Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 1
Laugardagur 17. nóvember 1990 — 218. tölublað 55. árgangur LítiA er ungs manns gaman. Þessir hressu Reykjavlkurpeyjar sem urðu á vegi Ijósmyndara blaðsins á dögunum eru svo sannarlega ófeimnir að geifla sig framan I myndavél araugað. Engin frosin bros eins og þeim fullorðnu er tamt að setja upp þegar Ijósopinu er beint að þeim. Það er gott að vera ungur og áhyggjulaus. Mynd: Jim Smart. Húsnœðismál Húsbréfakerfið talið dýrara Ásmundur Hilmarsson: Tel að vegna vaxtabóta sé húsbréfakerfið i raun dýrarafyrir ríkið en kerfið frá 1986. Jóhanna Sigurðardóttir: Kostar 2 miljarða að viðhalda gamla kerfinu. Stefán Ingólfsson: Vaxtabœturnar gœtu aukist og gamla kerfið myndi kosta 5 miljarða á ári Sérfræðingar hjá ASI telja að ýmislegt bendi tii að hús- bréfakerfið sé dýrara fyrir rík- issjóð en eldra kerfið sem hefur verið kennt við 1986. Ásmund- ur Hilmarsson bendir á að vaxtabætur sem ríkið greiddi fyrir 1989 hafi verið 1420 milj- ónir kr. Þessi fjárhæð dygði Húsnæðisstofnun til að greiða neikvæða vexti uppá tvö pró- sent af upphæð sem nemur 71 miljarði kr. Staða Byggingarsjóðs ríkisins var um síðustu áramót sú að út- standandi lán sjóðsins námu 55,8 miljörðum. Vaxtabætumar hefðu þannig dugað til að greiða niður vextina á lánum fyrir um 15 mil- jarða í viðbót við það. Vegna þess hve vextir af lánum Byggingar- sjóðs verkamanna eru lágir njóta menn sjaldnast vaxtabóta vegna þeirra lána, sagði Ásmundur. Og um síðustu áramót vom húsbréfm varla komin af stað og reiknast ekki með. Ásmundur sagði að tvö pró- sent vaxtamunur væri að jafnaði munurinn á öllum teknum lánum hjá Húsnæðisstofnun og öllum veittum lánum. Hann sagði að samkvæmt þessum útreikningum væri húsbréfakerfið dýrara fyrir ríkissjóð en kerfið frá 1986. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra benti hinsvegar á að skuld Húsnæðisstofnunar sem hefur safnast upp í vaxtamis- mun sé þegar komin uppí 6-7 mil- jarða kr. og að það kosti a.m.k 2 miljarða kr. á ári að halda kerfmu gangandi. Jóhanna sagði að í hús- bréfakerfínu væm einu ríkisfram- lögin vaxtabætumar, en í gamla kerfinu hefðu auk vaxtaniður- greiðslunnar farið ríkisframlag beint í útlán, auk skattaívilnana. Megin munur varðandi kostn- að rikisjóðs á þessum tveimur kerfúm er sá að í kerfmu ffá 1986 niðurgreiðir ríkissjóður vextina beint jafnt yfir alla línuna. 1 hús- bréfakerfmu er horfið ffá þessari beinu leið og greiddar vaxtabætur í staðinn sem miðast við tekjur og eignir. Vaxtabætumar miðast við 6 prósent af tekjuskattsgmnni. Verði vaxtagreiðslur hærri en það greiðir ríkið vaxtabætur til baka upp að ákveðnu hámarki eða þaki. Ásmundur tók dæmi um hjón með 3 miljóna kr. árstekjur sem væm að kaupa íbúð sem kostaði þreföld árslaun þeirra. Húsbréf fást fyrir 65 prósent af 9 miljón kr. eða 5,85 miljónirkr.; 5,75 pró- sent vextir af því væm fyrsta árið 336 þúsund kr. Af því þyrftu hjónin sjálf að borga 180 þúsund, afgangurinn 156 þúsund borgar ríkisjóður í formi vaxtabóta. Þessi sömu hjón gætu fengið 3,15 milj- ón kr. lán úr Byggingasjóði ríkis- ins væm þau að kaupa í fyrsta skipti. Niðurgreiðslur ríkisins vegna 2 prósent neikvæðra vaxta væm í því tilviki ekki nema 63 þúsund kr., sagði Ásmundur. Eða mun minna þetta fyrsta ár, en taka verður mið af því, að vaxtabæt- umar fara minnkandi með árun- um, en Ásmundur benti á að ólík- legt væri að neikvæði vaxtamun- urinn í gamla kerfinu héldi sér í 40 ár. Ásmundur sagði að vaxta- bótakerfið kæmi misjafnlega vel út fyrir fólk. Kerfið frá ‘86 kemur sér best fyrir þá sem em að byggja í fýrsta sinn. Hinsvegar sagði Ásmundur að í húsbréfa- kerfinu kæmu þessir aðilar illa út, en fólk sem er með hærra en með- altekjur kæmi vel út. Því að þeir sem fá töluvert mikið lán fá lika miklar vaxtabætur. Ásmundur tel- ur að húsbréfakerfið komi best út fyrir hjón með um 3,5 miljón kr. árstekjur. Stefán Ingólfsson verkfræð- ingur sagðist ekki hafa reiknað þetta dæmi svona, en hinsvegar hefði hann bent á að það komi til með að þurfa að veita meiru fé til vaxtabótagreiðslna en menn hafa gert ráð fyrir. Vaxtabætur skerðast eftir því hve mikla eign viðkomandi á, og þannig ætti þörfin fyrir vaxtabæt- ur að minnka þegar kaupandi hús- eignar á meira og meira af henni skuldlaust. En Stefán telur þetta gerast hægar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. Hann sagði að hinsvegar gæti ríkið stýrt því hve mikið færi út af vaxtabótum með því að lækka þakið á bótunum. Stefán sagði að með 86- kerfinu þyrfti með tímanum að útvega fé fyrir um helmingnum af öllu söluverðmæti íbúðareigna í land- inu. Það væru 200-300 miljarðar kr. og 2 prósent vaxtamunur á því fé myndi kosta ríkisjóð 5 miljarða kr. á ári. Ásmundur var sammála Stef- áni að með nýja kerfinu, húsbréf- um og vaxtabótum, ætti rikið mun auðveldar með að breyta hlutun- um án þess að mikið væri tekið eftir því. Hann benti á að við samningu laganna um vaxtabætur hefði fyrst verið rætt um 5 pró- senta viðmiðun við tekjuskatts- grunn, en því hafi verið breytt í 6 prósent án þess að það hafi orðið mikið mál. -gpm Sjá nánar á 7. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.