Þjóðviljinn - 12.10.1990, Blaðsíða 23
Hljómsveit Konráðs Bé er hinn viröu-
legasti mannsöfnuður.
Vondir
strákarog
frakkar
stelpur
John Waters þykir ekki fara hefð-
bundnar leiðir í kvikmyndagerð. Þegar
þessi sérvitringur gerir unglingamynd er
það auðvitað allt öðruvísi unglingamynd
en allir aðrir hafa gert, eins og þeir vita sem
sáu „Cry Baby“.
Tónlistin sem leikin var í „Cry Baby“
er merkileg. John Waters segir að með því
að hlusta á þessa hormónatruflandi tónlist
frumrokksins, heyri fólk þá tóna sem gerðu
hann að vondum strák. Þetta sé tónlist sem
fari ágætlega undir fatapóker eða „kjúk-
lingaleik", fremur hættulegum leik sem
stundaður var vestra og fólst í því að tveim
bílum var ekið hvorum á móti öðrum á
miklum hraða og sá sem vék var kjúkling-
urinn, eða heigullinn.
Öll lögin á „Cry Baby“ plötunni eiga
það sameiginlegt að þau voru lítið spiluð í
útvarpi. Þau þóttu vekja upp tilfmningar
sem ekki voru innan marka siðgæðisins.
Engu að síður seldust þau í miljónum ein-
taka á 45 snúninga plötum. Helstu kaup-
endur voru búllueigendur sem keyptu plöt-
umar í glymskrattana sína. Þetta var tónlist
sem gerði jafnvel siðsömustu stúlkur að
vondum og frökkum stúlkum sem klæddu
sig í þrönga boli og kýldu löggur með hnú-
um en ekki flötum lófa, svo að þær brytu
ekki neglumar.
Mörg laganna a „Cry Baby“ eru vel
þekkt hér á landi. Þar má nefna titillagið
„Cry Baby“, „Teardrops Are Falling" og
„Mister Sandman". Önnur minna þekkt lög
em þræl skemmtileg. Mest held ég upp á
„Bad Boy“, þar sem andi sjötta áratugarins
svífur yfír vötnum í öllu sínu veldi. Þá er
„King Cry Baby“ einnig góður fmmrokk-
ari.
„Cry Baby“ er tilvalin til að kynna sér
rætur rokksins á skemmtilegan hátt. -hmp
John Waters, tónlistin sem gerði mig vondan. Mynd: Jim Smart.
sveit væri komin ffam á sjónarsviðið.
Frumraunin var fremur yfirveguð plata,
sem bar fagmannlegt yfirbragð. Hins vegar
var erfitt að sjá hvert hljómsveitin myndi
þróast og raunar var mjög erfitt að staðsetja
Decon Blue í hrepp með öðmm grúppum.
A fmmdögum Decon Blue vom almennir
straumar í allt aðra átt en Ross stefndi.
Það var ekki fyrr en ég var svo lánsam-
ur að sjá Decon Blue á sviði, að ég áttaði
mig á að hér var sérstök stemmning á ferð-
inni, stemmning sem aðrar hljómsveitir
leituðust ekki við að skapa. Meðlimir
hljómsvitarinnar em mjög færir hver á sínu
sviði og saman myndar hópurinn sterka
heild. Sviðsútsetningar Decon Blue em
þannig, að maður gæti haldið að allt liðið
mæmaði tónlistina af vandlega gerðum
stúdíóupptökum.
„When The World Knows Your
Name“, sem kom út í fyrra, staðfesti að De-
con Blue var komin til að vera í hópi metn-
aðarfyllstu rokksveita sem varanlegt fyrir-
bæri en ekki tímabundið. Platan varð að
vísu ekki í allra eymm eins og það popp
sem mest er íjölfaldað, en einstök lög, eins
og „Fergus Sings The Blues“, náðu þó að
rjúfa múrinn sem umlykur postula útvarps-
stöðvanna. „Wlien The World...“ var að-
eins rokkaðri en „Raintown" og minna
heilsteypt. Vænlegum vaxtarbroddum
hafði fjölgað og fyrirheit gefin um nánast
hvað sem var.
Síðan gerist það fyrir skömmu að De-
con Blue sendir frá sér tvöfalda plötu,
„Ooh Las Vegas“. Þama er í sjálfu sér ekki
um nýja plötu að ræða, þótt megnið af efn-
inu hafi ekki verið gefið út í massavís áður.
Hér er um að ræða safn laga sem fyllt
höfðu B-hliðar smáskífna ffá upphafi fer-
ilsins, eða verið þriðja lag á slíkum skífum.
Einnig em á „Óoh Las Vegas“ lög sem
vom á tvöfoldu safnplötunni „Riches“, sem
pressuð var í 20 þúsund eintökum og dreift
með „Raintown“. í dag selst sú plata í end-
ursölu fyrir lágmark íjögur þúsund krónur.
Vegna þessara vinsælda var ákveðið að
næst þegar slík safnplata yrði gerð, yrði
hún framleidd í stærra upplagi. Decon Blue
hefúr alla tíð haft þá steftiu að á hverri smá-
skífu sé lag sem ekki er að finna á breið-
skífu. A sjöunda áratugnum var svipuð
stefna uppi og var lagið á B- hliðinni jafn-
an tormeltara en lagið á A-hliðinni. Það var
algengt að hljómsveitir gerðu stefnutil-
raunir á B-hliðum. Síðar þynntist þessi við-
leitni út og lögin sem völdust á B-hlið vom
lög sem menn vom hræddir við að bjóða
upp á á stómm plötum, lög sem mætt höfðu
afgangi.
Decon Blue hefur hins vegar allan sinn
feril verið vandlát þegar kemur að því að
velja lög á B-hlið. „Ooh Las Vegas“ er safn
laga sem endurspeglar á köflum aðra hlið á
hljómsveitinni en breiðskífumar gera. Alls
em tuttugu og þijú lög á plötunni, mjög
fjölbreytileg í stíl. í grófúm dráttum má þó
setja plötuna i hefðbundna skiptingu ró-
legra laga og rokkaðra. Fagmennskan nýtur
sín betur í rólegu lögunum og má úr þeirri
deildinni nefna gæðalög eins og „Back
Here In Beanoland" og „Gentle Tear-
drops“. Decon Blue er erfiðara um flug í
rokkaðri lögunum, en er samt sem áður sér
á báti í þeim efnum og skratti góð þegar
maður er í því skapinu.
„Raintown“ og „When The World
Knows Your Name“, em hvor tveggja plöt-
ur í töluverðu uppáhaldi. „Ooh Las Vegas“
slær þó báðum þessum plötum við. Það
sem er sérstaklega skemmtilegt við Decon
Blue er að maður þykist greina áhrif og
skyldleika mjög víða. Þannig finnst manni
lagsmær Ross, Lorraine Maclntoch, stund-
um minna á Björk Guðmundsdóltur í söng
sínum og í undirleiknum kemur fram
skyldleiki við eins ólíkar hljómsveitir og
Gong og The Smiths, svo eitthvað sé nefnt.
Eins má finna austurlensk áhrif í ætt við
Sakamoto, djassáltrif í bassaleik Ewans
Vemals og anda heiðaþokunnar eins og
Clannad túlkar hana. Decon Blue er samt
engin eflirlíking af tónlist annarra, heldur
sérstakur tónn sem gleymist ekki svo auð-
veldlega þegar hann hefúr laumað sér inn
um hlustir manns. -hmp
Decon Blue er hljómsveit sem stöðugt
vex í áliti. Það liggja engin ósköp af efni
eftir þessa fjölskrúðugu hljómsveit, en það
sem hún hefur sent frá sér er allt athyglinn-
ar virði. Fyrsta breiðskífa Decon Blue,
„Raintown", sem kom út árið 1987, mark-
aði henni strax sérstakan bás meðal rokk-
hljómsveita.
Aðalforsprakki sveitarinnar heitir Rjc-
ky Ross og kemur frá strangkristnu heimili
í borginni Dundee, þar sem rokk var ekki
beinlínis í hávegum haft. Eftir að hafa
böðlast í störfum fyrir félagsmálastofnun
þeirra í Dundee, sneri Ross sér engu að síð-
ur að rokktónlistinni, sem hafði blundað í
honum frá leynilegum stundum með systur
sinni yfir Bítla- og Hendrix plötum. Eftir
nokkurra ára tilraunir á eigin vegum og
með hljómsveit sinni Woza, kom loksins
að því að Ross hitti rétta fólkið og fékk
rétta samninginn. Decon Blue varð til og
nokkru síðar fyrsta breiðskífan, „Ra-
intown".
Strax þá voru fiesfir rýnendur í rokk-
tónlist sammála um að afar séstök hljóm-
Hin hliöin á Decon Blue
Blessog
Konráð
Bé
Þanþolið í íslenskum hljómsveit-
um er oftar en ekki mjög lítið. Ein-
staka hljómsveitir lifa þó lengur en í
nokkra mánuði eða nokkur ár og er
hljómsveitin Bless dæmi um það.
Bless hefur nýlega sent frá sér breið-
skífu. Það er kannski táknrænt fyrir þá
þróun sem hófst með Sykurmolunum,
að nýja platan frá Bless, „Gums“,
kemur fyrst út í Bandarikjunum og
hefúr enn ekki borist í verslanir hér-
lendis.
Þegar hafa birst jákvæðar umsagn-
ir um „Gums“ í bandarískum tónlist-
artímaritum. Vikublöðin Rock Pull og
CMJ hafa bæði farið jákvæðum orð-
um um plötuna en mánaðarritin eiga
enn eftir að birta sína dóma.
I tilefni útgáfúnnar ætlar Bless að
halda sérstaka útgáfutónleika í Kjall-
ara Keisarans í kvöld. Það var mein-
ingin að „Gums“ kæmi í verslanir hér-
lendis í dag, en Gunnar söngvari og
forsprakki Bless sagði dægurmálasíð-
unni að af viðráðanlegum ástæðum
myndi útgáfan dragast þangað til hann
vissi ekki hvenær. Hljómsveitin nær
því að öllum líkindum ekki að vera
heima þegar platan loksins kemur ís-
lendingum fyrir eyru, því Bless heldur
í vesturveg á fimmtudaginn í næstu
viku til tónleikahalds. Tónleikaferðin
byijar í San Francisco og endar um
það bil tuttugu og fimm tónleikum
síðar í New York. Hljómsveitimar
Rosebud og INRI og ef til vill kvenna-
hljómsveitin Afródíta munu hita upp
fyrir Bless.
Annað kvöld verður síðan önnur
tónlistamppákoma í Kjallara Keisar-
ans. Þá mun hin tröllvaxna hljómsveit
Konráðs Bé standa fyrir dansæfingu
undir fallandi haustlaufi. Konráð Bé
ætlar að kynna hina „glaðbeittu og
eggjandi" rödd Bogomil Font, eins og
það er orðað í tilkynningu um dansæf-
inguna. En Font þessi mun dags dag-
lega gegna nafninu Sigtryggur Bald-
ursson.
A dansæfingunni annað kvöld
munu ýmsir gestir koma fram. Johnny
Triumph þenur raddböndin og söng-
dúettinn Limbó og Lísa leggur sitt lóð
á vogarskálamar ásamt Pippi sem
syngur og dansar. Þá munu nokkrir
plötuþeytar skemmta gestum, ma.
Afríka Pabríka Fabríka og Beatula.
Kynnar kvöldsins verða Laddi Halli
og Laddi.
Konráð Bé kom fram á Borginni
fyrir skemmstu með vinum og vanda-
mönnum. Gjömingur þessi var vel
sóttur og er mál fleslra að þama hafi
verið hin besta skemmtun á ferðinni. I
hljómsveit Konráðs Bé, sem er sviðs-
nafn Braga Ólafssonar Sykurmola, em
nokkrir vinir hans úr Molunum, Ham
og Risaeðlunni og einhverjir fleiri.
Tónleikamir í kvöld og annað kvöld
hefjast klukkan 22 og er fólki ráðlagt
að mæta tímanlega.
-hmp
Föstudagur 12. október 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SlÐA 23