Þjóðviljinn - 01.11.1990, Page 4
ÞJ0ÐV1UINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Nýttloftslag
Stjórnmálaályktun miðstjórnar Alþýðubandalagsins,
sem birt var í Þjóðviljanum í gær, andinn í yfirgnæfandi
meirihluta fundarmanna og afgreiðslur annarra mála á
Akureyri um síðustu helgi eru vitnisburðir um „nýtt lofts-
lag" í stjórnmálum á vinstri væng, svo haldið sé áfram
þeim landfræðilegu skilgreiningum sem nú tíðkast gjarn-
an um þjóðmál. Eins konar „gróðurhúsaáhrifum“ sem
hinn almenni flokksmaður hefur ósjaldan kvartað yfir,
með tilhlítandi sveiflum í hita og úrfelli í flokksstarfinu, er
að linna. Frjótt ræktunarstarf er hafið í samvinnu ýmissa
hópa og persóna sem áður deildu, og sáðkorn úr mál-
efnavinnu ólíkra aðila hafa spírað laglega í stjórnmála-
ályktun miðstjórnarinnar.
Raunveruleikaskyn landsbyggðarmanna og „miðju-
manna" mótaði umræður og starf miðstjórnarfundarins.
Lagt var jákvætt mat á starf ríkisstjórnarinnar og skýrar
línur dregnar upp í tilefni komandi þingkosninga. Þótt
fjölmiðlar hafi gefið mikinn gaum ágreiningi og útgöngu
nokkurra flokksrrianna á síðustu klukkustund miðstjórn-
arfundarins, var yfirbragð hans heilsteyptara og
vinnubrögð samstilltari en tíðkast hefur um langa hríð
á fjöldafundum innan Alþýðubandalagsins.
Með miklum meirihluta féllust fundarmenn í raun á
þann boðskap, að launamálastefna og baráttuaðferðir
innan BHMR undanfarið samrýmdust ekki stefnu Al-
þýðubandalagsins, þegar samþykkt var að vísa frá til-
lögu um andstöðu við bráðabirgðalögin frá 3.ágúst sl.
Flestir viðstaddir miðstjórnarmenn í Alþýðubandalag-
inu töldu sem sé ekki rétt að skilgreina hlutina þannig,
að með bráðabirgðalögunum sé verið „að grafa undan
frjálsum samningsrétti og gera verkalýðshreyfingunni
þar með ókleift að sinna hlutverki sínu“, eins og í tillög-
unni stóð. Miðstjórnin hefur því tekið skýrt undir þann
skilning, að sú samstaða sem náðist með yfir 90%
launamanna um stöðugleika í efnahagsmálum og undir-
búning kjarabóta, hafi verið grundvallaratriði í stjórnmál-
um stundarinnar. Grundvallaratriði sem réttlætti að láta
minni hagsmuni víkja fyrir meiri.
Alþýðubandalagið er sannarlega komið að söguleg-
um vatnaskilum í starfi sínu og mikið liggur við, að
stuðningsmenn hans átti sig á þeim möguleikum sem
framundan eru í flokksstarfi og landsstjórn. Stefnuskráin
frá 1974 hefur ekki aðeins verið afhent Þjóðskjalasafn-
inu sem verkefni áhugamanna um þjóðlegan fróðleik,
heldur lagði sérstök starfsháttanefnd Alþýðubandalags-
ins líka fram álitsgerð og tillögur um innra starfs flokks-
ins, og var nefndinni falið að starfa áfram að mótun
framtíðarskipulags og starfshátta í anda breyttra tíma.
Alþýðubandalagið hefur lagt fram mat sitt á stöðu
þjóðmála og árangrinum í ríkisstjórn, og leggur í stjórn-
málaályktuninni grunninn að málefnaáherslum í kom-
andi kosningabaráttu. Ein ábendinga starfsháttanefnd-
arinnar, sem góður rómur var gerður að, beinist að því
að stefnuskrá Alþýðubandalagsins verði stutt plagg, ein-
falt og skýrt um meginatriði, en að á hverjum tíma verði
hins vegar lagðar fram kosningastefnuskrár, þar sem
skilgreind séu skýr skammtímamarkmið í samræmi við
stefnu flokksins.
Fram kom á miðstjórnarfundinum að Alþýðubanda-
lagið er stolt af þeim áföngum sem náðst hafa fyrir til-
verknað þess á sviði efnahagsmála, atvinnumála og
menningarmála undanfarin misseri. í framhaldi af því
berst Alþýðubandaiagið, sem róttækur jafnaðarmanna-
flokkur, sérstaklega fyrir bættri framtíð barna, og grund-
vallar skýrar áherslur sínar í efnahagsmálum, menning-
armálum og umhverfismálum á því að stjórnmálin snúist
um það framtíðaröryggi sem þjóðin vill sameinast um að
búa æskunni. Fyrir hana erum við að vinna.
ÓHT
A. UMYAROV
Vondirmenn og
siðspilltir
Á dögunum birtist
grein í Morgunblaðinu
eftir Jóhann Guðbjarts-
son smið. Hún byijaði
á þessum dramatísku
orðum: „Nú er illa
komið fyrir okkur
kommúnistunum, þar
sem á einum vetri hef-
ur verið frá okkur tekin
hugsjónin um jafhrétti
og bræðralag komm-
únismans.“ Og nokkru
síðar segir:
„Nú eru þessar
hugsjónir frá okkur
teknar og heyra fortið-
inni til líkt og æskan
sem framhjá leið með
sínar vonir og þrár, og
eftir stöndum við
kommúnistar og vitum
ekki hvort við eigum
að líta til hægri eða
vinstri og þorum
reyndar ekki að líta
upp á nokkum mann,
því nú höfúm við verið
stimplaðir vondir
menn og siðspilltir,
sem kannski er ekki
nein fúrða, miðað við
þau voðaverk sem
ffamin hafa verið í skjóli komm-
únismans, sem var okkur öllum
hugsjónum æðri.“
Ekki úr vegi að skoða þessa
klausu nánar.
Iðrandi syndarar?
Eiga „kommúnistar“ (greinar-
höfúndur hefur reyndar heimsótt
DDR, Austur-Þýskaland fyrir fá-
um árum í sendinefnd og líkað þá
allvel að því er manni skilst) að
berja sér á brjóst eins og syndari i
kaþólskri messu: Mín sök, mín
sök, mín mikla sök?
Þvi verður ekki svarað með
einu orði. Það fer reyndar eftir þvi
hvemig þeir hafa hver og einn
haldið á sínum hugsjónamálum.
Það er enginn glæpur að trúa á
betri tíð með gjörbreytingu á
þjóðfélaginu. Það er heldur engin
meiriháttar synd að vilja helst
ekki skilja við þann æskudraum
fyrr en í fúlla hnefa. Það fer svo
að versna í því, þegar menn hafa í
nafni sins æskudraums og tryggð-
ar við hann lokað augum og eyr-
um og neitað að heyra neitt mis-
jafnt um „alþýðuveldin“, vegna
þess að allt slíkt tal væri í þágu
stéttaróvinarins. Enn verra var
svo hlutskipti nokkurra þeirra
manna, sem vissu svosem margt
misjafnt upp á þau sömu „alþýðu-
veldi“, en vildu samt kveða alla
gagnrýni á þau niður, vegna þess
að þeir vildu sjálfir færa sér vin-
skap austur þangað í nyt,
vildu halda áfram - til dæmis
sínu sendinefndajukki.
Við þekkjum þetta
Við Þjóðviljamenn könnumst
svosem ósköp vel við allar þessar
manngerðir. Það er langt síðan
hér í blaðinu var tekin upp „gagn-
rýni frá vinstri" á hinn „raunveru-
lega sósíalisma“ sem svo var kall-
aður bæði í Moskvu og Washing-
ton. Ekki síst gagnrýni á mann-
réttindabrot hans. Og við höfum
líka reynt, að þeir sem alltaf vildu
kalla sig kommúnista, þeir voru
okkur sárir og gramir, og margir
sögðu upp blaðinu fyrir að vilja
taka frá þeim það sem kallað hef-
ur verið „freistingar alræðisins“.
Við fengum lika að heyra það
öðru hvoru (og birtum slíkar
skammir náttúrlega í nafni mál-
frelsis) að við værum hugleys-
ingjar á flótta undan áróðri borg-
aranna eða eitthvað slíkt.
Það er eins og fyrri daginn:
Rökum verður ekki ffarn komið
nema við þá sem við rökum vilja
taka. Svo einfalt er það.
Syndir
kristindómsins
En semsagt: Margir „komm-
ar“ eru miður sín og kannski helst
þeir sem skástir eru, maður veit
það ekki. Sumir menn eru svo
liprir í stefnubreytingunum að
þeir eru alltaf stórvitrir eftir á, og
eru þeir ekki til frekari umræðu.
Reyndar var þessi Klippari hér að
tala við prest ágætan á dögunum.
Presturinn sagði honum frá kunn-
ingja sinum einum, sem hafði áð-
ur fyrr verið mjög kappsamur í
byltingarhyggju, en var nú allur í
rúst og kreppu og tilveran öll og
sjálfur hann ömurlegri en þolað
yrði.
Þessi klerkur er áreiðanlega
nokkuð glúrinn sálusorgari. Því
hann sagði við hinn iðrandi
kommúnista:
Tja, hvað megym við segja,
kristnir menn? Sitjum við ekki
með tvö þúsund ára mistök og af-
glöp á herðunum og blóðuga
glæpi, sem framkvæmdir voru í
nafni kristindómsins, guði til
dýrðar? Og erum bara fúrðu boru-
brattir enn!
Gáum að þessu.
Skáldskaparraunir
eystra
Við erum stundum að vitna til
þverstæðna á breytingaskeiði því
sem nú gengur yfir Austur-Evr-
ópu. Ein þverstæðan er sú, að
með frelsinu hnignar menning-
unni, og þetta þykir mörgum dap-
urlegra en tárum taki.
Pólsk skáldkona, Ewa Lipska,
fjallar um þetta mál í nýlegu við-
tali við Information. Hún lýsir
stöðu skáldsins skýrt og skil-
merkilega í fáum orðum:
„Nú höfúm við öngva ritskoð-
un. Við getum skrifað það sem
okkur hentar. En núna eigum við í
erfiðleikum með forlögin. Þau
veðja á það sem selst, á klám og
glæpasögur. Þau græða ekki mik-
ið á ljóðum. Við búum við eins-
konar kapítalískt ástand. Samt
vona ég enn að það verði til for-
lög sem gefa út ljóð. Áður var
vandinn pappírsskortur og rit-
skoðun. Nú er búið að afnema rit-
skoðunina og nóg er af pappír, en
nú vantar peninga...
Áður voru ljóð mín prentuð
(af neðanjarðarforlagi) í 15 þús-
und eintökum. I dag er ógjöming-
ur að finna forleggjara sem þorir
að prenta ljóð í slíku upplagi...Á
krepputímanum var listin þýðing-
armeiri en hún nú er. Á þeim tíma
var hún einskonar miðstöð fyrir
menningarlegan sjálfúmleika,
hún var nauðsyn sem einskonar
andófsform. Það gerist ekki nú
um stundir.“
Þetta er vissulega snúið. Rík-
isstýringin á listum og bókmennt-
um bjargaði ekki þessum hnoss-
um, heldur lyfti andóf listamanna
og skálda gegn slíkri stýringu
starfi þeirra til sjaldgæfra áhrifa
og virðingar. Sem markaðslög-
málin gera sig líkleg til að taka frá
þeim aftur. Og nú má spyija: Er
engin leið að andæfa einnig þeim
svo vit sé í? ÁB.
ÞJOÐVILJINN
Síðumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friöþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur
Þorteifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson,
Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már
Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.),
Kristinn Ingvarsson (Ijósm ), Nanna Sigurdórsdóttir,
Óiafur Gísfason, Þröstur Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigrlður Sigurðardóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir.
Útbreiðslu- og afgreiöslustjóri: Guðrún Gísladóttir.
Afgreiðsla: Bara Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir,
Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir.
Bíistjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar:
Siðumúla 37, Rvfk.
Simi: 681333.
Símfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: ðddi hf.
Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. nóvember 1990