Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 7
Siglt um leið og
skipið er smíðað
Ágætlega góðir möguleikar eru taldir á því að hefta út-
breiðslu alnæmis á Islandi. Besta vömin er ennþá smokkur-
inn, nema ef væri einlífið
Landsáætlun
Nefndin hefur unnið í tvö ár
og gert tillögu um Landsáætlun
um alnæmisvamir til heilbrigðis-
ráðherra, Guðmundar Bjamason-
ar. Nefhdin telur að við Islending-
ar eigum góða möguleika á að
hefta útbreiðslu alnæmis. Felst
það í því að hér á landi sé hátt
menntunarstig, öflug fjölmiðlun,
og að reynsla fyrri ára af við-
brögðum þjóðarinnar við aimarri
heilsuvá, berklum, gefi fyrirheit
um að ná megi góðum árangri
með skipulögðum aðgerðum.
Alnæmi er hinsvegar ekki
berklar og gilda um alnæmið önn-
ur lögmál. Helsta baráttutækið er
og hefúr verið fræðsla. Það er þó
miserfitt að ná til hinna ýmsu
hópa í þjóðfélaginu eftir almenn-
um áróðursleiðum - sem í flest-
um tilvika em fjölmiðlar. Það er
síðan ef til vill erfiðast að ná til
þeirra hópa sem eiga mest á hættu
að smitast af alnæmi, svo sem
fikniefnaneytenda. Helst næst til
slíkra aðila þegar og ef þeir koma
til meðferðar. Þannig er hægt að
ræða við einstaklinginn sjálfan
utan allra áróðursleiða og telur
Gunnar Sandholt, deildarstjóri
Félagsmálastofnunar Reykjavík-
urborgar, en hann situr í lands-
nefndinni, slíkt árangursríkast.
Vitneskjan
fyrir hendi
Samt þarf stöðugt að standa í
áróðursstarfi því á hverju ári bæt-
ist við árgangur ungs fólks sem
annaðhvort byijar að hugsa um
kynlíf ef ekki líka að stimda það.
Það má því alls ekki slaka á í
þeim efnum. Þrátt fyrir það er
ekki víst að áróðursstarfið skili
miklu meiri árangri en ffæðslunni
einni. Samkvæmt könnun sem
gerð var erlendis kom í ljós að 90
prósent fólks sem efndi til
skyndikynna vissi fullvel um
hættuna af alnæmi, hinsvegar
notuðu einungis 30 prósent
að vinna gegn útskúfun smitaðra
og fordómum í þeirra garð.
Alnæmisfarsótt
Á íslandi eru 55 smitaðir af
HIV- veirunni svo vitað sé. Þar af
hafa 14 mælst með alnæmi. Af
þeim hafa 8 einstaklingar látist.
Þetta er nokkuð hærra hlutfall en í
sumum nágrannalöndum okkar.
Samkvæmt þessu eru 56 af hverri
miljón íbúa haldnir alnæmi á
lokastigi á íslandi. Sambærileg
tala er rúmir 12 fyrir Finnland, 52
fyrir Svíþjóð, 38 í Noregi en 80 í
V- Þýskalandi, 121 í Danmörku
sótt er að ræða.
En það má veija sig. Einsog
alltaf er verið að benda á: með því
að nota smokkinn. Nú, ekki er
síðan verra að vanda valið á ból-
félögum og jafnvel stilla íjölda
þeirra í hóf.
Vandamálið við farsótt af
þessu tagi er að það er hlutfallsleg
aukning á smittilfellum. I nokkr-
um borgum Afrikuríkja eru þess
dæmi að 10 til 15 prósent íbúanna
séu sýktir af alnæmisveirunni. Á
næstu árum gæti þessi tala hækk-
að gífurlega. Dreifing smits í
Suður-Ameríku er nú farin að
líkjast því sem þekkist í Afríku.
Hverjir smitast?
Flestir þeirra sem hafa fengið
alnæmi i Bandaríkjunum og Evr-
ópu eru hommar og flkniefna-
neytendur sem sprauta sig, kemur
fram í skýrslu sein landsnefndin
vann. I Afríku háttar öðruvísi til
því að þar eru flestir hinna smit-
uðu gagnkynhneigðir, bæði karlar
smokkinn. Hvað hin 60 prósentin
voru að hugsa þurfa áróðusmeist-
arar Landsáætlunar um alnæmi-
svamir að komast að svo bregðast
megi við því með bættum áróðri.
Forvarnarleiðir
Alnæmi mældist fyrst í
Bandarikjunum 1981 en hér á
landi hófst baráttan gegn alnæmi
árið 1983. Fyrst áttuðu menn sig á
smitleiðunum og komust að því
að það er í raun og veru ekki auð-
velt að smitast. Kossar nægja t.d.
ekki. Næst var tekið til við að
uppfræða almenning um þessar
smitleiðir og það er starf sem sí-
fellt þarf að inna af hendi. Smit-
hætta er bundin við blóð og sæði.
Meðan ekki finnst bóluefiii er
helsta vömin gegn alnæmi upp-
fræðsla.
Á blaðamannafundi í gær
líkti Guðjón Magnússon aðstoð-
arlandlæknir fyrstu ámnum í al-
næmisbaráttunni við það að menn
væm að sigla skipinu á sama tíma
og verið væri að smíða það. Eftir
starf Iandsnefndarinnar telur hann
þó að nú hafi menn teikningar til
að fara eftir.
Tilgangurinn með Lands-
áætluninni, sem nefndin lagði til,
er að vera leiðbeinandi við
ákvarðanir um aðgerðir gegn al-
næmi og forgangsröð aðgerða.
Einnig að samhæfa krafta jafn
ólíkra aðila - sem vinna að al-
næmisvömum - og ríkisins,
sveitarfélaga, kirkju og félaga-
samtaka, t.d. Samtakanna 78.
Markmiðið er ekki einungis
að draga úr útbreiðslu alnæmis á
íslandi, heldur líka að tryggja
sjúkum heilbrigðisþjónustu, að-
hlynningu og félagslegan stuðn-
ing. Og síðast en ekki síst er
markmiðið með Landsáætluninni
og konur. Þar sem svipuð þróun á
sér stað í Suður-Ameríku er ljóst
að Islendingar geta ekki talið al-
næmi einkamál homma og flkni-
efnaneytenda.
Á blaðamannafundinum kom
fram að forráðamenn hafa nokkr-
ar áhyggjur af fólki sem ferðast
t.d. til Spánar og Italíu og hafa því
látið útbúa veggspjald þar sem
spuminpm: „Hvar er næsti
smokkasali?“ birtist á 20 tungu-
málum. Þessu er dreift á ferða-
skrifstofum. En menn óttast að Is-
lendingum erlendis hætti til að
kaupa blíðu eiturlyfjaneytenda
sem gjaman selja sig ódýrt til
þess að kaupa fíkniefni. Þetta fólk
er mjög gjaman smitberar. Þann-
ig væri verið að flytja sjúkdóminn
inn í landið.
Einnig má benda á að á ís-
lenskum skemmtimarkaði fer
kynlíf oft saman með áfengi og ef
til vill muna menn ekki eftir aug-
lýsingunum um að nota smokkinn
fyrr en daginn eftir. En þá er of
seint að byrgja brunninn. Það er
engin lækning til við alnæmi.
Ekki enn. -gpm
og 173 í Frakklandi, svo
séu tekin.
Talið er að smit af völdum al-
næmis hafi haflst hér á landi 1980
og samkvæmt mismunandi
reikniaðferðum kunni 200 til 400
einstaklingar að vera smitaðir af
HlV-veirunni. Sjúkdómurinn hef-
ur nú greinst í 152 þjóðlöndum og
voru skráð sjúkdómstilfelli á
lokastigi 204.000 í heiminum við
síðustu áramót en eru í raun mun
fleiri, sérstaklega í Afríku. Al-
þjóðaheilbrigðisstofhunin telur
að 600.000 manns hafi fengið al-
næmi nú þegar, að í árslok 1991
hafi þeim fjölgað um helming og
um aldamótin telur stofnunin að
5-6 miljónir muni hafa fengið
sjúkdóminn á lokastigi. Af þess-
um tölum má ljóst vera að um far-
Smokkurinn er
besta vömin gegn
alnæmi. Það er líka
ágætt að láta vera
að sprauta sig með
fíkniefnum. Mynd:
Kristinn
Það er ekki hægt að
lækna alnæmi. Það
er hægt að draga úr
einkennum og tefja
framgang sjúkdómsins
með lyfjum og bólu-
efni, annað ekki. Talið
er að a.m.k. 10 ár sé í
að bóluefni gegn al-
næmi finnist. Því telur
Landsnefnd um al-
næmisvarnir forvarn-
arstarf vera mikilvæg-
asta þáttinn í barátt-
unni gegn útbreiðslu
alnæmis.
Föstudagur 5. október NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 7