipu-
lagða starfsemi til að kynna tón-
list sína erlendis. Töldu ráð-
stefnugestir með ólíkindum sá ár-
angur sem hljómsveitimar Sykur-
molamir og Mezzoforte hafa náð,
en samanlagt hafa þessar hljóm-
sveitir selt um 3 miljónir hljóm-
platna án nokkurs opinbers stuðn-
ings.
Það kom ffam hjá Steinari að
honum hefði verið synjað um lán
úr Iðnþróunarsjóði á viðkvæmu
augnabliki á ferli Mezzoforte.
-Sáf
Hörpudeildin
Topp-
liðin
unnu
Urslitin ráðast í loka-
umferðinni. Skaga-
menn fallnir í aðra
deild
Toppliðin í Hörpudeildinni,
Fram, KR, ÍBV og Valur unnu
öll andstæðinga sína með yfir-
burðum í næstsíðustu umferð 1.
deildar á laugardaginn. Úrslit
mótsins munu því ekki ráðast
fyrr en í lokaumferðinni á laug-
ardaginn, en þó er Ijóst að
Skagamenn og Þórsarar munu
spila í annarri deild næsta sum-
ar.
Staða efstu liða er því þannig
að Fram og KR em með 35 stig en
markahlutfall Framara er þó mikl-
um mun betra. Eyjamenn em í
þriðja sæti með 34 stig og í fjórða
sæti em Valsmenn með 33 stig.
Framarar rúlluðu Stjömunni
upp í Garðabæ þegar þeir skomðu
sex sinnum en heimamenn aðeins
einu sinni. Jafnræði var með lið-
unum í fyrri hluta leiksins og þeg-
ar blásið var til hálfleiks hafði
hvort lið skorað eitt mark. Eftir að
Framarar náðu að komast yfir 2:1
í upphafi seinni hálfleiks, með
marki Baldurs Bjamasonar,
hmndi leikur Stjömunnar og Safa-
mýrarstrákamir bættu við fjómm
mörkum áður en leikurinn var úti.
Eyjamenn gerðu góða ferð í
Fossvoginn þegar þeir unnu Vík-
inga með fjórum mörkum gegn
engu. Sigurlás Þorleifsson kom
Eyjamönnum á bragðið strax á 17.
mínútu og í seinni hálfleik bættu
þeir við þremur mörkum.
Þó svo að KA tapaði 1:2 fyrir
Þór norður á Akureyri, kom það
Skagamönnum að engu gagni í
fallbaráttunni, því þeir töpuðu 1:3
fyrir liði KR. Sem fyrr óðu heima-
menn í fæmm sem ekki nýttust á
meðan andstæðingurinn skoraði
úr sínum. Skagamenn em því
fallnir niður i aðra deild, ásamt
liði Þórs frá Akureyri.
Valsmenn unnu ömggan sigur
á FH, 2:0 á Hlíðarenda og em því
enn með í baráttunni um Islands-
meistaratitilinn.
-grh