Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 15
I DAG
KVIKMYNDIR
Þrjár draugasögur
REGNBOGINN
Sögur að handan (Tales from the dark side)
Leikstjóri: John Harrison
Handrit unnin eftir sögum Arthur Conan
Doyle, Stephen King og Michael McDoweli
Aðalleikarar: Deborah Harry, Christian
Slater, James Remar, Rae Dawn Chong,
David Johanesen ofl.
I myjidinni Söpur að handan
reynir lítill strákur í búri að bjarga
lífi sínu með því að segja nominni
(Deborah Harry) sögur, svo að
hún fresti að matreiða hann og éta
hann. Þetta er sama aðferð og
Sjerasade notaði forðum til að
bjarga lífi systur sinnar í Þúsund
og einni nótt, en strákurinn kemst
af með þijár. Og eins og heiti
myndarinnar benair til þá eru þær
allar draugasögur.
Fyrsta myndin er gerð eftir
sögu A. C. Doyle og er frekar
slöpp. Hún er um skólastrák sem
hernr vald yfir þúsund ára gamalli
egypskri múmíu op notar hana til
að hefha sín á óvinum sínum.
Söguþráðurinn er svo fyrirsjáan-
legur að myndin nær aldrei að
vera spennandi þó að hún sé oft
ógeðsleg á köflum, heilar fljóta í
blóðpollum osfrv.
Miðmyndin er best, enda gerð
eftir sögu hryllingssögukóngsins
Stephen King. Þar leigir gamall
ríkur karl ser morðingja til að
drepa kött. Kötturinn er áður bú-
inn að drepa bæði systur karlsins,
vinkonu hennar og þjón heimilis-
ins. Karlinn er viss um að hann sé
næstur vegna þess að lyfjafyrir-
tæki hans notaði ketti til að profa á
nýtt lyf og £000 kettir dóu í til-
raununum. Ég ætla ekki að segja
frá hvemig viðureign kattarins og
leigumorðmgjans endar, en slag-
urinn er harður og tæknibrellumar
frábærar.
Þriðja og síðasta sagan sem
strákurinn segir nominni er sam-
bland af ástar- og hryllingssögu og
gerð eftir sögu Michael McDo-
well sem helst hefúr unnið það sér
til frægðar að hafa skrifað handrit-
ið að Beetlejuice sem var geysi-
vinsæl mynd með Michael Keaton
f aðalhlutverki. Þessi mynd byijar
á dmngalegu kvöldi (náttúrlega) í
New York pegar ungur og óhepp-
inn listamaður verður vitni að pví
að óhuggulegt skrimsli drepur
kráareiganda sem er vinur lista-
mannsins. Skrímslið lofar að
þyrma lífi listamannsins ef hann
þegi yfir því sem hann sá. (Þetta er
eins og beint út úr einhverri þjóð-
sögu.) Hann Iofar því, og það er
eins og við manninn mælt: hann
hittir gullfallega stúlku, eignast
með henni tvö böm, verður allt í
einu firægur og allt! En tíu ámm
síðar klúðrar hann náttúrlega öllu
saman, hann getur ekki þagað
lengur, hann verður að segja elsk-
unni sinni frá skrímslinu og lof-
orðinu sem hann gaf því. Ög þá
skeður heilmikið af tæknibrellum.
Eins og ég hef áður minnst á
þá er ég ekki mikið fyrir hryllings-
myndir og veit þar af leiðandi ekki
mikið um þær. Leikstjórann John
Harrison hef ég aldrei heyrt um,
en honum hefúr tekist alveg prýði-
lega með þessa trílógíu, serstak-
lega síðustu myndimar tvær sem
em þrælspennandi. Svo fýlgist
maður náttúrlega í öngum sínum
með afdrifúm litla stráksins, verð-
ur hann étinn eða ekki? Þið verðið
að sjá myndina til að komast að
Éví. Og fyrir þá sem hafa á annað
orð gaman af að svitna í sætinu
sínu, þá er þetta ágæt „skemmt-
un“.
Sif
HÁSKÓLABfÓ
Ruglukollar (Waming: Crazy people are
coming)
Leikstjóri: Tony Bill
Aðalhlutverk: Dudiey Moore, Daryl
Hannah, Paul Reiser, Mercedes Ruehl.
Það er kunnara en frá þurfi að
segja, að bandariskir kvikmynda-
gerðarmenn eiga það til að gera
margar myndir um nokkumveginn
sama efúi ef fyrsta myndin gengur
vel. Þannig fengum við að sjá ótal
myndir um fólk sem skiptir um
líkama, „Big“, „Vice versa" ofl.
Og munið þið ekki eftir öllum
„bama“myndunum eins og t.d.
,3abyboom“, „Three men and a
baby“ og „She’s having a baby“.
Núna em þeir voða hrifnir af fólki
sem er, ekki alveg andlega heil-
brigt. I þessum flokki em bæði
dramatískar myndir, „Rainman"
og „Nicky & Gino“. En líka gam-
anmyndir eins og „Dream team“
og svo þessi nýjasta Ruglukollar,
sem skartar enska gamanleikaran-
um Dudley Moore 1 aðalhlutverki.
Það er langt síðan maður hef-
ur séð Dudley Moore í einhverju
bitastæðu hlutverki og það em litl-
ar líkur á að maður eigi eftir að
muna eftir RuglukolTum sem
myndinni sem gerði hann frægan
afíur. Þetta er fyrsta tilraun Tony
Bill („My bodyguard“) til að leik-
stýra gamanmynd og hann gerir
það ágætlega á köflum, en hann á
við ýmsa erfiðleika að striða, eins
og t.d. gloppótt handrit og leik-
konuna Daryl Hannah sem er al-
veg úti að aka í þessari mynd.
Háskólabíó
Pappfrs Pésl ***
Ari Kristinsson kemur hér með al-
veg ágæta barnamynd. Pappirs
Pési er skemmtileg figúra (islensk-
ur E.T.?) og krakkamir alveg ein-
staklega krakkalegir. Lltil vinkona
min sagði að myndin væri alveg
sérstaklega skemmtileg af þvi að
hún kenndi svo skemmtileg prakk-
arastrik!! Drifið ykkur með börnin
um helgina.
Sif
Cinema Paradiso
(Paradisarbióið)****
Það er i rauninni fáránlegt að vera
að gefa svona mynd stjörnur, því
hún er langt yfir alla stjörnugjöf haf-
in. Svona mynd er aðeins gerð
einu sinni og þessvegna má eng-
inn sem hefur hið minnsta gaman
af kvikmyndum missa af henni.
Sif
Laugarásbíó
Rekin að heiman
(Where the heart is)***
Alveg sérstaklega yndisleg og
skemmtileg mynd eftir leikstjórann
John Boorman (Hope and Glory).
Þetta er ævintýraleg lýsing á hvað
gerist þegar þreyttur fjölskyldufaðir
gefur þremur uppkomnum börnum
sinum hús og rekur þau að heim-
an. Sviðsmyndin er töfrandi falleg
og það er fullt af skemmtilegum
samtölum. Sem sagt bæði augna
og eyrna konfekt. Ég sé aö hún er
strax komin ( litinn sal svo að þið
verðið að drifa ykkur til að missa
ekki af henni!
Sif
Skjálfti (Tremours)**
Þetta er hryllingsmynd sem er ekk-
Rugl
Söguþráðurinn er í stuttu máli
sá að auglýsingamaðurinn Emory
(Moore) fær þa ffábæru hugmynd
að semja sanna auglýsingatexta.
Yfirmanni hans líst ekki á blikuna
og lætur umsvifalaust loka hann
inni á geðveikrahæli. En vegna
mistaka þá komast samt auglys-
ingamar hans í blöðin og öllum til
mikillar undmnar gera þær heil-
mikla lukku. Þá vill fynrtækið fá
hann aftur, en hann neitar að
koma, honum líður svo afskaplega
vel á hælinu, enda er Daryl
Hannah ekki aðeins sjúklingur þar,
heldur líka skotin í honum. En tií
að þóknast fýrirtækinu heldur
hann áffam að skrifa auglýsinga-
texta og fær sér til hjálpar fleiri
^0^110^8 sem em með honum
. 'þerapíu umdir stjóm læknis-
ins Mercedes Ruehl (aðalmafl-
ósakonan í Married to the mob).
Geðsjúklingamir em náttúrlega
fæddir til að skrifa auglýsingatexta
og skriftimar virka betur en nokk-
ur hefðbundin lækning. En eins og
við mátti búast endist þessi ham-
ingja ekki lengi, eigandi fýrirtæk-
isins og eigandi geðsjúkrahússins
sjá að þeir geta grætt ohemju fúlg-
ur á sjúklingunum. Um leið og
sjúklingamir em orðnir óheiðarleg
fjármögnunarleið fýrir vonda
menn, nætta þeir að framleiða.
Samt endar Ruglukollar á
besta veg, Moore og hinir geðsjúk-
lingamir stofna eigið fýrirtæki og
fá samning við Sony!
Það fýrsta sem stuðar mann
við þessa mynd er hvað geðsjúk-
lingamir em allir ofboðslega eðli-
legir. Það er t.d. ómögulegt að
skilja hversvegna Daryl Hannah er
lokuð inni, en ekki að vinna sem
vel borgað módel einhversstaðar í
New York eða París. Hún útskýrir
Eað sjálf með að hún sé haldin
ræðslu við bæði litla lokaða staði
og stóra opna staði, en áhorfand-
inn verður aldrei var við það. Ann-
ar geðsjúklingur er lokaður inni
afþví að hann talar bara um Saab
bíla, en ef það er geðveiki að geta
ekki talað um neitt annað en gír-
stangir og vélar, þá mætti nú lojca
inni 50% af öllum strákum á Is-
landi og þótt víðar væri leitað.
Það em þrælfýndnir kaflar
innanum hina i Ruglukollum, t.d.
em auglýsingatextamir oft ótrú-
lega sniðugir, en myndin dettur
allt of oft niður í óbærilega væmni.
Svo að annaðhvort skemmtir mað-
ur sér prýðilega eða manni hund-
leiðist. Moore á nokkra góða
spretti, en Daryl Hannah blandar
saman hafmeyjarhlutverki sínu úr
„Splash" og einhverjum smá-
stelpustælum og er hreint agaleg.
Ég er jafnvel ekki ffá því, að
myndin hefði tekist betur ef ein-
hver önnur leikkona heíði fengið
hlutverk hennar. Sif
ert hryllileg. I stað þess er hún
stundum dáldið fyndin og oft
spennandi. Það eru Fred Ward og
Kevin Bacon sem leika aðalhlut-
verkin. Myndin fær svo eina auka-
stjörnu fyrir hressa kvenhetju sem
þarf bara einu sinni að bjarga úr
lífsháska.
Sif
Bíóborgin
Góðir gæjar (Goodfellas)**'
Scorsese og Robert De hliro leiða
saman hesta slna enn á ný og út-
koman er blóðug. Góðir gæjar er
unnin upp úr bókinni Wiseguy sem
er sannsöguleg lýsing á lifinu innan
bandarísku mafíunnar. Og eins og
við mátti búast er hún ekki falleg.
Þetta er mynd fyrir þá sem hafa
gaman af moröum i nærmynd og
skemmta sér vel yfir að heyra ekk-
ert nema blótsyrði í rúma tvo tíma.
Leikurinn er óaöfinnanlegur.
Sif
Hvíta valdið
(A dry white season)***'
Hvífa valdið er unnin upp úr skáld-
sögu eftir suðurafríska rithöfundinn
André Brink og lýsir því hvernig
hvltur s.a. kennari kemst til meðvit-
undar um hvernig fariö er með
svertingja í heimalandi hans. Leik-
urinn er frábær hvar sem á hann er
litið, sérstaklega eru þær fáu mín-
útur sem Brando er á tjaldinu æðis-
legar. Missið ekki af honum.
Sif
Hrekkjalómarnir 2 (Gremlins 2) **
Litlu skrfmslin eru komin aftur á
kreik i þetta skiptið í stórhýsi (Man-
hattan. Ég var full af fordómum í
garð þessarar myndar og langaöi
ekkert á hana og það kom mér
þessvegna á óvart hvað ég
skemmti mér vel. Það er fullt af
góðum bröndumm og tæknibrell-
umar eru frábærar þó þær séu að-
eins of margar.
Sif
Regnboginn
Sigur andans
(Triumph of the spirit)***
Það skal tekið fram eins og skot að
það er enginn sigur andans sjáan-
legur í þessari mynd. Hún er kol-
svört og átakanleg. Leikurinn er
fantagóður, sérstaklega er Willem
Dafoe áhrifamikill i hlutverki grísks
gyðings i útrýmingarbúðum nasista
i seinni heimstyrjöldinni.
Sif
f slæmum félagsskap
(Bad Influence)***
Stórgóður tryllir með Rob Lowe og
James Spader i aðalhlutverkum.
Þeir sem llta hornauga á Lowe fyr-
ir allar lélegu myndirnar sem hann
hefur leikið í ættu að gefa honum
sjens því hér sýnir hann að hann
getur meira en brosað fallega.
Djöfullinn er ennþá á lífi og býr i
Los Angeles!
Sif
Stjömubíó
Nýneminn (Freshman)**
Brando er hér með skopstælingu á
frægasta hlutverki slnu, Guðföð-
urnum. Og þessi skopstæling er
uppistaöa myndarinnar. Brando er
gæðaleikari og Broderick er sætui
strákur, en það heldur ekki uppi
dampinum i tvo tíma. Þvi miður.
Sif
ÞJÓÐVIUINN
FYRIR 50 ÁRUM
Stórkostlegar árásir á enskar og
þýzkar borgir undanfama sólar-
hringa. Grikkir ( sókn á Koritza-
vigstöðvunum. Þýzku nazistarn-
ir herða þrælatökin á norsku
verkalýðshreyfingunni. (hinum
hertekna hluta Frakklands geta
þýzkir hermenn fengið flösku af
hinum léttari vínum fyrir eitt
mark. Sem afleiðing af þessu
hefur drykkjuskapur farið ákaf-
lega I vöxt meðal þeirra.
17. nóvember
laugardagur. 321. dagurársins.
Nýtt tungl. 4. vika vetrar byrjar.
Sólarupprás I Reykjavík kl.
10.02-sólariag kl. 16.43.
Viðburðir
Alþjóðadagur stúdenta. Jafnað-
armannafélagið Sparta stofnað
1926. Starfsmannafélag rikis-
stofnana stofnað 1939. Sam-
vinnubankinn stofnaður 1962.
DAGBÓK
APOTEK
Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúöa vikuna 16. til 22. nóvember er
I Lyfjabergi og lngólfs...60,2 Apóteki.
Fyrmefnda apótekiö er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga kl. 22
til 9 (til 10 á fridögum). Síöarnefnda
apótekiö er opiö á kvoldin kl. 18 til 22
virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22
samhliöa hinu fyrmefnda.
LÖGGAN
Reykjavlk Kópavogur Seltjamames » 1 11 66 tr4 12 00 n 1 84 55 v 5 11 66
Garðabær. n 5 11 66
n 2 32 22
SlökkvBð og sjúkrabílar Rftvkiavík tt 1 11 00
« 1 11 00
Seitjamimes Hafnarflöröur. Garðabær. « 1 11 00 » 5 11 00 n 5 11 00
Akureyri.....................n 2 22 22
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavík, Seltjarn-
arnes og Kópavog er I Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur aiia virka daga frá kl.
17 til 8, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitianabeiónir,
slmaráðleggingar og tímapantanir I
n 21230. Upplýsingar um lækna- og
lyfjaþjónustu eru gefnar I slmsvara
18888. Borgarspitalinn: Vakt virka
daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki
hafa heimilislækni eða ná ekki til hans.
Landspitalinn: Göngudeildin er opin
frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarsplt-
alans er opin allan sólarhringinn,
« 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-
an, n 53722. Næturvakt lækna,
» 51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt,
a 656066, upplýsingar um vaktlækni
n 51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á
Læknamiöstööinni, n 22311, hjá
Akureyrar Apóteki, n 22445. Nætur- og
helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985-
23221 (farsími).
Keflavik: Dagvakt, upplýsingar I
w 14000.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna,
n11966. _
SJUKRAHUS
Heimsóknartímar: Landspftalinn: Alla
daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-
spitalinn: Virka daga kl. 18:30 tíl
19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir
samkomulagi. Fæðlngardelld Land-
spítalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra-
timi kl. 19:30 til 20:30. Fæöingar-
heimili Reykjavíkur v/Eirlksgötu: Al-
mennur timi kl. 15-16 alla daga, feöra-
og systkinatfmi kl. 20-21 alla daga.
Öldrunariækningadeild Landspltal-
ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20
og eftir samkomulagi. Grensásdelld
Borgarspltala: Virka daga kl. 16 til 19,
um helgarkl. 14 til 19:30. Heilsu-
vemdarstöðin við Barónsstlg: Alla
daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30.
Landakotsspftali: Alla daga kl. 15 til
16 og 18:30 til 19. Barnadeild: Heim-
sókmr annarra en foreldra kl. 16 til 17
alla daga. St. Jósefsspítali Hafnar-
firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til
19:30. Kleppsspftalinn: Alla daga kl
15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús
Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16
og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15
til 16 og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Rauöa kross húslð: Neyðarathvarf
fyrir unglinga, Tjarnargötu 35,
n 91-622266, opið allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svaraö er f upplýsinga-
og ráðgjafarslma félags lesbla oa
homma á mánudags- og fimmtudags-
kvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum
tlmum. n 91-28539.
Sálfræölstööin: Ráðgjöf I sálfræöi-
legum efnum, n 91-687075.
Lögfræðfaðstoð Orators, félags
laganema, er veitt I slma 91-11012 milli
kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga
frákl. 8 til 17, « 91-688620.
„Opið hús" fyrir krabbameinssjúk-
linga og aðstandendur þeirra I Skóg-
arhllð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmis-
vandann sem vilja styðja smitaða og
sjúka og aðstandendur þeirra I * 91-
22400 og þar er svaraö alla virka daga.
Upplýsingar um eyðnl: n 91-622280,
beint samband við lækni/hjúkrunar-
fræðing á miövikudögum kl. 18 til 19,
annars slmsvari.
Samtök um kvennaathvarf: n 91-
21205, húsaskjól og aðstoð við konui
sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið
fyrir nauðgun.
Kvennaráðgjöfin Hlaövarpanum,
Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga ki. 20 til
22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl.
20 til 22, n 91-21500, slmsvari.
Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðiö
hafa fyrir sifjaspellum: « 91-21500,
slmsvari.
Vinnuhópur um slfjaspellsmál:
n 91-21260 alia virka daga kl. 13 til 17.
Stigamót miðstöð fyrir konur og böm
sem orðið hafa fyrir kynferöislegu
ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar,
Vestorgötu 3, ” 91-626868 og 91-
626878 allan sólarhringinn.
Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu:
tr 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I
« 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt,
n 652936.
GENGIÐ
16. nóvember 1990 Sala
Bandarlkjadollar.............54,50000
Steriingspund..............106,73600
Kanadadollar................46,75500
Dönsk króna..................9,58750
Norsk króna..................9,40580
Sænsk króna..................9,80570
Finnskt mark................15,31110
Franskurfranki..............10,9/250
Belglskurfranki.............. 1,78450
Svissneskur franki..........43,50780
Hollenskt gyllini............32,66900
Vesturþýskt mark.............36,85550
Itölsk lira..................0,04885
Austurrfskursch...............5,23910
Portúgalskur escudo.......... 0,41700
Spánskur peseti...............0,57770
Japanskt jen.................0,41957
Irskt pund...................98,74600
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 spilum 4
gamall 6 málmur 7 efst
9 hóta 12 verkfærið 14
tangi 15 liöug 16 út-
skýrðu 19 blað 20
kvenmannsnafn 21
bölva
Lóðrétt: 2 fönn 3 södd
4 land 5 stafur 7 versla
8 lögsagnarumdæmi
10 eiminn 11 vorkennir
13 svei 17 gára 19
málmur
Lausn á síðustu
krossgátu
Lárótt: 1 brik 4 form 6
öfi 7 stal 9óska 12
flein 14 græ 15 agg 16
tættu 19 nauö 20 öður
Lóðrétt: 2 rót 3 köll 4
flói 5 rök 7 söguna 8
afætur 10 snauða 11
angurs 13 elt 17 æða
18 tök
Laugardagur 17. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 15