Þjóðviljinn - 14.09.1990, Blaðsíða 12
Stjarna
teiknimynda
sagnanna
Kalli og vinur hans Kobbi fara sigurför
um síður dagblaða um allan heim
Þeir félagar Kalli og tuskutíg-
urinn hans Kobbi hafa verið
fastagestir á síðum Þjóðviljans
um nokkurra ára skeið. Þeir félag-
ar hafa notið mikilla vinsælda
bæði meðal bama og fullorðinna,
sem sést á því að þegar það slys
gerist að sama myndasagan birtist
oftar en einu sinni, hringir fólk á
öllum aldri og kvartar sáran.
Höfundur Kalla og Kobba er
bandariskur, eins og svo margir
aðrir höfundar teiknimyndasagna
blaðanna. Maðurinn heitir Bill
Watterson og er lítið gefinn fyrir
athygli íjölmiðla á eigin persónu.
Þegar Nýtt Helgarblað setti sig í
samband við umboðsfyrirtæki
hans með það íyrir augum að fá
viðtal við Watterson, voru svörin
þau að herra Watterson veitti ekki
viðtöl. Hins vegar fengum við
sendar nokkrar upplýsingar um
Watterson og sköpunarverk hans.
Sagt er að Watterson hafi átt
viðburðaríka æsku í smáborginni
Chagrin Falls í Ohio. Þegar á
framhaldsskólaárum sínum var
hann farinn að birta teiknimynda-
sögur í skólablaðinu og teikning-
ar hans prýddu skápa skólabræðra
hans. A háskólaámnum fór hann
að teikna pólitískar teiknimynda-
sögur, að áeggjan vina sinna.
Túlkun Wattersons á stjómmál-
unum í forsetatíð Carters nutu
mikilla vinsælda og þóttu mjög
fyndnar.
Til að skerpa pólitískt innsæi
sitt hóf Watterson nám í stjóm-
málafræði og vegna aðgangs vin-
ar hans að tölvu skólans, náði
hann að útskrifast árið 1980, eins
og segir í upplýsingapakkanum
ffá umboðsfyrirtækinu.
Að námi loknu var Watterson
boðin staða ritstjóra teiknimynda-
sagna við eitt helsta dagblað
Cincinnati. En eftir fáeina mán-
uði, þegar ritstjóri blaðsins var út-
skrifaður af geðveikraspítala, var
hann fljótur að segja Watterson
upp. Næstu árin þar á eftir gat
ekkert komið Watterson undan
klóm innheimtu manna, annað en
gamall og heldur óásjálegur Fiat.
Reikningamir hlóðust upp og að
lokum seldu foreldrar Wattersons
hann í þrældóm, sem útlitsteikn-
ara hjá einu sorablaðanna. I
skuggaherbergi þess blaðs fædd-
ust Kalli og Kobbi og þaðan
keypti umboðsfyrirtækið Univer-
sal Press hann til eigin afnota fyr-
ir nokkmm ámm.
Sjálfur á Watterson engin
böm en í gömlu viðtali segist
hann vita að hinn sex ára Kalli
geri ýmislegt sem drengir á hans
aldri geri ekki en hann láti Kalla
ekki gera svipaða hluti og hann
gerði sjálfúr í æsku, heldur það
sem hann langi til að láta þessa
óstýrilátu teiknimyndapersónu
gera.
Kalli og Kobbi hafa farið sig-
urför um bandarísk dagblöð og
lent í fyrsta sæti í tugi kannana
Bill '' íaítersor s engin börn, aðeins ketti. Svona teiknar
Watterson sjálfan sig.
sem gerðar hafa verið þar vestra,
og slá þar við ekki minni stjöm-
um en Smáfólki, Gretti, Her-
manni, Hrolli og Stínu og Stjána.
Þeir félagar höfða miklu ffekar til
fúllorðinna lesenda en bama, þótt
þeir hafi einnig lent í fyrsta sæti í
könnunum á meðal bama. Hér
koma ummæli nokkurra sem tóku
þátt í einni könnuninni:
,JCaIIi og Kobbi fá mig til að
rifja upp eigin æsku... ég hringi í
föður mirui og við veltumst um af
hlátri.“ „Ég elska Kalla, hann er
Iitli strákurinn sem ég hefði sjálf-
ur viljað vera.“ „Kalli og Kobbi
em ómissandi grallarar með
morgunkaffinu, ímyndunarafl
Kalla er með ólíkindum.“
En það era ekki allir ánægðir
með Kalla og Kobba. Stundum
hringja lesendur þeirra 450 dag-
blaða þar sem hann birtist og
kvarta undan orðbragði hans, því
í hita dagsins getur Kalli látið ým-
islegt flakka og það getur Kobbi
líka, eins og lesendur Þjóðviljans
hafa fengið að kynnast.
-hmp