Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 14
VIÐ BENDUM A DAGSKRÁ ÚTVARPS OG SJÓNVARPS Tvídrangar Stöð 2 Iaugardag kl. 21.15 Fyrsti þáttur bandaríska myndaflokksins Tvídrangar er á dagskrá Stöðvar tvö í kvöld. Dav- id Lynch leikstýrir þáttunum, en málið er Islendingum skylt að því leyti að fyrirtæki Sighvats Sigur- jónssonar, Propaganda Films, stendur að framleiðslu þáttanna. Saga þessi gerist í bænum Tví- drangar, sem er fallegur smábær í Bandaríkjunum. Á yfirborðinu virðist ekkert geta haggað sveita- sælunni, en óhugnaður grípur bæjarbúa þegar nakið og illa út- leikið lík finnst í nærliggjandi vatni. Rannsókn málsins leiðir ýmislegt miður huggulegt í ljós. David Lynch hefúr getið sér orð fyrir að leikstýra myndum eins og Blue Velvet, Wild at heart og The Elephant Man, en þetta er fýrsta sjónvarpsmyndin sem hann gerir. Kyle MacLachlan, Michael Ontkean og Piper Laurie fara með aðalhlutverk. Líf í tuskum Sjónvarpið laugardag kl. 20.40 Jón Hjartarson hefur búið til Reykjavíkurævintýri í sjö þáttum og sá fyrsti er á dagskrá Sjónvarps í kvöld. Þættimir gerast í gamalli hannyrða- og álnavömverslun í Reykjavík, þar sem tvær fullorðn- ar dömur ráða ríkjum. Verslunin má muna sinn fífil fegri, en kaup- konumar tvær gripa til ýmissa ráða til að hleypa lífi í gráan hversdagsleikann og efla við- skiptin. Leikstjóri er Hávar Sigur- jónsson, en leikendur í þættinum í kvöld em þau Herdís Þorvalds- dóttir, Þóra Friðriksdóttir, Róbert Amfinnsson, Halldór Bjömsson og Katrín Þórarinsdóttir. Brennandi þolinmæði Rás 1 sunnudag kl. 16.30 Leikrít nóvembermánaðar heitir Brennandi þolinmæði og er eftir chileanska höfundinn An- tonio Skarmeta. Ingibjörg Har- aldsdóttir þýddi verkið, en Hall- mar Sigurðsson leikstýrir. Leikrit- ið fjallar um nóbelsskáldið Pablo Neruda, frægasta ljóðskáld Chile á þessari öld. Með helstu hlutverk fara Róbert Amfinnsson, Kristján Franklín Magnús, Bríet Héðins- dóttir og Sigrún Edda Bjömsdótt- ir. Leikritið var frumflutt í útvarpi árið 1985. Lesendum er bent á að dagskrár sjónvarps- og útvarpsstöðvanna er t Helgarblaði Þjóðviljans í gær, föstudag. SJÓNVARPIÐ 14.30 iþróttaþátturinn. 18.00 Alfred önd (3). Hollenskur teiknimyndaflokkur. 18.25 Kisuleikhúsið (3). 18.55 Táknmálsfréttir. 19.00 Poppkorn. 19.30 Háskaslóðir (3). 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Lottó. 20.40 Líf ( tuskunum. (1). Óbein auglýsing. Reykjavíkurævintýri I 7 þáttum eftir Jón Hjartarson. Þætt- irnir gerast I gamalli hannyrða- og álnavöruverslun I Reykjavlk þar sem tvær fullorðnar dömur ráða ríkjum. Verslunin má muna sinn fífil fegri, en kaupkonurnar tvær grípa til ýmissa ráða til að hleypa lifi I gráan hversdagsleikann og efla viðskiptin. Leikstjóri: Hávar Sigurjónsson. Leikendur: Herdís Þorvaldsdóttir, Þóra Friöriksdóttir, Róbert Arnfinnson, Halldór Björnsson og Katrín Þórarinsdótt- ir. 21.00 Fyrirmyndarfaðir (6). 21.55 Anna. Þýsk sjónvarpsmynd um ballettdansmeyna Önnu og ævintýri hennar. 23.25 Herflokkurinn. Bandarlsk óskarsverðlaunamynd frá 1986. Myndin segir frá raunum ungs bandarísks hermanns og félaga hans á vigvellinum I Víetnam. - Myndin er ekki við hæfi barna. 01.25 Útvarpsfréttir I dagskrárlok. STÖÐ2 09.00 Með Afa I nóvember ætlar Afi að vera með sagnasamkeppni fyrir ykkur. Þið skrifið eina litla jólasögu og sendiö hana til Afa, Stöð 2, Lynghálsi 5, 110 Reykja- vlk. Glæsileg verðlaun verða veitt fyrir bestu söguna og Afi ætlar að lesa hana I desemöer. 10.30 Biblíusögur (Flying House). 10.55 Táníngamir í Hæðargerði Teiknimynd. 11.20 Herra Maggú (Mr. Magoo). Það er langt síðan þessi sjóndapri og bráðspaugilegi náungi hefur sést á islenskum sjónvarpsskjám. 11.25 Teiknimyndir. 11.35 Tinna 12.00 (dýraleit I þessum þætti fara börnin til Kina. 12.30 Kjallarinn. Tónlistarþáttur. 13.00 Lagt í 'ann. 13.30 Of margir þjófar Þrælgóð spennumynd með gamansömu ívafi. Aðalhlutverk: Peter Falk, Britt Ekland og David Carradine. Lokasýning. 15.05 Eðaltónar. Tónlistarþáttur. 15.30 Þagnarmúr Lokasýning. 17.00 Falcon Crest. 18.00 Popp og kók. Umsjón Bjarni Haukur Þórsson og Sigurður Hlöðversson. 18.30 Hvað viltu verða? Endurtek- inn þáttur frá því í mars um neta- gerð og ýmis störf henni viðkom- andi. 19.19 19.19 20.0 Morðgáta 20.50 Spéspegill 21.15 Tvídrangar Velkomin til Tvi- dranga. Þar sem ekkert er eins og það sýnist. 22.50 Hinir ákærðu Átakanleg mynd þar sem segir frá yngri konu sem er nauögað af þremur mönn- um. Jodie Foster fékk Óskars- verðlaunin fýrir leik sinn i þessari mynd. 00.40 Stórslys í skotstöð 7 (Dis- aster af Silo 7) Sjónvarpsmynd byggð á sönnum atburðum. Rás 1 FM 92,4/93,5 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Gunnar E. Hauksson flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 „Góðan dag, góðir hlustend- ur“ Pétur Pétursson sér um þátt- inn. Fréttir sagðar kl. 8.00, þá les- in dagskrá og veðurfregnir sagðar kl. 8.15 Aö þeim loknum heldur Pétur Pétursson áfram að kynna morgunlögin. 9.00 Fréttir. 9.03 Spuni Þáttur um listir sem börn stunda og börn njóta. Umsjón: Guöný Ragnarsdóttir og Anna Ingólfsdóttir. (Einnig útvarpað kl. 19.32 á sunnudagskvöldi). 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Þingmál Endurtekinn frá föstudegi. 10.40 Fágæti „í svart-hvítu“ eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Manúela Wiesler leikur á flautu. „I svart- hvítu" eftir Claude Debussy. Mart- ha Argerich og Stephen Bishop Kovacevich leika á pianó. 11.00 Vikulok Umsjón: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. 12.00 Útvarpsfréttir og dagskrá laugardagsins. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. 13.00 Rimsírams Guðmundar Andra Thorssonar. 13.30 Sinna Menningarmál i viku- lok. Umsjón: Þorgeir Ólafsson. 14.30 Átyllan Staldrað við á kaffi- húsi, tónlist úr ýmsum áttum. 15.00 Stefnumót Finnur Torfi Stef- ánsson ræðir við Þórhildi Þorleifs- dóttur leikstjóra um tónlist. 16.00 Fréttir. 16.05 fslenskt mál Guðrún Kvaran flytur. (Einnig útvarpað næsta mánudag kl. 19.50). 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Útvarpsleikhús barnanna - Leiklestur „Dóttir linudansaranna" eftir Lygiu Bojunga Nunes. Fjórði þáttur. Þýöandi: Guöbergur Bergsson. Utvarpsaðlögun: lllugi Jökulsson. Umsjón: Leiklistar- deild Útvarpsins. Sögumaður: Guðrún Gísladóttir. Flytjendur: Hilmar Jónsson, Edda Arnljóts- dóttir, Elln Jóna Þorsteinsdóttir, Margrét Ólafsdóttir, Oddný Arn- arsdóttir, Margrét Helga Jóhanns- dóttir og Kjartan Bjargmundsson. 17.00 Leslampinn Meöal efnis í þættinum er viðtal við Einar Heim- isson og hann les úr nýrri skáld- sögu sinni: „Villikettir í Búdapest". Umsjón: Friðrik Rafnsson. 17.50 Hljóðritasafn Útvarpsins Gamalt og nýtt tónlistarefni. Um- sjón: Bergþóra Jónsdóttir. 18.35 Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.33 Útvarp Reykjavík, hæ, hó Umsjón: Ólafur Þórðarson. 20.00 Kotra Sögur af starfsstéttum, að þessu sinni bændum. Umsjón: Signý Pálsson. (Endurtekinn frá sunnudegi). 21.00 Saumastofugleði Dansstjóri: Hermann Ragnar Stefánsson. Umsjón: Ólafur Þórðarson. 22.00 Fréttir. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnlr. 22.30 Úr söguskjóðunni Umsjón: Arndis Þorvaldsdóttir. 23.00 Laugardagsflétta Svanhildur Jakobsdóttir fær gest i létt spjail með Ijúfum tónum, aö þessu sinni Hörð Torfason. 24.00 Fréttir. 00.10 Stundarkorn f dúr og moll Umsjón: Knútur R. Magnússon. (Endurtekinn þáttur úrTónlistarút- varpi frá þriðjudagskvöldi kl. 21.10). 01.00 Veðurfregnir. 01.10 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Rás 2 FM 90,1 8.05 ístoppurinn Umsjón: Óskar Páll Sveinsson. (Endurtekinn þáttur frá sunnudegi). 9.03 Þetta líf, þetta llf Vangaveltur Þorsteins J. Vilhjálmssonar í viku- lokin. 12.20 Hádegisfréttir 12.40 Helgarútgáfan Helgarútvarp Rásar 2 fyrir þá sem vilja vita og vera með. Umsjón: Þorgeir Ást- valdsson. 16.05 Söngur villiandarinnar Þórður Árnason leikur íslensk dægurlög frá fyrri tíð. (Einnig út- varpað næsta morgun kl. 8.05). 17.00 Með grátt í vöngum Gestur Einar Jónasson sér um þáttinn. (Einnig útvarpað í næturútvarpi aðfaranótt miðvikudags kl. 01.00). 19.00 Kvöldfréttir 19.32 Á tónleikum með Roxy Mus- ic Lifandi rokk. (Endurtekinn þátt- ur frá þriöjudagskvöldi). 20.30 Gullsktfan frá 9. áratugnum: „Disintegration" með The Cure. - Kvöldtónar 22.07 Gramm á fóninn Umsjón: Margrét Blöndal. (Einnig útvarpað kl. 02.05 aðfaranótt laugardags). 00.10 Nóttin erung Umsjón: Glódís Gunnarsdóttir. (Einnig útvarpað aðfaranótt laugardags kl. 01.00). 02.00 Næturútvarp á báöum rásum til morguns. Fréttir kl. 7.00, 8.00, 10.00, 12.20, 16.00, 19.00, 22.00 og 24.00. Landahlutaútvarp á Rás 2 Útvarp Norðurland kl. 8.I0-8.30 og I8.35-I9.00. ÚTVARP RÓT FM 106,8 EFFEMM FM 95,7 BYLGJAN FM 98,9 STJARNAN FM 102,2 AÐALSTÖÐIN FM 90,9 Hann framkvæmir það sem pabbi hugsar þegar hann fær rafmagnsreikninginm^- Hvernig gengur stærðfræði kennslan? Ágætlega. Ég held að Kalli skilji hug myndina núna. Ég notaði krónur til að sýna honum hvernig samlagning og frádráttur breyttu hversu mikla peninga hann ætti. Þannig er þetta ekki eins huglægt. \ Gott. Kannski gengur honum betur I tímum núna. 7 Ég held það. Hann skemmti sér yfir þessu ( ■ lokin. V~/ Láttu mig núna fá ANNAN fimmkall og sjáum hvað ég á. Heyrðu, bíddu nú aðeins. Haraldur Bessason, rektor Háskólans á Akureyri, er viðmælandi Ernu Indriðadóttur I þættinum Fólkið I landinu að þessu sinni. Þátturinn er á dagskrá Sjónvarps i kvöld klukkan 21.30. 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 3. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.