Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 5
FOSTUPAGSFRETTIR Nvtt álver Alver reist á Keilisnesi Olafur Ragnar Grímsson: Kjánalegt af iðnaðarráðherra og Jóni Baldvini að ræða við Sjálfstæðisflokkinn án samráðs. Aðeins samið um staðsetningu og skattamál. Steingrímur J. Sigfússon: Undirritun bœði fráleit og óþörf Frá undimtun fundargeröarinnar (gær. Frá vinstri: Jóhannes Nordal, Jón Sig- urðsson og Robert G. Miller, varaforseti ALUMAX. Mynd: Jim Smart Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra skrifaði undir áfanga- samning við Atlantsál í gær, þar sem ákveðið er að nýtt áiver rísi á Keilisnesi. Iðnaðarráðherra kallar plaggið sem hann skrif- aði undir minnisblað, og er þar ma. að finna bókun um að orkuverð verði ákveðið hlutfall af álverði. Afsláttur verður á orkunni frá 1994 - 1996 miðað við 3.000 gígavattstundir. End- anlegur orkusamningur mun innihalda grein um endurskoð- unarrétt og verður hann gerður til 25 ára, með rétti Atlantsáls til að framlengja hann tvívegis til fimm ára. Samkvæmt áfangasamkomu- laginu munu Islendingar eiga fulltrúa í stjóm Atlantsáls hf. Is- lenska ríkið hefur rétt til að ráð- stafa allt að 5% af framleiðslu fyrirtækisins vegna ftekari úr- vinnslu hérlendis, á þess vegum eða þriðja aðila. Innan þingflokks Alþýðubandalagsins hefúr verið mikil óánægja með framgöngu iðnaðarráðherra í álmálinu. Þing- flokkurinn fúndaði um málið í fyrrakvöld og tvívegis í gær. Fréttir um að Jón Sigurðsson Náttúrufræðingar Mótmælir orðum Svavars Félag íslenskra náttúrufræðinga hefur sent frá sér tilkynningu þar sem félagið mótmælir þeirri fullyrðingu Svavars Gestssonar menntamálaráðherra að viðræð- ur vegna deilna um stunda- kennslu við HÍ haíi ekki getað hafist fyrr en nú, þar sem beiðni um slíkt hafi ekki komið fyrr. Fréttin um þetta birtist í Þjóð- viljanum í gær, og þar segir Svavar Gestsson að viðræður hafi verið hafnar um leið og beiðni um þær barst. Þetta segir FÍN ekki rétt og vísar því til staðfestingar til bréfa- skrifta milli félagsins og mennta- málaráðuneytisins frá því í sumar. I tilkynningu FÍN segir að stjóm og kjararáð félagsins hafi unnið að því frá því í desember á síðasta ári að fá samninganefnd ríkisins til viðræðna um launakjör þeirra félagsmanna sem sinna stundakennslu. Hins vegar hafi samninganefndin ekki enn séð ástæðu til að ræða þessi mál við fulltrúa félagsins. Fullyrðing Svav- ars Gestssonar sé því röng. ns. A Iþvðubandalagið Miðstjórnar- fundur 13. október Miðstjóm Alþýðubandalagsins mun koma saman í Þinghóli í Kópavogi laugardaginn 13. októ- ber. A dagskrá fúndarins verður ál- málið, stjómarsamstarfið og önnur mál eftir því sem tími leyfir. Fundurinn mun standa fram á sunnudag ef ástæða er til. Dagskrá fúndarins verður send miðstjómar- mönnum nú um helgina. -Sáf hefði átt í viðræðum við forystu- menn Sjálfstæðisflokksins með flokksformanninum Jóni Bald- vini Hannibalssyni, varð síðan til að auka enn á óánægju Alþýðu- bandalagsmanna. Ólafúr Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, sagði undirskriftina í gær í raun dálítið spaugilega. Ekkert væri klárt varðandi orkuverðið. Lands- virkjun, sem væri formlegur samningsaðili um orkuverðið, hefði ekki veitt Jóhannesi Nordal umboð til að undirrita neitt um orkuverðið. Það er einnig allt óljóst hvað varðar umhverfismálin, að sögn Ólafs Ragnars. Hins vegar sagði Ólafúr Ragnar það ánægjulega hafa gerst að þær kröfúr í skatta- málum, sem fjármálaráðuneytið hefði undirbúið í samráði við iðn- aðarráðuneytið, kröfúr sem Jó- hannes Nordal og aðrir pótintátar í samningaferlinu hefðu ekki komið nálægt, hefðu allar náðst ffam. Þar með væri stigið stórt skerf til að tryggja hagsmuni og sjálfstæðan rétt Islendinga. „Fulltrúar mínir og iðnaðar- ráðherra höfðu sett ffam kröfur í skattamálum af mikilli hörku í Atlanta í síðustu viku, og nú væru fulltrúar Atlantsáls búnir að fall- ast á að íslensk skattalög, dóm- stólar og gerðardómar verði alls ráðandi. Fyrirtækin fái ekki að nota alls konar ffádráttarheimildir og undansláttarheimildir, sem gilt hefðu gagnvart ýmsum fyrirtækj- um, heldur verði þau að greiða kvittan og kláran 30% tekjuskatt. „Með öðrum orðum, þær kröfur sem Alþýðubandalagið hefúr sett ffam í tuttugu ár í gagnrýni sinni á Stjórn Landsvirkjunar veitti iðnaðarráðherra enga heimiid til undirritunar skuld- bindinga um raforkusölu við fulltrúa Atlantsál-hópsins, á fundi sínum fyrir hádegi í gær. Að sögn Sigurjóns Péturssonar, sem á sæti í stjórn Landsvirkj- unar, hefur því undirskrift Jóns Sigurðssonar í gær ekkert gildi hvað varðar orkusölusamning Landsvirkjunar og Atlantsáls. A stjómarfúndinum kynnti Mr. King, aðal álspámaður Landsvirkjunar, meðalorkuverð til allra álvera í hinum vestræna heimi, en það er 20,3 mills. Samningsdrögin sem nú liggja fyrir gera hinsvegar ráð fyrir að meðalorkuverð til Landsvirkjunar vegna orkusölu til Atlantsáls verði 18,3 mills á 35 árum. Samn- ingurinn við Atlantsál er hinsveg- ar bara til 25 ára, en með ákvæði um framlengingu. Þá kom ffam kjá King að spáð er mikilli hækkun á álverði ffam til ársins 2002, en að sú hækkun gangi svo til baka árið 2003. í samningsdrögunum við Atlantsál er veittur afsláttur af orkuverðinu Alusuisse-samninginn em viður- kenndar," sagði Ólafúr Ragnar. Fundur Jónanna með forystu- mönnum Sjálfstæðisflokksins er í besta falli kjánaskapur, að mati fjármálaráðherra. Hann hefði tek- ið skýrt ffam að þetta væru ekki eðlileg vinnubrögð, þar sem rætt hefði verið um pólitískan stuðn- ing Sjálfstæðisflokksins við mál- ið. Ólafur Ragnar sagði það síðan annað mál, að hann hafi hvatt til þess að stjómarandstaðan fengi tæknilegar upplýsingar um málið. Steingrímur J. Sigfússon sam- göngu- og landbúnaðarráðherra sagði framkomu Jóns Sigurðs- sonar og Alþýðuflokksins síðustu sólarhringa, með endemum. Makkið við forystu Sjálfstæðis- flokksins væri vægast sagt asna- skapur, sem menn þyrftu að vera í mjög góðu skapi til að taka. fram til ársins 2003, en síðan á það að lúta markaðsverði á áli, án gólfs og án þaks. A fundinum kom fram hörð gagnrýni á það að Landsvirkjun hefúr aldrei fjallað um málið á stjómarfúndum, og bent var á að hvorki stjóm Landsvirkjunar né fúlltrúi fyrirtækisins hefur átt í neinum viðræðum við fulltrúa Allantsáls. Jóhannes Nordal stjómarformaður Landsvirkjunar hefúr vissulega átt í viðræðum við Atlantsál, en þá sem formaður stóriðjunefhdar. Hann hefur hins- vegar ekki haft neitt umboð frá stjóm Landsvirkjunar. Páll Pétursson lagði fram sér- staka bókun á fúndinum og þeir Sigurjón Pétursson og Finnbogi Jónsson lögðu sameiginlega ffarn aðra bókun. I bókun Páls er minnt á lög um Landsvirkjun þar sem segir að orkusölusamningar við iðjuver megi ekki valda hærra raforku- verði til almenningsrafveitna en ella hefði orðið. „Þau drög að orkusamningi við Atlantsál sem kynnt hafa verið stjóm Lands- virkjunar tryggja þetta ekki og „Viðræður flokksforystu Al- þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks væri ekkert samráð iðnaðarráð- herra í krafti embættis hans fyrir opnum tjöldum, eins Jónamir reyndu að skjóta sér á bakvið," sagði Steingrímur. Undirritunin í gær var bæði fráleit og óþörf, að sögn Stein- gríms. Undirskriftin væri ögrandi og skilaði engu í málinu. Þvert á móti ræki hún málið í verri hnút en það hefði verið í. Samgöngu- ráðherra sagðist telja Jón Sigurðs- son vera að ganga út í sólarlagið með undirskriftinni, með því að knýja málið áfram án umboðs og í andstöðu við samstarfsflokkana. Þar að auki bættist það við, að stjóm Landsvirkjunar undirstrik- aði að formaður hennar hefði ekki umboð til að ganga frá einu né neinu. þarfnast því breytinga,“ segir orð- rétt í bókuninni. Páll telur að til verði að koma ákvæði um endurskoðunarrétt vegna harðræðissjónarmiða, þvi ef spár um verðþróun gangi ekki eftir og álverð verði lægra um árabil hljóti Landsvirkjun að verða að hækka verð til almenn- ingsveitna. Þá vill hann að gólf verði sett í samninginn, því ann- ars sé áhættan óbærileg. Einnig telur hann að áður en Landsvirkj- un geti samþykkt samninginn verði að liggja fyrir að traustir er- lendir bankar séu reiðubúnir að lána án ábyrgðar ffá eignaraðilum út á samninginn. „Óhjákvæmilegt er að undir- strika sérstaklega að stjóm Landsvirkjunar hefúr ekki sam- þykkt nein atriði draga að orku- sölusamningi. Því hefur iðnaðar- ráðherra enga heimild frá Lands- virkjun til þess að undirrita skuld- bindingar hvað varðar orkusölu- samninginn,“ segir í lok bókunar- innar. Þeir Siguijón Pétursson og Finnbogi Jónsson taka undir bók- un Páls. Síðan gagnrýna þeir að Að þessu samanlögðu sagði Steingrímur málið í frekar dapur- legu ljósi fyrir Jón. Þau sjónarmið sem komið hefðu fram í stjóm Landsvirkjunar varðandi orku- verðið væm athyglisverð. Þau féllu algerlega að þeim sjónar- miðum Alþýðubandalagsins að orkuverðið í samningsdrögunum væri of lágt. Þingflokkur Alþýðubanda- lagsins segir í ályktun frá því í gær, að flestir þættir hugsanlegra samninga um nýtt álver þarfhist nánari athugunar, td. varðandi umhverfismál, og að mengunar- ákvæði og ákvæði um orkuverð séu bersýnilega ekki hagstæð og feli í sér mikla áhættu. Minnt er á að forsætisráðherra hafi lýst því yfir að ríkisstjómin og stjómar- flokkamir hafi ekki tekið afstöðu til neinna efnisatriða í samnings- vinnunni. Þingflokkurinn telur því ffá- leitt að iðnaðarráðherra hafi í gær undirritað áfangasamning í nafni allrar ríkisstjómarinnar og lýsir því yfir að Alþýðubandalagið sé óbundið af undirskrift ráðherrans. Þá lýsir þingflokkurinn fúrðu sinni yfir viðræðum ráðherra Al- þýðuflokksins við forystu Sjálf- stæðisflokksins. Að lokinni undirskrift í gær sagðist Jón staðfesta minnisblað- ið sem iðnaðarráðherra. Hann stefndi að því að leggja ffam stjómarffumvarp um málið. Ro- bert G. Miller, varaforseti AL- UMAX, sagðist ekki hafa áhyggj- ur af því að Jón skrifaði ekki und- ir í nafni allrar ríkisstjómarinnar. „Við erum algerlega hlutlausir hvað varðar stjómmál í þessu máli,“ sagði Miller. -hmp sáralítil umræða hefúr verið í stjóm Landsvirkjunar um orku- verðið og að enginn fúlltrúi í um- boði hennar hafi hitt eða rætt við fúlltrúa Atlantsáls. „Augljóslega á að stilla stjóm fyrirtækisins upp andspænis fúllgerðum samningi,“ segir orðrétt i bókuninni. Þá er bent á að iðnaðarráð- herra hafi boðað að hann muni undirrita samningsdrög varðandi byggingu nýs álvers, en ekki haft fýrir því að kynna drögin í stjóm Landsvirkjunar. „I öllum þessum málum hefúr þannig verið gróflega gengið ffamhjá stjóm Landsvirkjunar eins og henni komi samnings- gerðin ekkert við. Með þeim hug- myndum sem nú em á lofti er ver- ið að binda alla bestu virkjunar- kosti þjóðarinnar til langs tíma á verði sem er umtalsvert lægra en meðalverð til álvera í „hinum vestræna heimi“. Veruleg hætta er á því að íslenskir orkunotendur verði í ffamtíðinni að greiða hærra orkuverð en ella. Þessum vinnubrögðum öllum ber að mót- mæla,“ segir í lok bókunarinnar. -Sáf Landsvirkiun Ekki heimild til undirritunar Undirskrift iðnaðarráðherra um orkusamning við Atlantsál hefur ekkert gildi. Talað um 18,3 mills til 35 ára. Meðalverð álvera á Vesturlöndum 20,3 mills. Páll Pétursson, Sigurjón Pétursson og Finnbogi Jónsson með harðorðar bókanir. Ottast að almenningur verði að borga brúsann Föstudagur 5. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.