Þjóðviljinn - 03.11.1990, Síða 7

Þjóðviljinn - 03.11.1990, Síða 7
r Olafiir Ragnar Grímsson er á beininu Nýja testamenti Alþýðubandalagsins Aðalfundi miðstjórnar Alþýðubandalagsins er nýlokið á Akureyri. Meiri sáttatónn virtist ríkja á fundinum en verið hefur í Alþýðubandalaginu um langt skeið. Enda var það krafa margra fundarmanna að forystumenn flokksins sneru sverðum sínum hver frá öðrum í átt til raunveru- legra andstæðinga flokksins í stjórnmálum. Miðstjórnar- fundurinn samþykkti ítarlega stjórnmálaályktun þar sem línurnar eru lagðar fyrir næstu kosningar. Olafur Ragnar Grímsson, formaður flokksins, hefur sagt að ný og breið miðja hafi skapast í flokknum. Ólafur Ragnar Grfmsson. Mynd: Jim Smart. Þú hefur sagt nýja miðju komna fram í flokknum eftir miðstjórnarfundinn. Hver er þessi nýja miðja? Ég hef sagt ný og breið miðja. Hún felur í sér nokkur meginat- riði. í fyrsta lagi er hún stolt yflr árangri flokksins í ríkisstjóm á undanfomum tveimur ámm, hún setur fram kröfuna um að fram- kvæmd á stefnumálum flokksins í stjómarasamstarfmu, sem hefur verið víðtæk, verði haldið skýrt fram. Flokkurinn sé stoltur af verkum sínum og hiki ekki við að halda þeim fram. I öðra lagi felur hún í sér áherslu á nýjar hugmyndir og þær breytingar sem era að eiga sér stað í veröldinni. Hún segir af- dráttarlaust; Alþýðubandalagið ætlar að taka þátt í þeim breyting- um og laga ísland að nýjum heimi. I þriðja lagi felur þessi nýja breiða miðja í sér kröfu um að stefnan sé ávallt tengd raun- veraleikanum á hveijum tíma. Ég notaði orðið „raunvera- leikabandalag“ í viðtali og tek eftir því að það orð hefur flogið víða. Kannski hitti maður þar naglann á höfuðið. Þessi þunga- miðja í flokknum gerir þá kröfu, að í málflutningi tengi maður kröfur sínar við hið raunveralega ástand en setji ekki ffarn óraun- hæft hjal um eitthvað sem ekki er hægt að gera, eða hugsi ekki fyrst um hvemig hlutimir séu og hvað þurfi til að breyta þeim. Segi ekki bara að það eigi að breyta þeim án þess að tengja það við raunvera- leikann. Með öðrum orðum, flokkur sem er með fætuma á jörðinni, er búinn að sjá hvemig hann ætlar að knýja ffarn breyt- ingamar um leið og hann lýsir því hveijar þær eiga að vera. Að lokum er þetta miðja sem felur í sér að Alþýðubandalagið er afdráttarlaust róttækur jafnað- armannaflokkur. Flokkur sem tekur mið af því besta úr sögu jafhaðarmannahreyfingarinnar á Islandi og í Evrópu, en lagar grandvallarhugmyndir jafhaðar- manna um lýðræði og jöfnuð jafnframt með róttækum hætti að þörfum nútímans og ffamtíðar- innar. Þetta er efniskjaminn. En þetta er einnig breið miðja í þeim skilningi, að hún vill að málin séu gerð upp. Það er kannski sement- ið í henni. Ekki að það sé einn sem segi þetta og annar sem segi hitt, heldur séu málin gerð upp. Stefna flokksins liggur fyrir og það var það stóra sem gerðist á miðstjómarfundinum, að með víðtækri stjómmálaályktun og með afgreiðslum á einstökum til- lögum, var lagður grandvöllur að afdráttarlausum svöram um stefhu flokksins til næstu ára. Einstaklingar í flokknum hafa auðvitað fullan rétt til að gangn- rýna þá stefnuákvörðun en það breytir því ekki að stefnan liggur fyrir og flokkurinn er með skýr svör. Þess vegna er komið breitt pólitískt bakland, sem myndar stoðimar undir þeirri nýju stjóm- málastefnu sem aðalfundur mið- stjómar afgreiddi. Það vaktí engu að síður at- hygli eftir þennan fund, þar sem nokkur samstaða virtist ríkja, að varaformaður flokks- ins virtist túika fundinn á ann- an hátt en þú. Það er ekki hægt að túlka fundinn nema á einn hátt. Fundur- inn svaraði sjálfur, það kemst engin túlkun að. Stefnusvör fund- arins era alveg ljós. Þær nýju áherslur og sú breiða mynd gagn- vart framtíð og nútíð, sem felst í stjómmálaályktun miðstjómar- fundarins, eru afdráttarlaus svör. Það sem þú ert kannski fyrst og fremst að víkja að, era um- mæli sem Steingrímur lét frá sér fara vegna þess sem ég sagði um útgöngu nokkurra flokksfélaga. Það var að hluta til sama fólk og gekk líka út af Egilsstaðafundin- um. Það sem ég sagði er einfalt og rétt. Ég sagði að sumir - já, sumir - af þeim sem þama gengu út hefðu gengið í flokkinn fyrir nokkrum áram. Þá átti ég fyrst og fremst við þann forystukjama sem var í gömlu Fylkingunni og dagaði uppi hér í Reykjavík, þeg- ar Fylkingin brotnaði í mél og hafði ekki lengur pólitískan til- veragrandvöll. Þetta fólk gekk inn í Alþýðubandalagið. Ég sagði að þessir einstak- lingar væru kannski að komast að því að Alþýðubandalagið væri annar flokkur en þau vildu að hann væri eða hefðu talið hann vera. Eg var ekki að tala um alla sem gengu út. Mér var alveg ljóst að í þeim hópi var fólk sem hafði verið í flokknum Iengi. Þú talar um jafnaðar- mannaflokk. Þýðir sú áhersla að höfuðóvinur Aiþýðubanda- lagsins í stjórnmálum sé AI- þýðuflokkurinn en ekki Sjáif- stæðisflokkurinn? Nei, nei, það þýðir það alls ekki. Staðreyndin er að jafnaðar- mannahreyfmgin á íslandi hefur verið skipt í tvo og stundum fleiri flokka. Alþýðuflokkurinn hefur i hálfa öld verið hægri hlutinn af jafhaðarmannahreyfmgunni. Inn- an Alþýðuflokksins hafa stundum verið menn sem hafa viljað gera hlut hans stærri. Allar slíkar til- raunir hafa mistekist, einfaldlega vegna þess að burðarásinn í Al- þýðuflokknum er hægri kjaminn í jafhaðarmannahreyfingunni á Is- landi. Þess vegna getur Alþýðu- flokkurinn í núverandi mynd sinni ekki verið jafnaðarmanna- hreyfíngin á Islandi í eintölu. Það skiptir engu máli þótt hann breyti naftii sínu í þeim tilgangi. Flokk- ur sem hefur ekki meiri skoðana- breidd en felst í þingflokki og for- ystu Alþýðuflokksins, er á engan hátt samnefnari fyrir hina breiðu jafhaðarmannahreyfmgu í öðrum löndum Vestur-Évrópu og á Norðurlöndum. Alþýðubandalagið hefur ver- ið, og verður enn frekar í framtíð- inni, róttæki hlutinn af jafnaðar- mannahreyfmgunni í landinu. Sá hluti sem leggur ríka áherslu á jöfhuð og þjóðfélagslegar um- bætur, á afvopnun og friðarmál, umhverfismál og náttúravemd og baráttuhreyfingar af ýmsu tagi. Þess vegna segi ég afdráttarlaust, og það er mikilvægt að miðstjóm- in svaraði því mjög skýrt, að Al- þýðubandalagið ætlar sér skýrt og afdráttarlaust að vera róttæki hlutinn í jafnaðarmannahreyfmg- unni á íslandi. Þetta er mikilvægt þegar Alþýðuflokkurinn leikur ákveðinn blekkingarleik í þessum efnum. Enda er það þannig, að ef stefnuskrá miðstjómarfundarins og málflumingur okkar era borin saman við það sem stóra jafnað- armannaflokkamir í Evrópu segja og gera, þá er okkar stefna miklu nær endumýjun jafnaðarstefn- unnar í Evrópu en gamli tekn- ókratíski hægrikratisminn sem Alþýðuflokkurinn er fyrst og fremst fulltrúi fyrir. Við höfum sett fram róttæka, nýtískulega jafhaðarstefhu, sem er miklu ferskari í áherslum sín- um en gamli tæknikratisminn sem hefur ávallt riðið húsum i Al- þýðuflokknum. Enda era sumir súpertæknikratar þar í forystu. Þegar þú segir „raunveru- leikabandalagið“, feist þá í því sá skilningur að Alþýðubanda- iagið hafl ekki alltaf verið í takt við raunveruleikann? Ég vil taka eitt skýrt dæmi. Bima Þórðardóttir, sem gekk út af miðstjómarfundinum, sagði í ræðu: „Þessi ríkisstjóm hefur lagt hina skipulögðu verkalýðshreyf- ingu í rúst“. Hvílíkt kjaftæði. Er BSRB í rúst, er Alþýðusamband- ið í rúst, er Verkamannasamband- ið í rúst? Hvar era rústir hinnar skipulögðu verkalýðshreyfingar á Islandi? Þær era ekki til. Munurinn á raunveraleika- bandalaginu, sem ég er aðtalaum, og svona hugaióram sem koma fram í ræðu Bimu er sá, að annað er raunveraleg pólitík og hitt er kjaftæði. Auðvitað er kjaminn sá, ef frá er talin þessi erfiða og við- kvæma deila við BHMR, að Al- þýðubandalagið hefur í þessari ríkisstjóm náð víðtækari og nán- ari samvinnu við hin stóra og öfl- ugu samtök launafólks heldur en tekist hefur í nokkurri annarri rík- isstjóm sem Alþýðubandalagið hefhr átt aðild að. Þessi nána og umfangsmikla samvinna, við samtök sem telja yfir 90% launa- fólks á Islandi, er kannski sterk- asta stoð ríkisstjómarinnar. Þegar fólk kallar slíka sam- vinnu, sem er að gerbreyta þjóð- félaginu til góðs, „rústir verka- lýðshreyfingarinnar", getur auð- vitað engin samleið verið í flokki á milli okkar og þeirra sem halda slíku fram. Þið forystumennirnir, aðal- lega þríeykið þú, Svavar og Steingrímur, hafið staðið fyrir ólíkar áherslur. Ef þessi breiða miðja á að ganga upp, er það þá ekki á ykkar ábyrgð að sýna það út á við að þessi breiða miðja sé til? Að sjálfsögðu, og það er að mínum dómi mjög auðvelt verk vegna þess að stefnusamþykkt miðstjómarinnar er það nýja testamenti sem við eigum að fylgja í okkar orðræðum, bæði okkar á milli og út á við. Það er enginn vandi fyrir forystu að vera samhent ef hún fylgir þessu nýja testamenti sem miðstjómin af- henti flokknum, sem ég er sann- færður um að mun um langa framtíð verða talin ein merkasta samþykkt sem stjómmálaflokkur á íslandi hefur gert á undaníöm- um árum. Þess vegna er skyldan ekki bara sjálfsögð gagnvart okkur þremur sem þú nefndir, heldur gagnvart öllum þingmönnum flokksins, öllum frambjóðendum flokksins, öllum þeim sem starfa fyrir flokkinn í sveitarstjómum, í hagsmunasamtökum launafólks og alls staðar, mjög einfold. Flokkurinn hefur lagt stefnuna fram og menn geta ekki leyft sér Iengur í þessari forystusveit, hvorki í þingflokki né annars staðar, að vera með sérskoðanir um þau efni sem flokkurinn hefúr talað skýrt um. Menn verða að beygja sig undir að lúta stefhu flokksins, þessari nýju, nútíma- legu og raunsæju stefnu sem sett hefur verið fram. Það er kannski stóra breytingin, að nú hafa menn þetta nýja testamenti til að fara eftir. Að lokum Ólafur Ragnar, ert þú á leiðinni í framboð á Reykjanesi? Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um það. Ég taldi fyrsta skylduverk mitt vera að Alþýðu- bandalagið gerði stefnu sína klára. Miðstjómarfundurinn var hinn stóri áfangi í þeim efnum, eins og við höfum rætt í þessu samtali. Þar tókst að veita þau svör sem flokkurinn þurfti að veita og gera mynd hans og mál- flutning gagnvart þjóðinni af- dráttarlausan og á þann veg að hann er bæði ábyrgur, tengdur raunveraleikanum og horfir til framtíðar. Þetta var fyrsta verk- efnið. Ef það hefði ekki tekist, hefði skipt minna máli að ræða fram- boð mitt eða annarra í einstökum kjördæmum. Það sem mestu máli skiptir er að flokkurinn færi fram raunhæfan málflutning. Nú er verkefnið að velja frambjóðendur sem færa þennan málflutning fram, trúa á þetta nýja testamenti sem miðstjómarfundurinn sam- þykkti og ætla sér að bera þá stefnu ffarn til sigurs á næstu ár- um. Fólkið í einstökum kjördæm- um ákveður þessa lfambjóðendur. Ég er reiðubúinn að gefa kost á mér, en rétt er að benda á að mér hefur hins vegar tekist að sinna þessum verkefnum án þess að vera þingmaður. Þannig að ef ég lít til baka síðustu þijú ár, er það ekki endilega sjálfgefið að menn þurfi að vera á Alþingi til að ná þessum árangri. Hins vegar teldi ég mikilvægt fyrir formann flokksins að vera á þingi á næsta kjörtímabili. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um í hvaða kjördæmi ég býð mig ffam. -hmp Laugardagur 3. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.