Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 5
Að gefnu tilef ni
Öfugmælavísa Fyrst væri gaman acI komast að því hvað í ósköpunum fær höfundana til að trúa því að komin sé á einhverskonar allsherjar sátt um félagslegt velferðarkerfi á íslandi.
Dr. Þráinn Eggertsson hefur skrifað bók
um kerfishagfræði og í viðtali við tíma-
ritið Þjóðlíf (S.tbl) segir hann: „íslend-
ingar standa á krossgötum. Það eru tölu-
verðar líkur á því að um næstu aldamót
verði ísland eitt fátækasta ríki Evrópu
og þótt víðar væri Ieitað. Ástæðan felst í
skipulagi hagkerfísins sem ræðst öðru
fremur af stjórnkerfinu og hugmynda-
fræði fólksins.“ I sama viðtali kemur
fram að Þráinn hafi eytt töluverðu púðri
í að kanna hvernig á því standi að snot-
urt þjóðfélag eins og það íslenska sé
komið langleiðina að tortíma sér.
Hér er mikið sagt, en í umræddu tölu-
blaði tímaritsins kemur raunar lítið fram
um það í hveiju ganga íslendinga á vit fá-
tæktarinnar er nánar tiltekið fólgin. En
leikmaðurinn, sem veit að Islendingar eru
með auðugri þjóðum heims og að þjóðar-
búið hefur miklar tekjur, hlýtur að spyija
sig hvemig ósköpunum þetta megi verða.
Fyrstu viðbrögð leikmannsins eru þau að
hagffæðingurinn hljóti að sjá ffam á lækk-
andi tekjur og líklega vaxandi skuldir, sem
bætist við vitlausa pólitík sem rekin sé í
landinu.
Þetta er náttúrlega skuggaleg mynd ef
sönn væri, en leikmaður í hagfræði hlýtur
að draga hana mjög í efa, þó ekki væri fyr-
ir annað en vitneskjuna um að Islendingar
eiga fýrir skuldum, ffamleiðsla þeirra selst
vítt og breitt um heiminn á verði sem al-
mennt virðist duga vel fýrir ffamleiðslu-
kostnaði, jafnvel þó að enn vanti mikið á
að fúllri hagræðingu sé náð, en nóg um það
í bili.
„Leið íslands
til markaðsbúskapar“
Af þessu tilefni hafa nokkrir svokallað-
ir sérffæðingar tekið sér fýrir hendur að
semja 500 daga áætlun sem þeir kalla
„Leið íslands til markaðsbúskapar“. Birtist
afúrðin í síðasta tölublaði Þjóðlífs, fýlgir
löng skýringargrein, og er allt saman hinn
merkasti texti fýrir margra hluta sakir.
í grófúm dráttum telja þeir að flestir
séu „sammála um að til tryggingar alhliða
markmiðum um lífskjör þurfi traust félags-
legt velferðarkerfi; t.d. a) vandað dagvist-
arkerfi, b) góðan almennan skóla fýrir öll
böm, c) vandað heilbrigðiskerfi, d) örorku-
og ellilífeyri, sem og að atvinnuíeysisbætur
dugi til mannsæmandi ffamfærslu, e) ör-
yggi í húsnæðismálum, f) þróttmikla að-
stoð við gamalt fólk og fleira á þann veg.“
Til að ná þessum markmiðum, sem og að
efla íslenska menningu, telja þeir þurfa
mikið fé sem ekki fáist nema atvinnurekst-
urinn. í landinu blómgist, og gengur áætlun
þeirra út á að ná þessu markmiði. Þeir fjalla
um sjávarútveg, gjaldeyri, sjóða- og banka-
mál, landbúnað, opinberan rekstur og ann-
að, en hér verða tillögur um breytingar í
sjávarútvegi gerðar að umtalsefni, því sjáv-
arútvegurinn er burðarásinn í efnahagslífi
Islendinga.
Hugmyndir þeirra í sjávarútvegsmálum
eru þessar: Islendingar skulu eiga auðlindir
sjávarins, en útlendingum verði heimilaður
ótakmarkaður aðgangur eða eign í þeim
fýrirtækjum sem nýta auðlindina. Skylt
verði að selja allan fisk á markaði hérlend-
is sem erlendir aðilar hafi ótakmarkaðan
aðgang að. Þannig yrði til stærsti fiskmark-
aður í heimi. Til að þjóna stærsta fiskmark-
aði í heimi ætti að endurbæta og skipu-
leggja samgöngukerfið þannig að það ann-
aði „gífúrlega auknum flutningum vegna
tengingar fiskmarkaðanna". Þá segir:
„Þetta mun skapa Islendingum þúsundir
starfa. Þegar allur fiskur sem veiðist í is-
lenskri Iandhelgi verður boðinn upp á
mörkuðum hérlendis opnast hér með
stærsti fiskmarkaður heimsins. Erlendir að-
ilar munu þá streyma til landsins, skapa
tekjur, hjálpa til við að opna landið, og ís-
lensk fýrirtæki stór og smá munu eflast og
blómgast í þjónustu við hina erlendu kaup-
endur. Verkefni í sjávarútvegi munu gjör-
breytast. í stað þess að vera einungis hrá-
efnisútflytjendur, munu íslendingar sér-
hæfa sig í margbreytilegum þörfúm ólíkra
markaða. í þessu felast gífúrlegir mögu-
leikar fýrir minni fýrirtæki til sérhæfðrar
ffamleiðslu.
Mikil hagkvæmni felsí í að minnka
fiskiskipaflotann, draga stórlega úr til-
kostnaðinum við að afla hráefnisins, en um
leið fækkar störfum við frumstig veiða og
vinnslu. Hins vegar mun störfum fjölga um
mörg þúsund á næstu tíu árum í ffekari hrá-
efnaúrvinnslu. I mjög mörgum tilfellum
borgar sig fyrir erlenda fiskkaupendur að
kaupa einnig úrvinnsluna hér af sérhæfðum
framleiðendum, fremur en að kaupa óunn-
inn fisk á íslenska heimsmarkaðinum."
Skringilegur texti
Því fýlgir auðvitað talsverð skemmtun
að lesa svona texta, en af því að maður veit
að hann er saminn af mönnum sem ætla má
að vilji láta taka sig alvarlega, hafnar mað-
ur í skondinni klemmu: Er mönnunum al-
vara, eða gera þeir sér það til dundurs að
setja fram ögrandi viðhorf til að sjá hvað
gerist? Ég ætla að ganga í gildruna og
reikna með því að þeim sé nokkur alvara,
enda þótt skoðanir þeirra veki mér nokkra
undrun af því að ég veit að höfundamir
hafa með einum eða öðmm hætti látið að
sér kveða á vinstri vængnum. Ekki svo að
skilja að vinstrisinnar eigi ekki að koma
ffam með nýjar hugmyndir sem stangast á
við rikjandi viðhorf í þeirra röðum. Þeir
eiga þvert á móti að vera óragir við að ræða
nýjar skoðanir um mótun ftamtíðarinnar,
en um leið verður að gera kröfúr til þeirra
um eðlilegt samræmi og skiljanlega rök-
semdafærslu, að ekki sé nú minnst á þau
ósköp að falla ekki í þá gryfju að éta upp
síðbúnar tískukenningar ættaðar frá þeim
sem lengst em til hægri.
Er sátt um velferðina?
Fyrst væri gaman að komast að því
hvað í ósköpunum fær höfundana til að
trúa því, að komin sé á einhverskonar aljs-
herjar sátt um félagslegt velferðarkerfi á ís-
landi. Þetta er fjarri öllu lagi, og hvort sem
mönnum fellur það nú betur eða verr blasir
við sú einfalda staðreynd að um velferðar-
kerfið er djúpstæður ágreiningur í landinu.
Hann birtist ekki í því að andstæðingar
þess hrópi hátt um andstöðu sína, þeir velja
þá einfoldu og skiljanlegu leið að reka
stanslausan áróður fýrir lækkuðum skött-
um í landinu sem kemur hvergi harðar nið-
ur en á velferðarkerfinu. Ágreiningurinn
um velferðarkerfið birtist líka í þeim for-
gangsverkefnum sem valdamenn á hveij-
um tíma velja sér.
En látum gott heita og segjum sem svo
að flestir séu þá um leið sammála um að
styrkja atvinnulífið til að geta staðið undir
hinum góðu lífskjörum, velferðinni sem
öðru. Þá verður að skoða hvort leiðin til
þess markaðsbúskapar sem 500 daga áætl-
unin fjallar um sé vænleg til að bæta lífs-
kjörin. Styrkist velferðarkerfið við það að
veita erlendum fýrirtækjum ótakmarkaðan
aðgang að auðlindum sjávarins með því að
galopna sjávarútveginn fýrir erlendu fjár-
magni? Ef menn svara spumingunni ját-
andi liggur beinast við að draga þá ályktun
að eign Islendinga á þeim fýrirtækjum sem
nýta auðlindina standi beinlínis í veginum
fýrir batnandi lífskjörum á íslandi, og svari
nú hver fýrir sig hvort þetta sé líklegt.
Hver á að hafa jyklavöldin að
sjávarútvegi Islendinga?
Um síðustu helgi fjallaði ég nokkuð um
þann heim sem gæti farið batnadi ef rétt
væri á haldið. Ég sló því fostu að íslend-
ingar hefðu mikla möguleika m.a. með því
að laga sig að veruleikanum í kring um
okkur á forsendum sem við settum sjálf.
Hugmyndimar sem 500 daga mennimir
hafa sett ffam gefa tilefni til að velta fýrir
sér þeim gmndvallar mun sem felst í þeirri
afstöðu sem ég þar túlkaði og 500 daga
áætluninni. Annars vegar legg ég til, að við
höldum utan um það sem er okkar og nýt-
um það á okkar forsendum til að taka þátt í
viðskiptum við umheiminn af fullum
myndugleik, en 500-daga-menn stinga upp
á að við fáum erlendum fyrirtækjum lykl-
ana að íslenskum auðlindum í von um að
umsvif þeirra leiði til aukinnar atvinnu og
batnandi lifskjara. Maður á auðvitað að
varast stóryrði, einkum þegar maður er
ekki viss um hvort taka á viðmælandann al-
varlega, og því er best að ljúka þessum
pistli á því sem Leiðin til markaðsbúskapar
minnir helst á, en það er öfúgmælavísa sem
er líklega nokkumveginn svona:
Á eld er best að ausa sjó,
eykst hans log við þetta.
Gott er að hafa gler í skó
þá gengið er í kletta.
hágé.
Laugardagur 17. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SfÐA 5