Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 10
Magnúx Gezzon: Um Ijóðabækur Logandi vit Tvær Ijóðabækur Út er komin hjá Máli og menningu bókin Bláþráður sem hefur að geyma þrjátíu ljóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Ovenju- legar samlíkingar, sterkir litir og undirfurðulegur húmor einkenna kvæðin í þessari bók. Ljóðin eru fjölbreytt að formi, m.a. kveður við nýjan tón í ljóðum hennar um land og náttúru. Linda Vilhjálmsdóttir er fædd árið 1958. Hún hefur áður birt ljóð í blöðum og tímaritum, en Bláþráður er fyrsta ljóðabókin hennar. Þá gefur Mál og menning út ljóðabókina Sannstæður eftir Geirlaug Magnússon. Bókin hef- ur að geyma 45 ljóð og skiptist í þrjá hluta, Sannstæður, Jarðtengsl og Slitrur af samræðulist útilegu- manna. Ljóð Geirlaugs einkenn- ast af sterkum myndum og mergj- uðu tungutaki, og þar er snúist gegn auðkeyptri bjartsýni og gefnum sannindum. Geirlaugur Magnússon er fæddur árið 1944, stundaði nám í Póllandi og Frakklandi, og er nú búsettur á Sauðárkróki. Sann- stæður er níunda ljóðabók hans. Bókin er 62 bls. Þorri Jóhannsson Sýklar minninganna Lýsingar, Óskar Thorarensen Infernó, 1990 Gráminn Ferðast með vagn inni Jolgula slikjuna í gráa sunnudagsbœnum. Þar rignir meira en i Ijóði. A milli auðra bygginga er byrgja útsýnið. Veikir menn muldra og sussa. Hóta að hringja ef geldingurinn grái fær ekki frið. Uss ekkert rugl hér. Því oftar sem ég les þessa 5. bók Þorra þeim mun sannfærðari verð ég um það að ritdómurinn þarf að heíjast á ofangreindu Ijóði. Astæðan er sú að það er ein- kennandi fyrir skáldskap hans. Hann reynir sífellt að trufla vank- aða rósemi hversdagsstritarans í grámyglulegri borginni. I 5. og 6. línu er lauflétt skot á vælu og kli- sjuljóð menntaskólaskáldanna. Allt er svo ömurlegt að jafnvel húsin eru tóm, þótt hugsanlega hljóti að vera eitthvað inni í þeim. Ekki hafa hátt, við hringjum í (lögguna) einhvem til að hirða þig ef þú raskar ró bæjarbúa, sem líkt er við gráan gelding. Ekkert óvenjulegt og óviðeigandi hér takk. Gegn meðalmennskunni teflir Þorri aðferðum hins skorinorða Ijóðs líkt og gert var á árunum frá 1970 og fram undir 1980. Þó er í ljóðum Þorra gramm af draum- sæju (rómantik), en syndalestur- inn og boðunin em yfirgnæfandi með öllum þeim asa og hávaða sem fylgir þeim er boða mikinn sannleika. Aumingja Tíminn Klukkan er fávís engill sem fylgist með Jýrir afskiptasaman hirði sinn. Rekur áfram þjóðfélag þegna og þrœla biðjandi bœldum og vœlandi er þeim haldið við efnið til enda. A réttum tima fólkið vill. Það skal þrasa um efni hvert verðbólga og vextir stefni. Hugsa samkvæmt siðustu skoðanakönnunum velja sér vinsœlustu fávitaverði gleymskunnar. Ekkert mun ólga í lýðmollunni að lokum er allt puðið til einskis því draslið og stoltið er ekki fýrir hina dauðu. En fjöldasálin flýtur áfram á áhyggjum af fikniefna- faraldrinum. Gengur í fáviskuskóla til að læra að eyða tímanum. Helvítis timinn! Skemmið og styttið stundirnar út að skemmta sér það er frí. Nokkrir staldra og andvarpa. Horfa á skýin skýin eru stór skýin eru skrímsli. Hér er kveðið fast að orði og engu líkara en kraftaskáld sé á ferðinni og skotmarkið er smá- borgarinn. Vopnin gegn honum era heimasmíðaður anarkismi sem virðist ranninn Þorra í merg og bein. Þorri bendir ekki á neinar leiðir til úrbóta, enda etv. eins \ goft, en hávaðinn í flestum kvæð- tínum er eintóna þegar til lengdar lætur. Þó er hér á ferðinni áhuga- verðari gagnrýni á þjóðfélagið en hjá gömlu hippaskáldunum sem nú yrkja grátbólgna saknaðar- gagnrýni, eða ég veit ekki hvað um horfha tíma. Nú vík ég nokkram orðum að draumsæjunni sem ég gat um áð- an. I eftirfarandi ljóði ríkir falleg og upphafm stemmning, laus við hávaða. Orðalag minnir á Jónas Hallgrímsson t.d. hvössdöpur og blíðhlý. Jafnvel mætti benda á áhrif atómskálda, sbr. ffjálst form ljóðsins, dapurleika og einsemd. Vornótt í kirkjugarði Sólgrá vornótt i votum kirkjugarði. Rök lauf lykta af eyðingu vorsins. Ömerkt gröf. Vera með mosavaxið andlit. Greypt i stein. Minning háð andvörpum annarra. Fyrirframan hvössdöpur augun er gróðursett tré. Umlykur andlitsbeinin. Það líða skúrir gegnum birtuna. Blíðhlý molla sest á blautan mosann. Skapar óvart líf með dauða. En á síðu 43 er engu líkara en rólyndið sé brotið í smáan mola. Kvæðið heitir Nú andar dauðinn. Era fleiri en ég sem tengja það við upphaf kvæðisins Eg bið að heilsa, en það hefst svona: „Nú andar suðrið...“ Fleira gæti minnt á Jónas, t.d. verður listaskáldið að listaskrípi, en hin endanlega merking ræðst þó í höfði lesand- ans. Nú andar dauðinn Alltaf að hugsa um dauðann getur ekki beðið eftir svari skrifar sigfrá dauðanum yrkir sig eilífan. Listaskrípið sem vill ekki deyja eyðir öllu líjinu við að útvíkka sjáljt sig. Dauðinn fær það til að hugsa en samt vill það styttu til öryggis. Kvæðið Ný höfuð á s. 5 virð- ist rekja sköpunarsögu og endar á þessum línum: Hofið er í hafinu. Þessi orð gætu verið tilvísun til þess að margir vísindamenn telja lífið hafa hafist í hafinu. Víða bregður fyrir rími, því er varpað kæraleysislega inn í ljóð- in: Dæmi: barinn-farinn, messur- klessur, efni-stefni. Þessi þáttur kemur vel út. Ef litið er á ljóðin Gargfuglar og Logandi vit virðast vitið og skynsemin vera Þorra efst í huga. Hann teflir þeim þáttum fram gegn heimsku og kúgun verald- legra og kirkjulegra yfirvalda, öllu sem kúgar hinn fijálsa huga. Eg fagna þeirri mýkt og blíð- lyndi sem ég þykist sjá í ljóðum Þorra, en hann fer þó óþarflega spart með þá þætti, en etv. fylgir hann kalli tímans og eykur þann þátt i ljóðum sínum. Óska ég svo Þorra til hamingju með þessa bók og að hann skuli hafa þraukað svo lengi við neðanjarðarskáldskap. Myndir Óskars era athyglis- verðar, hæfilega ógeðfelldar og bæta ýmsum þáttum við ljóðin að undanskilinni mynd á síðu 32. Þar tel ég að hvitur flötur í ramma hefði aukið við ljóðin. t / minningu VALS ARNÞÓRSSONAR Margir hafa misst og margir sakna góðs vinar og samferðamanns. Margir hafa tjáð sig við okkur nánasta fólkið hans með ómetanlega hlýjum kveðjum. Fyrir það viljum við þakka heils hugar. Blessun fylgi ykkur öllum. Sigríður Ólafsdóttir Lausar stöður Tvær stöður eftirlitsmanna með vínveit- ingahúsum eru lausar til umsóknar, um vaktavinnu er að ræða. Skilyrði er að umsækjendur séu orðnir 30 ára, reglusam- ir og hafi aóða kunnáttu í íslensku. Laun sarrÍKvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Um- sóknir ásamt sakavottorði skilist til starfsmannastjóra fyr- ir 15. des. n.k. Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Við skólann er laus staða fjármálafulltrúa. Leitað er eftir manni með bókhaldsþekkmgu og reynslu af fiármála- stjórn. Viðkomandi skal hefja störf í janúar 1991. Laun samkvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar gefur konrektor, Sverrir Einarsson, á skrifstofu skólans. Við skólann er einnig laus staða skólaritara. Um er að ræða hálft starf. Æskííegt er að umsækjendur hafi nokkra tungumálaþekkingu og vélritunarkunnáttu. Laun sam- kvæmt kjarasamningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar gefur áfangastjóri, Steingrímur Þórðarson, á skrifstofu skolans. TILKYNNING FRA OSTA- OG SMJÖRSÖLUNNI sf. í nýútkomnu jólablaði okkar, Á JÓLARÓLI nr. 2, átti sér stað misprentun í tveimur uppskriftum. Jólakaka í sérflokki: Hér skal nota 1/2-1 tsk. af lyftidufti en ekki 6 tsk. Myntuábætir: Hér eiga að vera 2 bollar af súkkulaðikexmylsnu en ekki súkkulaðimylsnu. Við biðjumst hér með velvirðingar á þessum mistökum. Srv 10SÍÐA —ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.