Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 17
ELG ARMENNIN GIN Guðrún Gunnarsdóttir og Sigrún Eldjám (kjallara Norræna hússins þar sem þær sýna saman um þessar mundir. Myndir. Kristinn. Myndlist Ahrif frá náttúru landsins Guðrún Gunnarsdóttir og Sigrún Eldjám sýna saman í kjallara Norræna hússins Um síðustu helgi opnuðu þær stöllur Sigrún Eldjárn og Guð- rún Gunnarsdóttir samsýningu í kjallara Norræna hússins. Guðrún sýnir veínað og verk unnin úr handunnum pappír, og eru verkin byggð á hugmyndum sem eru sprottnar af frumstæðri list og hijóstrugri náttúru lands- ins. Sigrún sýnir málverk máluð með olíulitum á striga. Myndir hennar eru, líkt og verk Guðrúnar, unnar eftir hugmyndum eða minningum af veru úti í náttúru landsins. Ólíkum verkum tefIt saman Verk þeirra Sigrúnar og Guð- rúnar eru ólík á að líta. Því lá beinast við að spyija þær af hveiju þær sýndu saman. Sigrún: Við höfúm sýnt sam- an áður, fyrir tveimur árum á Kjarvalsstöðum. Verkin eru ólík, en mér finnst Guðrún vera að gera góða hluti, og einmitt vegna þess að verk okkar eru frábrugðin er skemmtilegt að tefla þeim saman. Jarðeldur kallar Sigrún þetta ollu- málverk. Myndefni hennar er fólk og form [ landslagi. Myndefni olíuverka minna á sýningunni er landslag með ein- hveijum skrítnum formum, eða steyptum báknum. Auk þess er alltaf fólk í myndunum, sem virð- ist vera að fúrða sig á þessum ein- kennilegu báknum. Þau eru þó ekki endilega slæm, þótt hver geti gert það upp fyrir sig. Ég er að mála landslag og mannanna verk í þvi. Þetta er ekki neitt sérstakt landslag, heldur stílfæri ég það sem ég hef séð á ferðum mínum um landið. Myndimar hanga nokkrar saman, sumar stórar, aðrar litlar. Ég útfæri sömu hugmyndina á nokkra mismunandi vegu, og það kom af sjálfú sér að ég hengdi þær upp saman á sýningunni, þannig styðja þær hver aðra. Guðrún: Ég er ekki að fást við séstakt myndefni, verkin verða einfaldlega til. Stundum hefúr landslag áhrif á hugmyndir mínar að verkum. Sum þeirra eru greinilega undir áhrifum frá ís- lensku landslagi, fjöllum og bláma. Nöfnin á verkunum koma síðan ekki fyrr en síðast. Mér þykir gaman að blanda saman ólíkum efnum, eins og ég hef gert í mörgum verkanna á þessari sýningu. Ég nota t.d. tijá- Hringur kallast þetta verk Guðrúnar. Hún sýnir vefnaö og verk unnin ( handunnin papplr. greinar með ull, og hamp og ull Alliance Francaise Látbragðsleikur Laurent Decol flytur Timoleon Magnus á Litla sviði Þjóðleikhússins íslenskum áhorfendum gefst sjaldan kostur á að sjá lát- bragsleik og því ætti nú að hýrna yfir þeim sem hafa gam- an af siíkum leik. Hingað til lands er kominn franskur lát- bragðsleikari að nafni Laurent Decol, og mun hann sýna verk- ið Timoleon Magnus á Litla sviði Þjóðleikhússins á sunnu- dag og mánudag kl. 20.30. Laurent Decol lærði hjá ein- um frægasta látbragsleikara allra tíma, Marcel Marceau, og ku Laurent þessi hafa verið eftirlæt- isnemandi meistarans. Að sögn þeirra sem til þekkja gætir áhrifa Chaplins, Keatons og Tatis hjá Decol. Hann hefiir farið ótroðnar slóðir i list sinni, og víkkað takmörk látbragðsleiksins með því að nálgast áhorfendur og fá þá til að vera þátttakendur í þeim sögum sem hann túlkar. Decol hefúr ánægju af því að vekja viðbrögð hjá áhorfendum og þeir sem hann hafa séð á sviði segja að ekki standi á þeim. Laurent Decol hefúr starfað með fjölda þekktra látbragðsleik- ara, m.a. Marcel Marceau sjálf- um, Peter Shumann, Jacques Fomier, Dimitri og Yves Le Bret- on. Sýninguna Timoleon Magn- us, sem íslenskum áhorfendum býðst nú að sjá, hefúr Decol flutt mörg hundmð sinnum um heim allan. Hún fjallar í stuttu máli um einfarann Timoleon og giímu hans við veröldina, þar sem allt gengur of hratt fyrir sig. Áhorf- endur fylgjast með lífi hans frá vöggu til grafar, og flestir ættu að kannast við það sem á vegi hans verður í Hfinu. Timoleon ferðast um á putt- anum, gerist fimleikamaður, rokkari, innbrotsþjófúr og lýkur æviferlinum fyrir dómstólum. Miða á sýningu Laurents Decols er að fá á bókasafni Alli- ance Francaise við Vesturgötu 2 og við innganginn. saman. Nú sýni ég auk þess papp- írsverk í fyrsta skipti, en pappír- inn bý ég sjálf til í höndunum. Ef hægt er að finna eitthvað sameiginlegt með okkur Sigrúnu þá er það helst að við erum báðar að fást við náttúruna, en verk mín eru abstrakt. Kannski mætti segja að við séum báðar að fást við and- stæðumar auðn og gróðurlendi. Sýning Guðrúnar og Sigrúnar var opnuð 29. september síðast- liðinn og stendur til 14. þessa mánaðar. BE Tónleikar Selló- leikarinn Pinto Á morgun, laugardaginn 6. október, heldur þýsk-brasilíski sellóleikarinn Matias de Oliveira Pinto tónleika ásamt Þorsteini Gauta Sigurðssyni pianóleikara og Guðna Franzsyni klarinettuleikara í Ytri-Njarðvíkurkirkju kl. 16. Tónleikamir verða síðan endur- teknir i Listasafni Siguijóns Ólafs- sonar úti á Laugamestanga á sunnudagskvöldið kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna er sónata í e-moll op. 38 eftir Johann- es Brahms og trió fyrir klarínettu, selló og pianó eftir A. Zemlinsky, auk verka eftir Francoer og J.M. Zenamon. Það er Caput-hópurinn í sam- vinnu við Goethe-stofnunina sem stendur að komu Pintos hingað til lands. Föstudagur 5. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.