Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 9
Rafmagnsstóllin í San Quentin- fangelsinu býður næsta manns. Rafmagns- stóllinn bíðw 2300 Bandarikjamenn bíða þess að dauðadómi yfir þeim verði fullnægt. Er hluti þeirra sem fylla dauðalistann í raun vita saklaus? Um þessar mundir bíða um 2300 manns þess í fangelsum vitt og breitt um Bandaríkin að dauða- dómi yfir þeim verði fullnægt. I þessum hópi er að finna allnokkrar konur, ungmenni undir lögaldri og fólk sem gengur ekki andlega heilt til skógar. Síðan dauðarefsing var tekin upp aftur þar í landi árið 1976 hef- ur dauðadómi verið fullnægt 100 sinnum og ríflega það. Undir lögaldri á dauðalistann Upp á síðkastið hafa ýmsir málsmetandi menn þar vestra orð- ið til þess að vekja máls á því að dauðarefsingar verði aflagðar. Það er einkum tvennt sem hefur verið vatn á myllu slíks málflutnings. Þannig er að talsverður hluti þeirra sem bíða þess að verða sett- ir í rafmagnsstólinn eru undir lög- aldri. Ekki fyrir alllöngu var hrundið af stað baráttuherferð í þeirri veiku von að fá dómsvaldið til að þyrma lífi ungrar blökkukonu, Paulu Coo- per, sem hafði verið fundin sek og dæmd til dauða er hún var aðeins 15 ára. Að sögn þeirra sem skipulögðu herferðina eru yfir þijátíu dauða- dæmdra sakamanna í Bandaríkjun- um yngri en 18 ára. Bakari hengdir fyrir smiö Hitt atriðið sem hefur gert það að verkum að sæmilega skynsamir menn efast um gildi dauðarefsinga, er að svo virðist sem nokkur hluti þeirra sem bíða aftöku sé í raun vita saklaus. I grein sem birtist í hinu virta lögfræðitímariti Stanford Law Review 1987, er staðhæft að 350 dauðadæmdir fangar í Bandaríkj- unum hafi í reynd verið vita sak- lausir. Þrátt fyrir það hafi dauða- dómi yfir 23 verið fúllnægt áður en mál þeirra fékkst upp tekið. Vonaðfarium menn Mat hóps lögfræðinga sem fór ofan í saumana á málum sem leitt höfðu til dauðadóms og kynnt var í fyrra, er að reikna megi með að fímm prósent dauðafanga hafi ver- ið dæmdir að ósekju. I ljósi þessa er ekki nema von að það fari um menn. Þannig hefúr t.d. spænska blaðið Diario 16 eftir ríkislögmanni alríkisstjómarinnar að dauðarefsingar setji svartan blett á annars vammlaus Bandariki í mannréttindamálum. Gramma/-rk „Þaö er frekar kaldhæönislegt að á sama tíma og nágrannalönd okkar, sem viö viljum oft bera okkur viö, hafi fyrir þó nokkru reynt aö koma fangelsismálum sínum í betra horf, aö þá eru ólar hertar á flestum sviðum er snúa að fangelsismálum á íslandi," segir greinarhöf- undur m.a. Hmiin Er fangelsismálastofnun þörf eða óþörf stofnun? í lögum um fangelsi og fanga- vist sem tóku gildi 1. janúar 1989 og tóku við af löngu úreltum lögum sama efnis, segir í 2. gr.: „Starfrækja skal sérstaka stofnun, fangelsismálastofnun, til þess: 1. Að annast daglega yfirstjórn á rekstri fangelsa. 2. Að sjá um fullnustu refsi- dóma. 3. Að annast eftirlit með þeim sem frestað er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar. 4. Að annast félagslega þjónustu við fanga og þá sem taldir eru upp í 3. lið. 5. Að sjá um að í fangelsum sé veitt sérhæfð þjónusta, svo sem heilbrigðisþjónusta, prestþjón- usta“ o.s.frv. Þegar hin nýju fangelsislög komu fyrst fyrir sjónir þeirra sem dvelja í fangelsum, þótti mörgum sem að nú myndi loks rofa til í þeim miðalda hugsanahætti sem einkennt hefur ráðamenn þá sem farið hafa með fangelsismál sam- félagsins (og sumir þá helst til lengi) og ennfremur þóttu hin nýju lög gefa fyrirheit um að mannréttindi hverskonar, sem öllum mönnum eiga að vera tryggð, ættu nú greiðari leið inn í fangelsiskerfið. En því miður hefur reynsla fanga í fangelsum á íslandi orðið önnur en fyrirheitin gáfu tilefni til. Það er skemmst frá að segja að í mörgum og veigamiklum mál- um hefur ástand fangelsismála tekið á sig uggvænlega mynd svo vægt sé til orða tekið. Og dapur- legasta staðreynd málsins er sú að sá aðili sem hvað mest hefur beitt sér fyrir að gera málin erfiðari, bæði fyrir hinn dæma sem og samfélagið, er sú stofnun sem öll fyrirheitin voru borin til: Fangels- ismálastofnun ríkisins. Það skýtur óneitanlega skökku við að á sama tíma íthrópa fors- varsmenn stofnunarinnar í fjöl- miðlum að ekki sé lengur nokk- urt pláss að hafa í fangelsum landsins, þau séu bara yfirfull. „Kerfið er sprungið" er haft eftir þessum góðu herrum í einu af dagblöðum landsins fyrir skömmu, eftir að stofnunin hafði yfirfyllt fangelsið á Skólavörðu- stíg 9 með þeim hætti er vart þekkist í öðrum lýðræðislöndum, en á sama tíma lýsir forstöðu- maður stofnunarinnar því yfir í fjölmiðlum að dregið verði úr því að föngum verði veitt reynslu- lausn í ákveðnum málaflokkum, burtséð frá því hvort húspláss sé fyrir hendi í fangelsunum eða ekki. Og enn fremur var sú vafa- sama stefna tekin í málum þeirra sem biðu úttektar á dómi, að þeim var ýmist synjað um frest á afplánun eða að frestur þeirra var styttur af þeim forsögðum og þeir hirtir af lögreglu hvar sem til þeirra náðist til að koma þeim í tugthús, sem öll voru þó yfirfull að sögn stofnunarinnar. Dæmi er um að í þessum aðgerðum hafi menn misst eignir sínar á nauðungaruppboð auk annars vegna tafarlausrar fangelsunar. Áratugum saman hefur sú stefna tíðkast varðandi skilorðs- bundna losnun fanga úr fangels- um og einkum þá sem í lengri tíma hafa dvalið í fangelsi, að þeim hefur verið gefinn kostur á að yfirgefa fangelsið þegar helm- ingur refsitímans er liðinn (fyrir því er gefin heimild í lögum) og þá undir ströngum skilyrðum, enda hefur það verið skoðun þeirra sem til þekkja að löng fangelsisdvöl þjóni ekki tilgangi sínum þegar dvölin er orðin meir en 6-8 ár samfleytt. En nú virðist sem svo að sú dapurlega og unda- rlega stefna verði tekin upp að mönnum verði haldið mun lengur í fangelsum en nokkur þörf er á og engum til bóta, hvorki hinum dæma né samfélaginu. Það er frekar kaldhæðnislegt að á sama tíma og nágrannalönd okkar, sem við viljum oft bera okkur við í .samanburði hverskonar, hafi fyrir þó nokkru, í mismunandi mæli þó hvert, reynt að koma fangelsismálum sínum í betra horf eftir kröfum tímans og al- þjóðasamþykkta, að þá eru ólar hertar á flestum sviðum er snúa að fangelsismálum á íslandi. Ástand mála inni í fangelsum landsins hefur lítt til betri vegar orðið þrátt fyrir tilkomu fangels- ismálastofnunar. Sú sérhæfða þjónusta sem lögin kveða á um hefur lítið látið fyrir sér fara enn sem komið er, eins og málefni geðveikra fanga vitna um. Og þó svo að í lögunum sé ákvæði um að í fangelsunum skuli veitt félags- leg þjónusta þá er það vart nema að nafninu til. Því frá því stofnun- in komst á hefur aðeins einn fé- lagsráðgjafi starfað við fangelsin sem að jafnaði vista um 100 manns. Ástand þeirra mála í fangelsunum er til hreinnar skammar fyrir stofnunina. Og hvað varðar aðra sérhæfða þjón- ustu og þá einkum sérfræðiþjón- ustu lækna þá er staðreyndin sú að stofnunin kemur þar lítið nærri og er öll sú þjónusta borguð af föngum sjálfum fullu verði ef hún á annað borð fæst þá. Það lýsir kannski best þeim vinnubrögðum er Fangelsismál- astofnun viðhefur í samskiptum við fanga er að í fangelsinu Litla- Hrauni er uppihangandi, frá stofnuninni svohljóðandi til- kynning: Föngum eróheimiltað hringja í Fangelsismálastofnun ríkis- ins. Fangi Litla- Hrauni Höfundur kýs að halda nafni sínu leyndu af tillitssemi við sína nánustu. Föstudagur 5. október 1990 nýTT HELGARBLAÐ - SIÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.