Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ÞINGLYNDI ÞJÓÐVIUINN Jónarnir sterku Spurningarnar hrannast enn upp varðandi framtíðar- stöðu og möguleika (slendinga í viðskiptum við aðrar þjóðir. Síðast í gær gaf Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra í skyn á ráðstefnu Alþjóðastofnunar Háskóla (slands um Evrópumálin, að hann vonaðist til þess að EFTA-ríkin gætu deilt með sér „fórnarkostnað- inum" af því að verða við kröfum EB-ríkja um ýmiss konar aðgang og réttindi. Það sem hangir meðal ann- ars á spýtunni er að Spánverjar hafa gert formlega kröfu um veiðiheimildir í íslenskri landhelgi upp á tugi þúsunda tonna á ári, verði íslendingum hleypt að mörkuðum Evrópubandalagsins. Utanríkisráðherra veit sem er, að flestir (slendingar munu eiga erfitt með að kyngja hvers konar ívilnunum af þessu tagi. Spurn- ingin er hvort aðrar EFTA- þjóðir reynast okkur svo skilningsríkar þegar á reynir, að þær hjálpi okkur að forðast þau örlög eða milda þau. Og víst er að eitthvað munu þau vilja fá fyrir snúð sinn. Hér er samt fleira að athuga. Kann það að vera, að gömlu risarnir, EB og Bandaríkin, gumi nú eins og Jón sterki af afli sínu og sterkri samnings-, ef ekki vald- stöðu, en að framtíðaráhrif þeirra séu í raun ekki slík sem við erum vönust? Um allan heim eru ríki, sem hafa verið í varnarstöðu í alþjóðaviðskiptum, að heimta rétt sinn. Ríkjahópur sá sem gengur undir sam- heitinu G-15 á alþjóðavettvangi, á heimkynni sín í löndum Afríku, Asíu og Suður- Ameríku og sameinað- ist í september síðastliðnum eftir fundi í Júgóslavíu, sem eins konar svar við sjöveldunum, hópi sjö voldug- ustu iðnríkjanna. G-15 hópurinn ætlarað mynda blokk til þess að ná fram réttindum og tækifærum í GATT- viðræðunum, sem á að Ijúka í desember. Þar mætir líka 13 ríkja hópurinn sem nefndurer Cairns-hópurinn, með Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Argentínu og fleiri innan- borðs. Öll þessi ríki gera harða hríð að verndarstefnu Evrópu- bandalagsins og Bandaríkjanna og heimta frjálsari við- skipti, lægri tollmúra eða afnám þeirra, svo þau geti keppt á jafnréttisgrundvelli með framleiðslu sína. Það sem er athyglisvert fyrir (slendinga í þessu sambandi er það, að þessi ríki hyggjast beita eins konar fjárkúg- un á EB og Bandaríkin, ef í hart fer (sem ugglaust verður) í GATT-viðræðunum, og hóta að sprengja eða koma í veg fyrir samkomulag á öllum öðrum sviðum varðandi vörur og þjónustu, ef ekki næst viðhlítandi samkomulag um landbúnaðarmálin. En ekki er það síður íhugunarefni fyrir okkur, að nú er krafist frjálsari viðskipta um allan heim, og vant er að sjá, að hvort sem eru G-15 hópurinn eða Cairns- lönd- in muni sætta sig við að Evrópubandalagið haldi áfram að vera sú harðsoðna varnarklíka, sem okkur ertíðum sagt frá að við munum vera útilokuð frá, gefum við ekki eftir varðandi fiskveiðiréttindi. Hvernig stenst sú rök- semdafærsla, að með því að semja okkur ekki á ein- hvern hátt inn í evrópskt efnahagssvæði eða ganga hreinlega í EB, séum við að útiloka okkur frá stærstu og mikilvægustu markaðssvæðum okkar? Er ekki ein- mitt verið að herða róðurinn að því á alþjóðavettvangi, að EB líðist ekki lengur að loka sig af gagnvart þjóðum heims? ( þessu máli er nokkur tvískinnungur uppi af hálfu þeirra sem fullyrða að (slendingar verði að axla nokk- urn fórnarkostnað, til að halda stöðu sinni og tækifær- um. Annars vegar ertalað um aukið frjálsræði og opn- un í heiminum öllum, en hins vegar lokað virki Evrópu- bandalagsins. Krafturinn í þjóðunum sem sækja nú að forréttindablokkunum beggja vegna Atlantshafs gefur til kynna, að veldi þeirra til að deila og drottna í al- þjóðaviðskiptum verði ekki jafnt til framtíðar og það er nú, þótt þær gefi hins vegar viðsemjendum sínum eins og okkur sterklega í skyn að þær séu Jónar hinir sterku og við þurfum að laga okkur að óskum þeirra. ÞJOÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Óiafur H. Torfason. Fréttastjóri: Sigurður Á. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson, Garðar Guðjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Gíslason, Sævar Guðbjörnsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigríður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiösla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradótir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgrelösla, ritstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvlk. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verö í lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.