Þjóðviljinn - 27.10.1990, Síða 8
Hin illþefjandi
bakhlið
neyslusamfélagsins
Þar er poki fyrir gler, poki fyrir pappír, poki fyrir mengunarvömum. Þetta getur orðið framtíðin á ís-
matarleifar. Efnaúrgangur fer í sérstakar móttöku- lenskum heimilum, en fyrir neytendur í löndum sem
stöðvar. Úrgangur sem ekki er endumýtanlegur fer í hafa þróaða sorppólitík er þetta nútíðin
sorpeyðingarstöðvar sem búnar em fullkomnum
Öskubílar koma jafnt og þétt
á sorphaugana í Gufunesi, allan
liðlangan daginn, alla virka daga,
með sorp frá íbúum höfuðborgar-
svæðsins. 45 þúsund tonn á ári.
Jarðýtur og aðrar stórvirkar
vinnuvélar sjá um að hylja matar-
leifamar, glerið, pappírinn, plast-
ið og málmana sem þegnar
neyslusamfélagsins skilja eftir
sig. Fuglar ná að kroppa sig sadda
, áður en jarðvegurinn tekur við.
Þama ægir öllu saman.
Hver og einn Islendingur er
sagður henda 200-300 kílóum af
msli á hveiju ári. Það þýðir að
þriggja manna fjölskylda losar sig
við 600-900 kíló af msli á ári
hveiju. Þessar tölur hafa marg-
faldast á örfáum áratugum.
Það er hvimleitt en óhjá-
kvæmilegt verk að fara með msl-
ið. Foreldrar reyna gjama að
koma þvi yfir á böm sín. En þeg-
ar lokið hefúr verið sett á
tunnuna, tekur maður gleði sína á
ný. Það fylgir því ákveðinn fegin-
leiki að vera búinn að fara með
ruslið og setja nýjan innkaupa-
poka í grindina á skáphurðinni
undir eldhúsvaskinum.
Sorppólitík
Þó má segja að þá fyrst verði
msl vandamál þegar það er komið
út í tunnu. Það kostar vinnu, pen-
inga og land að koma því þaðan
og í lóg. Og síðast en ekki síst:
Það leggur talsvert mikið á nátt-
úmna.
Sorppólitík íslands hefúr
hingað til verið einfold og fyrst
og ffemst verið fólgin i því að
koma sorpi frá heimilunum og út
í náttúmna. Þar er það ýmist urð-
að eða því er brennt. Sá sem ferð-
ast um landið kemst ekki hjá því
að verða var við sorphauga i ná-
grenni þéttbýlisstaða. Sorphaugar
liggja gjama nálægt þjóðvegin-
um, þar sem ferðalangar, innlend-
ir og erlendir, geta virt þá fyrir
sér. Sums staðar liðast baneitrað-
ur reykur til lofts, annars staðar
situr mávager að snæðingi.
Nú er hins vegar starfandi
nefnd á vegum umhverfismála-
ráðherra sem á að móta stefnu og
koma með tillögur um bætta sorp-
hirðu. Nefndin á að huga að
flokkun sorps, endumýtingu og
endurvinnslu. Gert er ráð fyrir að
nefndin skili tillögum og greinar-
gerð sem geti orðið gmndvöllur
fmmvarps til laga um sorphirðu
og endurvinnslumál.
ísland byrjaði að þróast i átt
að nútíma neyslusamfélagi eftir
síðari heimsstyrjöldina. Neysla
jókst gífurlega og umbúðir uxu að
umfangi að sama skapi. Einnota
umbúðir hafa verið að ryðja sér til
rúms á síðari ámm.
Nú er sem sé svo komið að
hver íslendingur kemur frá sér
200-300 kílóum af venjulegu
sorpi á ári hveiju. Uppistaðan i
sorpinu er matarleifar og pappír,
en í því er einnig mikið plast,
málmar, gler og síðast en ekki
síst: ýmis efni sem hafa bein
skaðleg áhrif á náttúmna og ættu í
raun ekki að hafna á sorphaugum.
Hér á landi em ekki til áreið-
anlegar tölur um msl. En ef mið-
að er við norskar tölur má sjá að
hver einstaklingur hendir nær jafn
miklum pappír og matarleifum.
Ruslið ffá hveijum meðal Norð-
manni skiptist þannig:
* 75 kg matarleifar
* 7 kg málmar
* 11 kg gler
* 12 kg plast
* 70 kg pappír
* óþekkt magn af efnaúrgangi
og hættulegum úrgangi.
Sorpskattur
Ögmundur Einarsson, ffam-
kvæmdastjóri Sorpeyðingar höf-
tjðborgarsvæðisins, segir eðlilegt
að miða við tölur frá nágranna-
löndunum, en telur að meira msl
komi frá hveijum íslendingi en
hveijum Norðmanni.
- Við emm komnir lengra en
þeir í neyslunni, segir Ögmundur,
sem á sæti í sorpnefnd umhverfis-
málaráðherra.
Það er reiknað með að húsa-
sorp frá um 140 þúsund íbúum
höfiiðborgarsvæðisins nemi 45
þúsund tonnum á ári. Það kostar
einhver hundmð miljóna árlega
að safna því saman og urða það.
Talsvert landflæmi gegnir því
hlutverki að taka við þessum úr-
gangi frá mönnunum.
Þó er ljóst að það þarf gífúr-
legar fjárfestingar ef koma á sorp-
hirðu í gott lag.
- Staðreyndin er sú að sorp-
hirða hefur aldrei mátt kosta neitt.
En fjármagn er ekki aðalvandinn.
Vandinn felst í því að fá sveitarfé-
lögin til þess að setja sorphirðu í
forgang, segir Ögmundur Einars-
son.
Hann telur fólk ekki átta sig
nægilega vel á því hve kostnaðar-
söm sorphirða er og vill að hún
verði skattlögð sérstaklega.
- Neytandanum finnst hann
vera stikkffí þegar hann hefur
lokað tunnunni hjá sér. Það
myndi breytast ef hann þyrfti að
borga sérstaklega og samkvæmt
reikningi fyrir sorphirðuna.
Öskukarlar
Heil stétt manna hefur at-
vinnu af því að fjarlægja msl frá
mannabústöðum. Öskukarlamir
fara snemma á stjá og byija að
skarka með mslatunnur áður en
almennir borgarar em skriðnir á
fætur.
- Það er eins og fólk álíti að
vandinn sé leystur þegar það hef-
ur komið mslinu í tunnuna og sett
lokið á aftur, segir öskukarl við
Þjóðviljann.
Hann neitar því ekki að starf
öskukarlsins sé talsvert óþrifa-
legt. En það fer mikið eftir því
hvemig fólk gengur frá sorpinu.
- Sums staðar gýs upp mikil
fyla, enda hafa sumir ekki fyrir
því að setja ruslið i poka. Eg held
það megi segja að það sé ffekar
sjaldgæft að fólk gangi vel ffá
sorpinu hjá sér, segir hann.
En það sem honum finnst
verra er að hann finnur alls kyns
úrgang í sorpinu, sem ætti í raun
aldrei að koma á venjulega sorp-
hauga.
- Rafhlöður, rafmagnstæki,
málningarafgangar og ýmis efni
em algeng sjón í ruslinu hjá fólki.
Verðmæti
íslendingar em fáir, en ffá
þeim kemur hlutfallslega mjög
mikið sorp, með því mesta sem
um getur. Hver íbúi Bangladesh
hendir aðeins broti af því magni
sem neysluhetjan á íslandi Iætur
ffá sér. Samkvæmt þeim upplýs-
ingum sem Þjóðviljinn hefur
koma aðeins 11 kíló af húsasorpi
frá hveijum íbúa Bangladesh.
Annað einkenni á Islending-
um miðað við aðrar þjóðir Vest-
ur- Evrópu er hve lítill hluti úr-
gangs er endumnninn. A hinum
Norðurlöndunum er talsverð
áhersla lögð á endurvinnslu og
endumotkun, en Islendingar em
mjög skammt á veg komnir á
þessu sviði.
Það er undarleg tilfinning fyr-
ir þann sem verslar í stórmörkuð-
um að heimsækja sorphaugana í
Gufunesi. Þessi bakhlið neyslu-
samfélagsins er ófógur sjón og
ilia lyktandi.
Dagblöð og annar pappír er
áberandi í sorplandslaginu. Inn-
kaupapokamir geyma pappír,
gler, plast, matarleifar og fleira.
Verðmæti.
Endurvinnsla
Endurvinnsla er eitt af því
sem sorpnefnd umhverfismála-
ráðherra fjallar um. Ögmundur
Einarsson segist ekki hafa trú á að
endurvinnsla verði stunduð hér í
stómm stíl, af hagfræðilegum
ástæðum. Það hefúr til dæmis
verið rætt um að safna pappír
saman og flytja hann út til endur-
vinnslu, en Ögmundur spyr hver
sé tilbúinn til þess að borga kostn-
aðinn við það.
- Hvað endurvinnslu snertir
er hugmyndafræðin komin Iangt á
undan hagffæðinni, segir Og-
mundur.
Hann segist hins vegar vera
viss um að sorpmagnið muni fara
minnkandi á næstu ámm, fyrir að-
gerðir stjómvalda og einstak-
linga. I þessu sambandi minnir
hann á fyrirætlanir EB um skatt-
lagningu umbúða.
- Ég held til að mynda að
notkun einnota umbúða muni
minnka, en notkun fjölnota um-
búða muni aukast. Það þýðir til
dæmis að notkun áls og plasts
mun minnka, ekki síst í drykkjar-
vömiðnaðinum. Svo endumotkun
verður ekki síður mikilvæg en
endurvinnsla, segir Ögmundur.
Umhverfisspjöll
Umhverfisspjöll af völdum
sorps em margskonar. Fyrir utan
almenn óþrif sem fylgja urðun
sorps ber kannski fyrst að nefna
mengun jarðvegs og vatns.
Þegar sorp er grafið í jörðu er
eins og vandinn sé horfinn sjón-
um mannanna. En svo er ekki.
Rigningarvatn seytlar niður í
hauginn og hreinsar úr honum
ýmis efni sem em óholl lífríkinu.
Þetta er einkum vandamál þar
sem efnaúrgangur ýmiss konar
hefúr verið grafinn, eins og tíðk-
ast hefúr. Þessi efni berast síðan
til sjávar.
Islenskir sorphaugar standa
víðast við sjó, svo hættan á því að
drykkjarvatn mengist beint þeirra
vegna er lítil. En^mengun frá
þessum haugum berst til sjávar.
Endgrvinnsla
á íslandi
Endurvinnsla er stunduð á íslandi í smáum stíl, enda
fer ekki fram skipuleg söfnun úrgangs sem hægt er að
endurnýta.
Stór hluti þess úrgangs sem til fellur er pappír. Talað er
um að 20 þúsuncftonn af pappírfari á haugana í Gufu-
nesi á ári.
Silfurtún í Garðabæ framleiðir eggjabakka úr dag-
blaðapappír og nam framleiðslan um 50 tonnum á sío-
asta ari. Nefno á vegum hins opinbera vinnur nú að því
að kanna möguleika á frekari endurvinnslu á pappír.
Meðal annars nafa komið upp hugmyndir um að fram-
leiða megi salernispappír úr urganaspappír.
Gúmmívinnslan á Akureyri framleiðir mottur, hellur og
fleira úr gúmmíi, en mestur hluti þess gúmmís sem tn
fellur er hjólbarðar.
Endurvinnslan hf. tekur við drykkjarílátum úr áli, gleri
og plasti oa flytur erlendis til endurvinnslu. Skilagjald á
þessar umbúðir hefur gefið góða raun að sögn for-
svarsmanna Endurvinnslunnar.
Islenska Stálfélagið endurnýtir brotamálma, bíla, skip
og fleira.
Sagaplast á Akureyri safnar plasti vítt og breitt um
landið, malar það og selur til endurvinnslu a Spáni og í
Danmörku. Fýrirtækið hóf starfsemi í sumar.
Gúmmlvinnslan á Akureyri framleiðir ýmsar vörur úr aflóga blldekkjum
8 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. október 1990