Þjóðviljinn - 05.10.1990, Blaðsíða 13
Hvar er Kvennalistinn
á vegi staddur?
Spámenn af ýmsu tagi hafa
verið að tala um það nokkuð lengi
að Kvennalistinn væri á leið út úr
stjómmálum. Þetta tal fékk byr
undir vængi eftir sveitarstjóma-
kosningamar í vor, en þá var út-
koma kvennaframboða lakari en
áður, í Reykjavík stóð borgaríúll-
trúinn tæpt.
í septemberhefti tímaritsins
Vem er sagt frá vorþingi Kvenna-
listans sem haldið var seint í júni.
En þar fór fram umræða og úttekt
á stöðu hreyfmgarinnar, mjög i
þeim anda sem eitt sinn var
kenndur við sjálfsgagnrýni og
þótti ómissandi hverri róttækri
hreyfingu.
Aö falla á prófi
Vera rekur „atriði til umhugs-
unar“ sem Kristín Ástgeirsdóttir
og Þórhildur Þorleifsdóttir lögðu
fram á fyrrgreindu þingi. Kristín
taldi m.a. að þáttaskil til hins
verra hefðu orðið hjá Kvennalist-
anum 1988 þegar honum bauðst
þátttaka í ríkisstjón. Kvennalist-
inn hefði „fallið á fjölmiðlaprófi“
með því að koma þvi ekki til skila
til almennings, hvers vegna
hreyfmgin vildi ekki í stjóm fara.
Það er vafalaust rétt að það
hefur dregið úr tiltrú á Kvenna-
listann að þingkonur hans gripu
ekki tækifærið eins og það heitir.
Sú gagnrýni að þær vildu vera
stikkfrí í erfiðri pólitík hefúr
vafalaust hitt víða í mark. Sú um-
ræða hefúr reyndar verið undar-
leg: Menn hafa eins og gengið út
frá því sem gefnu að pólitískar
hreyfíngar séu marklausar nema
þær gangi inn í ríkisstjómarsam-
starf hvenær sem færi gefst. Þetta
er vitanlega rangt: Sósíal-
demókratískir verkalýðsflokkar
lögðu sitt til að breyta sínum sam-
félögum og aðstæðum fólks
löngu áður en þeir vom taldir
stofúhæfir í ráðuneytum eða
höfðu fjöldafylgi til að komast
þangað.
Meiri sjálfs-
gagnrýni
Það er reyndar margt fróðlegt
að finna í „atriðum til umhugsun-
ar“ sem áðan var á minnst. Krist-
ín Ástgeirsdóttir talar t.d. um það
að sjónarhom í málflutningi
Kvennalistans sé of þröngt - hann
beinist mest að menntuðum, úti-
vinnandi konum á besta aldri, bú-
settum í þéttbýli. Kristín hefur
bein í nefí til að gagnrýna heilaga
kú eins og lýðræðið innan
Kvennalistans (sem einkennist af
því að helst má ekki greiða at-
kvæði) - það virkar ekki, segir
hún, vegna þess að „þær þaul-
sætnustu taka oft ákvarðanir að
lokum“. Þessi athugasemd minnir
reyndar á það, að fátt er með öllu
nýtt undir sólunni. Kvennalistinn
lendir í samskonar vanda og allir
byltingarflokkamir litlu sem
skutu upp kolli með þeirri kyn-
slóð sem kennd er við árið 1968.
Einnig þeir ætluðu að stunda fúll-
komið lýðræði, en enduðu á „al-
ræði sitjandans" eins og sagt var í
Þýskalandi. Með öðmm orðum: á
því að þeir réðu á endanum sem
mestan tíma og þolinmæði höfðu
til að sitja á fúndum og þrasa alla
aðra út úr
húsi.
HELGARPISTILL
Kvennanetið
Það hefúr reyndar alltaf ver-
ið fróðlegt að fylgjast með því,
hvemig saman hefúr farið í
kvennahreyfíngunni nýsköpunar-
viðleitni og hliðstæður við margt
það sem svonefndir verkalýðs-
flokkar höfðu áður reynt. Þetta
kemur ekki síst fram þegar Krist-
ín Ástgeirsdóttir rekur mögulegar
leiðir í kvennabaráttunni. Þetta
hér er hafl eftir henni i Vem:
„Vinna einar utan kerfis sem
þrýstihópur, fara einar inní kerfið
og breyta því innan frá (eins og
Kvennalistinn gerir) eða byggja
upp nýtt samfélag, kvennanetið,
óháð samfélaginu, sem yrði
nokkurs konar ríki í ríkinu. Hún
sagði að konur ættu að byggja
upp eigin fyrirtæki, skóla, banka
o.s.frv. og styðja og styrkja hver
aðra, þar til ekki verður firam hjá
þeim horfl sem afli í samfélaginu.
Þetta hljómar að sjálfsögðu
kunnuglega: Hver er sá vinstri-
gaur að hann hafi ekki tekið þátt í
löngum kappræðum um það hvort
menn ættu að vera utan við kerfið
eða inni í því („gangan langa
gegnum stofiianimar“)? Og það
sem hér að ofan var talið sérlega
freistandi, kvennanetið, á sér
margar hliðstæður í sögu verka-
lýðsflokka fyrr á tíð. Þeir ætluðu
að stofna sitt „net“, sitt and-sam-
félag, eða sinn valkost í sem
flestu: Það vom til ungliðafélög
sem stefnt var gegn hinum borg-
aralegu skátum, rauð kvenfélög,
sem áttu að vera örðuvísi en tertu-
félög borgaraskaparins, íþróttafé-
lög verkamanna, stúdentafélög
sósíalista, forlög og málgögn alls-
konar að sjálfsögðu, alþýðuhús
Arni
Bergmann
og rauð kaupfélög og svo mætti
áfram telja. Sumt af þessu lifði
skammt, annað mun lengur, og
þörf fyrir pólitíska útgáfú fellur
vitaskuld ekki úr gildi meðan pól-
itísk hreyfing vill vera til. En hætt
er við því að það sé mjög stutt í
stórfelld vonbrigði ef Kvennalist-
inn ætlar að veðja á „kvennanet-
ið“ - það gerir nefnilega ráð fyrir
miklu meiri samstöðu kvenna úr
öllum áttum en minnsta von er
um að virkjanleg sé. Ekki síst er
það vafasamt að hægt sé að virkja
slíka samstöðu í hinni ópersónu-
legu og sundurvirku starfsemi
sem fram fer í viðskiptaheiminum
(„eigin fyrirtæki, bankar ofl.“)
Nýjabrumið
sem hvarff
Undir lok samantektarinnar í
Veru er að finna þessa klausu hér:
„Nýjabrumið er e.t.v. farið af
Kvennalistanum. Önnur stjóm-
málaöfl hafa tileinkað sér margt
úr málflutningi Kvennalistans og
því er nauðsynlegt fyrir Kvenna-
listakonur að koma sérstöðu list-
ans betur til skila.“
Þessi orð lýsa reyndar ágæt-
lega tilvistarvanda Kvennalistans.
Nýjabrumið er farið, stendur þar,
og það er rétt, að það er mikill
höfuðverkur á okkar bráðlætis-
og auglýsingatímum þar sem allt
þarf að vera spánýtt: lambakjötið,
bílategundin og flokkamir. Við
lifúm líka á tímum einnota diska,
gosiláta og stjómmálamanna og
þetta kemur niður á Kvennalist-
anum. Það em svo margir kjós-
endur sem ekki em að „kjósa
með“ flokkum nú orðið, heldur
em þeir að finna farveg fyrir
óánægju sína með aðra, og sveifl-
ur á fylgi Kvennalista bera m.a.
vitni um að hvert nýlegt framboð
hafi takmarkaða endingu til „mót-
mælaatkvæða". Kvennalistinn
hefúr reyndar staðið sig betur en
ýmsir aðrir í þessu, enda miklu
meira efni í honum vitanlega en
t.d. Borgaraflokki.
Aðrir tóku það
besta frá mér
Og svo er það vanþakklæti
heimsins: Aðrir hafa tileinkað sér
mál Kvennalistans. Þetta er
reyndar gömul saga, eins og svo
margt annað. Verkalýðsflokkar
þekkja það vel: Þeir byijuðu á
velferðarmálum (þ.á m. dagvist-
armálum sem Kvennalistakonum
finnst nú sitt mál umfram allt).
Og fengu fyrst skömm í hattinn
fýrir. En ekki leið á löngu þar til
hver borgaraflokkurinn af öðrum
gekkst inn á velferðarmál ýmis-
konar og lét sem um þau hefði
alltaf verið einskonar þjóðarsam-
staða. Nú síðast mega grænu
hreyfingamar reyna það, að allir
aðrir flokkar reyna að vera dálítið
grænir á litinn (meira að segja
Margrét Thatcher!).
Að sjálfsögðu finnst hlutað-
eigandi sem hér sé um folsun
sögunnar og vanþakklæti herfi-
legt að ræða. En á hitt er að líta,
að einmitt i þessu eru áhrif nýrra
hreyfinga fólgin: Ef þær eru með
nýtilegar hugmyndir, þá munu
þær smjúga um allt samfélagið.
Afbakaðar og útþynntar að sjálf-
sögðu, en þær smjúga samt. Þær
merku þjóðmálahreyfingar sem
risið hafa í aldarinnar rás, þær ná
að sönnu aldrei markmiðum sín-
um ómenguðum og verða að bíta
í það súra epli að „aðrir tóku það
besta frá mér“. En heimurinn eða
þjóðfélagið hér hið næsta er samt
breytt, ekki hið sama og það var.
Föstudagur 5. októbert 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA13