Þjóðviljinn - 17.11.1990, Blaðsíða 7
Jóhanna Sigurðardótir er á beininu
Jóhanna Sigurðardóttir. Mynd: Jim Smart.
Húsbréfakerfið
er til frambúðar
Húsbréf hafa verið mikið til umræðu í vikunni. Á
tímabili ætluðu fjárfestingafélög að hætta að kaupa
húsbréf. Landsbréf hættu að kaupa bréf í einn dag
en hættu við að hætta eftir að Jóhanna Sigurðar-
dóttir félagsmálaráðherra talaði um fyrir mönnum.
Húsbréfakerfið er kerfi Jóhönnu, 86-kerfið er kerfi
sem komið var á fót af fyrri ríkisstjórn í samvinnu
aðila vinnumarkaðarins fyrir aðeins fjórum ámm.
Nú er húsbréfakerfið á góðri leið með að leysa hús-
næðiskerfið frá 1986 af hólmi og starfshópur þriggja
ráðuneyta hefur lagt til að það verði lagt niður. Að
þessu vinnur Jóhanna Ijóst og leynt. Hún er á bein-
inu í dag
Hvenær ætlar þessi hringl-
andaháttur með húsnæðis-
málin að taka enda?
Þetta er enginn hringlanda-
háttur með húsbréfm, það hefur
allt gengið eftir einsog spáð var
í upphafi. Ég neíhi, af því að
menn hafa verið að tala um of-
ffamboð á húsbréfum, að það
var áætlað á þessu ári að líkleg
sala yrði 4,5- 5 miljarðar en hún
er ekki nema 2,7-3 miljarðar
núna. Astandið núna er tilkomið
vegna óheppilegra aðgerða
Landsbréfa í fyrradag en þetta
ástand mun jafna sig mjög fljót-
lega.
Má ekki allt eins búast við
því að nýr félagsmálaráð-
herra komi með nýja patent-
lausn á húsnæðiskerfinu eins-
og raun hefur orðið á síðasta
áratug?
Ég hef enga trú á því. Hús-
bréfakerfið mun standa til ffam-
búðar. Vegna þess að þetta kerfi
erþess eðlis að það getur þjónað
þeim hópi fólks sem á því þarf
að halda og við höfum líka fé-
lagslega kerfið sem hefur vérið
eflt verulega og það er engin
ástæða til frekari breytinga.
Sýna ekki atburðir síðustu
daga að húsnæðiskerfið er
komið í þrot?
Langt því frá.
Var ekki farið alltof geyst í
húsbréfakerfið?
Nei, það var alls ekki farið
of geyst í það. Þessar áætlanir
hafa staðist eins og ég sagði.
Þetta kerfi var tekið í gagnið í
áfongum. Fyrst fyrir notaðar
íbúðir og síðan fyrir nýbygging-
ar og það hefur allt gengið eins-
og til stóð.
Er ekki hætta á holskeflu
húsbréfa á markaðinn nú þeg-
ar nýbyggingar eru teknar
inn í dæmið?
Ég tel að það þurfi ekki að
vera því þetta er inni í áætlunum
sem voru gerðar á þessu ári.
Þú stendur fast á því að
áætlanirnar hafi staðist þrátt
fyrir atburði síðustu daga?
Já. Þegar við skoðum þá út-
gáfu sem var áætluð af húsbréf-
um - og við erum ekki einu
sinni búin að ná því marki - þá
tel ég að þær áætlanir hafa stað-
ist. Það má ef til vill fyrst og
ffemst segja að lifeyrissjóðimir
hafi ekki keypt fyrir þær heim-
ildir sem þeir hafa, það vantar
enn miljarð uppá það. Það er
auðvitað umhugsunarefhi að líf-
eyrissjóðimir skuli ekki nýta sér
besta ávöxtunarkostinn sem
þeim býðst á markaðnum. Fyrir
utan það að með því að kaupa
húsbréf tryggja þeir einnig
hagsmuni þeirra sjóðfélaga
sinna sem standa i íbúðakaup-
um.
En hvernig á að bregðast
við því ef lífeyrissjóðirnir
koma ekki núna til bjargar?
Ég tel enga ástæðu til að
ætla annað en að lífeyrissjóðim-
ir komi inn í þetta mál, vegna
þess, eins og ég segi, að þetta er
hagstæðasti ávöxtunarkosturinn
fyrir þá.
Hvað með Seðlabankann?
Ég hef óskað eftir því að
Seðlabankinn verði viðskipta-
vaki gagnvart húsbréfum og ég
á von á því að þeirri ósk verði
vel tekið og ég útiloka ekki að
leitað verði til fleiri aðila á verð-
bréfaþingi til að koma inn sem
viðskiptavakar.
Þú átt þá von á því að
Seðlabankinn kaupi húsbréf
til að stýra markaðnum?
Þeir geta líka gert það með
því að verða tilboðsaðilar á
verðbréfaþingi, með því að gera
tilboð í húsbréf á markaðnum.
Ásmundur Hilmarsson
heldur því fram í Þjóðviljan-
um í dag að húsbréfakerfið sé
hugsanlega dýrara en kerfið
frá 86 vegna vaxtabótanna
sem ríkið þarf að greiða. Hvað
segir þú um það?
Ég er ekki sammála Ás-
mundi Hilmarssyni í því efni.
86-kerfið greiddi niður vexti til
allra, hátekjufólks jafht sem
lágtekjufólks. Þetta kerfi er með
öðmm hætti, það greiðir niður
vexti fyrir þá sem þurfa á því að
halda, þ.e. láglaunafólks og
fólks með miðlungstekjur. Þar
fyrir utan sýna útreikningar
Ríkisendurskoðunar og niður-
stöður sérfræðinga sem hafa
gert útreikninga fyrir mig, að
þótt við lokuðum þessu kerfi
strax þyrfti 7-9 miljarða vegna
þeirra skuldbindinga sem kerfið
hefur þegar gert. Og einnig er
það alveg ljóst að ef við höldum
þessu kerfi áffam þurfa lántökur
á næstu tíu ámm að vera 174
miljarðar. Við þurfum 14 mil-
jörðum kr. minna á ári i lántök-
ur en ella ef við lokum þessu
kerfi. Til samanburðar má nefha
að áætluð útgáfa húsbréfa er 12
miljarðar eða 2 miljörðum kr.
minna en við þyrftum að taka í
lán ef við héldum 86-kerfinu
áfrarn. Því til viðbótar sýna út-
reikningar sérffæðinga, sem
hafa skoðað þetta mál, að fólk
sem er í húsnæðisöflun þarf að
taka 4,5 miljörðum kr. minna að
láni hjá bönkum, lífeyrissjóðum
og í handhafa skuldabréfum ef
húsbréfakerfið er í gildi heldur
en ef 86-kerfið væri í gildi. Það
skýrir sig í því að fólk getur
fengið hlutfallslega miklu meira
vegna sinna íbúðakaupa í gegn-
um húsbréfakerfið heldur en í
86- kerfinu. Þessar staðreyndir
munu leiða til þess að tryggja
hér ffekar jafhvægi í vöxtum og
leiða til vaxtalækkunar.
Eigið þið ekki með hús-
bréfunum í samkeppni við
ríkisskuldabréfin og haldið
þannig vöxtunum of háum?
Þetta eru markaðsbréf eins-
og ríkisskuldabréfin. Jú, það má
segja að þau séu að hluta til í
samkeppni. En það var áætlað
ffá upphafi að liúsbréfin og rík-
isskuldabréfin hefðu sambæri-
lega stöðu á markaðnum. Þau
eru til dæmis hvor tveggja
eignaskattsfij áls.
Hefði ekki verið einfaldara
að jafna út vaxtamuninn á
lánum úr Byggingarsjóði rík-
isins frekar en að búa til nýtt
kerfi?
Nei, vegna þess að ég vil
ekki sjá hér kerfi sem gerir fólki
það að bíða í tvö til þijú ár eftir
því að koma sér þaki yfir höfuð-
ið, né að fólk með háar tekjur,
sem ekki þarf á fyrirgreiðslu
hins opinbera að halda, sé að
raða sér í biðröð og þannig tefja
það fólk sem þarf nauðsynlega á
fyrirgreiðslu að halda. Það er
þetta sem 86-kerfið hefur ffam-
kallað. Það er kerfi með gjafa-
lánum sem hefur þýtt það að
fólk hefur raðað sér í þessa bið-
röð. Húsbréfakerfið er allt ann-
ars eðlis. Þegar fólk ætlar sér í
íbúðakaup þá getur það gert það
svo til samstundis. Það er ekki
einhver spámennska í því eins-
og í hinu kerfinu með það hve-
nær fólk getur skipt um íbúð
vegna biðraðarinnar.
Eru ekki, vegna mikils
framboðs á húsbréfum, aukin
affollin á bréfunum í stað þess
að mynda biðröð?
Ég vil nú segja að þessi um-
ræða um affollin er mjög vill-
andi. Húsbréfakerfið er búið að
vera í gangi í eitt ár og íbúða-
kaupendur hafa ekki þurft að
bera nein affoll. Fasteignabréf
kaupenda bera fasta vexti, 5.75
prósent hingað til, og annað
þurfa þeir ekki að greiða en fá
miklu hærra hlutfall lánað í
gegnum húsbréfakerfið. Þeir
hafa ekki þurft að sæta affoll-
um. Seljendur hafa fengið íbúð-
imar svo til staðgreiddar á innan
við ári en í 86-kerfmu þurftu
þeir að sæta affollum strax á
fyrsta ári því þeir fengu 75 pró-
sent af verði íbúðar greidd út
vaxtalaust og afganginn á fjór-
um árum óverðtryggt.
Þetta leiðir þá ekki til
hærra fasteignaverðs?
Ég á ekki von á þvi að þetta
leiði til hærra fasteignaverðs
þegar íbúðaseljendur fá íbúðir
sínar svo til staðgreiddar.
Er ekki meginbreytingin
milli kerfanna sú, að þetta er
tekið af fasteignamarkaði sem
stóð einn og sér og sett inn á
fjármagnsmarkað sem býr
við ákveðna óvissu og áhættu?
Meginbreytingin sem verð-
ur þegar húsbréfakerfið er tekið
upp er að hin innri fjármögnun
er aukin. Það eru íbúðaseljendur
sem em að lána íbúðakaupend-
um. Það þekkist til dæmis
hvergi í nágrannalöndum okkar
að hið opinbera láni til notaðra
íbúða. Þetta er megin- breyting-
in og skýringin á því að það þarf
miklu minna að koma ffá hinu
opinbera en í 86-kerfinu.
En skapar þetta ekki
óvissu og áhættu?
Húsbréfin em markaðsbréf
með skráðu gengi á hveijum
einasta degi þannig að seljendur
sem taka við húsbréfum vita að
hveiju þeir ganga á hveijum
tíma.
Það var strax Ijóst þegar
þú tókst við sem félagsmála-
ráðherrra 1987 að húsnæðis-
kerfið frá 86 gekk ekki upp.
Eru það ekki embættisglöp
hjá þér að grípa þá ekki strax
í taumana?
Ég vil ekki segja að það séu
nein embættisglöp vegna þess
að ég ræð nú ekki ein ferðinni í
þessu. Ég hefði talið skynsam-
legast og hef alla tíð sagt það,
að það ætti að taka upp nýtt
kerfi og loka því gamla. Það tók
þennan tíma.
Alþjóð veit hvemig það
gekk að koma á þessum breyt-
ingum, bæði húsbréfakerfinu og
kaupleiguíbúðum. Því miður
tók það þennan tíma og hefði átt
að gerast miklu fyrr. Eg held að
allir séu að sjá það núna betur
og betur að það er ekki skyn-
semi í öðm en að loka þessu
kerfi. Og ég fagna því mjög að
forsætisráðherra hefur tekið
mjög sterklega undir með mér
að það þurfi að loka kerfinu hið
fyrsta. Það hefur ekki reynt á
samstöðu ríkisstjómarinnar en
ég vona að það verði hægt að
leggja ffam ffumvarp á þessu
þingi til þess að aflétta þessari
óvissu sem 5500 manns em í
sem enn em í biðröð. Þeirra
hagur er jafhvel tryggður í hús-
bréfakerfmu og því gamla, það
er margbúið að sýna sig.
Jóhanna, eignaðist þú hús-
næði á tímum neikvæðra
vaxta?
Já, að hluta til gerði ég það.
Ég byggði mína fyrstu íbúð á
þeim tímum sem þú nefndir og
ég tel mig hafa góðan skilning á
erfiðleikum fólks og hvað fólk
þarf að leggja miklu meira á sig
núna en áður enda hefiir mestur
tími minn í þessu ráðuneyti far-
ið í það að breyta þessu kerfi og
gera það manneskjulegra þann-
ig að fólk þurfi ekki að eyða 20-
30 bestu árum ævinnar í að
koma sér þaki yfir höfuðið.
-gpm
Laugardagur 17. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7