Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Kirkiuþing Biskupinn kominn í pólitík r r Olafur Ragnar Grímsson: Nýtt að biskupinn yfir Islandi segi fólki hvað það á að kjósa Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra segist ekki hafa verið að tala niður til kirkjunnar, eins og sumir kirkj- unnar menn hafa haldið fram að hann hafi gert í athugasemd- um sínum við ummæli Ólafs Skúlasonar biskups á kirkju- þingi. Fjármálaráðherra segist hafa verið að svara pólitískum ummælum biskupsins, sem hafí talað eins og hann væri í próf- kjöri hjá Sjálfstæðisilokknum. „Biskupinn kemur í sjónvarp og hvetur fólk til að íhuga alvar- lega hvaða stjómmálaflokk það eigi að kjósa,“ sagði Ólafur Ragn- ar. Það hefði ekki verið hægt að skilja ummæli Ólafs Skúlasonar á annan veg en þann, að hann væri að mæla með því að fólk kysi Sjálfstæðisflokkinn. Það hefði aldrei fyrr gerst á Islandi að bisk- upinn kæmi fram og hefði af- skipti af því hvað menn kysu. „Það þekkist að vísu í kaþ- ólskum löndum, þar sem mörg dæmi eru um að presturinn segi mönnum í skriftastól og fyrir alt- ari að kjósa íhaldsflokkana," sagði Ólafur Ragnar. Dæmi um slíkt þekktust í Suður- og Mið- Ameriku og á Ítalíu. En það hefði aldrei gerst fyrr á Islandi að bisk- upinn segði í sterkasta fjölmiðli landsins, að trúaðir íslendingar mættu ekki kjósa flokka sem stæðu með ákveðnum hætti að íjárlagafrumvarpi. „Eg var einfaldlega að svara þeirri pólitísku árás sem Ólafur Skúlason stóð fyrir og það er mjög merkilegt að hann skuli kjósa að fara út á þá braut,“ sagði fjármálaráðherra. Hann hefði satt að segja haldið að kirkjunnar menn gerðu sér grein fyrir því, og allir sannkristnir íslendingar, að þjóðin hefði átt í miklum erfið- leikum. Til að ná henni út úr þeim erfiðleikum hefðu allir þurft að taka á sig fómir. Það hefði orðið að skera niður framlög til fatl- aðra, aldraðra, skóla, samgangna og byggðarlaga. Það hefði alls staðar þurft að skera niður. Niður- skurðurinn á framlaginu til kirkj- unnar væri Iiður í að allir legðu sitt fram og satt að segja væri hann einna minnstur af hlutfallinu til kirkjunnar. Ólafur Ragnar sagði að svo virtist hins vegar sem þeir sem sætu á kirkjuþingi, með biskup- A Iþióðaviðskipti Fyrirtækin heimta ekki EB Dr. Peter Wallenberg: Sérfræðinga og þekkingu þeirra er alltaf hœgt að kaupa, en menn með alhliða yfirsýn eru fágætastir og eftirsóttastir að er ekki rétt sem komið hefur fram í fréttum að Electrolux og önnur sænsk stór- fyrirtæki hóti því að flytja starfsemi sína úr landi, ef Sví- þjóð gengur ekki í Evrópu- bandalagið, sagði dr. Peter Wallenberg í samtali við Þjóð- viljann á Hótel Sögu í fyrradag. - Eg hef heldur ekki trú á nyt- semi hótana eða þrýstings af því tagi. Hitt er annað, að fyrirtækin koma náttúrlega á framfæri upp- lýsingum til stjómmálalamanna um staðreyndimar sem við blasa í viðskiptaheiminum. Flutningur fyrirtækja milli landa eða jafnvel landshluta er miklum erfiðleikum bundinn, bæði varðandi tækja- búnað og starfsmenn. Dr. Wallenberg var aðalræðu- maður á ráðstefnu um nýsköpun í íslensku atvinnulífi, sem Iðn- tæknistofnun, Útflutningsráð og Félag íslenskra iðnrekenda efndu til á fimmtudaginn. Hann er einn þekktasti iðnrekandi og athafna- maður á Norðurlöndum, talinn áhrifamestur meðlima Wallen- berg-fjölskyldunnar í þeim íýrir- tækjum sem hún hefur ítök í, eins og Alfa-Laval, Asea, Astra, At- las-Copco, Electrolux, Ericson, Saab-Scania, SAS og fleimm. - íslendingar kvarta oft yfir því að hér vanti sérfræðiþekk- ingu. Hvcmig metur þú mikil- vægi sérfræðinga annars vegar og almennra stjómenda hins vegar við stefnumörkun og ákvarðana- töku í fyrirtækjum? - Sérfræðinga og sérfræði- þekkingu er alltaf hægt að byggja upp og kaupa þá þjónustu sem þeir veita. Mikilvægustu menn fyrirtækja em hins vegar þeir sem hafa alhliða yfirsýn, „generalist- ar“, - þeir sem geta raðað saman upplýsingapunktunum í nothæfa heildarmynd. Svona fólk vantar alls staðar. - Hverja telurðu möguleika tiltölulegra smárra íslenskra fyrir- tækja til samstarfsvæðingar á mörkuðum með erlendum sam- keppnisfyrirtækjum í sömu grein, því sem nefht er , joint venture"? - Ég mæli ekki með þeirri leið, hún er bæði erfið og áhættu- söm. Hins vegar mega Norður- löndin ekki vera einangruð, nú er tími viðskiptalegrar brúarsmíði. Á ráðstefnunni lagði dr. Wall- enberg áherslu á nauðsyn yfirsýn- ar og þess að ná fótfestu með sér- þekkingu og fyrirtækjarekstur ís- lendinga erlendis. Auðlindir Is- lands séu orka og menntað, vinnusamt fólkið, sem eigi að beina að hátæknistörfum, reyn- andi sé að fá hingað útibú er- lendra stórfyrirtækja á þvi sviði. Hann telur evrópskt efnahags- svæði ekki lausn margra vanda- mála og finnst ekki mikið til um kvartanir Islendinga um skattpín- iningu, sá söngur sé alls staðar. Wallenberg telur að aðalverkefni Evrópubandalagsins næstu kyn- slóðina verði að aðlaga Austur- Evrópulöndin markaðskerfinu. Lokahvatning hans til fundar- manna um áræðni í nýsköpun voru: „Kjarklausir menn ná aldrei færi á því að kyssa fagrar konur.“ ÓHT Dr. Peter Wallenberg: Kjarklausir menn fá aldrei að kyssa fagrar konur. Mynd: Jim Smart. Dekkiaverkstæði Verð á vinnu óbreytt Lítill verðmunur á dekkjum ogþjónustu á höfuðborgarsvœðinu, en töluverður munur á landsbyggðinni Verð á hjólbarðaþjónustu á höfuðborgarsvaeðinu hefur verið óbreytt í heilt ár. Þetta kom fram í verðkönnun Verð- lagsstofnunar. I könnuninni kom einnig fram að ekki er mikill verðmunur á þessari þjónustu á milli dekkjaverk- stæða á höfuðborgarsvæðinu. Lægsta verð fyrir að skipta um hjólbarða á fólksbifreið er kr. 3.200, en hæsta verð 4,4% hærra, eða 3.340 kr. Að skipta um hjól- barða á jeppa kostar hinsvegar 5.080 til 5.600 kr.. Meiri verðmunur er á þjón- ustu hjóbarðaverkstæða utan höf- uðborgarsvæðisins. Þar er rúm- lega 70% verðmunur á dýrasta og ódýrasta verkstæðinu. Odýrast er að láta skipta um hjólbarða á Hjólbarðaverkstæðinu Þjóðbraut 1 á Akranesi, en þar kostar það 2.600 kr. fyrir fólksbíl. Dýrast er hinsvegar að kaupa þjónustuna af fyrirtækinu Höldi, Tryggvabraut A Akureyri, en þar kostar það 4.460 kr. Ekki er mikill verðmunur á vetrarhjólbörðum eftir sölustöð- um á höfuðborgarsvæðinu. Þann- ig er t.d. sama verð á hjólbörðum af gerðinni Good Year hvar sem þeir eru seldir Utan höfuðborgarsvæðisins er almennt nokkur verðmunur á hjólbörðum á milli sölustaða. Þannig er 45% verðmunur á ákveðinni stærð af Kumho hjól- börðum. Þeir kosta 3.248 kr. hjá Bílaverkstæði Hallffeðs á Eski- firði, en 4.700 kr. hjá Bílaverk- stæði Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað. -Sáf inn í fararbroddi, teldu að nú væri tími kominn til að kirkjan gengi fram og yrði eini aðilinn í þjóðfé- laginu sem segði, ekki ég. „Það er að segja að þjóðkirkjan sé ein- hvers konar Islandsbanki," sagði íjármálaráðherra. Það er rétt, að sögn Olafs Ragnars, að gjöld kirkjunnar voru tekin inn í staðgreiðsluna. Aftur á móti væri innheimtuhlutfallið í staðgreiðslunni ekki nema 95%. Samkvæmt gildandi lögum mætti segja að ríkið væri skuldbundið til að skila 100%, þótt ekki inn- heimtust nema 95%. En það hefði verið tekið mið af innheimtuhlut- fallinu í skilum til kirkjunnar. Biskupinn væri í reynd að segja að ríkið ætti að styrkja kirkjuna umfram raunverulega innheimtu. Ef fara ætti eftir innheimtuhlut- fallinu ætti að draga um 60 milj- ónir frá heildarupphæðinni. Talan í fjárlögum næmi um 80-90 milj- ónum, þannig að það væru 20-30 miljónir sem væru einhvers konar framlag kirkjunnar til þess að gera eins og allir aðrir og taka að- eins minna til sín. „Hefúr ekki launafólk í gegn- um þjóðarsáttarsamningana fall- ist á að taka um sinn minni hlut til að ná stöðugleika og ná verðbólg- unni niður?“ sagði Ólafúr Ragn- ar. Væntanlega hefðu þeir sem sætu kirkjuþing þannig þekkingu á hagkerfi og lögmálum eína- hagslífsins, að ef allir segðu ekki ég, næðist enginn árangur fyrir heildina. Árangur næðist aðeins ef allir Iegðu sitt af mörkum. -hmp Kvennalistinn Stefnuskráin endurskoðuð Stefnuskrár Kvennalistans verða til endurskoðunar á landsfundi flokksins sem verð- ur haldinn um helgin að Hrafnagilsskóla í Eyjafirði. „Það eru auðvitað kosningar framundan og þær setja sinn svip á fundinn líka,“ sagði Anna Ólafsdóttir Björnsson varaformaður þingflokks Kvennalistans. Hún sagði að hópar sem hafa verið að vinna frá því á vorþing- inu myndu skýra frá sínum störf- um. „Það er svona af ýmsu tagi. Meðal annars er verið að útbúa upplýsingarit um stöðu kvenna. Það hefur verið fjallað um launa- mál, atvinnumál og umhverfismál í hópunum og þetta verður allt tekið fyrir,“ sagði Anna og bætti við að dagskráin væri þétt og mikil einsog venjulega. Ákvarðanir í framboðsmálum eru teknar í hverju kjördæmi fyrir sig, en Anna sagði, að að sjálf- sögðu myndu konur bera saman bækur sínar í þeim efnum á lands- fúndinum. -gpm AlþvðubandalagiP Þröstur hættir Þröstur Ólafsson hagfræð- ingur sagði sig úr Alþýðu- bandalaginu í vikunni. Hann hefur setið í bankaráði Seðlabankans fyrir flokkinn, en kjörtímabil ráðsins rann út á mið- vikudaginn. Þröstur hefur verið orðaður við framboð Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. -gpm 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.