Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 16
Atli Ingvarsson stoðtækjafræðingur: Markmiðið er fyrst og fremst að gera fólki kleift að lifa sem eðlilegustu llfi. Mynd: Jim Smart. Stoðtœkiasm íð Líkamshlutar gerðir af manna höndum Sex íslendingar eru menntaðir í smíði stoðtœkja, en þúsund manna njóta þekkingar þeirra. Tryggvi Sveinbjörnsson: Lygilega margir þurfa á stoðtækjum að halda wm SPURNINGIN - Hvað finnsl þér um að lækka leyfilegt vínandamagn í blóði ökumanna úr 0,5 prómillum í 0,25? Elfa Kristín Geirsdóttir líffræðinemi: Mér finnst það allt I lagi. Fyrst fólk fær sér einn bjór er alveg eins hægt að sleppa því að keyra. Hrafnhildur Garðarsdóttir þjónn: Mér finnst að það ætti ekki að lækka þetta, því 0,5 prómill er ekki það mikið. Hiimar B. Jónsson matreiðslumeistari: Mér finnst það vitleysa, það á að herða viðurlögin. Kristinn R. Sigurðsson sölustjóri: Mér finnst það fullkomlega ástæðulaust. Það er hreinlega ekkert tilefni til slíks. Stoðtækjasmiðir eru fámenn stétt manna, en þeir gera fjðlda manns kleift að lifa „eðli- legu“ lífi, fara ferða sinna, sinna áhugamálum sínum, stunda vinnu. Sex íslendingar eru menntaðir til þess að smíða stoðtæki, eða gervilimi, en þús- und manns njóta þekkingar þeirra. Aflima þarf 20-30 ís- lendinga árlega, einatt í kjölfar slysa. Þrjú fyrirtæki leggja stund á smíði stoðtækja á Islandi, en Öss- ur hf. er þeirra stærst. Þar starfa fjórir stoðtækjafræðingar, mennt- aðir í Svíþjóð. Atli Ingvarsson er verkstæðis- formaður fyrirtækisins. - Markmið okkar er fyrst og fremst að gera fólki kleift að lifa sem eðlilegustu lífí, segir Atli við Þjóðviljann. Lengst af hefur verið litið á stoðtækjasmíði sem iðn, hand- verk. En nú er sífellt meiri áhersla lögð á hönnun og tæknilegar lausnir. I framhaldi af því hafa stoðtækjasmiðir farið að kalla sig mmmmmmmmmmmmmi stoðtækjafræðinga. Þeir eiga að baki þriggja ára háskólanám. Einmiljón Stoðtækjaverkstæði lætur frekar lítið yfir sér. Það er þrifa- legt, og verkfærin eru yfirleitt frekar smá i sniðum. Þau mikil- vægustu eru sexkantar og slípi- vélar. Auk þess þurfa hamrar, skrúfjám, þjalir og tangir að vera við höndina. Stoðtækjasmíði er sérhæfð vinna og gervilimir eru dýrir. Kostnaðurinn getur í sérstökum undantekningartilvikum nálgast eina miljón króna, en algengast er að þeir kosti 200-400 þúsund krónur. Þeir geta líka kostað 50 þúsund krónur. Enn önnur stoð- tæki kosta mun minna. Tryggingastofnun borgar stærri gripi, eins og gervifætur og gervihendur. En smærri hluti get- ur kaupandinn þurft að greiða að hluta eða til fulls. Gervifótur em flókið fyrir- bæri. Hann samanstendur af rör- um, liðum, tengistykkjum, fót- stykki og hylki sem tengir fótinn við líkamann. Hylki þessi em kölluð hulsur. Þau em mjög mik- ilvæg og á undanfomum árum hefúr mikil áhersla verið lögð á þróun þeirra. Útflutningur Að sögn Tryggva Svein- bjömssonar, framkvæmdastjóra Óssurar, hefúr fyrirtækið lagt um 10 af hundraði veltunnar í þróun- arvinnu á undanfomum fimm ár- um. Árangur þessa er sá að fjórð- ungur veltunnar er vegna útflutn- ings. Fyrirtækið flytur út hulsur og fleira til umboðsmanns í Sví- þjóð, sem síðan flytur vömna meðal annars til Bandaríkjanna. - Þróunarvinna er fyrirtæki lífsnauðsyn ef það á að halda velli. Stækkun fyrirtækisins byggist fyrst og fremst á útflutn- ingi og hann fer vaxandi. Við ger- um ráð fyrii að velta vegna út- flutnings verði meiri en vegna innlenda markaðarins á næsta ári, segir Tryggvi. - Það þurfa lygilega margir á stoðtækjum að halda. Viðskipta- menn okkar skipta þúsundum, segir hann. Nýjan fót árlega Stoðtækjaverkstæði framleiða meira en gervifætur og gervi- hendur. Meðal annars má nefna spelkur, bakbelti, innlegg í skó og sérsmíðaða skó. Mannfólkið er nefnilega ekki allt byggt sam- kvæmt stöðlum og sérþarfimar em með ýmsum hætti. Það getur liðið talsverður tími frá því maður missir fót þar til hann fær nýjan. Atli slær á einn mánuð. En það getur tekið langan tíma að venjast þessum „aðskota- hlut“, og það þarf að endumýja reglulega. - Hér áður fyrr entust gervi- limir mjög lengi, enda gerðu menn þá ekki sömu kröfúr og nú em gerðar. Nú er eðlilegt að mað- ur eigi einn fót til vara, og það er ekki óalgengt að fólk fái nýjan fót árlega, segir Atli við Þjóðviljann. -gg wwmwwmwmwwmmmmmm^mwwm RAFRÚN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Sími641012

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.