Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 2
FRETTIR Á tylli- og hátlðisdögum er sjómönnum einatt hampað sem hetjum hafsins, en þegar kemur að kjarasamningum og prveitingum til öryggismála er á brattann að sækja. Mynd: grh. Siómenn Samninga eða aðgerðir Langlundargeð sjómanna á þrotum. Oskar Vigfúson: Bjartsýnn á að samningar takist Asautjánda Jþingi Sjómanna- sambands Islands, sem lauk í gær, var samþykkt samhijóða að skora á aðildarfélðgin að boða til aðgerða til að knýja á um lausn á kjaramálum sjó- manna, náist ekki samningar á næstu dögum milii undir- og yf- irmanna á fiskipum við Lands- samband íslenskra útvegs- manna. Óskar Vigfusson formaður Sjómannasambandsins sagðist þó vera bjartsýnn á að samningar tækjust á milli aðila svo ekki þyrfti að grípa til aðgerða með þeim afleiðingum sem þeim er samfara. Hann sagði að kjaramái- in hefðu að sjálfsögðu verið ofar- lega á baugi á þinginu í ljósi þess að samningar undirmanna væru búnir að vera lausir frá þvi um áramót og félagar þeirra, yfir- menn á fiskiskipum stæðu frammi fyrir boðuðum verkfalls- aðgerðum fljótlega eflir helgi, hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Óskar sagði að þetta þing hefði verið mjög málefnalegt og öðruvisi en mörg önnur þar sem þingfulltrúar hefðu kappkostað að leita eftir samkomulagi í hin- um ýmsu málaflokkum og látið innri deilumál liggja á milli hluta. Auk kjaramálanna var á þing- inu mikið fjallað um öryggismál sjómanna og skipulagsmál. Til- lögu Eyfirðinga um að Sjómanna- sambandið segði sig úr lögum við Alþýðusamband íslandsvar vísað til sambandsstjómar SSÍ til frek- ari úrvinnslu. -grh Borgarstiórn Ahyggjur af olfumengun Sigurjón Pétursson borgarfulltrúi: Víða hætta vegna tœringar í gömlum og illa frágengnum olíutönkum í jörð. Vantar reglur um öryggi, frágang og eftirlit Sigurjón Pétursson borgar- fuiltrúi telur að víða kunni að leynast hættur vegna tæring- ar í gömlum og illa frágengnum olíutönkum í jörð um borgina. Hann hefur lagt fram fyrir- spurn í borgarstjórn um fjölda þessara tanka, eftirlit með þeim og fleira. - Víða um borgina em ófrá- gengnir olíutankar grafnir í jörð. Það er brýnt að settar verði reglur um ffágang olíu- og bensíngeyma og eftirlit með þeim, en slíkar reglur em ekki til nú, segir Sigur- jón í samtali við Þjóðviljann. Sigutjón vill vita hve margir tankamir em, hvar þeir em stað- settir, hvemig eftirliti með þeim er háttað og hver ffamkvæmir það. Hann spyr jafnframt um kröfnr sem gerðar em um öryggi Miðbærinn Umdeilt þróunarfélag á laggirnar Þróunarfélag Reykjavíkur er komið á laggirnar, en stofnun þess hefur átt sér lang- an og umdeildan aðdraganda. Tilgangur félagsins er að efla miðbæ Reykjavíkur sem mið- stöð stjórnsýslu, menningarlífs, verslunar og þjónustu. Rúmt ár er liðið síðan borgar- stjóm samþykkti að stofna þróun- arfélag til eflingar miðbænum. Síðast liðið vor var efnt til stofn- fundar á Hótel Borg, en þar urðu miklar deilur um stofnsamþykkt og því var ákveðið að setja á fót þriggja manna nefnd til þess að fara yfir ágreiningsefni og boða til nýs stofhfundar. Sú nefnd kom aldrei saman og í september í ár lagði borgarstjóri fram nýja sam- þykkt fyrir félagið. Upphaflega var gert ráð fyrir að stofnfundur, og síðan aðal- fundir, kysu þijá af fimm stjóm- armönnum. Jafnffamt var þá áætlað að íbúasamtök ættu aðild að félaginu. í tillögu borgarstjóra, sem nú hefur orðið að veruleika, var horfið frá þessu. Stjóm félagsins er nú samansett af fúlltrúa forsæt- isráðuneytisins, einum fulltrúa Skrifstofu viðskiptalífsins, einum ffá Sambandi íslenskra viðskipta- banka og tveimur frá borginni. Þeir síðast nefndu em Sjálfstæð- ismennimir Ámi Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. -gg og ffágang tankanna og hvaða kröfur em gerðar um frágang þeg- ar þeir em teknir úr notkun. í kjölfar fyrirspumar Sigur- jóns lögðu borgarfulltrúar minni- hlutans til að settar yrðu reglur um þessi atriði hvað snertir olíu- og bensíntanka á vegum einkaað- ila og fyrirtækja. Tillögunni var vísað til heilbrigðisnefndar. Siguijón segir í samtali við Þjóðviljann að á ámnum 1960- 1970 hafi 3300 hús í borginni hætt að nota olíukyndingu, en tek- ið inn hitaveitu þess í stað. Hann segist halda að við skiptin hafi einfaldlega verið skrúfað fyrir ol- íuna, en tankamir látnir liggja óhreyfðir í jörðu. - Líklega em þessir tankar ónýtir nú, segir Sigutjón. -gg Siómannadeilan Árangurslaus sáttafundur VMSÍ: Hvetur alla til að leysa boðað verkfall án tafar Samninganefndir yfirmanna á fiskiskipum og útvegsmanna sátu á sáttafundi frá klukkan tíu í gærmorgun til klukkan fimm, en án árangurs. Annar sátta- fundur hefur verið boðaður klukkan fimm á morgun, sunnu- dag. Harald Holsvík, ffamkvæmda- stjóri Skipstjóra- og stýrimannafé- lagsins Öldunnar segir að það hafi raunar ekkert gerst á þessum fundi, þrátt fyrir að mikið pappírsflóð til- boða hafi gengið á milli aðila. „Það var eins og að kasta þeim í msla- tunnu,“ sagði Harald um viðbrögð útvegsmanna við tilboðum yfir- manna. Boðað verkfall yfirmanna á fiskiskipum kemur til ffam- kvæmda á hádegi á þriðjudag þann 20. nóvember, hafi ekki samist fyr- ir þann tíma. Framkvæmdastjóm Verka- mannasambands íslands lýsir yfir þungum áhyggjum vegna yfirvof- andi verkfalls og hvetur alla hags- munaaðila í sjávarútvegi til að leggjast á eitt um að leysa boðað verkfall án tafar. Ef til þess kemur verða þúsundir fiskverkafólks, auk annarra, atvinnulausar. Það ástand gæti varað um margra vikna skeið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir efnahag og afkomu þúsunda heimila. -grh Brundtland-skvrslan Þýdd á íslensku Landvernd hefur gefið út inngang að og ágrip af Brundt- Jand- skýrslunni svonefndu um umhverfis- og þróunarmál. í inngangi að útgáfunni gagnrýnir Auður Sveinsdóttir, formaður Landverndar, stjórnvöld fyrir tómiæti í garð umhverfisvernd- ar. Ágripið af skýrslunni kom út í gær, en í dag stendur Landvemd fyrir ráðstefnu þar sem innihald skýrslunnar er rætt undir yfirskrift- inni Sjálfbær þróun. Aðalfundur samtakanna er svo haldinn á morg- un. Nefnd undir forsæti Gro Harl- em Bmndtland, forsætisráðherra Noregs, vann að skýrslunni „Sam- eiginleg framtíð okkar“ fyrir Sam- einuðu þjóðimar. Skýrslan kom út árið 1987 og í kjölfar þess varþeim tilmælum beint til ríkisstjóma að styðjast við skýrsluna við ákvarð- anatökur og stefnumótun. Þetta tel- ur Landvemd að hafi verið hunsað af íslenskum stjómvöldum. -gg Landlæknir Gagnrýnir siðareglur blaðamanna Siðanefnd vísar frá kœru landlæknis á hendur Pressunni á forsendu sem landlæknir telur fáránlega 0'r lafur Ólafsson landlæknir segist telja það fáránlegt að þeir sem vilji leggja fram kæru til siðanefndar Blaðamannafé- lags íslands verði fyrst að leita Ieiðréttingar hjá viðkomandi fjölmiðli. Siðanefnd hefur vísað kæru Ólafs á hendur Pressunni vegna skrifa blaðsins um „al- næmiskonuna“ frá, á þeirri for- sendu að honum láðist að leita leiðréttingar hjá blaðinu. - Þetta er mjög óeðlilegt og raunar fáránlegt. Það er greinilegt að menn em að veija sig með þessu. Hvað getur blaðið leiðrétt í þessu máli? Það getur beðið af- sökunar, en hvað getur það leið- rétt? segir Ólafur við Þjóðviljann og bætir því við að hann vilji mjög gjama fylgja málinu eftir þrátt fyrir þennan úrskurð siða- nefndar. Ólafur kærði Pressuna vegna skrifa hennar um „alnæmiskon- una“ í ágúst undir fyrirsögninni „Ég svaf hjá alnæmiskonunni". Hann telur að með greininni hafi blaðið verið að færa sér í nyt eymd og sjúkleika einstaklinga. Síðast þegar siðareglur blaða- manna vom endurskoðaðar var bætt inn í þær ákvæði um að sá sem telur að blaðamaður hafi brotið reglumar verði að leita Ieiðréttingar hjá viðkomandi fjöl- miðli áður en kært er til siða- nefndar. — Ég er hræddur um að ég fengi að heyra það ef ég beitti svipaðri aðferð. Við skulum segja að þú verðir fyrir því að læknir á Landsspítalanum setji vitlaust saman brot á hægri handlegg. Ég er smeykur um að þú myndir segja eitthvað ef ég segði þér að ég gæti ekkert gert í málinu fyrr en þú værir búinn að leita leiðrétt- ingar hjá Landsspítalanum, segir Olafur Olafsson um þetta ákvæði -gg 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. október 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.