Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 18
Ég reikna með að velja þennan valkost Ekki er lengi hægt að þykj- ast lifa á annarri öld, hvort sem það er undir linditrénu á „Reg- ensen“ í Kaupmannahöfn eða annarsstaðar. Og kyrrðin þar, sú sem ég hef áður lýst, er kyrrð tuttugustu aldar, þar sem götuy- sinn ffá göngugötum nútímans nær ekki inn fyrir múrana, en á fyrri öldum hefur væntanlega heyrst þangað vagnskrölt, ef ekki háreysti frá óeirðasömum námsmönnum sem stundum voru til vandræða í hverfmu. Það breytir ekki því, að á síðustu öld lögðu nokkrir íslendingar, sem þama hlutu menntun sína, grundvöllinn að endurreisn ís- lenskrar menningar, einkum tungunnar, með stofnun nýs tímarits er þeir nefndu Fjölni. Það var því hollt, þótti mér, að eiga með þeim stutta stund á Iið- inni öld, hugsa milli tveggja tíma, sjá í leifúrsýn hve margt við getum þakkað þeim, spyija hvað þeim myndi þykja um meðferð íslenskrar tungu nú á dögum eða um menninguna. Og til þess er ég kominn aftur í heim míns tíma að gleyma ekki því sem Jónas Hallgrimsson og Konráð Gíslason vörpuðu til mín og komandi kynslóða Is- lendinga varðandi það sem sker úr um sjálfstæði þjóðar minnar, málið sem hún talar, les og skrifar - menningarstig hennar. Eg býst við að Jónas og Konráð gætu verið harla ánægð- ir með ýmsa skriffmna á þessari öld, að þeir kynnu að sjá þar far- sælan árangur af starfi sínu, en ánægjan hlyti að minnka þegar kæmi að sumu fjölmiðlafólki nútímans. I íslenska sjónvarpinu heyrði ég fyrir nokkrum dögum viðhaft um einhvetja kvikmynd þetta danska orðalag: „Myndin byggir á“ þessari eða hinni skáldsögu í staðinn fyrir orða- lagið „myndin er byggð á“ eða „myndin byggist á“. Það er ekki í fyrsta skipti sem slíkt heyruist í íslensku sjónvarpi og útvarpi. Þetta hefur gengið svona lengi. Fyrir nokkrum dögum sagði einn fréttamaður sjónvarps: „Þetta byggir á þeirri for- sendu...“ Annað dönskudæmi (og ensku) er það, að ef einhver myndlistarmaður opnar sýningu nú á dögum, má búast við að heyra það orðað þannig í útvarpi eða sjónvarpi: „Sýningin opnar“ I staðinn fyrir „Sýningin verður opnuð“. Slíkt orðalag hefði um- svifalaust verið leiðrétt, ef borist hefði t.d. í auglýsingu á fyrstu áratugum útvarpsins. Sama hefði gilt um danska orðalagið „að reikna með“ sem nú dynur á hlustum hvem dag. Danskurinn segir „Jeg regner med det“ og hann „tager det med i regning- en“. Nú hefúr þessi danska verið tíðkuð í íslenska ríkisútvarpinu í mörg undanfarin ár. Þingmenn reikna einnig með, háskólamenn og ráðherrar „reikna með“, eins- og þeir séu búnir að gleyma því íslenska orðalagi „að gera ráð fyrir“ eða „að búast við“ ein- hverju. Menn streitast bara endalaust í þessum danska reikningi, en auk þess eiga þeir von á hruni og óáran. Attu von á hruni í efnahagslífinu? spyija fféttamenn. Það er að sjálfsögðu íslenska, en sumir mundu frem- ur velja orðalagið „Býstu við hruni?“ Og þykja það smekk- legra. Nú eru einnig sum orð að falla burt úr íslensku málkerfi, svo sem orðið „skulu“, „skyldi“. Dæmi úr sjónvaipi: „...sagt ganga kraftaverki næst að mað- urinn sé enn á lífi...“ Svona orðalag er hægt að hafa á ensku, en á íslensku hljóðar þetta: „...sagt ganga kraftaverki næst að maðurinn skuli enn vera á lífi...“ Nú taka menn ekki þátt í þessu eða hinu lengur, heldur taka menn bara þátt, klippt og skorið, undir enskum áhrifum. Og svo er það þessi kostur sem fréttamenn eru sífellt að klifa á. Er þetta fysilegur kostur? segja þeir. „Alver er besti kosturinn" segja stjómmálamenn, svo gæfulegt sem það nú er. Slíkir hortittir eru oft í upphafi til komnir fyrir klaufalega þýð- ingu. Stundum kann þýðandi að reyna allt hvað hann getur að finna nafnorð samsvarandi út- lenda orðinu, þó engin þörf sé á því. Einhverjum þótti „kostur" ekki nógu gott orð og fann upp nýtt orð: „valkostur“. Fyrir í málinu var orðið „valköstur" og merkir kös dauðra manna, myndað af „valur" (fallnir menn) og „köstur“ (hrúga eða hlaði). Af því má sjá hve smekk- legt eða heppilegt orðið „val- kostur“ er, fýrir utan að vera gersamlega óþarft. Fyrir í mál- inu er orðið úrkostur og úrræði. Samt heyrist orðið „valkostur“ í fréttastofúnum sem ættu að vera til fýrirmyndar. Fréttaþulur í sjónvarpi sagði fyrir nokkrum dögum um staðsetningu álvers: „...útlendingamir vilja ekki velja valkost númer tvö...“ Jónas réðst á lágkúmhátt rímnanna, þegar hann vildi endurreisa tunguna. Nú er honum stundum legið á hálsi fýrir það. En hann sá tengslin milli þess að upp- hefja skáldskapinn og að upp- hefja tunguna. Töpuðsál Sá hópur sem hér dansar er Kflegur en agalaus. Óljóst er hvort hreyfingar eiga að vera taktvissar, en sýnilega vill Helena bjóða upp á tilþrif I dans- inum," segir gagnrýnandi. Hótel tsland sýnir ROKKAÐ Á HIMNUM Höfundar: Björn G. Björnsson og Björgvin Halidórsson. Leikstjórn, leikmynd og bún- ingar: Björn G. Björnsson. Tónlistarstjórn: Björgvin Hall- dórsson. Dansahöfundur: Helena Jóns- dóttir. Hljómsveitarstjóri: Jan Kjeld Seijeseth. Leikendur, dansarar og söngv- arar: Björgvin Halldórsson, Stefán Halldórsson, Sigríður Beinteinsdóttir, Eva Ásrún Al- bertsdóttir, Karl Örvarsson, Eyjólfur Kristjánsson, Sig- mundur Ernir Rúnarsson, Bryndís Einarsdóttir, Elín Helga Sveinbjörnsdóttir, Hrafn Friðbjörnsson, Júbus Haf- steinsson, Ólöf Björk Björns- dóttir, Páll Ásgeir Davíðsson, Ragna Sara Jónsdóttir, Ragnar Sverrisson, Rúna íris Guð- mundsdóttir, Anna Sigurðar- dóttir, Yngvar Þ. Geirsson, He- lena Jónsdóttir. Allt frá því Hótel ísland opnaði hefúr almenningi staðið til boða að sjá þar nokkuð viða- miklar skemmtidagskrár, blönd- ur af dansi, söng og ftumstæðum leikatriðum. Á laugardagskvöld var ein slík frumsýnd í þessu stærsta „leikhúsi“ landsins eins og forráðamenn þessa helgileiks kalla Hótel Island. Reyndar er húsið alveg skelfilega illa til sýninga fallið þótt það sé vel bú- ið að alls kyns tækjum: lyfta er I miðju sviðinu sem tekur heilt combó, ljósabúnaður mikill og kröftugur, eltiljós og leysigeisl- ar. Þá er ótalinn allur hljómbún- aðurinn, fúllkomið kerfi og þráðlausir hljóðnemar. En tækin duga ekki til. Húsið er björt vist- arvera. Öll lýsing lekur af svið- inu og allstaðar eru fletir sem endurkasta birtunni. Sjónlínur eru afleitar og skeifulaga áhorf- endasvæði á þrem gólfúm eða fjórum gerir sviðsetningu flókna og ómarkvissa. Samt sem áður er veldi Laufdælinga í sam- keppni um áhorfendur umtals- vert og getur reynst atvinnuleik- flokkum skeinuhætt. Einkum er Laufdal dijúgur í pakkaferðum, árshátiðarsýningum og hópferð- um. Hér er slegið saman máls- verði, sýningu og dansiballi og allt vætt í alkóhóli eftir lyst manna og þreki. ROKKAÐ Á HIMNUM er sýningin kölluð. Hún var fýrr í þessu riti kölluð helgileikur og má það til sanns vegar færa. I leikskrá og víðar er frá því sagt að hér greini frá sögu af sálinni hans Jóns sem Pía konan hans tekur með sér á kassettu til himna í þeim tilgangi að koma kalli um gullna hliðið. Hér erþví leitað fanga í þjóðsögunni góðu sem Davíð skrifaði Gullna hlið- ið uppúr. Gullna hliðið er líka þungamiðjan í leikmynd Bjöms, reyndar sem heljarmikið djúk- box. Hér er því á ferðinni ári snjöll hugmynd. Gullna liðið eru allir þeir sælu dýrlingar rokksins á klassiska tímanum sem em horfnir yfir móðuna miklu: Presley, Holly, Orbison, Cochan og fleiri. En þar skilja leiðir með sögunni og sýningunni. Þótt stöku sinnum minnist skrúð- málgur og sjálfúmglaður sögu- maður á söguþráðinn og tveir dansarar hafi hlutverk stráks og stelpu, þá glutrast sagan niður í sýningunni og dugar höfúndum ekki sem fararefni. Sem ersynd, því hugmyndin er snjöll og hefði gjaman mátt útfærast miklu bet- ur í sýningunni með meiri vinnu af hálfú höfúndanna. Eftir stendur löng syrpa af dægurlögum frá gullöld rokks- ins sem er flutt af söngvurum í stælingum, öllsömul á ensku, í þrælgóðum útsetningum Selje- seths. Söngurinn tekst misjafn- lega vel. Á frumsýningu var fúllljóst að sá söngvarinn sem beitti sér af mestri kunnáttu naut mestrar hylli áhorfenda. Björg- vin Halldórsson bar af í sýning- unni sem flytjandi. Hann er reyndar blessaður að komast á það stig að minna á Frank og Dean og sæmdi það Laufdæling- um vel að gefa honum spott sem tilefni eigin sýningar með sæmi- lega stóm bandi „a la Riddle“ þar sem hann gæti flutt stand- ardana, sína og annarra, með glas við höndina eins og Frankie boy. Vatnsglas að sjálfsögðu. En það er önnur sýning. En víst saknar maður þess þegar hann syngur „Smoke gets in your ey- es“ eftir Jerome Kem að hann fari ekki með intro og syngi lag- ið til lykta. Það dugar lítið að syngja slíka ópusa nema þeir komi allir. En hvers vegna eru allir þessir slagarar sungnir á ensku? Er hitt of púkó, strákar? Efnisins vegna hefði það ekki skaðað samsetningu þessa prógrams að svissa á milli eins og þurfti. Enn betra hefði verið að snúa þessu öllu á ástkæra ylhýra. Slíkur snúningur gat styrkt söguna og gefið flytjendum fast land undir fót, Hótel ísland, í stað þessa ameríska skuðs sem sýningin er sett í með þessum púkalegu sjötta áratugs stíl sem bara er til á auglýsingastofúm, hafnabolta- kylfúm og baðstrandarpartíum sem koma rokkinu reyndar ekk- ert við. Ef söngurinn og lögin eiga að gefa sýningunni átök og til- finningar þá era dansar Helenu Jónsdóttur hreyfing hennar. Þeir dansahöfúndar sem berjast við sviðið á Hótel íslandi drepa dönsum sínum gjama á dreif, stilla kröftum vítt um sviðið. Sá hópur sem hér dansar er líflegur en agalaus. Óljóst er hvort hreyfingar eiga að vera taktvissar, en sýnilega vill He- lena bjóða upp á tilþrif í dansin- um með sólónúmeram og fjöl- breytilegum stíl. Hún getur hins- vegar ekki treyst á dramatískan styrk dansaranna. Til þess hafa þeir hvorki kunnáttu né stíl. Og í samfélagi sem er fúllt af dönsur- um en fátækt af listrænum til- þrifúm er sárt að sjá ekki betri árangur en þetta. Nýlega hefúr gagnrýni á leikhús verið svarað svo, að öll aðfinnsluefni séu á misskilningi byggð. Þetta hafi bara átt að vera svona. Sem minnir á þjóninn sem bar fram skolp sem ijóma- lagaða humarsúpu og svaraði aðfinnslum kúnnans með furðu- svip: Þetta á að vera svona vont. Sem er náttúrlega ágæt afsökun fýrir vonda framleiðslu. En í þessu tilviki þá er varla annað hægt en að spyija þá atvinnu- menn sem lögðu hönd á plóg: Hvers vegna gerðuð þið ekki betur? pbb Inferno 5 tónleikar Hljómsveitin Inferno 5 er með tónleika í kvöld í kjallara Keisar- ans og hefúr hljómsveitin gjöming sinn klukkan 23. Infemo ætlar að frumflytja nokkur ný tónverk, meðal annars „Herskarar himnanna bíða ósigur“. Þetta tónverk er tileinkað Anatole France og Anton La- vey. Á undan Infemo 5 leikur útvarpsmaðurinn og trúbadorinn G. G. Gunn. 18 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 5. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.