Þjóðviljinn

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinnovember 1990næsti mánaðurin
    mifrlesu
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Þjóðviljinn - 17.11.1990, Síða 11

Þjóðviljinn - 17.11.1990, Síða 11
Sveinbimi Dagflnnssyni fóm með stjóm stöðvarinnar allt til 1985. Telja verður, að rekstur stöðv- arinnar að Litla-Hrauni hafi geng- ið vel þó að aðstæður væm þar að ýmsu leyti óhentugar. Einkum var þó hesthúsinu áfátt. Því varð úr, að haustið 1981 var stöðin flutt að Gunnarsholti. Þar komst hún í ný- legt og betra hús, þótt það væri engan veginn byggt fyrir svona starfsemi. Arið 1985 samþykkti þáver- andi landbúnaðarráðherra, Jón Helgaon, reglugerð fyrir stóð- hestastöðina og skipaði henni nýja stjóm, eflir tilneftiingu Bún- aðarfélags Islands, Félags hrossa- bænda og Hrossaræktarsambands Islands. Skal hrossaræktarráðu- nautur ávallt eiga sæti í stjóm en ráðherra skipar formann hennar. Það hefiir jafnan verið eitt helsta áhugamál þeirra, sem að stóðhestastöðinni standa, að koma upp yfir hana viðhlítandi húsnæði, sem hannað væri sér- staklega fyrir starfsemina. Þýð- ingarmikill áfangi náðist þegar tekin var inn í fjárlög 1986 fjár- veiting til að hefja undirbúning og gera teikningar að nýju hest- húsi. Þann 7. maí, tveimur árum síðar, tók svo Sveinbjöm Dag- finnsson fyrstu skóflustunguna. Byggingarframkvæmdir hófúst í ágúst sama ár, undir stjóm Más Adólfssonar á Hellu. Lokið var þá við að steypa grunn og haughús og undirbyggja bílastæði og hest- gerði. Kostnaður við þessar fram- kvæmdir nam um 5 milj. kr., en framlög á fjárlögum áranna 1986- 1989 námu 3,6 milj. Síðan lánaði Stoftilánadeild landbúnaðarins 980 þús. kr. Á fjárlögum þessa árs voru 3 milj. kr. ætlaðar til bygg- ingarinnar. Nú á haustdögum, þegar við Ólafúr Vilhjálmsson komum í Gunnarsholt, var þar komið fram- kvæmdum við bygginguna að bú- ið var að steypa upp húsið - sem á að rúma 70 hesta - en þakið var eftir. Allt kapp verður nú á það lagt að unnt verði að taka húsið í notkun á næsta ári, en til þess vantar um 9 milj. kr. Verður ekki öðm trúað en það fé fáist svo stöðin geti farið að vinna af fúll- í orð hans: - Nú þegar íslenskur landbún- aður og þar með byggðir landsins eiga jafn mikið undir högg að sækja og raun ber vitni, er ennþá ríkari þörf á að taka ræktunarmál- in fastari tökum en nokkru sinni fyrr. Á undanfomum árum hafa forráðamenn landbúnaðarins oft getið þess, að hrossarækt geti orð- ið arðvænleg aukabúgrein. Til þess að svo megi verða þarf að leggja miklu meiri áherslu á gæði ftamleiðslunar en þann hausa- tölubúskap, sem því miður hefúr víða viðgengist ftam til þessa. Það er skoðun mín að mikil ofítamleiðsla sé í þessari búgrein. Sláturhúsin, sum hver, taka ekki nema við örfáum hrossum og salmonellusýking í hrossum ógn- ar Japansmarkaðinum. Mjög lágt verð fæst fyrir folalda- og trippa- kjöt. Markaður fyrir tamin hross er takmarkaður og ástæðan fyrir því er fyrst og ftemst léleg gæði mikils hluta hrossastofnsins. Flestir ræktendur em sammála um að hross séu langtum fleiri hér á landi en nokkur þörf er á, sér- staklega ef rækta á reiðhesta. Því miður er offramleiðslan geymd á landinu, sem kemur að vísu ekki mjög að sök í nokkrum grösugum láglendissveitum, en í hreint óefni stefnir með beitarálag í harðbýlli hémðum. Það er ljóst, að lausaganga hrossa mun fljót- lega verða bönnuð allsstaðar á landinu og það er og verður óvið- unandi staða fyrir ímynd hesta- mennskunnar að láta nauðbitin hrossahólf nokkursstaðar sjást. Við hestamenn verðum að taka höndum saman og fyrir- byggja hvarvetna nokkra minnstu hættu á ofbeit og gróðumíðslu. Menn eiga ekki að geta komist upp með það að hleypa upp fjölda stóðhrossa í algeru tilgangsleysi, t.d. þegar þeir hafa enga aðra möguleika á að ffamfleyta þeim yfir veturinn en á eyðijörðum, og fá síðan yfir hestasmenn fjöl- miðladóm um ofbeit og illa með- ferð dýra. Svar okkar hestamanna við þeim ofifamleiðsluvanda, sem við blasir, hlýtur að vera fækkun hrossa, t.d. með einhverskonar framleiðslustýringu, þar sem fúllt Stóðhestastöð ríkisins Fyrir nokkru birtist hér í blað- inu greinarkom um Gunnarsholt á Rangárvöllum. Var þar, raunar með snöggsoðnum hætti, gripið á nokkrum þáttum úr sögu staðar- ins og tæpt á þeirri starfsemi, sem þar fer nú fram. En til þess að les- endur fái nokkra innsýn í þau margháttuðu og merku störf, sem þama em höfð með höndum, þyk- ir rétt að ræða hvem einstakan þátt þeirra fyrir sig. í þessari grein verður þá vikið að stóðhestastöð- inni. Stóðhestastöð ríkisins tók til starfa haustið 1973 og þá að Litla- Hrauni í Eyrarbakkahreppi. Upp- haf hennar má rekja til þess, að á sjötta og sjöunda áratugnum hafði Þorkell Bjamason, hrossaræktar- ráðunautur, kynnst stóðhesta- stöðvum erlendis og þá einkum í Þýskalandi. Hann gerði sér ljósa grein fyrir þörf og þýðingu slíkrar starfsemi hér á landi, svo ná mætti sem mestum og bestum ár- angri í íslenskri hrossarækt. Fyrsta skrefið í þá átt, að gera þessa draumsýn að veruleika var það, að á ársþingi Landssam- bands hestamannafélaga 1971 var samþykkt tillaga ffá þeim Emi Johnsen og Sveinbimi Dagfinns- syni, þar sem skorað var á land- búnaðarráðherra og Búnaðarfélag íslands að nota heimild í búfjár- ræktarlögum um að koma á fót hrossaræktarbúi á Suðurlandi. Búfjárræktarlög heimiluðu stofn- un tveggja hrossaræktarbúa, ann- ars á Suðurlandi, hins á Norður- landi. Á Norðurlandi hafði hrossaræktarbú verið rekið á Hól- um í Hjaltadal ffá 1943. Á Búnaðarþingi 1972 lagði Þorkell Bjamason hrossaræktar- ráðunautur ffam erindi um stofh- un hrossaræktarbús á Suðurlandi. í ffamhaldi af því tilnefhdi Bún- aðarfélag íslands þijá menn í nefnd, er leita skyldi að heppileg- um stað fyrir búið, en þá hafði raunar verið ákveðið, að þar yrðu eingöngu stóðhestar til uppeldis og tamningar, sem síðan yrðu leigðir einstaklingum og félaga- samtökum. Gætu hestamir verið jöfnum höndum í eigu einstak- linga eða stöðvarinnar. Nefndina skipuðu þeir Leifur Jóhannesson, Sveinbjöm Dagfinnsson og Þor- kell Bjamason. Þeim kom saman um, með hliðsjón af takmörkuð- um fjárráðum stöðvarinnar, að skynsamlegast væri að staðsetja hana á Litla- Hrauni við Eyrar- bakka. Var samningur gerður við dómsmálaráðuneytið um leiguaf- not jarðarinnar. Búnaðarþing 1973 samþykkti svo ályktun um stofnun stöðvarinnar og rekstur og þáverandi landbúnaðarráð- herra, Halldór E. Sigurðsson, fól Búnaðarfélagi íslands ffam- kvæmd málsins. Jafhffamt var ákveðið að við stöðina starfaðí sérstök kynbótanefhd. Stjóm Búnaðarfélags Islands, ásamt þeim Páli Agnari Pálssyni og um myndarskap að því þýðingar- mikla hlutverki sem hennar bíður í þágu íslenskrar hrossaræktar. I spjalli okkar Sveins Run- ólfssonar, landgræðslustjóra, um stóðhestastöðina bar sitthvað fleira á góma, en hér hefúr verið drepið á. En vel fer á því, að enda þessa grein með því að vitna beint tillit er tekið til landgæða, jafh- ffamt stórfelldu ræktunarstarfi. Til þess að hrossarækt geti talist verðug aukabúgrein verðum við að beina ffamleiðslunni úr kjöt- framleiðslu yfir í ræktun verð- mætra reiðhlrossa. Þar á Stóð- hestastöðin að gegna lykilhlut- verki. -mhg STÓÐHESTASTÖÐ RlKISINS GUNNARSHOUT m m co CXJ CX3 — cx: co Búnaðarfólag Islonda Bændahöilinni. Reykjavfk Úllitsmyndr: Stöðhestastöð I Gurmarsholtl Dags 11.6.1907 Teikn. Magnús Sigsteinsson Laugardagur 17. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Værktype:
Samling:
Gegnir:
ISSN:
1670-3928
Sprog:
Årgange:
57
Eksemplarer:
16489
Udgivet:
1936-1992
Tilgængelig indtil :
31.01.1992
Udgivelsessted:
Nøgleord:
Beskrivelse:
Dagblað, málgagn kommúnista, síðar sósíalista
Tillæg:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar: 218. tölublað (17.11.1990)
https://timarit.is/issue/226178

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

218. tölublað (17.11.1990)

Gongd: