Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 21
Starfsmenn Listasafns ASl ( óða önn við uppsetningu sýningarinnar Frétta-
Ijósmyndir - World Press Photo 1989. Mynd Kristinn.
Vökult auga
fréttaljós-
myndarans
Fréttaljósmyndasýningin World Press Photo
1989 í sjötta sinn á íslandi
Laugardagurinn
Horfur á laugardag: NA-átt. Stinningskaldi og smáél NA og A-lands, en
hægara og úrkomulaust annarsstaðar.
Horfur á sunnudag: S- og SV-kaldi eða stinningskaldi, smáskúrir eöa rigning
SV- og V-lands, en úrkomulaust annarsstaðar.
Fréttaljósmyndasýningin
World Press Photo verður opn-
uð í Listasafni Aiþýðusam-
bands íslands á morgun. Þetta
er í sjötta sinn sem sýningin er
sett upp hér á landi. Á sýning-
unni gefur að Iíta úrvai þess
aragrúa fréttaljósmynda sem
sendar voru inn í samkeppni
um bestu fréttamyndirnar.
í ár sendu ríflega 1200 frétta-
Ijósmyndarar frá 64 löndum
myndir í samkeppnina. Þeirra á
meðal fjórir íslenskir fréttaljós-
myndarar, þeir Ragnar Axelsson,
Einar Falur Ingólfsson, Bjami Ei-
ríksson og Brynjar Gauti Sveins-
son. Höfúndur bestu fréttaljós-
myndarinnar að mati dómnefndar
er Charlie Cole, ljósmyndari hjá
bandaríska tímaritinu Newsweek,
en myndin er frá þeirri atburðarás
sem varð á Torgi hins himneska
friðar í Peking í fyrra er kínversk-
ir ráðamenn brutu af fullkomnu
vægðarleysi á bak aftur friðsam-
legar aðgerðir stúdenta.
Auk bestu fféttaljósmyndar
ársins 1989 eru að þessu sinni
veittar viðurkenningar og verð-
laun fyrir myndir í fjölmörgum
efnisflokkum. Þá velur einnig sér-
stakur bamadómstóll mynd árs-
ins, þar sem myndefhið er skoðað
frá sjónarhóli bamsins.
Eins og ævinlega ber mest á
myndum á sýningunni tengdum
atburðum sem fyrirferðarmestir
vom í fréttum fjölmiðla á síðasta
ári. Á sýningunni í ár em til að
mynda áberandi myndir sem lýsa
atburðum í Austur-Evrópu og
Sovétríkjunum.
Þegar blaðamann og ljós-
myndara Nýs Helgarblaðs bar að
garði í sýningarsal Listasafhs ASI
í gær vom starfsmenn safnsins
önnum kafnir við að setja sýning-
una upp.
Að sögn Ólafs Jónssonar for-
stöðumanns hafa þessar sýningar
verið mun betur sóttar en hefð-
bundnar listsýningar í hýsakynn-
um safnsins. Hann sagði að nokk-
ur þúsund manns hefðu skoðað
síðustu sýningu og reikna mætti
með svipuðum fjölda sýningar-
gesta í ár ef ekki meiri.
Sýningin stendur til sunnu-
dagsins 14. október. Hún er er op-
in alla daga vikunnar frá klukkan
14 til 19. -rk
MYNDLIST
Árbæjarsafn, lokað okt.-maí,
nema m/samkomulagi.
ASÍ-Listasafn, Grensásvegi
16A: Hin árlega fféttaljósmynda-
sýning (World Press Photo) opn-
uð á lau kl. 14. Opið alla daga kl.
14-19, til 14.10.
Ásmundarsalur við Freyjugötu
41, Theo Cmz. Opið daglega kl.
14- 19, til 8.10. Úppákoma síð-
asta sýningardag kl. 21, upplestur,
söngur og hljóðfæraleikur.
Björninn, Njálsgötu 4a, Kristján
Fr. Guðmundsson sýnir málverk
og vatnslitamyndir.
Djúpið, kjallara Homsins, Hafn-
arstræti 15. Teiknimyndir sex
höfúnda. Opið á sama tíma og
veitingastaðurinn.
FIM-salurinn við Garðastræti 6,
Bryndís Jónsdóttir sýnir leirverk.
Opið daglegakl. 14-18. Til 9.10.
Gallerí 1 1, Skólavörðustíg 4a,
Ásgeir Lámsson opnar sýningu á
lau kl. 15. Opið alla daga frá kl.
14-18.
Gallerí 8, Austurstræti 8, kynn-
ing á pastelmyndum og olíu-
myndum eftir Söra Vilbergs dag-
ana 29.9.-9.10. Seld verk e/um 60
listamenn, olíu-, vatnslita- og
grafikmyndir, teikningar, keram-
ík, glerverk, vefhaður, silfúrskart-
gripir og bækur um íslenska
myndlist. Opið virka daga og lau
kl. 10-18 og su 14-18.
Gallerí Borg, Pósthússtræti 9,
Bragi Ásgeisson sýnir. Opið virka
daga kl. 10-18, og um helgar 14-
18.
Gallerí Borg, Austurstræti 3 og
Síðumúla 32, grafík, vatnslita-,
pastel- og olíumyndir, keramik-
verk og módelskartgripir, opið lau
10-14.
Gallerí Nýhöfn, Hörður Ágústs-
son sýnir Ljóðrænar fansanir frá
ámnum 1957-1963 og 1973-
1977. Opin virka daga nema má
kl. 10-18 og um helgarkl. 14-18,
til 17.10.
Gallerí Sævars Karls, Banka-
stræti 9, Kees Visser sýnir þrívíð
verk úr tré og stáli. Sýningin er
opin á verslunartíma kl. 9-18
virka daga, og 10-14 lau, til 5.10.
Hafnarborg, menningar- og
listastofnun Hafnarfjarðar, Grím-
ur Marinó Steindórsson sýnir
veggmyndir, skúlptúra og klippi-
myndir. Opið alla daga nema þri
kl. 14-19, til 7.10.
Hlaðvarpinn við Vesturgötu,
Valdimar Bjamfreðsson sýnir
myndir úr bolla. Opið þri-fö kl.
12-18, laukl. 10-16.
Kjarvalsstaðir, vestursalur: Ól-
afur Lámsson opnar höggmynda-
sýningu á lau. Austursalur: Sýn-
ing á ljósmyndum Imogen Cunn-
ingham opnar á lau kl. 16, til
21.10. Opið daglega ffákl. 11-18.
Listasafn Borgarness, sýning á
verkum Ásgerðar Búadóttur, opin
alla virka daga til 21.10.
Listasafn Einars Jónssonar op-
ið lau og su kl. 13.30-16, högg-
myndagarðurinn alla daga kl. 11-
16.
Listasafn Islands, yfirlitssýning
á verkum Svavars Guðnasonar,
sem stendur til 4.11. Opið alla
daga nema má kl. 12-18.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar,
sýn. á andlitsmyndum Sigurjóns.
Ópið lau og su kl. 14-17, þri kl.
20-22.
Listhús við Vesturgötu 17, Bjöm
Bimir, málverkasýningin Myndir
af sandinum. Opin daglega milli
kl. 14 og 18. Til 14.10.
Menningarstofnun Bandaríkj-
anna við Neshaga. Nena Allen
sýnir málverk og teikningar undir
yfirskriftinni Eilíf og tær birta.
Sýningin stendur til 28.9.
Minjasafn Akureyrar, Landnám
í Eyjafirði, heiti sýningar á fom-
minjum. Opið daglega kl. 13:30-
17, til 15.9. í Laxdalshúsi ljós-
myndasýningin Akureyri, opin
daglegakl. 15-17.
Minjasafn Rafmagnsveitunnar,
húsi safnsins v/ Rafstöðvarveg, su
14-16.
Nýlistasafnið við Vatnsstíg, Har-
aldur Jónsson og Ingileif Thorl-
acius opna sýningu í kvöld kl. 21,
til 21.10. Opin daglega kl. 14-18.
Norræna húsið, kjallari: Sigrún
Eldjám og Guðrún Gunnarsdóttir
sýna málverk og vefhað. Opin kl.
14-19 daglega. Til 14.10.
Safn Ásgríms Jónssonar, Berg-
staðastræti 74, lokað vegna við-
gerða um óákveðinn tíma.
Sjóminjasafn íslands, Vestur-
götu 8 Hf. Opið lau og su kl. 14-
18.
Slúnkaríki, ísafirði: Valgarður
Gunnarsson sýnir smámyndir.
Opið fi-su kl. 16-18, til 14.10.
TÓNLIST
Pinto: Tónleikar þýsk-brasilíska
sellóleikarans Matias de Oliveira
Pinto ásamt Þorsteini Gauta Sig-
urðssyni píanóleikara og Guðna
Franzsyni klarínettuleikara í Ytri-
Njarðvíkurkirkju á lau kl. 16 og
Listasafni Siguijóns Ólafssonar á
su kl. 20:30. Verk e/þýsk og bras-
ilísk tónskáld.
LEIKHÚS
Þjóðleikhúsið, Örfá sæti laus, ís-
lensku ópemnni í kvöld, lau og su
kl.20.
Látbragðsleikarinn Laurent Decol
á Litla sviðinu á su og má
kl.20:30. Sýningin kallast Ti-
moleon Magnus.
Borgarleikhúsið, Stóra svið: Fló á
skinni, sýnd í kvöld, lau og su kl.
20. Litla svið: Eg er meistarinn,
sýnt í kvöld, lau og su kl. 20.
HITT OG ÞETTA
Kvikmyndasýningar í MÍR,
Vatnsstíg 10. Grimmileg hefnd
Stakhs konungs, 12 ára gömul
mynd gerð í Hvítarússlandi undir
stjóm Valerís Rúbintsik. Hlaut
víða verðlaun og viðurkenningar
á kvikmyndahátíðum. Sýnd á su
kl. 16. Aðgangur ókeypis á meðan
húsrúm leyfir.
Hana-nú í Kópavogi, samvera og
súrefni á morgun lau, lagt af stað
frá Digranesvegi 12 kl. 10. Kom-
um saman upp úr hálftíu og
drekkum molakaffi.
Utivist: Tunglskinsganga í kvöld
kl. 20 (Þingvellir á fullu tungli),
fjömbál við vatnið. Helgarferðir:
Haustlitaferð í Bása, Land-
mannaafréttur: Dómadalsleið-
Rauðfossafjöll.
Brottför í allar ferðir frá BSÍ vest-
anverðri, stansað v/Árbæjarsafn.
Sunnudagur: Reykjavíkurgangan
kl. 09 (2. ferð: Krappinn-Keldur).
Köldunámur- Lambafellsgjá kl.
13.
Föstudagur 5. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 21