Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 6
Þvskaland Enginn bilbugur á Honecker Telur samsærismakk hafa valdið umskiptunum í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu Eg er fastákveðinn í að halda baráttunni áfram. Ég læt ekki deigan síga,“ segir Erich Honecker, aðalvaldhafi hins nú horfna austurþýska ríkis þang- að til fyrir ári. Sá gamli, mótað- ur á erfiðum tímum áranna milli heimsstyrjalda og af mörgum árum í fangabúðum nasista, lætur engan bilbug á sér finna. Honecker kemst svo að orði í viðtali við Lundúnablaðið The European, og mun það vera fyrsta viðtalið við hann sem birtist frá því að hann lét af völdum 18. okt. s.l. ár. Ríkisleiðtoginn fyrrver- andi, sem nú er 78 ára, er undir gæslu í byggingu tilheyrandi sov- ésku hersjúkrahúsi í Beelitz, skammt suður af Berlín. Fjölflokkakerfi w i Mósambik Þing Mósambiks samþykkti í gær einróma að fjölflokkakerfí og markaðsbúskapur skuli tekin upp þarlendis. Er kveðið á um þetta í nýrri stjómarskrá, sem tekur gildi 30. nóv. Jafnframt verður rikið skil- greint sem lýðveldi, en ekki al- þýðulýðveldi eins og hingað til. Frá því að Mósambik varð sjálfstætt ríki fyrir hálfúm öðrum áratug hef- ur það verið einsfiokksríki með miðstýrt hagkerfi. Joaquim Chiss- ano, forseti landsins, segir upp- reisnarhreyflngunni Renamo heim- ilt að taka þátt í komandi kosning- um ef hún leggi niður vopn og Hann gefur í skyn i viðtalinu þá skoðun sína að á bakvið um- skiptin í Sovétrikjunum og Aust- ur-Evrópu hafi verið samsæri- smakk, sem ráðamenn í Kreml hafi verið fiæktir í, og telur að það eigi allt eftir að koma í ljós. „Um síðir munu menn sjá að ég hafði rétt fyrir mér,“ segir hann. Til stendur að hann verði ákærður um spillingu, ábyrgð á dauða þeirra sem austurþýskir landamæraverðir drápu er þeir reyndu að komast vesturyfir Berl- ínarmúr og landamæri Austur- og Vestur-Þýskalands, hjálp við Baa- der-Meinhofliðið vesturþýska o.fi. Fleiri fyrrverandi austur- þýskir ráðamenn mega vænta þess sama, þeirra á meðal Margot, eiginkona Honeckers og mennta- málaráðherra í stjóm hans, og Erich Mielke, sem á tíð austur- þýska ríkisins var æðsti maður ör- yggislögreglu þess, Stasi. Hann er Honecker (hér 1987 með Franz Josef Strauss, leiðtoga f Bæjara- landi) - fáfræði og mikilmennsku- blindni, segir Neues Deutschland. kominn yfir áftrætt. Honecker vísar þeim ákæmm á bug af fýrirlitningu. „Eg óttast ekki sýndarréttarhöld," segir hann og kveðst saklaus af öllum ákærum. „Þeir þarfnast einhvers til að skella skuldinni á og ég er gerður stærstur syndahafranna.“ „Furðuleg blanda af sjálfs- ánægju, fáfræði og mikil- mennskublindni,“ er skrifað um þessi ummæli Honeckers í Neues Deutschland, dagblað sem á valdatíð Honeckers var eitt helstu blaða ríkis hans og þar með mál- gagn hans sjálfs. Listakonan Bárbel Bohley, sem vareinn helstu forustumanna andófshreyfingarinnar er kom af stað mótmælahreyfingu þeirri er knúði Honecker og þá félaga til að láta af völdum, segist í viðtali við blaðið vel skilja reiði fólks í garð valdhafans fýrrverandi og óskir þess um að honum verði stefnt fýrir rétt. En sjálf er hún því andvíg. „Eg held ekki að Erich Honecker sé sekari en margir aðr- ir í okkar fýrrverandi riki,“ segir Bohley. Reuter/-dþ. Samráð um öryggismál Utanríkisráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frá níu hlutlausum ríkjum mæltust til þess í gær fýrir hönd stjóma sinna að lönd þeirra yrðu höfð með í ráðum um her- og öryggismál í Evrópu. Væri nauðsynlegt, nú þegar kalda stríðinu væri lokið, að ráðum um þau mál væri ráðið á sameiginleg- um vettvangi allra ríkja álfunnar. Ríki þessi níu em Júgóslavía, Sví- þjóð, Finnland, Austurríki, Sviss, Liechtenstein, Kýpur, Malta og San Marino. Anker ætlartil Bagdað Anker Jörgensen, fýrrum for- sætisráðherra Dana, sagðist í gær hafa í hyggju að fljúga til Bagdað til að fá lausa danska gísla í írak og Kúvæt. Willy Brandt, fýmim sambandskanslari Vestur-Þýska- Iands, fyrirhugar einnig för til ír- aks þeirra erinda að ffelsa gísla. Nokkuð hefur verið um það að fyrr- og núverandi ffamámenn í stjómmálum hafi heimsótt Irak í þessu skyni, sumir með nokkmm árangri. Af þeim má nefna Kurt Waldheim, forseta Austurrikis, og Edward Heath, fýrmrn forsætis- ráðherra Breta. Kúvœti segir frá Hjuggu af fingur og hendur Mára gamall Kúvæti sagði fréttamönnum í fyrradag frá pyndingum, sem hann hefði sætt í fangelsi í Basra af hálfu íraskra hermanna. Segir hann hermennina hafa misþyrmt föngum þar á margan hátt, pyndað þá og kvalið. „Þeir höggva af fingur, stund- um hendur,“ sagði Kúvæti þessi. „Þeir reka líka nagla gegnum hendur. Einn sá ég látinn og hafði annað augað verið stungið úr hon- um.“ I fangelsi þessu vom rúmlega 80 manns, sumir Kúvætar, sem irösk heryfirvöld gmnuðu um andspymu, en einnig Egyptar og Irakar. Kúvæti sá er hér um ræðir segist hafa verið handtekinn 22. sept. í Kúvæt er hann reyndi að smygla vopnum til andspymu- hreyfingarinnar þar. „Ég var sífellt barinn, hengd- ur upp á fótunum, pyndaður með rafmagni og íraskir hermenn nauðguðu mér,“ skýrir hann frá. Eftir 23 daga vist í fangelsinu tókst honum að flýja úr því og komast til Saúdi-Arabíu. Að sögn hans hafði systir hans eitt sinn séð íraska hermenn skjóta fjögur böm til bana fýrir augum móður þeirra af því að þau höfðu veifað kúvætskum fánum og hrópað vígorð til stuðnings út- lægri stjóm lands síns. -dþ. Viðræður Buthel- ezi og Treurnicht Mangosuthu Buthelezi, leið- togi Inkatha, flokks sem nýtur mikils fylgis meðal Súlúa, stærstu bantúþjóðar Suður-Afríku, ræddi í gær í fýrsta sinn við fomstu- menn íhaldsflokks hvítra manna, sem er því andvígur að apartheid sé afnumið. „Lífsskoðanir okkar beggja em kristilegar og við emm sammála um að hafna yfirdrottn- un, hryðjuverkum og kommún- isma,“ segir í sameiginlegri yfir- lýsingu, sem þeir Buthelezi og Andries Treumicht, leiðtogi íhaldsflokksins, birtu eftir við- ræðumar. Hvomgum þessara að- ila hefúr verið boðið til viðræðna stjómarinnar og Afríska þjóðar- ráðsins (ANC) um afnám apart- heids. Reuter/-dþ. LISTASAFN REYKJAVIKUR Kjarvalsstaðir Safnakennari Laust er til umsóknar starf safnakennara við Listasöfn Reykjavíkur (Kjarvalsstaði og Ás- mundarsafn). Listfræði-, kennara- eða mynd- listarmenntun æskileg. Starfið felst í að leiðbeina hópum um sýningar að Kjarvalsstöðum og Ásmundarsafni og gerð sérstakra verkefna þar að lútandi. Nánari upplýsingar veittar í síma 26131. Um- sóknum ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skal skila til Kjarvalsstaða v/Flóka- götu, 105 Reykjavík, á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Noregur Sveifla til vinstri Líklegt er að eftir stjórnarskiptin hafi Sósíalíski vinstriflokkurinn hlið- stæð áhrif á stjórnarstefnuna og Framfaraflokkurinn hafði áður Jafnframt því að ný stjórn tekur við í Noregi færist valdaþungamiðja stjórnmál- anna þar til vinstri. Og ekki að- eins vegna þess að Verkamanna- flokkurinn, sem er jafnaðar- mannaflokkur, tekur við stjórn af Hægriflokknum. Fráfarandi stjóm Hægriflokks, Miðflokks og Kristilega þjóðar- flokksins var alltaf veik, vegna innbyrðis ágreinings um afstöóuna íil Évrópubandalagsins o.fl. og einnig þess að hún var í minnihluta á þingi og varð því ef í harðbakka sló að reiða sig á stuðning Fram- faraflokksins, hægrisinnaðs óánægjuflokks sem aðrir flokkar hafa talið sér ósamboðið að hafa mikið með að gera. En með þessari lykilaðstöðu gagnvart stjóminni gat Framfaraflokkurinn haft vem- leg áhrif á stefnu hennar. Það gramdist mjög miðju- flokkunum tveimur í stjóminni, sérstaklega Miðflokknum, þar eð þeir og Framfaraflokkurinn em höfuðandstæðingar í byggðamál- um. Miðflokkurinn, bændaflokk- urinn gamli, er öllum öðmm flokkum fremur málsvari dreifbýl- isins, Framfaraflokkurinn á hinn bóginn hirðulausastur um það allra flokka og vill draga að miklum mun úr stuðningi hins opinbera við atvinnulíf og annað í Norður- og Vestur-Noregi. Á kosninganóttina í sept. í íýrra neitaði Johan J. Jak- obsen, leiðtogi Miðflokksins, að sitja við hliðina á Carli I. Hagen, leiðtoga Framfaraflokksins, í upp- tökusal í sjónvarpinu. Oánægja Miðflokksins með Syse súr á svip eftir afsögnina - fall stjómar hans er einnig ósigur fyrir Framfaraflokkinn. tök Framfaraflokksins á stjóminni átti nokkum þátt í því að stjómin sprakk og Miðflokkurinn færði sig til vinstri, upp að Verkamanna- flokknum. Með falli stjómar Hægrileið- togans Jans P. Syse dregur mjög vemlega úr áhrifum Frainfara- flokksins, flokks þess sem lengst er til hægri þarlendis, í norskum stjómmálum, en í staðinn aukast vemlega áhrif þess flokks sem Iengst er til vinstri á þingi, Sósíal- íska vinstriflokksins. Hann hefur 17 menn á þingi (miðjufiokkamir tveir samanlagt 25) og líklegt er að Verkamannaflokksstjóm Gro Harlem Brundtland muni leita til hans um stuðning. Talsverður kraftur virðist nú vera í Sósíalíska vinstriflokknum og liðsoddar hans, Erik Solheim formaður og Kjellbjörg Lunde, formaður þing- flokksins, þykja vera dugnaðar- manneskjur. Talsmenn flokksins segja að hann muni leggja að nýju stjóminni að beita sér fýrir jafnari skiptingu auðs og umbótum í um- hverfismálum. Þessi sveifla í norskum stjóm- málum er eðlileg afleiðing kosn- ingaúrslitanna í sept. í fýrra. Þá stórtöpuðu stóm flokkamir báðir, Verkamannaflokkur og Hægri- flokkur, en sigurvegarar urðu flokkamir lengst til hægri og vinstri, Framfaraflokkur og Sósíal- íski vinstriflokkurinn. dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.