Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 10
Fiárlagafrumvarpið Stöðugleiki - en hvað svo? Hagfrœðingar VSIOG ASI hafa sínar efasemdir um framtíðina í Ijósi fjárlagafrumvarpsins 1991 og því sem við tekur af þjóðarsáttinni. Hagfræðingar hjá aðilum vinnumarkaðarins fagna þeim árangri sem náðst hefur með þjóðarsáttinni, en eru ekki trúaðir á að allt gangi eftir sem vænst er (fjáriagafrumvarpinu. Ari Gíslason, hagfræðingur hjá ASÍ, til vinstri, og Hannes G. Sigurðsson, hagfræðingur hjá VSl, til hægri. Mynd: Jim Smart. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga efndi í vikunni til umræðufundar um fjárlaga- frumvarpið 1991 frá ýmsum sjónarhólum. Af sjónarhóli stjórnmálanna ræddu það Ól- afur Ragnar Grimsson fjár- málaráðherra og Pálmi Jóns- son, formaður þingflokks Sjálf- stæðismanna, af sjónarhóli hag- fræðinga og efnahagsstjórnar þeir Már Guðmundsson, efna- hagsráðunautur fjármálaráðu- neytisins, og Markús Möller, hagfræðingur hjá Seðlabanka íslands. Af sjónarhóli vinnu- markaðarins ræddu loks fjár- lagafrumvarpið þeir Ari G. Skúlason, hagfræðingur hjá ASÍ, og Hannes G. Sjgurðsson, hagfræðingur hjá VSÍ. Ólafur Ragnar Grimsson minnti á þau áform ffamkvæmda- valdsins sem lægju að baki fjár- lagafrumvarpinu til að Ieggja sitt af mörkum svo varðveita mætti þann árangur ríkisstjómarinnar í stjóm efnahagsmála sem lýsti sér í meiri stöðugleika en ríkt hefði hérlendis í 30 ár. Frammi íyrir ag- aðri efnahagsstjóm undanfarið hefði Sjálfstæðisflokkurinn hins vegar ekkert svar og stefnumið fyrir næstu kosningar nema að lækka skatta. Slikar yfírlýsingar væru með öllu óábyrgar meðan ekki væri nefnt hvar ætti að skera niður í ríkisútgjöldum. Pálmi Jónsson alþingismaður sagði að vissulega hefði náðst ár- angur með þjóðarsáttinni og þakka mætti Ólafi Ragnari fyrir þær framfarir sem fælust i að leggja fram fjáraukalög á sama ári og fjárlögin, og einnig fyrir bætta uppsetningu og undirbúning fjár- lagafmmvarpsins sjálfs. Hins vegar væri innihald þess ekki homsteinn að stöðugleika og þensla væri vaxandi í mannahaldi og umsvifum rikisins, útgjöld hefðu hlutfallslega vaxið meira en tekjur að undanfomu. Hann hafði sérstakar áhyggjur af framtíð margra sjóðanna, sem væm van- ræktir eða að tæmast. Már Guðmundsson benti á að einn ávöxtur efiiahagsstefnunnar undanfarið birtist í því að afkoma ríkissjóðs hefði farið sibatnandi. Til að varðveita árangurinn þyrfti femt: Affamhaldandi umbætur í skattamálum, Iausn á vanda sjóð- anna, sjálfsfjármögnun ríkissjóðs innanlands og skipulagsbreyting- ar í sjávarútvegi og landbúnaði. Markús Möller óskaði fjár- málaráðuneytinu til hamingju með tæknivinnuna á fjáríaga- ffumvarpinu 1991. Markús telur óljósast hvemig fjármögnun rík- issjóðs innanlands á næsta ári verður varið, því erfitt sé t.d. að sjá hvemig bankamir geti þá áfram bætt lausafjárstöðu sína með rikisvíxlum, auk þess sem kaup Islendinga á erlendum hluta- bréfum muni minnka fjármagnið sem í boði er. Ari G. Skúlason, hagfræðing- ur hjá ASÍ, sagði að breytingar á tekjuskiptingu í þjóðfélaginu hefðu verið launafólki i óhag og ekki væm fyrirsjáanlegar úrbætur á því sviði. Merkilegasti áfanginn í efnahagsstjóminni væri árangur- inn í að ná niður verðbólgunni í kjölfar febrúarsamninganna og mikilvægast af öllu að halda henni niðri. Hins vegar væm ýms- ar blikur á lofti í fjárlagaftum- varpinu. Hækkanir á bensingjaldi og svo gjaldskrám opinberra fyr- irtækja um áramót hefðu áhrif á allar vísitölur, en næsta rauða strik væri ekki fyrr en í maí og því fengju launamenn ekki lejðrétt- ingar fyrr en 1. júní 1991. Ósvar- að væri hver áhrif nýs tryggingar- iðgjalds hefðu á verð búvara og vandséð hvemig hægt væri að haida verði þeirra niðri, ef niður- greiðslur hækkuðu ekki umffam áætlunina. Ari taldi að árangurs | B | FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR P Síðumúla 39 — 108 Reykajvík — Sími 678500 Félagsráðgjafi 50% staða félagsráðgjafa er laus á hverfaskrif- stofu í miðbænum Um er að ræða afleysingastarf í 10 mánuði Verkefnin eru aðallega á sviði meðferðar og barnaverndarmála. Upplýsingar um stöðuna gefur Anni Haugen, yfirfélasgsráðgjhafi í síma 625500. þjóðarsáttarinnar gætti núna í bættum rekstri fyrirtækja og svig- rúmið hefði ekki verið notað til vafasamra fjárfestinga, heldur skuldir greiddar niður. Bráðnauð- synlegt væri að ríkið gengi á und- an með aðhaldi að því sem gæti haft áhrif á verðlag. Hannes G. Sigurðsson, hag- fræðingur VSI, sagði að aukning ríkisútgjalda væri 5.6% að raun- gildi sem væri í ósamræmi við yf- irlýsingar um lækkun þeirra. Vöxtur ríkisumsvifa væri mikið áhyggjuefni. Hann bjóst við því að heildareftirspum eftir lánsfjár- magni mundi aukast á næsta ári, þannig að áætlanir um innlenda fjármögnun ríkissjóðs í sama mæli og nú væm vafasamar, raun- vextir mundu þá hækka og ríkið neyðast til að taka erlend lán á ný, verðbólgan aukast og afkoma versna. Það væri heldur ekki nógu metnaðarfúllt markmið að hafa verðbólgu á við vandræðabömin í hópi nágrannaríkja. Fyrirhuguð sameining launatengdra gjalda væri framför sem VSI styddi, en hækkun þeirra í heild ylli von- brigðum og skerti svignim til aukningar kaupmáttar. Virkir skattar á fyrirtæki væm nú um 46%, með þeim hæstu í heimi, og stefhdi þar í þveröfúga átt við önnur lönd Evrópu. Fyrirtækin þyrftu að búa við 18% hækkun tekjuskatts i 7% verðbólgu. Ef Atlantsál yrði boðið hér upp á 30% tekjuskatt hlyti það að verða sjálfsögð krafa íslenskra fyrir- tækja að velja milli skattlagning- arkerfa, þess sem ætti að bjóða ál- verinu eða svipaðs kerfis og i öðr- um Evrópulöndum. Hann vænti hins vegar framleiðniaukningar í kjölfar stöðugleikans og þess að fyrirtækin hefðu loks getað sinnt innri þörfúm sínum. ÓHT Starfsmaður Laus er staða starfsmanns við fjölskylduheimili fyrir unglinga. Um er að ræða 65% stöðu í vaktavinnu á sambýli fyrir 5 unglinga. Menntun og/eða reynsla á sviði uppeldismála æskileg. Nánari upplýsingar í síma 681836 eftir kl. 16.00 alla virka daga. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember. Verkstjórar í öldrunarþjónustu Verkstjóra í heimaþjónustu vantar í félags- og þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða að Norður- brún 1 og Vesturgötu 7. Starfssvið verkstjóra er fólgið í daglegum rekstri heimaþjónustu aldraðra, verkstjórn og ráðgjöf við starfsmenn. Æskilegt er að umsækjendur geti unnið sjálf- stætt og hafi einhverja reynslu á sviði félags- legrar þjónustu og þægilegt viðmót í mannleg- um samskiptum. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn, Stein- unn í Norðurbrún 1, sími 686960 og Eygló á Vesturgötu 7, sími 627077. Umsóknarfrestur er til 9. nóvember. Sjúkraliði í öldrunarþjónustu Sjúkraliða vantar til aðstoðar við böðun aldr- aðra. Um er að ræða 50% starf við félags- og þjón- ustumiðstöðina að Vesturgötu 7. Góð vinnuað- staða og fullkomið sjúkrabað. Upplýsingar veitir Eygló forstöðumaður í síma 627077. Umsóknarfrestur er til 9. nóvember. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsókna- reyðublöðum sem þar fást. PJÓÐÞRJF LAUGARDAGUR /f) „DÓSADAGUR ÞJÓÐÞRJF í dagy laugardaginn 3. nóvember, söfnum við einnota umbúðum á Stór-Reykjavíkursvœðin u Hringdu í síma 621400 á milli kl. 10.00 og 15-00 og við sœkjum umbúðimar heim tilþín. Hentu dós til hjálpar! ÞJÓÐÞRIF, átak skáta, hjálparsveita og hjálparstofnunar kirkjunnar. LANDSSAMBAND HJÁLPARSVEITA SKÁTA BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA HJÁLPARSTOFNUN KIRKJUNNAR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.