Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 8
NÝTI þJÓDVILIINN Útgefandi; Útgáfufélag Þjóðviijans Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson Ritstjóran Ami Bergmann, Ólatur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarblaðs: Ragnar Karlsson Afgreiðsla: «681333 Auglýsingadeild:« 68 Sfrnfax: 6819 35 Verð: 150 któnur í lausa 1310-681331 sölu ÚUIt: Þröstur Haraldsson Auglýsíngastjórí: Steínar Harðarson Prentun: Oddl hf. Aðsetur: Síðumúla 37, íntsmlð$a ÞJóöviljans hf. 08 ReyJ^avíK Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis Mjúkar og harðar spurningar Spumingum sem vakna nú sem örast vegna álmálsins og aðferðanna í því má að hluta skipta í tvennt. Hörðu spumingamar varða stjómmála- þróunina sjálfa og þau misköldu ráð sem þá er einatt gripið til í því skyni að ráða heildarþróun mála. Mjúku spumingamar snúast um hreina upplýsingaþætti, sem auðvelda gagnlega ákvarðanatöku og skoðanamyndun, ekki síst hjá almenningi. Skýr svör við hörðu spumingunum um stjóm- arsamstarfið núna og einstakar uppákomur í því gætu gefið landsmönnum skýra mynd af því hvaða undirstraumar liggja í þjóðmálunum núna. Hvers vegna leggurt.d. Jón Sigurðsson iðnaðar- ráðherra ofurkapp á undirritun áfanganiðurstöðu með fulltrúum Atlantsáls, þegar fyrir liggur að þingflokkur Alþýðubandalagsins lítur á slíkt sem ögrun við stjómarsamvinnuna og Landsvirkjun treystir sér heldur ekki til að fallast á drög að orku- sölusamningnum? Hvers vegna halda ráðherrar Alþýðuflokksins leynifund með forystumönnum Sjálfstæðisflokksins um hugsanlegar aðferðir til að samþykkja álversfrumvarp? Felst svarið í þeirri yfirlýsingu Áma Gunnars- sonar alþingismanns á kjördæmisráðsfundi Al- þýðuflokksins á Norðuriandi eystra um daginn, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn ættu að gefa út yfiriýsingu um að þeir stefndu á samstarf í nýrri „viðreisnarstjóm“ að loknum næstu þingkosningum? Það er hörð og afdrifarík spuming, hvort Alþýðuflokkurinn ætlar sér nú fýr- ir flokksþing sitt um næstu helgi að hafa tendrað kveikiþráð stjómarslita og uppgjafar í vinstra samstarfi hériendis. Mjúku spumingamar, sem ætlað er að leiða í Ijós, hver erfarsælasta ákvörðun okkar í stóriðju- málum, eru býsna margbrotnar. Komið er á dag- inn, að orkuverð það sem rætt hefur verið í samningsumleitunum er miklu lægra en meðal- verð til álvera í vestrænum löndum um þessar mundir. í bókunum frá fulltrúum Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags á stjómarfundi Landsvirkjunar í gær kemur það fram að þeirtelja útilokað að ganga að orkusölusamningnum við Atlantsál samkvæmt þeim drögum sem iðnaðar- ráðherra hefur tekið þátt í að undirbúa í skoti sínu. Áhættan er mikil, engin endurskoðunar- ákvæði hafa verið mótuð og þættir sem varða umhverfismál eru ómótaðir. Svarið við hörðu spumingunni um ofurkapp iðnaöarráðherrans og makkið með Sjálfstæðis- mönnum gæti byggst að hluta á þessum stað- reyndum. Iðnaðarráðherra veit auðvitað sjálfur að engirfuiltrúar íslendinga munu gefa grænt Ijós á samningaviðræður undir þeim formerkjum ein- um sem nú eru uppi. Miklu skýrari línur þarf til þess að nokkur áræði að binda eitt né neitt. En með því að láta að því liggja að Alþýðubandalag- ið sé hér að tefja fyrir framfaramáli, er reynt að bregða á það ófrýnilegri ímynd. Liggi nú iðnaðarráðherra og utanríkisráð- herra á að sprengja þessa ríkisstjóm og leita samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn, gæti það sýnst klókt að nota þessa aðferð. En hætt er við að of margir sjái í gegnum hana. Framkvæmdastjóm Verkamannasambands íslands ítrekaði á fundi sínum í vikunni ályktun 15. þings sambandsins, þarsem lýst erstuðningi við hugmyndir um nýtt álver og annan orkufrekan iðnað. En Verkamannasambandinu er ekki sama á hvaða forsendum það er gert. í ályktuninni eru einmitt sömu fyrirvaramir og nú eru uppi hafðir af þeim sem undrast kapp iðnaðarráðherrans og vilja fá nánari upplýsingar áður en þeir fallast á næstu áfanga. Verkamannasambandið leggur áherslu áfullnægjandi orkuverð, umhverfisvemd, byggðajafnvægi og að stóriðjufyrirtækið lúti ís- lenskum lögum. Upplýsingaskorturinn sem allir kvarta undan varðandi ýmis höfuðatriði álsamninganna, orku- verð, arðsemispár, áhættuna, umhverfismálin og endurskoðunarmöguleikana, samanlagt er þetta hvellhettan í þeirri sprengingu sem Alþýðuflokk- urinn vill geta framkvæmt þegar hann lystir. ÓHT Þióðviliinn Helgi Guð- mundsson ritstjóri Helgi Guðmundsson var í gær ráöinn ritsljórí við Þjóðviljann, en þær breytingar hafa orðið á rit- stjóm blaðsins, að Ami Bergmann hcfur tckiö að sA- - vía M' • " V\€> HMEWVA BJÖSTU ÞE6AR HÉR VAR SA6T A£> ÞVRPTÍ AÐ KOfAA FjÁRHA£»NUM 1 LA6? HÉRNA - tájÖRSOVEL.... 8 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.