Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ÞINGLYNDI Jarðskjálftamir Það er ekki úr vegi að minnast þess í dag, 17. nóvember, á fornhelgum messudegi heilags Gregoríusar, þess verndar- dýrlings sem einna hollastur hefur þótt til áheita og liðveislu gegn ógnum af jarðskjálftum, að íslendingar hafa nú enn ver- ið minntir á þá feiknarlegu sérstöðu sem felst í því að búa á og við eitt virkasta gosbelti jarðarinnar. Reykjaneshryggur og Atlantshafssprungan minna á sig með þess háttar titringi sem við vitum að að getur á endanum rutt öllum áætlunum og vilja- yfirlýsingum manna til hliðar, hversu öflugar varnir sem reynt er að byggja upp. Þótt oft sé vísað til þeirrar óvissu efnahagslífs og velferðar sem fylgir svipulum sjávarafla, hafa jarðhræringar og mengun gosanna valdið meiri búsifjum en nokkurt annað fyrirbæri í sögu landsins. Það vill oft gleymast að þótt Öræfajökull, vold- ugasta eldfjall landsins, hafi ekki hóstað nema tvisvar frá landnámi norrænna manna, eru stórar sveitir óbyggilegar upp frá því. Vissulega áttu hann, Hekla, Askja og Laki auðveldara með að skekja undirstöður þess fátæka og viðkvæma samfé- lags sem hér ríkti, heldur en núna. Samt sem áður verður þjóðin að vera viðbúin efnahagslegum og félagslegum áföll- um sem geta stafað af nábýlinu við kraumandi kviku undir brothættri jarðskorpunni á eldvirka svæðinu. Fyrir skemmstu var rætt sérstaklega á ráðstefnu Verkfræðingafélagsins um ýmsan vanbúnað okkar til þess að taka afleiðingum næsta Suðurlandsskjálfta, og hittist það á sama tíma og þessi stöðugi órói er á Atlantshafshrygg út af Reykjanesi. í gær voru 27 ár liðin frá því Surtsey reis úr sæ, þessi eyja sem vakti heimsathygli og hefur orðið ein merkasta tilrauna- stofa veraldar um upphaf gróðurfars og landnám lífsins, undir vökulu auga sérfræðinga eins og Sturlu Friðrikssonar, eins og greint er frá nýlega í því virta og víðlesna tímariti National Geographic Magazine. Með hliðsjón af þeim urmul greina, Ijósmynda og sjónvarpsefnis sem nota Surtsey án okkar beiðni sem upplýsingafulltrúa íslands má það nokkurri furðu gegna, hve litla áherslu við höfum lagt á að nýta okkur hana sem einkenni eða aðdráttarafl. Ekki er hér verið að mæla með leyfi til almennings til landgöngu, en víst er að Surtseyj- arsafn í Reykjavík, Þorlákshöfn eða Vestmannaeyjum gæti orðið meiri háttar segull fyrir ferða- og skólafólk. Rifjar það reyndar upp hugmyndir um hvort það er ekki vænlegur kostur fyrir landshlutanna í uppbyggingu þeirrar ferðaþjónustu sem nú er oft bent á sem framtíðartekjulind, að sérhæfa sig hver á sínu sviði. Vel má hugsa sér stofnanir sem allir ferðalangar fyndu hjá sér þörf til að heimsækja, Hestasafnið í Skagafirði, Kúasafnið í Eyjafirði, Fálka- eða Sauðfjársafnið í Þingeyjar- sýslum, Síldar- og loðnusafnið á Austfjörðum og svo mætti á- fram telja. Beiningamennirnir Hliðstæðu við tignun verndardýrlinga má rekja til þeirrar venju á miðöldum, ekki síst á Ítalíu, að öflugir héraðshöfðingj- ar eða vopnaskakendur gáfu kost á sér sem verndarar fjöl- skyldna, ætta og heilla héraða, gegn hæfilegum stuðningi eða gjaldi. Verndardýrlingar kirkjunnar urðu svo á sinn hátt andleg hliðstæða hinna veraldlegu verndara, fyrir utan að til dýrlinga leitaði sú snauða alþýða sem ekki hafði efni á að borga fyrir vernd lénsherrans. í umræðunum um það í dag, hvort útgerðarmenn eigi að greiða fyrir aflakvótana eða fá þá gefms, rifjast upp þessi gamla miðaldamynd, ekki síst vegna skarprar greinar Þorkels Helgasonar háskólakennara í Morgunblaðinu í gær undir heit- inu „sósíalismi andskotans”. En með því hugtaki er átt við að tap sé þjóðnýtt en gróði einkavæddur. Þorkell hæðist með eftirminnilegum hætti að beiðnum athafnamanna um opinber- ar ábyrgðir, eins og í dæminu um Stöð 2, en kröfum sömu að- ila um óafturkræfan eignarrétt á sameiginlegri auðlind þjóðar- innar. Bendir hann á að jafnvel í ríkjum kommúnista sé ekki meiningin að gefa rekstaraðilum í komandi markaðskerfi fyrir- tækin, eins og íslensk útgerð vill fá kvótana, heldur þurfi menn að greiða fyrir þessar “sameignir” þjóðanna. Spurningin er, hvort íslenskir útgerðarmenn hafa ekki í raun bara tamið sér af hógværð hið einlæga og hrekklausa hugarfar þeirrar blásnauðu alþýðu miðalda, sem ekki hafði efni á að greiða fyrir verndarkvóta sína, en sneri sér til vernd- ardýrlinga í staðinn. En þá ber að hafa í huga, að áheitin gátu kostað sitt, ef mikið lá við; Skálholtskirkja tók 50% af andvirði gripa eða verðmæta, sem ætla mátti að bjargast hefðu vegna áheits á Þorlák helga Þórhallsson. Hvernig líst útgerðinni á slíka skattheimtu í staðinn? ÓHT Guðmundur. Hvað segirðu um þriðja sætið hjá okkur kröturn í Reykjavik? Myndir Jim Smart Eg frétti að það væri biiið að bjóða Össuri það og einnig hef ég heyrt Guðmund G. bórarinssou orðaðan við það. ÞJÓÐVILJINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guömundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SiguröurÁ. Friöþjófsson. Aðrir blaöamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorteifsson, Elias Mar (pr.), G. Pétur Matthiasson, Garðar Guðjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ölafur Gíslason, Sævar Guöbjörnsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristfn Pétursdóttir. Auglýsingastjórí: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigriöur Siguröardóttir, Svanheiöur Ingímundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiöslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Siguröardóttir, Þórunn Aradótir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar: Siöumúla 37, Rvik. Simi: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóöviljans hf. Prentun: ðddi hf. Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarbtað: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.