Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 1
Laugardagur 3. nóvemberr 1990 — 208. tölublað 55. árgangur Hitaveitan kveður niður drauga fortíðarínnar Um síðustu helgi náðist mikilvægur áfangi (langtfmaáætlun Hitaveitu Reykjavíkur um að kveða niður drauga fortfðarinnar, en þrálátur draugagangur hefur virkað lamandi á allt starf fyrirtækisins síðasta árið eins og borgarbúar hafa mátt finna fyrir. „Þetta er sjöundi draugurinn sem við kveðum niður i dag,“ sagði starfs- maður stofnunarinnar þegar Ijósmyndara blaðsins, Jim Smart, bar að garði, og taldi hann nýtt raunveruleikatfmabil vera að renna upp í sögu fyrirtækisins með stórbættri hitaveitu til borg- arbúa. Ljósm. Jim Smart. Siávarútvegur Þjóðhagsstofnun: Afkonta veiða og vinnslu jákvœð um 3,2%. Sjávarútvegsráðherra: Ríkisstjórnin tók réttan pól í hæðina. Guðjón A. Kristjánsson: Afkoma bátaflotans betri eftir oliuverðshœkkun en fyrir. Ahafnir borga brúsann Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra segir að af- koma margra sjávarútvegsfyr- irtækja sé alveg bærileg og að fyrirtækin þurfl á því að halda. Þau sé mörg hver afar skuldug og verði því að nýta góðærið til að grynnka á skuldunum. Ráðherrann segir að ríkis- stjómin hafi tekið réttan pól í hæðina þegar hún lagði í nokkra áhættu við endurskipulagningu á fjárhag fyrirtækja í sjávarútvegi á sínuni tíma. „En það hefði hins- vegar verið rangt að fara út í það ef ekki hefðu verið framundan betri tímar,“ sagði Halldór. í endurskoðaðri áætlun Þjóð- hagsstofnunar um afkomu botn- fiskveiða og vinnslu um miðjan október, þar sem gert er ráð fyrir að samdráttur botnfiskafla verði aðeins 6,4% frá fyrra ári, kemur ftam að afkoman er jákvæð um 3,2% en var neikvæð um 2,2% ár- ið 1989. Hreint tap frystingar og söltunar um miðjan síðasta mán- uð var 0,3% af tekjum. Aftur á móti er hreinn hagnaður botnfisk- veiða tæp 5% af tekjum. Bátar eru reknir með 1,8% hagnaði, togarar með tæplega 5% hagnaði og frystiskip með 11,3% hagnaði af tekjum. I þessu afkomumati botnfisk- vinnslunnar hafa greiðslur til Verðjöfnunarsjóðs sjávarútvegs- ins verið dregnar ftá, en þær námu 2,5% af útflutningstekjum vinnslunnar í október. Án greiðslna í sjóðinn í október hefði hagnaður af fiskvinnslunni, að mati Þjóðhagsstofnunar, numið 2% af tekjum. Þetta eru veruleg umskipti til hins betra miðað við síðasta ár, en þá nam hreint tap ffystingar og söltunar um 1,4% af tekjum, en hefði verið um 5,6% ef greiðslur úr Verðjöfnunarsjóðn- um hefðu ekki komið til. Án greiðslna úr Verðjöfnun- arsjóði fiskiðnaðarins á árinu 1989 hefði tap af veiðum og vinnslu botnfisks numið 5% af tekjum. Án greiðslna í Verðjöfn- unarsjóð sjávarútvegsins nú í síð- asta mánuði, hefði hagnaður af veiðum og vinnslu numið 5,5% af tekjum. Hliðstæðar athuganir fyrir botnfiskveiðar á árinu 1989 sýna að tap af þessari starfsemi nam 1,5% af tekjum. Bátar voru þá reknir með 5,5% tapi og togarar með 1,2% tapi en hagnaður ffysti- skipa var 5% af tekjum. Kristján Ragnarsson, formað- ur Landssambands íslenskra út- vegsmanna, segir þetta vera ánægjuleg umskipti til hins betra. Ámi Benediktsson, ftam- kvæmdastjóri Félags Sambands- fiskframleiðenda, segir að það hafi orðið gífurlegar verðhækkan- ir á afurðaverði á þessu ári og því allt önnur staða í sjávarútveginum í heild. Hinsvegar sé það mikið áhyggjuefni að fiskvinnslan er að tapa öllum þeim ábata sem hún hafi fengið og þar sé halli á botn- fiskvinnslunni. Auk þess sé vem- legur halli á rækjuvinnslunni þannig að hér sé ekki eingöngu um góðæri að ræða. Ámi sagðist hafa mestar áhyggjur af því að fiskvinnslan virtist orðið ekki hafa möguleika á að halda sínum kostnaði innan eðlilegra marka. Þannig að það virðist orðið um það að ræða að fljótt sé komið í hallarekstur þó að afurðir hækki og staðan batni. Guðjón A. Kristjánsson, for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands, segir skýrslu Þjóðhagsstofnunar um afkomu veiða og vinnslu athyglisverða fyrir margra hluta sakir. Sérstak- lega fyrir það að þrátt fyrir olíu- verðshækkun sé afkoma bátaflot- ans betri eftir olíuverðhækkunina en fyrir. Að mati Guðjóns getur það ekki þýtt annað en að það séu áhafnir fiskiskipanna sem borgi olíukostnaðinn og leggi útgerð- inni jafnframt til þennan viðbót- arhagnað. -grh Vaxtahœkkun A sér enga réttlætingu Ólafur Ragnar Grímsson: íslandsbanki stendur frammi fyrirþeirri spurningu hvort hann geti starfað i nútima hagkerfi Olafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra er ekki sam- mála því mati á verðbólguþró- un, sem felst í vaxtaákvörðun íslandsbanka. Árangurinn í efnhagsmálum hafi þegar fært ísland í hóp þeirra ríkja Vestur- landa þar sem verðbólga sé hvað minnst. Ekkert í hagkerf- inu hér bendi til þess að þetta sé að breytast, nema síður sé. I samtali við Þjóðviljann sagði Olafur Ragnar hins vegar ríkja óvissu með olíuverð. Samtök launafólks og ríkisstjóm hefðu náð samkomulagi um að breyta hlut rikisins í verðlagi bensínvara fram til áramóta til að skapa stöð- ugleika. Þess vegna væri ekkert tilefhi fyrir íslandsbanka til að hækka vexti. „Þetta er bara gamla sagan með bankakerfið á íslandi," sagði Ólafur Ragnar. Þegar verðlag færi tímabundið upp á við af einhveij- um ástæðum, rykju bankamir til og færðu vextina upp. En þegar verðlag væri sannanlega komið niður, væm þeir að drattast síðast- ir í röðinni með vextina. Þeir væm fyrstir upp og síðastir niður. Fjármálaráðherra sagðist fyrr í sumar hafa setið fund með einum af embættismönnum íslands- banka, þar sem hann hefði spáð gífurlegri verðbólguhækkun næstu mánuði þar á eflir. Sú spá hans hefði reynst röng. Mat Is- landsbanka nú væri líka rangt. „Nú emm við að festa í sessi nýtt hagkerfi og hagstjóm á ís- landi,“ sagði Ólafur Ragnar. Sú hagstjóm byggði ekki á því að rík- isstjómin gripi stöðugt inn í hag- kerfið. Hún byggði á þeim nú- tímalegu vinnubrögðum, að grundvallarþættimir í hagkerfinu væm í lagi og gengju af sjálfú sér eftir ákveðnum brautum, en væri hvorki miðstýrt né stöðugt gripið inn í það af ríkisvaldinu. Fyrir- tæki, bankar og einstaklingar yrðu að sýna að þau hefðu þroska til að starfa i vestrænu nútíma hagkerfi. Það væri kannski stóra spumingin sem íslandsbanki stæði frammi fyrir, hvort hann hefði þroska til þess, eða hvort hann hagaði sér eins og gömlu fákeppnis- og ein- okunaraðilamir í hinu gamaldags íslenska kerfi, þar sem menn treystu á að ríkið ýmist bjargaði þeim eða segði þeim hvað þeir ættu að gera. -hmp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.