Þjóðviljinn - 12.10.1990, Blaðsíða 26
Bókmenntaverðlaun Nóbels
Fyrsti Mexí-
kaninn
Octavio Paz, ljóðskáld, ritgerðahöfundur og
stjómarerindreki, varð í þetta sinn fyrir vali
sænsku akademíunnar
Sænska akademían gerði
kunnugt í gær að fyrir vali
hennar til nóbelsverðlaunanna
í bókmenntum þetta árið hefði
orðið Octavio Paz, 76 ára gam-
all mexíkanskur rithöfundur og
Ijóðskáld. Er hann fyrsti Mexí-
kaninn sem fær bókmennta-
verðlaun þessi, sem meiri virð-
ing fylgir en öllum öðrum verð-
launum af því tagi.
Langt er síðan farið var að
Fimm Ijóö
Guðbergur Bergsson hefur þýtt nokkur Ijóð eftir Octavío Paz
og birtustfimm þeirra í Tímariti Máls og menningarárið 1984.
Grafskríft gamaHar konu
Legstað fékk hún ifjölskyldugrafreit,
fór þá hrollur í djúpum um ösku þá
sem var eitt sinn eiginmaður:
Lífsgleði
lifenda
er drungaleg kvöl dauðra.
Þjóö
Málverk eftir mexlkanska listmálarann Clemente Orozco.
nefna Paz sem líklegan nóbels-
höfund. Nokkrir rómanskamer-
ískir rithöfundar hafa áður fengið
verðlaunin, síðastur þeirra Kól-
ombíumaðurinn Gabriel Garcia
Marquez 1982. S.l. ár fékk og
verðlaunin spænskumælandi rit-
höfundur, Camilo José Cela frá
Galisíu, Spáni.
Octavio Paz fæddist i Mexí-
kóborg 31. mars .1914 og var
móðir hans spænsk, frá Andalú-
síu, en faðirinn lögffæðingur og
stjómmálamaður af indíánskum
og spænskum ættum. I tilkynn-
ingu sænsku akademíunnar um
verðlaunaveitinguna er komist
svo að orði að rithöfundinum séu
samrunnar menningarheildir í
blóð bomar.
Að loknu háskólanámi hóf
Paz störf í utanríkisþjónustu lands
síns, en orti súrrealísk ljóð og
skrifaði ritgerðir um félagsleg og
heimspekileg efni í ffístundum.
Hann er gagnrýninn á landa sína,
lýsti þeim sem eyðingarsinnum
(níhilistum) að eðlisfari og er því
ekki einhliða vinsæll í foðurland-
inu. Hann varð ambassador í Ind-
landi 1962, en lét af störfum í ut-
anríkisþjónustunni 1968 í mót-
mælaskyni vegna Tlatelolco-
morðanna sem svo voru nefhd. Þá
skaut lögregla Mexíkóborgar á
ungt mótmælafólk, sem mótmælti
kúgun stjómvalda á stúdentum og
eyðslu þeirra í Ólympíuleikana í
Mexíkóborg.Reuter/-dþ.
Steinamir eru stundir
stormurinn
Aldimar eru stormar
Trén eru timi
Þjóðir, það eru steinar
Stormurinn
hringsnýst og hverfur
i harðan dag steinsins
Allt er þurrt en augun skina.
Hvastekakona
Hún reikar um bakkana, nakin, hraustleg, nýkomin úr baði, nýfædd
úr nóttinni. Á brjósti hennar brenna þeir dým gripir sem vorið var rænt.
Slétt gras hylur sköp hennar, hið bláa næstum svarta gras sem vex við
gíg eldfjallsins. Ömin þenur vængi sína í kvið hennar, tvö óvinaflögg
flökta saman, vatnið er kyrrt. Hún kemur langt að úr rökum heimi.
Fæstir hafa litið hana augum. Ég skal Ijóstra upp leyndarmáli hennar: á
daginn er hún steinvala við veginn, og á nóttinni er hún fljót sem fellur
við síðu mannsins.
Skáldastrit
Með erfiðismunum fika ég mig áfram um millimetra á ári og ryð
mér braut á klöpp. Frá örófi alda hef ég slitið tönnum og nöglum við að
bijótast áfram yfir kletttinn, út móti ljósi og bemm himni. Nú em hend-
ur mínar rifnar til blóðs og tennumar gjökta í gómnum, óvissar, í helli
sem þorstinn svíður og rykið; þá nem ég staðar og virði fyrir mér verk
mín: seinni hluta æviskeiðs míns hef ég eytt í að mylja grjót, gata veggi,
brjóta dyr og víkja úr vegi hindrunum sem ég reisti, milli min og ljóss-
ins, á meðan ég var ungur.
Hraðar hendur kaldar
hrista flís af berki
næfur dimmrar nœtur
ég lýk upp augum
ennþá
er ég lífs
í und miðri
sem enn er fersk.
VARAHLUTAÞJ ÓNUSTAN S/F
NOTAÐIR VARAHLUTIR (NÝLEGA BÍLA
',As4U KAPLAHRAUNI9 - 220 HAFNARFJÖRÐUR • ICELAND
TEL: 354-1-653008 -TELEFAX: 354-1-653017
Innfluttar, notaðar japanskar vélar.
Eigum til á lager vélar í eftirtaldar tegundir:
Mazda Subaru
Mitsubishi Daihatsu
Nissan Toyota
Eigum mikið úrval gírkassa, sjálfskiptinga,
startara og altanatora.
ísetning a staðnum.
Þriggja mánaða ábyrgð á vélum.
Óreiðan
og
útópían
Hörður Ágústsson: Gvass-
myndir og tússmyndir frá ár-
unum 1956-63 og 1973-1977.
Galleri Nýhöfn.
„Minn rökrétti upphafspunkt-
ur er óreiðan. Það er eðlilegast.
Og það fellur mér vel, því í upp-
hafi kann að vera að ég sjálfur sé
óreiða. Óreiða er hið óskipulega
ástand hlutanna: glundroði. Séð
út frá sköpunarsögu heimsins er
hún það goðsögulega forstig sem
hinn skipulagði heimur þróast út
frá stig af stigi eða í skyndingu, af
sjálfsdáðum eða undir hand-
leiðslu skaparans."
Þannig kemst Paul Klee að
orði í hinu kennslufræðilega riti
sínu „Das bildnerische Denken",
sem upphaflega kom út í heima-
landi hans, Sviss, 1956, 16 árum
eftir dauða hans. Þegar ég skoða
sýningu Harðar Ágústssonar á
tússmyndum og gvassmyndum,
sem nú stendur yfir i Gallerí Ný-
höfn í Hafnarstræti, þá kemur
mér Paul Klee í hug. Þeir eiga
ýmislegt sameiginlegt. Báðir hafa
stundað kennslu og fræðistörf
samhliða listsköpun sinni. Fyrir
báðum er listsköpunin rannsókn
og ferli, sem á sér ekki endapunkt
í kláruðu verki eða endanlegu
formi, en felst þess í stað í þrot-
lausri viðleitni við að vinna sig út
úr glundroða daglegrar reynslu.
Báðir hafa í þessu skyni ástundað
formrannsóknir með skipulögð-
um hætti, þar sem kafað er í
óreiðuna í leit að þeim gildum
sem eru varanleg og hafa sam-
mannlega skírskotun. Klee var í
rauninni goðsögulega þenkjandi
og leitaði í rannsóknum sínum á
mið þeirrar dulvitundar sem
geymir sameiginlega sögu mann-
kyns frá örófi alda. Hörður Ág-
ústsson er jarðbundnari í sinni
leit. Rannsókn hans leiðir með
rökréttum hætti til þess efnislega
mínimalisma sem fangar hina
einstaklingsbundnu reynslu í
einni línu eða stroku og gefur
henni sammannlegt gildi. Líkt og
í austurlenskri kalligrafiu. Mynd-
imar á sýningunni spanna 20 ára
tímabil með 10 ára hléi. Fljótt á
litið kann að virðast að ekki sé
um mikla breytingu að ræða, en
þegar betur er að gáð, þá sjáum
við í tússmyndunum (sem eru
yngri) markvissari glímu við efn-
ið, þar sem nálgunin við hinn efn-
islega mínimalisma verður meiri.
Tússmyndimar em þannig skyld-
ari þeim límbandamyndum sem
Hörður gerði á 8. áratugnum og
einkennast af mun strangari og
agaðri formhugsun.
Módemisminn átti sér tvær
meginhliðar. I hinni öguðu form-
hugsun Mondrians er með nokkr-
um hætti boðuð útópía hinnar al-
gjöm skynsemi. Munurinn á Klee
og Mondrian var kannski fyrst og
fremst sá, að Klee trúði ekki á út-
ópíuna. Hin skipulega og mark-
vissa formrannsókn Klees var
einstök að því leyti að hún hafh-
aði öllum fyrirframgefnum regl-
um. Forsenda hennar var tíma-
lega afmörkuð og einstaklings-
bundin reynsla, sem ekki varð
fonguð f algildar formúlur. Hún
var sú óreiða í veröldinni sem
skapaði tilvistarþversögn existen-
síalistanna. Þótt Hörður Ágústs-
son hafi unnið stranggeómetr-
iskar myndir sem á yfirborðinu
kunna að vera í ætt við skynsem-
isútópíu Mondrians, þá sýnir
þessi sýning okkur að hann stend-
ur nær Klee. Og þar með nær nú-
tímanum, þar sem útópían á ekki
upp á pallborðið um þessar
mundir.
Sýning Harðar Ágústssonar
er listviðburður sem áhugafólk
um mýndlist ætti ekki að láta
fram hjá sér fara. Hún stendur til
miðvikudags í næstu viku.
Ólafur Gíslason