Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR AB Reykianesi Framboð Geirs ræðst Geir Gunnarsson alþingismað- ur sagði að væntanlega yrðu framboðsmál rædd á aðalfundi kjördæmisráðs AB á Reykja- nesi, enda drægi að kosning- um. Geir sagði að hann myndi í dag segja af eða á um hvort hann hygðist fara aftur í fram- boð. Fundurinn verður haldinn í dag í Flug-Hóteli í Keflavík og hefst klukkan 1. Geir mun ávarpa fundinn í upphafi. Eftir fiindar- störf eru stjómmálaumræður á dagskrá og verður Olafar Ragnar Grímsson fjármálaráðherra fram- sögumaður. Um kvöldið verður haldin kvöldvaka með tilheyr- andi kvöldverði og dansi. -gpm Utanríkisráðunevtið Ahyggjur af Rússasamningum Sendiherra íslands í Moskvu var falið í gær að afhenda utanríkisráðherra Sovétríkj- anna bréf þar sem lýst er áhyggjum vegna samnings- brota á viðskiptasamningi Is- lands og Sovétríkjanna. Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra lætur í bréfinu í ljós alvarlegar áhyggjur vegna þess að greiðslur hafa ekki komið fyrir sjávarafurðir sem fluttar hafa verið frá íslandi til Sovét- ríkjanna samkvæmt samningum, segir í fréttatilkynningu ffá utan- ríkisráðuneytinu. Kvennalistinn Fjárfest f öryggi barna Elín G. Olafsdóttir í borgarstjórn: Sérstakar aðgerðir til þess að auka öryggi skólabarna í umferðinni lín G. Ólafsdóttir, borgar- umhverfi skóla fái forgang á ™ fulltrúi Kvennalistans, Iagði tii við borgarstjórn í fyrrakvöld að þegar yrði varið 10 miljón- um króna til að auka öryggi skólabarna í umferðinni. Til- lögu Elínar var vísað til skóla- málaráðs og umferðarnefndar. Elín vill að hrint verði í ffam- kvæmd sérstökum aðgerðum á þessu skólaári til þess að auka ör- yggi skólabama í umferðinni. Hún leggur meðal annars til að gerðar verði úrbætur á gönguleið- um skólabama og vill að nánasta HFJ ARRUNTURINN SÍGILD TÓNLIST býðst í borg og bæjum út um land. í Hafnarborg suður i Hafnarfirði syngur Elín Ösk Óskarsdóttir sópran við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar annað kvöld kl. 20.30. Á efnisskrá þeirra em ensk, íslensk og ítölsk sönglög ásamt ítölskum óperuaríum. Leggi tón- listamnnendur leið sína suður með sjó í dag er upplagt að hlýða á tón- leika Robyns Kohs sembalieikara og Einars Kristjáns Einarssonar gítarleikara í Ytri- Njarðavíkurkirkju kl. 16. Þau ætla að leikabæði göm- ul og ný lög, innlend og útlend. í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar úti á Laugamestanga verður boðið upp á óvenjulcga tónleika annað kvöld kl. 20.30. Leika þar saman þeir Símon H. ívarsson og dr. Orthulf Prunn- er á gítar og klavikord, en síðamefnda hljóðfærið mun hafa verið í mikl- um metum hjá Bach og fleiri merkum tónskáldum. Þeir félagar ætla meðal annars að leika verk eftir Bach, en einnig eftir Beethoven, Bocc- herini og fleiri. Kór Langholtskirkju verður með tónleika í kirkjunni á morgun kl. 17, og helgar kórinn tónleikana minningu látinna og sérstak- lega þeirra sem horfið hafa úr röðum kórsins. Þorsteinn Gauti Sigurðs- son leikurá píanó í Kirkjuhvoli í Garðabæ kl. 17 siðdegis í dag. Tónleik- ar hans em á vegum Evrópusambands píanókennara (EPTA). LEIKBRÚÐUDAGARNIR í Gerðubergi standa enn. í dag og á morg- un er það ferðaleikhúsið Embla sem skemmtir bömum og fullorðnum ffá kl. 15 báða dagana. Brúðumar í Embluleikhúsinu þurfa á aðstoð áhorfenda að halda, svo að pabbamir geta ekki bara dottað á bekknum. Brúðuleikhúshátíðin á enn eftir að standa í fjórar vikur. Verði á aðgang- smiðum er stillt í hóf, og ættu allir krakkar að draga foreldra sína á leik- sýningamar sem eftir em. KVENSKÖRUNGINN MEDEU er nú að finna í Alþýðuleikhúsinu. Leikhúsið fmmsýndi þennan rúmlega tvöþúsund ára gríska harmleik eft- ir Evrípídes í þýðingu Helga Hálfdanarsonar í gærkvöld, og er næsta sýning annað kvöld kl. 20.30. Leikstjóri er Inga Bjamason, en Medeu túlkar Jómnn Sigurðardóttir. Tónlist og dansar fléttast texta leikritsins, og samdi Leifur Þórarinsson tónlistina, en Hlíf Svavarsdóttir dansana. KÍNVERSKIR LISTAMENN em sjaldgæfir gestir hér á landi. í dag opnar ung, kínversk listakona að nafni Lu Hong sýningu í Hlaðvarpan- um. Hún hefur undanfama mánuði málað íslenskt landslag með hefð- bundnum kínverskum aðferðum, enda sýningin kölluð: Island í kín- versku bleki. Jónína Guðnadóttir opnar sýningu í Hafnarborg um helg: ina. Hún sýnir lágmyndir og höggmyndir unnar úr leir og steinsteypu. 1 Gallerí 11 við Skólavörðustíg opnar Guðrún Einarsdóttir sýningu á málverkum í dag. Málverk um gamburmosa og stein er heiti sýningar Kristins G. Jóhannssonar sem er opnuð í FIM-salnum í dag. Þá em í dag og á morgun síðustu forvöð að sjá hina glæsilegu yfirlitssýningu á verkum braufyðjandans Svavars Guðnasonar í Listasafhi Islands. Is- lenskar þjóðlífsmyndir eftir Sigríði Kjaran er sýning sem er opnuð á annarri hæð Þjóðminjasafnsins í dag. Sigríður hefúr undanfarin fimm ár unnið að gerð brúða í búningum og við vinnu fyrri ára, eins og saltfisk- breiðslu og tóvinnu. Utanríkisráðherra lætur í ljós áhyggjur vegna þess að hið sov- éska Sovrybflot segist ekki ætla að halda gerða samninga og hætta að taka við vörum frá Islandi. Ráðherra rekur í bréfinu þær af- leiðingar sem samningsbrotin hafa fyrir íslenska sjómenn og fiskvinnslufólk. Ennfremur lýsir ráðherra áhyggjum sínum vegna þess að ekki hefúr verið staðið við samn- inga um greiðslur fyrir ullarvömr sem fluttar hafa verið héðan til Sovétríkjanna. Samningaviðræð- um Islendinga og Sovétmanna um nýja viðskiptabókun í október s.l. var frestað og ekki hefúr verið ákveðið hvenær þeim verður fram haldið. ___ -gpm skóla næstu fjárhagsáætlun. Elín leggur til að komið verði á gangbrautarvörslu við alla gmnnskóla sem þess óska og vill að skólaakstur nemenda 1.-4. bekkjar verði aukinn. Tilefni þessarar tillögu segir Elín vera síaukna umferð bíla og fjölgun slysa á bömum i borginni. 1 greinargerð með tillögunni bendir hún á að daglega ferðast á fimmtánda þúsund gmnnskóla- nemar til og fra skóla, tvisvar til þrisvar á dag. -gg Starfsemi nýju stöðvarinnar I Gufunesi hefst (apríl á næsta ári ef áætlanir standast. Mynd Jim Smart. Sorpevðing Umdeild sorpstöð óðum að rísa Reisugilli vegna móttökustöðvar fyrir sorp í Gufunesi. Sorpböggun hefst í apríl á nœsta ári |y| eð þessari stöð leysa sveit- arfélögin á höfuðborgar- svæðinu sorpmál sín. Þetta og framkvæmdir í frárennslismál- um vegna skolps kalla ég um- hverflsbyltingu. Þetta segir Ögmundur Einars- son, framkvæmdastjóri Sorpeyð- ingar höfúðborgarsvæðisins, en fyrirtækið bauð til reisugillis í gær vegna móttökustöðvar í Gufunesi. Stöðin á að hefja starf- semi í apríl á næsta ári. Skiptar skoðanir hafa verið um byggingu þessarar stöðvar. Ibúar í Grafarvogi hafa mótmælt staðsetningu hennar, og hún hefur jafnframt verið umdeild i borgar- stjóm. Þá hafa íbúar í Mosfellsbæ mótmælt fyrirhuguðum urðunar- stað í Álfsnesi. I Gufunesi verður tekið á móti öllu sorpi frá höfúðborgarsvæð- inu. Hluti af því, einkum timbur, verður tekið til endurvinnslu, en annað verður baggað og urðað í Álfsnesi í Kjalameshreppi. I Gufunesi verður jafhframt mót- taka fyrir svonefhd spilliefni, sem send verða til Danmerkur til eyð- ingar. Móttaka fyrir spilliefhi hóf starfsemi í Kópavogi í byrjun árs og hafa tugir tonna borist þangað. Heildarkostnaður vegna stöðvarinnar í Gufiinesi og urðun- ar í Álfsnesi er áætlaður um 560 miljónir króna að sögn Ögmund- ar. Þegar stöðin í Gufunesi tekur til starfa, leggst starfsemi sorp- hauganna þar niður, en ráðgert er að þar verði golfvöllur í framtíð- inni. -gg ■ Fjöldi glæsilegra vinninga m.a. öflugar töivur, ferða* -nhiÁMin.mu vinningar, videóupptökuvéi- I fjlO** PJOOwllrJINPI , ... . , . . , . . | . 'V’rf happdratti 1990 an heimilistæki, videotæki, grafíkmyndir og bókaúttektir. Leggið vinstri málstað og manresu no meo pvt ao kaupa happdrættismiða Þjóðviljans. Laugardagur 3. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.