Þjóðviljinn - 14.09.1990, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 14.09.1990, Blaðsíða 23
sem framdi rúmlega tíu mínútna trommusóló af mikilli leikni. Það kvisaðist út að Coverdale hefði misst röddina og óvíst væri hvort hann kæmi aftur á sviðið. En viti menn Coverdale var ekki alveg af baki dottinn og birtist á ný og söng eitt lag. Enn voru hlutimir greinilega ekki í lagi, því Coverdale gekk affur út af sviðinu og fékk súrefn- isgjöf til hliðar við það. A meðan aðstoðarmenn huguðu að Cover- dale hélt hljómsveitin áffarn að spila en nú sá Steve Vai um að halda liðinu vakandi. í nærri því tuttugu mínútur spilaði Vai slíkar gítarslaufur að undirritaður hefur aldrei heyrt annað eins á sviði hérlendis. Það hefði verið fylli- lega þess virði að fara á tónleik- ana einungis til að heyra i Vai. Flestir vita svo af fréttum hvað gerðist seinna kvöldið, þeg- ar Coverdale gat alls ekki stigið á svið vegna flensu. En látum ljós- myndir Jims Smart ffá föstudags- kvöldinu lýsa því sem fram fór. -hmp Kösin f Reiðhöllinni var mikil og rokkið var tekið út með svita og tárum. Meö þeim athygli veröustu Með allra athygli verðustu tónlistarmönnum síðasta áratugar er gítaristinn Adrian Belew. Ferill Belew er ákaflega merkilegur allt frá upphafi. Hann hefur spilað með mjög sérkennilega samsett- um hópi. I lok áttunda áratugarins og í byijun þess níunda spilaði Belew með tilraunamanninum og bóheminum Frank Zappa. Belew spilaði á að minnsta kosti einni plötu Zappa, „Sheik Yerbouti“, sem kom út árið 1979. Þar spilaði Belew á rytmagítar og söng. Um svipað leyti lá leið Belews til David Bowie, sem hann spilaði með á „Lodger" og „Scary Monster“ og kynni tókust við bandaríska nýbylgjurisann Talking Heads. Hvemig Adrian Belew kynntist síðan Robert Fripp er mér ekki kunnugt um, en ekki er ósennilegt að það hafi gerst í gegnum Talking Heads, þar eð Fripp og Brian Eno unnu saman á þessum tíma og Eno vann með Talking Heads og Dav- id Byme. Belew tók þátt í því með Ro- bert Fripp og Bill Bmford að end- urlifga ekki ómerkilegri hljóm- sveit en King Crimson, með út- gáfú „Discipline“ árið 1981. Ekki vora allir sáttir við þessa endur- lífgun og töldu King Crimson allt of „poppaða“ eflir andlitslyfling- una. Staðreyndin er hins vegar sú að á „Dicipline" og ári seinna á ,3eat“, vora þeir þremenningar að fást við allt aðra hluti en gamla Crimson og annað hvort vora menn of gamlir til að skilja það eða of latir til að heyra það. Sama ár og „Beat“ kom út, 1982, gaf Adrian Belew út eigin sólóplötu, „Lone Rhino“, sem er ein merkilegasta platan frá liðn- um áratug. Þar nýtur sérstæður gítarleikur Belews sín fyrst til fúlls, þótt hann hefði vissulega sannað sig mun fyrr. Það má heyra áhrif í gítar- og söngstil Belews víða ffá, svo sem frá Zappa og Fripp og Bowie og Byme. En ffamsetning Belews verður alltaf kennd við hann sjálf- an en ekki aðra spámenn. Beiew hefúr náð að verða sérstakt litar- afbrigði í flóranni. Nú hefur Belew sent frá sér nýa sólóplötu, „Young Lions“, þar sem kennir margra grasa. Platan byrjar á samnefndu lagi, þar sem kveður við nokkuð nýan tón hjá Belew. Þetta er virkilega þétt og gott lag. í öðra lagi plöt- unnar, „Pretty Pink Rose“, kemur Bowie til aðstoðar og syngur með Belew fremur hefðbundinn Belew rokkara, þar sem Bowie sýnir á sér betri hliðina. Hann hefur sig þó betur til flugs í „Gun- man“, þar sem hann syngur nærri því eins skemmtilega og á „Lod- ger“ og „Scary Monster“. Þeir fé- lagar semja þetta stórgóða lag í sameiningu. Þá tekur við endurútsett lag af „Beat“, lagið „Heartbeat“. En það varð einmitt vinsælasta lag upp- vakinnar Crimson. Fjórða lag plötunnar er svo laufléttur slagari sem heitir „Looking For A U.F.O“, mjög ELO-legur titill og ekki svo ó-ELO-legt lag. Enn bregður Belew á leik og blandar saman poppi, afrískum takti og Frippertronic, en það kallaði Ro- bert Fripp hljóð- og upptökutil- raunir sínar. Belew talar textann „I Am What I Am“, þar sem má finna beinar vísanir í gamlan slagara með sama nafni. Öllum að óvöram tekur Belew síðan Tra- velling Wilburys lagið, „Not Al- one Anymore", sem er eins og vönduð eftirlíking en samt öðra- vísi. Ég held skrattakomið að lag- ið sé miklu betra með Belew. Út- setningin er miklu opnari og lagið spilað af meira öryggi. Ég gæti haldið áffam og lýst hrifningu minni með þau lög sem enn era ótalin, en þau era ekki nema þijú. En ég ætla að láta staðar numið við „Phone Call From The Moon“, sem er ljúfasta lag plötunnar. Titill lagsins lýsir því sennilega best, það er eins og óvænt símtal ffá tunglinu. „Yong Lions“ er öragg með að verða talin með allra bestu plötum ársins. -hmp Föstudagur 14. september 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 23

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.