Þjóðviljinn - 14.09.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 14.09.1990, Blaðsíða 16
Það mun mæða mikið á landsliðsmarkmönnunum þeim Birki Kristinssyni í Fram og Bjama Sig- klár úrslitaleikur og næsta víst að þar verður ekkert gefið eftir f baráttunni um íslandsmeistaratitil- urðssyni f Val, þegar liðin mætast á Laugardalsvellinum á morgun. Leikur liðanna verður hrein og inn. Mynd: Kristinn. Hörpudeildin Háspenna á lokasprettinum Úrslit íslandsmótsins í Amorgun, laugardag, lýkur íslandsmeistaramótinu í knattspyrnu, Hörpudeild, og sjaldan eða aldrei hafa úrslit mótsins verið jafn tvísýn og nú. Fjögur lið eiga möguleika á að vinna titilinn, Fram, KR, ÍBV og Valur. Skagamenn og Þór frá Akureyri eru þegar fallin niður í aðra deild. Samkvæmt móta- skrá hefjast allir leikirnir á sama tíma eða klukkan 14. Staðan í deildinni fyrir loka- umferðina á morgun er þannig að Fram og KR eru jöfn að stigum með 35 stig. Fram erþó með mun betra markahlutfall og hreppir tit- ilinn ef stigatala Iiðanna verður hin sama eftir leiki morgundags- ins. í þriðja sæti eru Eyjamenn með 34 stig og Valur með 33 stig í því ljórða. Meðal stuðningsmanna þess- ara liða ríkir rafmögnuð spenna enda mikið í húfi. Svo mikil er hún að einstaka stuðningsmenn hafa varla getað matast eða sofið fyrir spenningi. Fram-Valur Stórleikur helgarinnar er án efa viðureign Reykjavíkurrisanna Fram og bikarmeistara Vals á Laugardalsvelli. Þennan leik verður Fram að vinna ætli liðið sér að hampa Islandsmeistaratitl- inum. Til að svo megi verða má auðvitað ekkert út af bregða, því ætla má að Valsmenn láti þá blá- klæddu ekki vinna titilinn bar- áttulaust. Sjálfir eiga þeir mögu- leika svo framarlega að hin liðin fá ekki stig. Þó sá möguleiki sé ekki mikill er hann þó fyrir hendi. En eins og öllum ætti að vera kunnugt um er knattspyman óút- reiknanleg og næsta víst að úrslit leiksins geta farið á hvom veginn sem er. Ekki er annað vitað en að allir leikmenn þessara liða séu klárir í slaginn og er enginn þeirra í leikbanni. Bæði liðin unnu sann- færandi sigra á andstæðingum 9 ¥ knattspymu hafa sjaldan eða aldrei verið jafn tvísýn og nú. Fjögur lið, Fram, KR, ÍBV og Valur standa best að vígi þegar flautað verður til leiks á morgun. sínum í síðustu umferð sem án efa hefur eflt baráttuþrek þeirra. Get- um hefur verið að því leitt að Framarar muni tefla fram í byij- unarliðinu þeim leikmönnum sem lögðu gmndvöllinn að stórsigrin- um gegn Stjömunni. Ef það verð- ur munu leikmenn eins og Guð- mundur Steinsson og Pétur Am- þórsson verma varamannabekk- inn. Hvort svo verður mun koma í ljós á morgun. Fyrri viðureign liðanna í Hörpudeildinni lauk með sigri Fram sem skomðu tvö mörk gegn einu. KR-KA Núverandi íslandsmeistarar KA sækja KR heim í Frostaskjól- ið, en þeir eiga þeim svarthvítu það að þakka að þeir em ekki lengur í bullandi fallhættu. Einn leikmaður hjá KR verður þó í leikbanni á morgun vegna fjög- urra gulra spjalda og það er ffam- herjinn Bjöm Rafnsson. Að öðm leyti er ekki annað vitað en að þeir muni stilla upp sínu sterkasta liði. Sömu sögu er að segja af liði KA. An efa mun taugaspenna hijá Ieikmenn KR í byijun leiks, því innan seilingar er sjálfur Islands- meistaratitillinn sem þeir hafa ekki unnið svo lengi sem næst- elstu menn muna. Aftur á móti er erfíðara að rýna i KA-liðið sem hefur í sjálfú sér að engu að keppa, nema þá einna helst að laga hjá sér stiga- töfluna eftir afleitt gengi i sumar. Hvort það nægir til að sigra KR á eftir að koma í ljós en Vesturbæj- arliðið vann fyrri leik liðanna norður á Akureyri með einu marki gegn engu. ÍBV-Stjaman Garðabæjarliðið fær það erf- iða hlutverk að sækja Eyjamenn heim á morgun á Hásteinsvöll, sem mun ekki vera í sem bestu ásigkomulagi eftir úrhcllið að undanfömu. I Eyjum biða menn spenntir efTir leiknum og ótrúlegt annað en að þar skapist Þjóðhá- tíðarstemmning, eins og hún ger- ist best. Tveir leikmenn IBV verða þó íjarri góðu gamni á morgun, þeir Heimir Hallgríms- son og sóknarmaðurinn snjalli Andrej Jerína. Þeir verða í leik- banni vegna fjögurra gulra spjalda. Þó maður komi í manns stað, veikir fjarvera Jerína óneit- anlega framlínu liðsins, en hann hefur verið einn skæðasti leik- maður liðsins í sumar. Eftir fjóra sigra í röð, varð Stjömuhrap í Garðabæ um síð- ustu helgi þegar liðið tapaði 1:6 fyrir Fram. Trúlega situr þessi skellur eitthvað í hinum ungu leikmönnum liðsins og verður ffóðlegt að fylgjast með því hvort Jóhannesi Atlasyni þjálfara, hefur tekist að stappa stálinu í sína menn þessa viku sem liðin er. Fyrri viðureign liðanna lauk með jafntefli 1:1. Þór-Víkingur Þessi leikur verður sá síðasti að sinni sem leikmenn Þórs spila í 1. deild, en þeir munu spila í ann- arri deild næsta sumar. Víkingar halda þó sínu sæti, óháð því hvemig leikurinn fer og því má ætla að hann verði tilþrifalítill af beggja hálfú. Víkingar töpuðu stórt gegn Eyjamönnum í síðustu umferð, 0:4 og því verður ekki trúað að óreyndu að þeir vilji ljúka tímabilinu með öðru tapi. Þórsarar unnu sína fomu fjendur, KA í síðustu umferð og sigur gegn Víkingum ætti að verða þeim einhver sárabót, áður en þeir yfirgefa deildina formlega. Fyrri viðureign þessara liða lauk með markalausu jafntefli. FH-ÍA Á Kaplakrikavelli mætast lið FH og IA. Skagamenn em fallnir niður í aðra deild en FH er um miðja deild. Hvomgt þessara liða hefúr að nokkm að keppa nema þá að halda haus og ljúka keppn- istímabilinu með sæmd. Án efa munu Hafnfirðingar reyna að skora eitthvað af mörkum því þeir hafa innan sinna vébanda þann leikmann sem stendur best að vígi í keppninni um titilinn Marka- kóngur Hörpudeildar. Hörður Magnússon hefúr þegar skorað þrettán mörk og vill án efa gull- tiyggja sér annan gullskó með því að skora nokkur mörk gegn IA. Uppskera Skagamanna hefur ekki verið sem skyldi í sumar upp við mörkin þó svo að þeir hafi leikið ágætlega úti á vellinum. Þeir munu þó trúlega ekki sætta sig við það hlutskipti að verða í neðsta sæti deildarinnar og því munu þeir leika til sigurs gegn FH. Fyrri leik þessara liða lauk með sigri FH sem skomðu þijú mörk en Skagamenn tvö. -grh Evrópukeppni félagsliða Stjarnan-Helsingör I.F. Stórleikur í Garðabæ á sunnudag. Þar mætist frjáls og kerfisbundinn handknattleikur eins og hann gerist bestur á Norðurlöndum Asunnudaginn 16. september leika Stjarnan í Garðabæ og Helsingör I.F frá Danmörku fyrri leik sinn i Evrópukeppni félagsliða í handknattleik. Leik- urinn fer fram í hinni nýju og glæsilegu íþróttamiðstöð í Garðabæ og hefst klukkan 20. Frjálst og léttleikandi spil Danska liðið er eitt frægasta handknattleikslið í heimalandi sínu og verður að teljast með betri félagsliðum á Norðurlöndum. Saga þess í dönsku deildinni er jafngömul deildinni og er það eina liðið í heiminum sem hefur leikið samfellt í 44 ár í fyrstu deild. Liðið hefúr 5 sinnum orðið Danmerkurmeistari og 14 sinnum lent í öðm sæti í deildinni. Fimm sinnum hefúr liðið orðið danskur bikarmeistari, en það er þekkt fyr- ir að leika fijálsan og skemmti- legan handbolta, sem er reyndar aðalsmerki danskra handknatt- leiksmanna. í liðinu em sjö landsliðsmenn sem hafa leikið samtals 240 landsleiki. Þekktastir þeirra em sennilega Lars Lundby og fyrir- liðinn Flemming Hansen. Einnig leikur með liðinu Pólveijinn Kaszmarek, sem valinn var besti handknattleiksmaður í Danmörku í fyrravetur. Þungur róður Þó svo að Stjaman hafi átt góðu gengi að fagna í 1. deildinni og ávallt verið í effi hluta deildar- innar síðustu sjö ár og unnið bik- arinn tvisvar á síðustu ámm, verður róðurinn vafalaust þungur gegn danska liðinu. Þvi ríður á að stuðningsmenn liðsins láti sig ekki vanta á leikinn og hvetji sína menn til sigurs. Að undanfomu hefúr Stjaman undirbúið sig af kostgæfni fyrir leikinn sem og íslandsmótið und- ir leiðsögn Eyjólfs Bragasonar þjálfara. Hefur liðið m.a. verið í æfingabúðum í Austurriki og um daginn varð liðið sigurvegari í al- þjóðlega Flugleiðamótinu. Lið Stjömunnar hefúr tekið nokkmm breytingum frá síðast- liðnum vetri. Gylfi Birgisson leikur með Eyjamönnum og Einar Einarsson er genginn til liðs við austurriska liðið UHC Vbgel- pumpen Stockerau. Hinsvegar hafa gengið til liðs við Stjömuna fjórir öfiugir handknattleiks- menn. Þeir em Magnús Sigurðs- son, Magnús Teitsson, Siggeir Magnússon og Guðmundur Al- bertsson. -grh 16 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.