Þjóðviljinn - 14.09.1990, Blaðsíða 10
Ástin
dró hana
til
íslands
Þeim fjölgar sífellt sem
stunda hestamennsku, þótt flestir
stundi hana bara sem tómstunda-
gaman. En samfara auknum
íjölda hestamanna eykst þátttaka í
hestamannamótum. Og þegar
fólk hugsar um knapa í hesta-
íþróttum, dettur flestum eflaust í
hug hraustur kappi, leikinn karl-
maður og kraftalega vaxinn. Það
veitir náttúrlega ekki af kröftum
þegar þjálfa þarf og hleypa sterk-
um og skapmiklum jó. Það eru
líka langflestir knapar karlkyns,
en af og til heyrast kvenmanns-
nöfn þegar lesin eru upp nöfn
bestu og sigursælustu knapanna.
Unn Kroghen er eitt þeirra. Hún
varð íslandsmeistari í tölti og
fjórgangi á Kraka ffá Helgastöð-
um á íslandsmótinu í sumar. Sló
þar við ýmsum okkar færustu
knöpum og hefur skapað sér nafn
í íslenskri hestamennsku.
Meö hunda
og hesta
Unn er norsk og hefur einung-
is verið hér á landi í tvö ár. Samt
hefúr hún tengst íslenska hestin-
um i miklu lengri tíma; heillaðist
af honum ung. Það stóð líka til í
mörg ár að hún flyttist hingað, en
hún veigraði sér alltaf við því.
Fannst landið kalt og fráhrind-
andi. En það var ástin sem dró
hana að lokum til Islands. Hún
býr með Aðalsteini Aðalsteins-
syni á Árbæjarhjáleigu í Rangár-
vallasýslu. Hann er þekktur
hestamaður og hefur stundað
hestamennsku í mörg ár. Þau
kynntust fyrst þegar hún var 16
ára gömul, en hingað fluttist hún
fyrir tveimur árum, 27 ára gömul.
Það er ekki nóg með að hún
slái í gegn á gæðingnum Kraka.
Hundurinn Santo heíúr gert það
gott, bæði hér á landi og erlendis.
Hann er af Collie Border-kyni og
Unn hefur þjálfað hann í allskyns
hundakúnstum. Santo er fyrrver-
andi Norðurlandameistari í
hlýðniæfingum og Unn sýndi
hann á Iandsmóti hestamanna nú í
sumar við mikinn fögnuð áhorf-
enda. Hann kann ýmislegt fyrir
sér, t.d. að sækja skeið ofan í fötu
fúlla af vatni, sprengja blöðrur og
stökkva á hestbak og taka taum-
inn í kjaftinn. Þar situr hann
hreykinn þar til Unn kallar á hann
og hann stekkur upp á axlir henn-
ar.
En hver er Unn og hvar
kynntist hún íslenska hestinum?
- Ég er ffá litlum bæ rétt fyrir
utan Osló og var á reiðnámskeið-
um sem krakki. Þegar ég var 13
ára var ég að lesa bók um hesta og
þar sá ég mynd af íslenska hestin-
um. Ég varð mjög hrifin af útliti
hans því ég hef alltaf verið hrifin
af litlum hestum, og mér fannst
hann voða sætur. Þá keypti ég
fyrsta íslenska hestinn minn og
átti hann í þijú ár. Hann veiktist
hins vegar svo að ég keypti ann-
an, en sá fyrri lagaðist og þar með
átti ég tvo hesta í tvö ár. Þá seldi
ég báða.
Þegar ég var 16 ára fór ég að
kenna í reiðskóla þar sem voru
bara íslenskir hestar og keypti
mér hest. Á þessum tíma var ég
að kenna í reiðskólum og var líka
á reiðkennaranámskeiði. Ég
keypti líka stóran hest og átti um
tíma tvo hesta. Þennan stóra átti
ég í 5 eða 6 ár, en seldi hann þá.
- Varstu búin að kynnast ein-
hverjum Islendingum á þessum
tíma?
- Já, nokkrum. Ég kynntist
Aðalsteini í reiðskólanum þar
sem ég kenndi, en hann var með
námskeið þar. Ég kynntist líka
nokkrum öðrum sem voru mikið í
Noregi.
Keppti í fyrsta
sinn á íslandi
1982
- Kepptirðu mikið á þessum
árum?
- Nei, ekki mikið. Ég keppti
að vísu á fyrsta hestinum sem ég
eignaðist, en það var engin alvara
í því. Það var mest bara fyrir gam-
anið. Ég keppti ekki fyrir alvöru
fyrr en á Evrópumótinu i Noregi
1981. Ég átti aldrei nógu mikla
peninga til að kaupa mér góðan
hest. Eg fékk hins vegar lánaða
hesta til að keppa á. Ég man ekki
nákvæmlega á hvaða hestum ég
var á hverjum tíma, það var svo
mikið um að vera. En 1982 kom
ég í fyrsta skipti til íslands. Þá
keppti ég á landsmótinu íyrir
Noreg.
Síðan leið eitt og hálft ár og
ég keppti ekkert á íslenskum hest-
um þann tíma. Hins vegar fór ég
að keppa með Santo þá. Það gekk
ekki mjög vel fyrsta árið, því
hann var bara eins árs. En 1982
vann hann norska meistaramótið,
1984 varð hann Norðurlanda-
meistari og vann aftur norska
meistaramótið 1985. Á þessum
tíma fór ég aftur að keppa og
keypti Strák 1985. Ég átti hann
þar til í fyrra, en seldi hann þá. Ég
fór líka á nokkrar sýningar með
Santo og það fannst honum alveg
rosalega skemmtilegt. En það
kom niður á keppnum sem ég fór
með hann á, því þar átti hann að
gera fullkomnar hlýðniæfingar,
en hann var bara með einkasýn-
ingar. Honum fannst það
skemmtilegast. Þess vegna keppti
ég lítið með hann eftir 1986, en
sýndi þeim mun meira.
Fannst ísland kalt
og ömurlegt
- Þú kynntist Aðalsteini þeg-
ar þú varst 16 ára. Ekki urðuð
þið ástfangin strax?
- Eg veit það ekki. Eitthvað
var það. Við vorum ekkert saman
þá, en hittumst alltaf með nokk-
urra ára millibili. Hann var oft í
Noregi og ferðaðist mikið. Var
Unn og Santo á hestinum Eini. Santo finnst afar gaman að sýna listir sinar og skelfúr af spenningi þegar Ijósmyndar-
inn smellir af. Myndir Jim Smart.
Unn Kroghen með
gæðingnum Kraka
eftir þrefaldan sigur
á (slandsmeistara-
mótinu í hesta-
iþróttum sem fram
fór I Borgamesi 1
ágústmánuði sl.
Mynd: G.T.K.
meðal annars með reiðnámskeið.
Hann var alltaf að reyna að fá mig
til að koma að vinna á íslandi. Ég
sagði honum að ég myndi aldrei
flytja hingað. Mér fannst allt svo
autt héma og kalt og ömurlegt. Ég
gat ekki hugsað mér að búa héma.
Eg haföi aldrei verið lengur en
viku í einu á íslandi og alltaf ver-
ið mjög óheppin með veður. Rok
og rigning og kalt. Ég kom ffá
Noregi úr 25 stiga hita og kom
hingað í kannski 5 stiga hita. Það
var ömurlegt.
Það var síðan vorið 1988 sem
ég hitti hann í Svíþjóð. Þá höfö-
um við ekki hist í þijú ár. Ég haföi
alltaf verið svolítið hrifin af Aðal-
steini, en eftir svona langan tíma
vissi ég ekki alveg hvað ég ætti að
segja. Ég var búin að vera með
strák í 7 ár í Noregi, en við vorum
eiginlega bara vinir. Ég var ekki
beint ástfangin. Og þegar ég hitti
Aðalstein þama í Svíþjóð fór ég
að hugsa. Vildi ég eiga mann sem
var bara vinur minn eða átti ég að
taka áhættuna og reyna eitthvað
annað? Ég tók áhættuna og við
Aðalsteinn fómm að vera saman,
en þetta var allt mjög laust i reip-
unum. Þetta ár var fjórðungsmót
hér á íslandi og ég var ákveðin í
að fara á það. Nú, ég fór og það
var mjög gaman og huggulegt. En
eftir það fór ég aftur til Noregs og
hann til Sviþjóðar. Þaðan hringdi
hann í mig og bað mig um að
koma í heimsókn. Og það urðu
margar heimsóknir, því ég var
stöðugt á ferðinni milli Stokk-
hólms og Oslóar.
Þegar svona var komið vorum
við ákveðin í að reyna að vera í
sambandi, en það var spuming
hvar ég ætlaði að búa. Ætlaði ég
að vera í Noregi, Svíþjóð eða á ís-
landi? Vandinn var að ég gat ekki
hugsað mér að búa hér. Hann
vildi hins vegar vera héma, bæði
vegna bamanna sinna og líka
vegna þess að ísland er einn besti
staðurinn til að vera með hesta.
Það varð þess vegna úr að við
fluttum hingað og höfúm búið
saman upp frá því.
Kraki er sérstak-
ur persónuleiki
- Þú varðst Islandsmeistari
á Kraka í sumar, er þetta fyrsta
sumarið sem þú ert með hann?
- Nei, ég var líka með hann í
fyrra. Lára Jónsdóttir, dóttir Jóns
Sigurbjömssonar leikara, á hann,
en það haföi verið mjög erfitt að
ríða honum. Kraki er mjög sér-
stakur hestur. Jón haföi verið að
undirbúa hann fyrir keppni, en að
lokum þorði hann ekki að ríða
honum. Hesturinn bara rauk með
hann. Þá bað Jón mig um að taka
hann. En vandinn með Kraka er
sá að hann gleymdist einu sinni
úti í rigningu og roki í marga
klukkutíma og lamaðist. Því var
spáð að hann myndi ekki lagast
og hann var veikur í næstum tvö
ár, og hefur verið mjög erfiður
síðan.
Jón vissi að hann gat ekki sent
Kraka hvert sem var í þjálfún, því
Islendingar hugsa ekki mjög mik-
ið um hestana sína. Hann vissi að
ég var að koma að utan og það er
hugsað allt öðmvísi um hesta úti
en hér og þess vegna bað hann
mig um að taka Kraka í þjálfun.
Það gekk nú ekki mjög vel til að
byrja með. Kraki haföi alltaf
fengið að ráða öllu og rauk mjög
mikið til að byrja með. Ég var al-
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 14. september 1990