Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 10
V Þegar menn hugsa um fæðingar kem- ur eflaust upp í hugann kona, liggj- andi á bakinu með fæturna skorðaða, og læknalið í hvítum sloppum með alls kyns tól og tæki í kringum hana. Sársaukinn er yfírþyrmandi og eiginmaðurinn kannski víðs fjarri. Þetta er líka sú mynd sem við fáum oftast að sjá í bíó- myndum. En þetta er ekki raunveruleikinn. Þróun í fæðingum, og þá sérstaklega í fæðingar- stellingum, hefur verið nokkuð hröð undanfarin ár. Hin hefðbundna stell- ing, þar sem konan liggur á bakinu, er að víkja fyrir þægilegri og skynsam- legri stellingum. Stelling- um sem konur notuðu allt fram á 18. öld, eða þar til þeim var gert að nota þessa hefðbundnu stell- ingu. Konur völdu sér þessa stellingu ekki sjálf- ar, heldur var það ffanskur karlkyns fæðingarlæknir sem kom þessu á vegna þess að þá var auðveldara fyrir þann sem tók á móti baminu að athafna sig. Hins vegar hafa konur aft- ur tekið völdin, ef svo má segja, og farið að velja sér fæðingarstellingar sjálfar. Það var annar ffanskur fæðingarlæknir, Michel Odent, sem kom með, ásamt öðrum, hugmyndir sem stangast algerlega á við hugmyndir kollega hans frá fyrri öldum. Hug- myndir Odents byggjast á allt öðrum forsendum en verið hafa í um tvær aldir. Hann leggur mikla áherslu á að konan fái sjálf að stjóma fæðing- unni. Ahersla er lögð á heimilislegt fæðingarher- bergi, daufa birtu eða rökkur, volgar laugar, að leyfa konunni að vera í þeim stellingum sem hún vill, að hún fái að hreyfa sig þegar henni hentar, að hún fái að öskra, syngja um stellingu eins off og þeim best þykir, og ég tel að sú stelling sem konunni líður best í hverju sinni sé góð stelling bæði fyrir hana og bamið. Það em alls ekki allar kon- ur sem fmna sig í þessum stellingum, eða finnst gott að vera að breyta um stellingar. Það getur líka verið að við, sem búum í svona nútímaþjóðfélagi, séum orðnar svo stirðar og nýtum ekki vöðvana til fúlls, og þeir þar af leiðandi orðnir styttri og stirðari. Við eigum t.d. erfítt með að sitja lengi á hækjum okkar eða í þeim stellingum sem reyna mikið á vöðvana. Þess vegna er góð- ur undirbúningur nauðsynlegur og ég tel að á meðgöngunni sé nauðsynlegt að kynna þessar stellingar fyrir konunni, hvaða „Konur þurfa að venjast hugmyndinni um að það séu til aðrar stellingar I fæðingu en þessi gamla hefðbundna, að liggja á bakinu,' segir Hrefna Einarsdóttir Ijósmóðir. eða hafa hátt ef hún vill. Einnig leggur Od- ent mikla áherslu á að konan sé trufluð sem minnst meðan á fæðingunni stendur og að ekki megi undir neinum kringumstæðum hindra fyrstu snertingu móður og bams og að móðirin eigi helst að hafa frumkvæði sjálf að því að snerta bam sitt. Hrefna Einarsdóttir ljósmóðir er ein þeirra sem hafa verið með foreldranám- skeið þar sem hugmyndir og kenningar Odents em kynntar. Hún segir að nokkuð mörg ár séu síðan fólk fór að gera sér grein fyrir óhagkvæmni þess að konur fæddu út- afliggjandi á bakinu. „Astæðumar em meðal annars að þungi legsins og bamsins þrýstir á aðalæðar líkamans sem liggja með hryggjarsúlunni og veldur minnkuðu blóð- flæði um líkamann og til bamsins,“ segir Hrefha. - En hverjar eru aðalfceðingarstelling- ar kvenna í dag? „Það er afar einstaklingsbundið, kon- um er bent á ýmsar stellingar sem þær geta notað á verkjatímabilinu og í fæðingunni sjálfri, og þar á meðal þær stellingar sem notaðar hafa verið af konum í gegnum ald- imár, allt fram að 17. öld. Frá þeim tíma em fyrstu heimildir um konu sem fæddi út- afliggjandi. Þessar stellingar em að standa, standa og halla sér fram á eitthvað, að vera á fjórum fótum og sitja á hækjum sér. í sjálfú sér er engin ein stelling betri en önnur, og konur em hvattar til að breyta Bamsfæðingar möguleika hún hefur, og gefa henni tæki- færi til að kynnast þeim og æfa áður en í fæðinguna er komið. Eg held að konan þurfi líka að kynnast hugmyndinni að um aðrar stellingar sé að ræða en þá gömlu hefðbundnu, að liggja á bakinu. Það er einnig nauðsynlegt að skýra út kostina, en rannsóknir hafa sýnt fram á að við það að konan er á fótum, gengur um og skiptir um stellingar, styttist verkjatímabilið þar eð legið vinnur betur, og hver verkur gerir meira gagn og þeir verða reglulegri. Þyngdarpunkt- urinn leitar alltaf niður á við og í uppréttri stöðu verður ffamgangur fæð- ingarinnar betri, útvíkk- unin gengur betur fyrir sig þar eð fósturhlutinn þrýstir betur á leghálsinn. A vissu stigi í fæðing- unni liggur verkurinn neðarlega í bakinu og við það að fara á fjóra fætur léttir mjög og dregur úr honum og sumar konur segja að hann hreinlega hverfí, þannig að breyti- legar stellingar geta verið mjög gagnlegar í fæðing- unni. Konur kvarta líka undan því að verkimir verði mun sárari þegar þær liggi útaf, og finnst betra að vera á hreyfingu og jafnvel mgga sér í lendunum. Á fæðingarstofnunum er ýmislegt konunni til þæginda við fæðinguna, svo sem gijónapúðar, hægindastólar, fæðingar- rúm og stólar sem hægt er að breyta á ýmsa vegu þannig að það veiti kon- unni stuðning í fæðing- unni. Þar af leiðandi reyn- ir ekki eins mikið á lík- ama þeirra við notkun fæðingarstellinga þeirra sem ég var að tala um, eins og formæður okkar. Það er mikið undir konunni sjálfri komið AFTURHVARF TIL NÁTTÚRUNNAR hvaða stellingu hún notar í fæðingunni og mér virðist fólk mjög jákvætt gagnvart þessum breytingum um leið og maður er búinn að skýra út muninn á nýrri og eldri stellingum. Þróun undanfarinna ára í fæð- ingum er mjög jákvæð, og konan er að verða virkari þátttakandi í fæðingunni sinni og stjómast meira af eigin tilfinningum og líðan,“ segir Hrefna. Michel Odent segir ef konur hlusti á líkama sinn og fari eftir honum, minnki þörfin á deyfilyfjum við fæðingar. Hann segir að hið náttúmlega hormónaflæði hjá fæðandi konu sé truflað með lyfjum, því svar líkamans við verkjum sé endorfín- framleiðsla. Endorfín er skylt morfíni og minnkar verki og eykur vellíðan. Það er því ljóst að þróunin er sú að láta konuna ráða ferðinni í sinni fæðingu, eina eða með maka. Að láta konuna vinna með líkama sínum og láta hana bregðast við á allan hátt eins og náttúran býður henni. Það má því segja að þessi stefna sé afturhvarf til náttúrunnar, í bestu merkingu þeirrar setningar. - En hvemig tilfinning erþað að taka á móti bami? „Bæði ábyrgðartilfmning og gleðitil- fínning þegar allt gengur vel, sem það ger- ir í flestum tilfellum. Það er stórkostlegur atburður þegar bam fæðist og mér fínnst það vera kraflaverk," segir Hrefna Einars- dóttir ljósmóðir. ns. 10 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.