Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 03.11.1990, Blaðsíða 11
I Stundinni okkar, sem verður á dagskrá Sjónvarpsins á sunnudag, munu þeir Galdri galdrakarl og Sveinki lærisveinn hans setja saman púsluspil. Bitarnir í spil- ið birtast hér í Þjóðviljanum. Krakkar, þið getiö spreytt ykkur á að setja saman púslið áður en Stundin okkar rennur upp. Þá kemur í Ijós fallegt, íslenskt málverk og þrautin er að vita hver málaði málverkið. Þið svarið spurningunni: Eftir hvem er málverkið? og sendið svörin merkt: Stundin okkar Sjónvarpið Laugavegi 176, 105 Reykjavík. Eftir tvær vikur verður dregið úr réttum lausnum í Stundinni okkar og þeir þrír krakkar sem dregnir verða út og hafa réttar lausnir, fara með Galdra á safnið þar sem viðkomandi málverk er, og skoða það. Heimsóknin í safnið verður mynduð og sýnd í Stund- inni okkar. Næsta málverk verður svo í Stundinni okkar 25. nóv. Galdraspil stundarinnar okkar Bein útsending Þýðandi: Guðbergur Bergsson. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson. Leikendur: Jóhann Sigurðsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Elva Ósk, Þór Tulinius, Kristján Franklín Magnús. Hijóöritun: Vigfús Ingvarsson og Georg Magnússon. Eftir nær þijátíu ára hlé eru hafn- ar beinar útsendingar í Ríkisút- varpinu - hljóðvarpi á nýjan leik. Aður fyrr voru leikrit alltaf flutt í beinni. Það var ekki fyrr en á dög- um segulbandsins upp úr 1959 að það fór að tíðkast að hljóðrita leikrit. Bein útsending hefur sið- an tíðkast á ýmsu leiknu efni, einkum skemmtiefhi margskonar og misjöfnu. En nú á að gera beina útsendingu að fostum lið mánaðarlega í starfi Útvarpsleik- hússins sem er útbreiddasta leik- hús landsins. Spenna Meginkostur beinnar útsend- ingar er hversu flytjandinn magn- ast upp. Hann verður að taka á öllu sínu, keyra á fullkominni ein- beitingu. Hér er ekkert rúm fyrir rólegheit í vinnslu þar sem ein og ein setning er tekin í senn og öllu skeytt saman eftir á. Ahrifahljóð- in verða að vera tilbúin, hver maður til á réttu augnabliki. Listamennimir beggja megin glersins í upptökusalnum era staddir í háskanum miðjum. Þetta leiðir til ákafari leiks, jafnvel hömlulauss fyrst í stað, meðan stéttin er að venjast slíkum vinnu- aðferðum. Það er í raun fátt sem getur farið úrskeiðis.Verst ef menn tapa línu eða ruglast í röð tilsvara. Hitt skiptir meira máli að hér skírast menn í eldlínu, bein útsending gerir þá hvata, skjóta i viðbrögðum. Því getur slík vinna orðið stéttinni til góðs. Hvesst menn i hugsun og áræði. Prfl Leikritið á laugardag sem verður endurflutt nú um helgina var brasiliskt og fjallaði um fyrir- bæri sem á sér stoð í veruleikan- um. Innbrotsþjófúr er eltur af lög- reglu. Hann leitar hælis í úthverfi og fær heimsókn af konu sem hann vill komast yfir. Hún segir honum sögu af þrælauppreisn í gamla daga sem leiddi til stofnun- ar ffelsisvirkis. Við sefjun sög- unnar fara bæði að trúa að leið- togi þrælanna vitji þeirra. Þegar svo lögreglan sækir að fylgsni þeirra hefúr sagan kveikt eld í bijóstum þeirra beggja sem ekki verður slökktur. Jóhann og Tinna léku parið unga. Sem vitni að útsendingunni verð ég að játa að ég er nokkuð blindaður.af spennu þessa útsend- ingartíma. Líkast til er gagnrýn- endum hollara að hlusta á slíkar útsendingar en að horfa á þær. Ljóst er þó að þau hjúin gerðu bæði sínu góð skil. Stúlkan er í raun stráknum snjallari í flestu. Hún hefúr sögulegan arf, er skyn- ugri á hlutskipti þeirra til langs tíma. Hann er aftur holdgervingur hins sjálfdýrkandi karlmanns, hé- gómlegur grobbari sem sér ekki niður fyrir nefið á sér. Prik Þessi litla smámynd lukkaðist þannig prýðilega. Leiklistardeild- in er að færa sig talsvert upp á skaftið undir stjóm Maríu Krist- jánsdóttur. Suður-Ameríkuleikir þeirra hafa verið ljómandi skemmtun og spennandi tilbreyt- ing í formhugsun og viðfangsefh- um. I þessari viku fluttu þeir á ný leikrit Úlfs Hjörvar með Þorsteini Ö. Stephensen og Val Gíslasyni til minningar um hinn síðar- nefnda, þann heiðursmann. Nú um helgina verður flutt bamaleik- rit og einleikur eftir Peter Bames. Þessi starfsemi á athygli leikhús- unnenda skilið. pbb Reykjavík Hjúkrunarfræðingar - hjúkrunarnemar Okkur vantar hjúkrunarfræðinga / hjúkrunar- nema á stakar vaktir, aðallega kvöld- og helg- arvaktir á Heilsugæslu og hjúkrunardeildir. Sjúkraliðar Sjúkraliða vantar til starfa strax, en einnig 1. des. vinnuhlutfall 100% eða minna. Starfsstúlkur Starfsstúlkur óskast strax til aðhlynningar í fullt starf og til ræstinga kl. 8-15. Athygli er vakin á að Hrafnista rekur barna- heimili fyrir starfsfólk. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Ida Atla- dóttir í síma 35262 og hjúkrunarframkvæmda- stjóri Jónína Nielsen sími 689500.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.