Þjóðviljinn - 12.10.1990, Blaðsíða 15
Sömdæmi-
sagaum
vegalausan
dreng
Hann er tíu ára gamall.
Foreldrar hans eru skildir að
skiptum og faðirinn hefur
ekki skipt sér af honum
lengi. Móðirin er ófær um að
ala önn fyrir honum. Undan-
farin þrjú ár hafa sex forsjár-
aðilar gert tilraun til að taka
hann í fóstur um lengri eða
skemmri tíma. Þá eru ótald-
ar nokkrar skammtímavistir.
Skólaganga hans hefur verið
mjög ósamfelld og hann hef-
ur oft skipt um skóla. Neyð-
arúrræðið hefur verið að
vista hann á geðdeild þar
sem ekki hefur tekist að út-
vega honum heimili til fram-
búðar.
Ljósmynd: Krfstlnn
UM
Allnokkur fjöldi barna hér á
landi býr við alls ófullnægj-
andi uppeldisaðstæður, sem
setja mark sitt á frammistöðu
þeirra í leik sem starfi. Þessi
börn eiga það sammerkt að
eiga við mikil tilfinningaleg og
félagsleg vandamál að
stríða, sem oftar en ekki end-
urspeglast ( miklum náms-
og hegðunarörðugleikum. Af
þessum hópi eru ein 20 böm
á aldrinum frá sjö til 12 ára
sem eru það illa á vegi stödd
að þau eiga vart í nein hús
að venda; heimili þeirra eru í
upplausn eða fjölskylduað-
stæður eru þannig að ekki
eru barni bjóðandi. Þau eiga
því enga vísa forsjáraðila og
tilfinninga- og hegðunar-
vandkvæði þeirra eru það
mikil að fósturheimili megna
ekki að taka við þeim.
Opinberar stofnanir, sem mál-
ið er skylt, hafa ekki upp á neinar
lausnir að bjóða fyrir þennan hóp
skjólstæðinga sinna. Þegar í
nauðimar rekur hefur þrautalend-
ingin verið sú að vista þau á
bamageðdeild, eftir að hafa yfir-
leitt áður komið við sögu hjá fé-
lagsmálastofnunum og/eða Sál-
fræðideild skóla. Bama- og ung-
lingageðdeildin er oftar en ekki
eins konar endastöð fyrir þessi
böm, þar sem þau verða innlyksa
án þess að læknisfræðileg rök séu
beinlínis fyrir langtímavistun
þeirra á slíkri stofnun.
Þótt kaldhæðnislegt megi
virðast, er ckki að ófyrirsynju að
hópur þessara ólánsömu bama
hefur innan mennta-, félagsmála-
og heilbrigðiskerfisins verið skil-
greindur sem „vegalausu bömin“.
- Það er engu bami til góðs 'að
alast upp á spítölum. Þeir em
hvorki heimili né uppeldisstofn-
anir, segir Páll Ásgeirsson, yfir-
læknir á Bama- og unglingageð-
deild Landspítalans, í samtali við
Nýtt Helgarblað. Á Bama- og
unglingageðdeildinni dveljast að
jafnaði um 20 böm, á göngu-,
legu- og unglingadeild, og ávallt
er talsverður hluti rúma á deild-
inni skipaður bömum sem heyra
til hópi vegalausra bama.
- Fyrir um það bil tveimur ár-
um var ástandið hjá okkur orðið
slíkt að 17 vegalaus böm vom í
tenglsum við deildina og legu-
deildin, sem er ætluð sex sjúk-
lingum, var full af bömum sem
ekki áttu í nein hús að venda að
lokinni greiningu og meðferð hjá
okkur. Deildin var í reyndinni
ónothæf til annars en að sinna
þessum bömum eftir fongum.
Þetta varð m.a. til þess að við
sannfærðumst um að það yrði að
grípa til einhverra ráða og það
sem fyrst í málefnum þessara
bama, segir Páli.
Um líkt leyti var settur á fót
starfshópur að fmmkvæði þeirra
aðila sem málið er skylt innan
mennta-, heilbrigðis- og félags-
málakerfisins. Að hópnum stóðu
fúlltrúar Félagsmálastofhunar
Reykjavíkurborgar, Fæðsluskrif-
stofú Reykjavíkurumdæmis,
Svæðisstjómar Reykjavikur um
málefni fatlaðra, meðferðarheim-
ili á ónefhdum stað í borginni og
Sálffæðideildar skóla, auk Bama-
og unglingageðdeiidar Landspít-
alans. Hlutverk hópsins var að
kanna fjölda og aðstæður þeirra
bama sem fallið geta undir skil-
greininguna vegalaus og gera til-
lögur til stjómvalda um leiðir til
úrbóta.
Bömmeð
vafasama förtíð!
En hvaða böm er hér um að
ræða?
Halla Þorbjömsdóttir bama-
geðlæknir, sem átti sæti í starfs-
hópnum, svarar því, en hún skrif-
ar einmitt um málefhi vegalausra
bama í rétt óútkomið tölublað
tímaritsins Geðhjálpar.
- Þessi böm eiga sér enga
trausta forsjáraðila. Foreldrar em
annaðhvort dánir eða geta ekki
séð um þau á tilhlýðilegan hátt.
Bömin em sköðuð úr uppeldinu,
þau hafa ekki fengið þörfum sín-
um fyrir ástúð, öryggi og reglu-
festu fúllnægt. Oft á tíðum ein-
kennir það sögu þessara bama að
þau hafa lent á flækingi, fjöl-
skyldan hefur ekki átt fastan
samastað, eða þá að þau hafa ver-
ið óvelkomin og jafhvel orðið fyr-
ir misþyrmingum allt frá vöggu-
aldri.
Það ber ekki svo að skilja að
mál allra þessara bama komi inn á
borð Bama- og unglingageðdeild-
ar. Sum þeirra em enn heima þótt
það sé þeim síður en svo til góðs
og stefni uppeldi þeirra í vísan
voða. Öðmm hefúr verið komið
fyrir á fósturheimilum að tilhlut-
an félagsmálastofnana. Oftar en
ekki er þó stutt í slíku fóstri -
vandamál þessara bama em slík
að það þarf ansi sterk bein til að
geta þolað þau til lengdar. Ein-
hveijum gæti virst kaldranalegt
að segja þetta, en það er engu að
síður satt, segir Halla.
Undir þetta tekur Gunnar
Sandholt hjá fjölskyldudeild Fé-
Iagsmálastofnunar Reykjavíkur-
borgar. - Flest þessara bama eiga
mjög ósamfellda fjölskyldusögu.
Skilnaður, stöðug skipti á sam-
búðaraðilum og hrakningar em
dæmigerðir fyrir fjölskyldur þess-
ara bama. Það er til dæmis al-
gengt að þegar þessi böm em
spurð að því hver eigi þau, geti
þau ekki svarað því, segir Gunn-
ar. Hann bendir jafnframt á að
heimilisaðstæður margra bam-
anna einkennist af óreglu, þroska-
skorti eða geðveiki annars eða
beggja foreldra og eða langvar-
andi heilsubresti forsjáraðila.
GHALA KERFISINS
I bráöurn vanda
I rauninni er ekki vitað með
neinni vissu um fjölda þeirra
bama sem þannig er ástatt um.
Halla fúllyrðir þó fúllum fetum
að þessum bömum fari fjölgandi.
- Því miður h;fur þeim ijölgað.
Það dæmi ég best af því að þegar
ég byrjaði fyrst að starfa við
Bama- og unglingageðdeildina
fyrir um tíu áium, vom ekki að
staðaldri hjá okkur nema eitt og
eitt bam á ári. En síðustu árin höf-
um við aldrei verið laus við þau.
Þetta kann að nokkm leyti að
stafa af því að augu okkar hafa
opnast fyrir yandamálinu. Hitt
kemur þó einnig til að íslenskt
samfélag er bömum ekki hollur
skóli og kjör og aðbúnaður þeirra
hafa frekar versnað en hitt á síð-
ustu ámm - því miður, segir
Halla.,
- Ég vil ekkert fúllyrða um
það hvort þessum bömum sem
þannig er ástatt fyrir hafi fjölgað
eða ekki, segir Gunnar. - Það em
allavega ekki jmiklar sveiflur frá
ári til árs á fjölda þeirra bama sem
Félagsmálastofhun hefur komið í
vist.
Samkvæmt mati starfshópsins
er það til marks um umfang
vandamálsins að í Reykjavík
einni þurftu 400 nemendur í al-
mennum bekkjum gmnnskóla á
sérkennslu að halda skólaárið
1988-1989 sökum félagslegra og
tilfinningalegra erfiðleika. Að
auki áttu 250 böm á gmnnskóla-
aldri, sem vom í sérdeildum og
athvörfum, við félagslega og til-
finningalega érfiðleika að striða
að viðbættum námserfiðleikun-
um. Af þessum 650 bömum áttu
50 þeirra við það alvarlega erfið-
leika að etja að telja mátti þau
vegalaus.
Þá kemur fram f skýrslu
starfshópsins að fjölskyldudeild
Félagsmálasto hunar Reykjavík-
urborgar vann árið 1988 með
1152 foreldra ríflega 2000 bama
innan 17 ára aldurs. Þar af bjuggu
ríflega 60% öarnanna hjá ein-
stæðu foreldri. Til stofnunarinnar
var vísað sérstaklega um 320
málum vegna aðbúnaðar og að-
stæðna bama. Algengustu tilvís-
unarástæðumar vom bágbomar
heimilisaðstæður, eða í 115 mál-
um. Fram kemur að kært var í 36
málum vegna aðbúnaðar bama,
en að mati star 'smanna stofnunar-
innar var ástæ 5a til kæm í marg-
falt fleiri tilvika.
Félagsmálastofnun rekur tvö
vistheimili. Á hvom heimili er
hægt að vistí sjö böm í senn
vegna félags legra örðugleika.
Vistun á þessi m heimilum er þó
aðeins hugsuc sem skammtíma-
úrræði og þar 1 á bömin ekki neina
meðferð. Arið 1988 vom á þess-
um heimilum vistuð 118 böm.
Sama ár vom einnig vistuð 116
böm á einkaheimilum á vegum
stofhunarinnar, 52 stúlkur og 64
drengir. Þar af var þess freistað að
vista á einkaheimilum fimm til
sjö böm sem falla undir skilgrein-
inguna vegalaus.
Að sögn Gunnars Sandholts
hefúr stofnunin þurft síðustu ár að
koma að jafhaði 15-20 bömum á
ári á varanlegt fósturheimili.
- Núna em um 120 böm á
okkar vegum, 16 ára og yngri, í
varanlegu fóstri, segir Gunnar.
Á Meðferðarheimilinu á
Kleifarvegi dveljast að jafnaði
átta böm er hafa átt við langvar-
andi félagslega og tilfinningalega
örðugleika að stríða. Eini tilvís-
unaraðilinn að heimilinu er Sál-
fræðideild skóla í Reykjavík.
Heimilið er eina neyðarúrræðið
með sólarhringsvistun fyrir skóla-
böm í Reykjavík. Þau böm sem á
heimilinu dvelja eiga oftast at-
hvarf á heimili einstæðs foreldris.
Oftar en ekki em aðstæður og
geðrænt ástand foreldranna þann-
ig að þeir ganga einnig í meðferð
á heimilinu. Til skamms tíma gat
heimilið aðeins boðið upp á
skammtímameðferð, en nýlega
hefúr mögulegur meðferðartími
veri lengdur í tvö ár.
Niðurstaða starfshópsins var
sú að milli 80 og 90 böm á aldrin-
um 7-12 ára búi við mjög ófull-
nægjandi heimilis- og uppeldis-
aðstæður. Þar af þurfi ein 20 böm
þegar nauðsynlega á að halda sér-
stökum úrræðum.
Óalandi og ófétjandi
- Þessi böm em ekki húsum
hæf, svo maður noti almennt
orðalag. Þau em það mikið
sködduð að þau þuifa sérstaka
umönnun og meðferð. Önnur
böm og fúilorðnir eiga í erfiðleik-
um með að þola þau, segir Páil
Ásgeirsson. Hann segir að hegð-
un þessara bama einkennist oft af
miklu öryggis- og eirðarleysi. -
Þau em gjaman mjög sljó fyrir
umhverfi sínu, skeytingarlaus i
samskiptum við aðra og andfé-
lagsleg í sínu atferli.
Gunnar Sandholt segir það
jafnframt vera áberandi hjá þess-
um bömum að þau reyni ávallt að
ganga eins langt og þau komist.
- Það er engu líkara en þau
verði alltaf að vera að prófa hvar
mörkin liggja í mannlegum sam-
skiptum, hvort þeim verði hafnað,
og það endar að lokum með því
að þau ganga of langt og menn
missa þolinmæðina. Annað sem
er mjög ríkt í fari þeirra er árásar-
hneigð og þau vinna stundum
öðrum bömum og dýmm skaða.
- Bömin em veik og þau
þurfa meðferð, segir Páll og tekur
fram að þar með sé hann ekki að
segja að þau þurfi að vistast á
sjúkrahúsi til langdvalar. - Aðrir
kostir em mun vænlegri til árang-
urs, en því miður höfúm við úr
harla litlu að velja eins og í pott-
inn er búið í dag.
Hvar eiga voncfir
aövera?
- Ástæða þess að við tölum
hér aðeins um böm á aldrinum sjö
til 12 ára sem vegalaus er sú að
það er ekki jafn aigert úrræða-
leysi fyrir yngri böm og unglinga
sem em álíka illa félagslega og
tilfinningalega á vegi stödd. Það
er miklum mun auðveldara að
koma yngri bömum í fóstur. Inn í
vandamál þeirra unglinga sem
eiga við sömu aðstæður að búa
blandast oft ávana- og fíkniefn-
amisnotkun, þannig að vandamál-
ið er af dálítið öðmm toga en hjá
þeim aldurshópi sem hér um ræð-
ir, segir Páll Ásgeirsson þegar
hann er inntur eftir því hvort skil-
greiningin vegalaus geti ekki allt
eins átt við yngri böm og ung-
linga.
- Gagnvart þessum bömum
duga oftast ekki þær lausnir sem
félagsmálastofnanir hafa gjaman
gripið tii eins og fóstmn á sveita-
heimilum. Þau em það erfið í um-
gengni að flest heimili gefast
eðlilega upp á þeim.
Gunnar Sandholt tekur undir
þetta og segir það vera staðreynd
að það hafi ekki gengið sem
skyldi að útvega þessum bömum
trygga forsjá.
- Félagsmálastofnun hefur í
reynd ekki nein önnur úrræði en
þau að reyna að koma þessum
bömum fyrir á fósturheimilum til
langtíma þótt reynslan sé ekki
beinlínis uppörvandi. Vitanlega
em til mjög hæfir og góðir fóstur-
foreldrar sem hafa gert kraftaverk
á böldnum og erfiðum bömum. I
þessu tilviki dugar slik snilligáfa
ekki til og það sem vantar er að
það fólk sem tekur slík böm að
sér fái ómældan stuðning sér-
fræðinga sem ekki er fyrir hendi í
dag, segir Gunnar.
Páll segir misheppnaðar fóstr-
anir oft gera illt verra. -Með
þessu er ég ekki að kasta rýrð á
það fólk sem tekur böm í fóstur.
En vegna eðlis vandamálsins er
ekki hægt að gera kröfur til að
slíkt fóstur heppnist þegar um er
að ræða böm sem eiga við jafn al-
varleg vandamál að etja, segir
Páll.
í þeim tillögum sem starfs-
hópurinn um málefni vegalausra
bama gerði, er lagt til að komið
verði á fót meðferðarheimili fyrir
vistun í allt að tvö ár fyrir sex til
sjö böm. Þá er einnig lagt til að
stofnað verði fjölskylduheimili
með langtímavistun i huga. Það
heimili yrði ætlað fyrir fimm til
sjö böm sem fýrirsjáanlegt er að
eigi við svo alvarlega örðugleika
að stríða að ekki er forsvaranlegt
að vista þau hjá fósturforeldrum.
I framhaldi af starfi hópsins
var skipuð nefnd á vegum þriggja
ráðuneyta, heilbrigðismála,
menntamála og félagsmála, til að
útfæra ffekar tillögumar. Þessi
nefnd hefur nú skilað áliti sínu og
rikisstjómin tók málið til umfjöll-
unar í sumar.
í álitsgerð starfshóps ráðu-
neytanna er lagt til að á næsta
fjárlagaári verið útvegað fé til
þess að koma á fót litlu heimili
fyrir ein sjö böm þar sem þeim sé
veittur sá stuðningur og sú um-
önnun sem þau þurfa á að halda.
Að lokinni tveggja ára dvöl á
heimilinu er gert ráð fyrir að
bömunum verði komið fyrir á
fósturheimili eða ef aðstæður
leyfi að þau flytjist aftur á fyrra
heimili sitt.
Nefnd ráðuneytanna gerir ráð
fyrir að stofn- og rekstarkostnað-
ur slíks heimilis kunni að nema
allt að 40 miljónum króna. Þrátt
fyrir ítrekaðar eflirgrennslanir
tókst ekki að fá það staðfest hjá
fagráðuneytunúm hvort gert væri
ráð fyrir fjárveitingu í fjárlaga-
frumvarpi fyrir fjárlög næsta árs
til stofúunar og reksturs slíks
heimilis.
- Það er mjög aðkallandi að
það verði komið á fót a.m.k. einu
meðferðarheimili fyrirþessi böm.
Tillaga starfshópsins gekk út á
það að sem algjört forgangsverk-
eíni yrði sett á fót eitt slíkt heim-
ili fyrir sex til sjö böm. Menn
skulu þó ekki halda að þar með
væri nóg að gert. Við getum alla-
vega fyllt þijú önnur heimili af
sömu stærð og hér er verið að tala
um, segir Halla Þorbjömsdóttir.
- Nú þegar höfúm við hér hjá
okkur á bamagcðdeildinni nokkur
böm sem em ekki í stakk búin til
að fóstrast á einkaheimili. Þau
þurfa langtímameðferð, en það
em engin úrræði til í íslensku
samfélagi eins og stendur fyrir
þessi böm. Stofnun meðferðar-
heimila myndi gjörbreyta stöðu
þessara skjólstæðinga okkar.
Rannsóknir sýna að þeim
bömum sem falla undir þá skil-
greiningu að vera vegalaus hættir
mjög til að lenda í langtímavanda,
vímuefnaneyslu og afbrotum. I
fangelsum er iðulega mikið af
einstaklingum sem eiga sér sömu
fortíð og þau böm sem em vega-
laus í dag. Samfélagið má ekki
láta það líðast að böm sem em í
þessum vanda stödd séu dæmd að
ósekju til að feta sömu slóð. Það
er í hæsta máta óréttlátur dómur,
segir Páll Ásgeirsson. -rk
Um tuttugu
böm á
aldrinum
7-12 ára em
á vergangi
um kerfið.
Þau hafa
ekki vísa
forsjá og
eiga við að
stríða mjög
alvarleg
tilfinninga-
og hegðun-
arvandamál.
Þau em ekki
nefnd
„vegalausu
bömin“ að
ófyrirsynju
14 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. október 1990
Föstudagur 12. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15