Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 11
Sveinbimi Dagflnnssyni fóm með stjóm stöðvarinnar allt til 1985. Telja verður, að rekstur stöðv- arinnar að Litla-Hrauni hafi geng- ið vel þó að aðstæður væm þar að ýmsu leyti óhentugar. Einkum var þó hesthúsinu áfátt. Því varð úr, að haustið 1981 var stöðin flutt að Gunnarsholti. Þar komst hún í ný- legt og betra hús, þótt það væri engan veginn byggt fyrir svona starfsemi. Arið 1985 samþykkti þáver- andi landbúnaðarráðherra, Jón Helgaon, reglugerð fyrir stóð- hestastöðina og skipaði henni nýja stjóm, eflir tilneftiingu Bún- aðarfélags Islands, Félags hrossa- bænda og Hrossaræktarsambands Islands. Skal hrossaræktarráðu- nautur ávallt eiga sæti í stjóm en ráðherra skipar formann hennar. Það hefiir jafnan verið eitt helsta áhugamál þeirra, sem að stóðhestastöðinni standa, að koma upp yfir hana viðhlítandi húsnæði, sem hannað væri sér- staklega fyrir starfsemina. Þýð- ingarmikill áfangi náðist þegar tekin var inn í fjárlög 1986 fjár- veiting til að hefja undirbúning og gera teikningar að nýju hest- húsi. Þann 7. maí, tveimur árum síðar, tók svo Sveinbjöm Dag- finnsson fyrstu skóflustunguna. Byggingarframkvæmdir hófúst í ágúst sama ár, undir stjóm Más Adólfssonar á Hellu. Lokið var þá við að steypa grunn og haughús og undirbyggja bílastæði og hest- gerði. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir nam um 5 milj. kr., en framlög á fjárlögum áranna 1986- 1989 námu 3,6 milj. Síðan lánaði Stoftilánadeild landbúnaðarins 980 þús. kr. Á fjárlögum þessa árs voru 3 milj. kr. ætlaðar til bygg- ingarinnar. Nú á haustdögum, þegar við Ólafúr Vilhjálmsson komum í Gunnarsholt, var þar komið fram- kvæmdum við bygginguna að bú- ið var að steypa upp húsið - sem á að rúma 70 hesta - en þakið var eftir. Allt kapp verður nú á það lagt að unnt verði að taka húsið í notkun á næsta ári, en til þess vantar um 9 milj. kr. Verður ekki öðm trúað en það fé fáist svo stöðin geti farið að vinna af fúll- í orð hans: - Nú þegar íslenskur landbún- aður og þar með byggðir landsins eiga jafn mikið undir högg að sækja og raun ber vitni, er ennþá ríkari þörf á að taka ræktunarmál- in fastari tökum en nokkru sinni fyrr. Á undanfomum árum hafa forráðamenn landbúnaðarins oft getið þess, að hrossarækt geti orð- ið arðvænleg aukabúgrein. Til þess að svo megi verða þarf að leggja miklu meiri áherslu á gæði ftamleiðslunar en þann hausa- tölubúskap, sem því miður hefúr víða viðgengist ftam til þessa. Það er skoðun mín að mikil ofítamleiðsla sé í þessari búgrein. Sláturhúsin, sum hver, taka ekki nema við örfáum hrossum og salmonellusýking í hrossum ógn- ar Japansmarkaðinum. Mjög lágt verð fæst fyrir folalda- og trippa- kjöt. Markaður fyrir tamin hross er takmarkaður og ástæðan fyrir því er fyrst og ftemst léleg gæði mikils hluta hrossastofnsins. Flestir ræktendur em sammála um að hross séu langtum fleiri hér á landi en nokkur þörf er á, sér- staklega ef rækta á reiðhesta. Því miður er offramleiðslan geymd á landinu, sem kemur að vísu ekki mjög að sök í nokkrum grösugum láglendissveitum, en í hreint óefni stefnir með beitarálag í harðbýlli hémðum. Það er ljóst, að lausaganga hrossa mun fljót- lega verða bönnuð allsstaðar á landinu og það er og verður óvið- unandi staða fyrir ímynd hesta- mennskunnar að láta nauðbitin hrossahólf nokkursstaðar sjást. Við hestamenn verðum að taka höndum saman og fyrir- byggja hvarvetna nokkra minnstu hættu á ofbeit og gróðumíðslu. Menn eiga ekki að geta komist upp með það að hleypa upp fjölda stóðhrossa í algeru tilgangsleysi, t.d. þegar þeir hafa enga aðra möguleika á að ffamfleyta þeim yfir veturinn en á eyðijörðum, og fá síðan yfir hestasmenn fjöl- miðladóm um ofbeit og illa með- ferð dýra. Svar okkar hestamanna við þeim ofifamleiðsluvanda, sem við blasir, hlýtur að vera fækkun hrossa, t.d. með einhverskonar framleiðslustýringu, þar sem fúllt Stóðhestastöð ríkisins Fyrir nokkru birtist hér í blað- inu greinarkom um Gunnarsholt á Rangárvöllum. Var þar, raunar með snöggsoðnum hætti, gripið á nokkrum þáttum úr sögu staðar- ins og tæpt á þeirri starfsemi, sem þar fer nú fram. En til þess að les- endur fái nokkra innsýn í þau margháttuðu og merku störf, sem þama em höfð með höndum, þyk- ir rétt að ræða hvem einstakan þátt þeirra fyrir sig. í þessari grein verður þá vikið að stóðhestastöð- inni. Stóðhestastöð ríkisins tók til starfa haustið 1973 og þá að Litla- Hrauni í Eyrarbakkahreppi. Upp- haf hennar má rekja til þess, að á sjötta og sjöunda áratugnum hafði Þorkell Bjamason, hrossaræktar- ráðunautur, kynnst stóðhesta- stöðvum erlendis og þá einkum í Þýskalandi. Hann gerði sér ljósa grein fyrir þörf og þýðingu slíkrar starfsemi hér á landi, svo ná mætti sem mestum og bestum ár- angri í íslenskri hrossarækt. Fyrsta skrefið í þá átt, að gera þessa draumsýn að veruleika var það, að á ársþingi Landssam- bands hestamannafélaga 1971 var samþykkt tillaga ffá þeim Emi Johnsen og Sveinbimi Dagfinns- syni, þar sem skorað var á land- búnaðarráðherra og Búnaðarfélag íslands að nota heimild í búfjár- ræktarlögum um að koma á fót hrossaræktarbúi á Suðurlandi. Búfjárræktarlög heimiluðu stofn- un tveggja hrossaræktarbúa, ann- ars á Suðurlandi, hins á Norður- landi. Á Norðurlandi hafði hrossaræktarbú verið rekið á Hól- um í Hjaltadal ffá 1943. Á Búnaðarþingi 1972 lagði Þorkell Bjamason hrossaræktar- ráðunautur ffam erindi um stofh- un hrossaræktarbús á Suðurlandi. í ffamhaldi af því tilnefhdi Bún- aðarfélag íslands þijá menn í nefnd, er leita skyldi að heppileg- um stað fyrir búið, en þá hafði raunar verið ákveðið, að þar yrðu eingöngu stóðhestar til uppeldis og tamningar, sem síðan yrðu leigðir einstaklingum og félaga- samtökum. Gætu hestamir verið jöfnum höndum í eigu einstak- linga eða stöðvarinnar. Nefndina skipuðu þeir Leifur Jóhannesson, Sveinbjöm Dagfinnsson og Þor- kell Bjamason. Þeim kom saman um, með hliðsjón af takmörkuð- um fjárráðum stöðvarinnar, að skynsamlegast væri að staðsetja hana á Litla- Hrauni við Eyrar- bakka. Var samningur gerður við dómsmálaráðuneytið um leiguaf- not jarðarinnar. Búnaðarþing 1973 samþykkti svo ályktun um stofnun stöðvarinnar og rekstur og þáverandi landbúnaðarráð- herra, Halldór E. Sigurðsson, fól Búnaðarfélagi íslands ffam- kvæmd málsins. Jafhffamt var ákveðið að við stöðina starfaðí sérstök kynbótanefhd. Stjóm Búnaðarfélags Islands, ásamt þeim Páli Agnari Pálssyni og um myndarskap að því þýðingar- mikla hlutverki sem hennar bíður í þágu íslenskrar hrossaræktar. I spjalli okkar Sveins Run- ólfssonar, landgræðslustjóra, um stóðhestastöðina bar sitthvað fleira á góma, en hér hefúr verið drepið á. En vel fer á því, að enda þessa grein með því að vitna beint tillit er tekið til landgæða, jafh- ffamt stórfelldu ræktunarstarfi. Til þess að hrossarækt geti talist verðug aukabúgrein verðum við að beina ffamleiðslunni úr kjöt- framleiðslu yfir í ræktun verð- mætra reiðhlrossa. Þar á Stóð- hestastöðin að gegna lykilhlut- verki. -mhg STÓÐHESTASTÖÐ RlKISINS GUNNARSHOUT m m co CXJ CX3 — cx: co Búnaðarfólag Islonda Bændahöilinni. Reykjavfk Úllitsmyndr: Stöðhestastöð I Gurmarsholtl Dags 11.6.1907 Teikn. Magnús Sigsteinsson Laugardagur 17. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.