Þjóðviljinn - 14.09.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.09.1990, Blaðsíða 4
Sigurbjöm Svavarsson er á beininu Er núverandi skipuiag á út- flutningi físks hjá Afíamiðlun það kerfi sem hentar best, eða sérðu einhverja hnökra á því? I sjálfu sér finnst mér per- sónulega slæmt að þurfa að tak- marka svona viðskipti, en reynsl- an hefur kennt okkur það að menn voru að senda út of mikið magn með þeim afleiðingum að mark- aðimir yfirfylltust og lágt verð fékkst fyrir fiskinn. Fyrir tveimur ámm voru flestir í sjávarútvegin- um orðnir sammála um að það þyrfti einhveija stjóm á útflutn- ingnum því þetta var nánast orðið stjómlaust. Nauðsyn á einhverri stjómun var ekki aðeins hags- munamál fyrir okkur vegna of- framboðs og verðfalls, heldur vomm við líka með þessu að eyðileggja fyrir aðilum erlendis. Þar má nefha fisikmenn í Norður- sjó sem vom mjög óánægðir um tíma og kærðu okkur meðal ann- ars til Evrópubandalagsins. Þann- ig að ég er þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera eðlileg og fijáls viðskipti, eins og með annan út- flutning En reynslan hefur kennt okkur að stjómun á honum er nauðsynleg til að nýta markaðina sem best. Jafnífamt er það mitt mat að núverandi skipulag sé í þeim farvegi sem er hvað hentug- astur. Sérstaklega hvað varðar það gmndvallaratriði að Afla- miðlun starfar fyrir opnum tjöld- um, allar tölur em uppá borðinu og engin leynd i kringum útflutn- inginn eins og áður var hjá utan- ríkisráðuneytinu. Eitt af markmiðum Afla- miðiunar er að miðla afla inn- anlands. Hvernig hefur það gengið? Það hefur ekki mikið verið gert af því og nánast ekki neitt. Astæðan er einfaldlega sú að það hefur ekki verið vilji til þess. Það eina sem við höfum gert er að birta hvað mikið hinir einstöku innlendu fiskmarkaðir telja sig þurfa í hverri viku. Oskir um ann- að hafa ekki komið fram. Nú var það einmitt þetta at- riði sem forystumenn Verka- mannasambandsins lögðu hvað einna þyngsta áherslu á þegar Aflamiðlun var að komast á koppinn, eða var ekki svo? Það er rétt að það var talað um þetta á sínum tíma. Hinsvegar þarf að vera einhver vilji fyrir hendi til að þetta sé hægt. Það hefúr ekki komið fram nein beiðni til okkar um að skip, sem er með mikinn afla, landi úti á landi eða að við ráðstöfum hon- um. Aftur á móti eru fyrir hendi innlendir fiskmarkaðir þar sem ákveðinn verðmyndun fer fram sem menn vita af og þá hefur við- skiptunum verið beint þangað. Er þetta ekki þá vegna þess að útgerðaraðilar vita að þeir geta fengið hærra verð fyrir fískinn á mörkuðunum en vinnslan getur greitt? Já ég held að það sé rétt. Enda heyrum við það í umræðunni að það er á fáum stöðum greitt Verð- lagsráðsverð fyrir aflann, heldur tiðkast yfirborganir víðast hvar umfram hið svoneíhda heima- löndunarálag. Það er vegna þess að það eru há verð á fiskmörkuð- unum hér og erlendis og allir vilja fá sinn skerf af því. Hefur fulltrúi Verkamanna- sambandsins í stjórn Aflamiðl- unar eitthvað sett út á þetta eða er samkomulagið í stjórninni mjög gott? Alveg frá upphafi hafa verið átök og ágreiningur um það hversu mikinn útflutning eigi að heimila hverju sinni. Um það hafa mestu átökin snúist, nánast á öll- um fúndum. Það hefur þróast út í það að miða við útflutninginn á síðasta ári og fara ekki fram yfir það magn. Jafnvel það sjónarmið að útflutningurinn eigi að vera 10% minni í ár vegna niðurskurð- ar í kvóta hefúr ekki náð fram að ganga. í staðinn hafa menn fallist á að hafa þetta svipað og í fyrra, einfaldlega vegna þess að verð á þorski hefur hækkað um allt að 40% í erlendri mynt frá sama tíma í fyrra. Eyjamenn hafa gagnrýnt ykkur fyrír að heimila mun minni útflutning en markaðirn- ar þola. Er það rétt og þá af- hverju? Þetta er alveg rétt hjá þeim. Markaðimir þola að miklu meira sé flutt út en við heimilum. Ein- faldlega vegna þess að það er miklu minna á mörkuðum en var i fyrra. Ekki ffá okkur heldur frá þeirra eigin bátum og þar af leið- andi er eftirspumin eftir fiski mun meiri en ffamboðið og verðin há. Það getur ekki og er ekki okkar hlutverk að mæta allri eflirspum bresku markaðanna. Bendir ekki útflutningur umfram heimildir til þess að hagsmunaaðilarnir, sem eiga sína fulltrúa í stjórn Aflamiðl- unar, eigi erfitt með að koma böndum yfír sína eigin menn? Það er alveg ljóst. En á hitt er vert að benda á að það sem þessir aðilar, sem hafa flutt of mikið út hafa tekið sér, hefur komið niður á öðmm. Ef þetta em hátt í þrjú þúsund tonn sem hafa verið flutt út án heimildar, þá hafa þeir tekið það til sín sem ella hefði verið deilt til annarra. Við hefðum í sjálfú sér ekki úthlutað minna magni, en þeirra aðgerðir gera það að verkum að við höfúm minna svigrúm en við hefðum ella. Hefurðu skýringu á því af- hverju það eru einatt Eyja- menn sem eru til vandræða í þessu kerfi? Átöká hverjum fundi Aflamiölun hefur verið í sviösljós- inu að undanförnu vegna þess að nokkrir aðilar hafa flutt út meiri fisk en þeim var leyfilegt. Mikil ásókn hefur verið í útflutningsleyfi og dæmi um að sótt hafi verið um leyfi fyrir allt að 2 þúsund tonnum en að- eins leyft að flytja út 800 tonn. Sig- urbjörn Svavarsson stjórnarformað- ur Aflamiðlunar er á beininu að þessi sinni en hann hefur ákveðið að láta af þeim störfum um næstu mánaðamót. Siguibjöm Svavarsson stjómarformaður Aflamiðlunar. Mynd: Jim Smart. Ég held að það sé út af því að þar er mikið af sjálfstæðum út- gerðarmönnum, sem hafa undan- farin ár verið að fjárfesta mjög mikið og treyst á sóknarmarks- kerfið. En þar hafa þeir verið fijálsir í að veiða ýsu og ufsa og fengið meiri þorsk í sóknarmarks- kerfinu en þeirra eigin kvóti er. Jafnframt því sem þeir reyna að ná í sem mestar tekjur. Þeir eru ekki háðir neinni vinnslu og þetta er fyrst og fremst ásókn í há verð. Ennfremur er ég sannfærður um það að þessir aðilar, sem kvarta nú mest, eru með mun mun hærri tekjur en þeir voru með á síðasta ári. Einfaldlega vegna mun hærri verða og ekki minna magns. Þannig að þessi gagnrýni þeirra er ekki vegna þess að við höfum verið að slá undan þeim rekstrar- grundvellinum, heldur vegna þess að þeir eru ekki sáttir við kerfið. Til hvaða aðgerða getur Aflamiðlun gripið þegar ykkar útflutningsheimildir eru virtar að vettugi og fínnst þér þær vera nægjanlcgar? Nei. Aflamiðlun var sett á fót í miklum flýti og án nokkurra reglugerða. Við störfúm í raun- inni sem nefnd á vegum utanríkis- ráðuneytisins og á grundvelli laga um útflutningsleyfi. Það var sam- þykkt af ráðuneytinu að við út- hlutum útflutningsleyfum á öllum ferskum fiski. Við höfúm í raun- inni engin önnur ráð en að biðja utanríkisráðuneytið um að kæra viðkomandi aðila fyrir brot á út- flutningslögum um útflutnings- leyfi. Það yrði þá rekið sem hvert annað opinbert mál og sótt þann- ig. En við höfúm ekki ennþá lagt það til. Hinsvegar höfúm við lagt áherslu á það að reyna að komast fyrir þennan umffamútflutning með aðstoð tollsins í stað þess að kæra og að því er unnið. Við vit- um það nefnilega og viðurkenn- um að það er búið að vera lausung í þessum útflutningsmálum frá því þessi stjómun var tekin upp. Jafnvel í tið ráðuneytisins var flutt mjög mikið út umfram heim- ildir, án þess að nokkuð væri gert í því. Það eina sem við getum gert og höfúm gert, er að setja menn tímabundið út í kuldann. Hafa menn eitthvað fyrir sér í því að það hafi verið flutt út mikið magn af físki umfram heimildir fyrir tíma Aflamiðl- unar, þegar Ieyfisveitingar voru á hendi utanríkisráðuneytisins, og að það hafí tíðkast jafnvel allar götur síðan kvótinn var tekinn upp? Við höfum séð gögn sem sýna okkur það að minnsta kosti einn þessara aðila, sem nú hefur verið uppvís að því að flytja út umffam heimildir, að hann hefúr stundað þetta lengi. Við höfúm séð bréf frá ráðuneytinu frá því í nóvem- ber 1988 til tollyfirvalda, þar sem þeir lýsa yfir áhyggjum sínum á þessu sama og eru að ítreka það við tollinn að það verði að ná tök- um á þessum umframútflutningi. Vita menn hvað hérna er um mikið magn að ræða? Nei. Ég held að ráðuneytið hafi fyrst og fremst tekið afstöðu í hverri viku og ekki verið að horfa á tölur um hvað var endilega komið í sjálfú sér. Nú, annað sem er gjörólíkt, að 1989 voru verð lág, miðað við það sem er í dag. Það gerði það að verkum að það var kannski ekki eins mikill áhugi á því hjá mörgum að senda fisk út eins og er núna. Enda er ásóknin alveg gífúrleg. Að lokum Sigurbjörn. Þú hefur ákveðið að láta af störfum stjórnarformanns í stjórn Afla- miðlunar um næstu mánaða- mót. Hvernig heldurðu að þér gangi að fá útflutningsleyfi? Eg verð að taka því eins og aðrir. -grh 4 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 14. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.