Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 4
Fjárlög Halda menn að þetta kosti engan neitt? Sighvatur Björgvinsson: Rekstrarútgjöld, til- færsluliðir og vaxtagreiðslur og viðhald eru 91 prósent útgjalda og þá lítið eftir til að skera niður. Pálmi Jónsson: Einkunarorðin ættu að vera hallarekstur, eyðslustefna og skattrán Verkefni næstu ríkisstjórnar verður að taka gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins til jafn gaumgæfilegrar uppstokkunar og gerð hefur verið á tekjuhlið- inni síðustu fjögur ár. Þetta sagði Sighvatur Björgvinsson, Alfl., formaður fjárveitingar- nefndar þegar hann mælti fyrir meirihlutaáliti nefndarinnar við 2. umræðu fjárlaga í Sam- einuðu þingi í gær. Sighvatur sagði að allir stærstu tekjustofhar ríkisins heföu verið stokkaðir upp, og að það ásamt staðgreiðslu skatta og hin- um nýja virðisaukaskatti væri stórvirki og ættu menn ekki að láta deilur um tittlingskít villa sér þar sýn. „Menn tala gjaman mikið um nauðsyn þess að skera niður og spara í ríkisrekstrinum og sjá Skipaiðnaður Úreltum lögum verði breytt A nýafstöðnum aðalfundi Fé- lags dráttarbrauta og skipa- smiðja var lögð þung áhersla á að breytt verði úreitum Iögum frá árinu 1922 þannig, að erlend skip geti komið hingað til hafnar til viðgerða og þjónustu. Að mati fundarins er hér um verulega hagsmuni að ræða fyrir fleiri atvinnugreinar en skipaiðnað. Fundurinn telur að hindranimar í núgildandi lögum séu tímaskekkja og á allan hátt óeðlilegar. Sérstak- lega í ljósi þess að íslenskum skip- um er frjálst að sigla til hafna í ná- grannalöndunum. Gestur aðalfundarins var Krist- ján Ragnarsson, formaður LIU, sem taldi að mjög lítil nýsmíði skipa yrði hérlendis á næstunni og búast mætti við áframhaldandi lægð í verkefnum almennt. Hann gat þess að samkvæmt útlánum hjá Fiskveiðasjóði heföi innlend mark- aðshlutdeild stöðvanna í viðgerða- og endurbótaverkefnum aukist vemlega og samdráttur í fjárfest- ingu þá bitnað meira á erlendum verkefnum en innlendum. Þar sem vemlegur samdráttur hefur orðið í fjárfestingum í sjávar- útvegi hafa fyrirtæki í íslenskum skipaiðnaði, bæði hvert fyrir sig og sameiginlega, unnið að ýmsum verkefnum til að treysta sinn rekst- ur. Meðal annars hefúr verið ráðist í markaðsátak innanlands og er- lendis, bætta áætlanagerð og nýj- ungar I framleiðsluskipulagi. Fundurinn telur að þetta sé því að- eins mögulegt að stjómvöld geri allt sem í þeirra valdi stendur til að jafna sveiflur á innlendum mark- aði, samkeppnisstaða fyrirtækj- anna verði treyst og ekki verði með stuðningi opinberra sjóða eða banka leitað til útlanda með verk- efni, án þess að bjóða þau jafn- framt út hér á landi. -grh miklum ofsjónum yfir stöðugri þenslu ríkisbáknsins, stöðugri fjölgun ríkisstarfsmanna og stöð- ugum vexti ríkisútgjalda. En þetta er engin tilviljun,“ sagði Sighvat- ur og benti á að Alþingi afgreiddi fjölda mála sem með sjálfvirkum hætti kallaði á viðbótargreiðslu úr ríkissjóði. Hann benti á að þing- menn samþykktu byggingar stofnana og fé til þess, en síðan kæmi rekstrarkostnaðurinn sjálf- krafa á fjárlög. Hann benti á að einnig væri verið að bjóða upp á nýja og aukna þjónustu, kennslu sex ára bama, lengingu fæðingar- orlofs, glasafrjógvun og hjartaað- gerðir. „Halda menn að þetta kosti ekki neitt?“ spurði hann. Sighvatur sagði að lítið svig- rúm væri til spamaðar í ríkiskerf- inu ef menn vildu ekki ráðast á stóm útgjaldaliðina, menntakerf- ið og heilsugæslu eða almanna- tryggingar og útflutningsbætur. Hann benti á að rekstraútgjöldin væm 40 prósent, tilfærslur einsog tryggingamar væm önnur 40 pró- sent, vaxtagreiðslur -óumflýjan- legar - væm 9 prósent og viðhald á grotnandi eignum ríkisins væri 2 prósent. „Þá em eftir aðeins 9 prósent af heildarútgjöldum ríkis- sjóðs og það em fjárfestingarlið- imir: Framkvæmdir í höfnum, vegum, sjúkrahúsum, skólum og á öllum öðrum sviðum sem ríkis- valdið sinnir,“ sagði Sighvatur. Tillögur nefndarinnar um við- bótarútgjöld við 2. umræðu nema rúmum 890 miljónum kr. Hækka fæstir liðir um meira en 3 miljón- ir kr. hver, en breytingartillögum- ar em alls 112. Almennir fram- haldsskólar fá 41 miljón kr. við- bót, en ekki er lagt í umfangs- miklar endurbætur á Þjóðminja- safni sem hefur verið í fréttum né aukið framlag til Kvikmynda- sjóðs Islands. Þróunarsamvinnu- stofhun Islands fær 16 miljónirog síðar verður flutt tillaga um að Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna fái 5 miljónir, svo einhver dæmi séu nefnd. Pálmi Jónsson, Sjfl., mælti fyrir 1. minnihlutaáliti og sagði að ríkisstjómin heföi bmgðist al- gerlega í fjármálum ríkisins. Hann sagði að fmmvarpið væri með 3,7 miljarða kr. halla og enn meira væri falið, samt hefðu skattaálögumar verið auknar um 2,2 miljarða kr. Útgjöld ríkisins og umsvif hafa aukist, sagði Pálmi, og fmmvarpið boðar gífur- legan uppsafnaðan vanda vcgna hallareksturs síðustu ára og er yf- irlýsing um uppgjöf og ráðleysi ríkisstjómarinnar. „Einkunnarorð fmmvarpsins gætu orðið: halla- rekstur, eyðslustefna, skattrán,“ sagði Pálmi. í minnihlutaáliti Málmfríðar Sigurðardóttur, Kvl., kom fram að viðskilnaður núverandi fjár- málaráðherra Ólafs Ragnars Grímssonar yrðí sennilega þannig að samanlagður halli yrði 30 mil- jarðar kr. og það þrátt fyrir öll tímamótafjárlögin og homstein- ana. -gpm Fangelsismála- stofnun hafði af- skipti af einum af hverjum 200 einstaklingum ífyrra á aldrinum 15-64 ára sem sátu inni fyrir fíkniefnabrot eða úr 30-33 árin 1986-1988 í 25. Þá má geta þess að á árabilinu frá 1985-1989 hafa setið þetta 11- 14 manns inni fyrir manndráp. Þar af vom þeir flestir á síðasta ári. Hverjir er þeir? Út úr skýrslu Fangelsismála- stoftiunar verður ekki mikið ráðið um félagsleg einkenni íslenskra fanga. Á árabilinu 1985-1989 hefúr meðaldur þeirra sem setið hafa inni heldur hækkað. Um helming- ur fanga sem lauk afplánun er á aldrinum frá tvítugu til þrítugs. Þá er um það bil þriðjungur fanga á síðasta ári á aldrinum frá þritugu til fertugs. Hinn dæmigerði íslenski fangi er karlkyns. Af þeim föng- um sem luku aíþlánum í fýrra vom karlar 235 talsins, en konur aðeins 12. Eitt hundrað manns sitja að jafnaði af sér dóma Fjöldi þeirra einstaklinga sem dæmdir em til refsivistar í fang- elsum hefur aukist jafnt og þétt á undanfömum ámm. Alla vega verður ekki annað ráðið þegar skoðaðar em upplýsingar í nýút- kominni skýrslu Fangelsismála- stofnunar fyrir siðasta starfsár, en stofnunin fer með yfírumsjón fangelsismála í landinu og sér um rekstur fangelsa, fúllnustu dóma og hefúr eflirlit og þjónustu með þeim sem dæmdir em skilorðs- bundið, og er þá aðeins fátt eitt talið. Það er enginn smá fjöldi manna sem teljast skjólstæðingar stofnunarinnar, eða milli 700-800 manns á hverjum tima. Lætur nærri að stofnunin hafi afskipti af einum af hveijum 200 íslending- um sem em aldrinum 15-64 ára. 400 manns dæmdir til betrunarvistar Á síðasta ári voru stofnuninni sendar til fullnustu 880 dómgerð- ir þar sem 962 dómþolar komu við sögu. Af þeim vom 378 ein- staklingar dæmdir til refsivistar. Þar af vom langflestir dæmdir til óskilorðsbundinnar refsivistar án sektarákvæða eða skilorðsbund- innar refsivistar. Á undangegnum ámm, eða frá 1985 til 1989, hefur íjöldi óskilorðsbundinna dóma aukist jafnt og þétt, eða úr 348 árið 1985 í 378 á síðasta ári. Heildarrefsi- tími 1985 var 110 ár og 11 mán- uðir, en 175 ár og tveir mánuðir í fyrra. Á sama árabili hafa flestir þeirra dóma sem þegar hafa kom- ið til fullnustu hljóðað upp á refsi- vist frá mánuði til þriggja mán- aða. Hvert pláss fullnýtt Á síðasta ári sátu að meðaltali dag hvem inni hátt í hundrað fangar í þeim rúmlega 120 fanga- plássum sem til em í landinu. Lætur því nærri að hvert rúm hafi því verið gjömýtt, en heildamýt- ing fangaplássa var 96 af hundr- aði. Flest fangaplássanna em á Litla- Hrauni, en þar geta allt að 56 fangar vistast í einu. Hegning- arhúsið á Skólavörðustíg getur hýst 23 fanga í senn, Fangelsið við Kópavogsbraut getur tekið mest við 10 föngum, í Fangelsinu í BRENNIDEPLI Kvíabryggju er rúm fyrir 11 fanga, Síðumúlafangelsið sem er gæsluvarðhaldsfangelsi getur hýst 15 fanga í senn, og í fangels- inu á Akureyri em sex fangapláss. Fyrir þetta sitja menn inni En fyrir hvað sitja menn helst inni? Undanfarin ár hafa lang- flestir, eða um helmingur, setið inni vegna auðgunarbrota og skjalafals. Því næst hafa menn helst setið inni fyrir nytjatöku. Þeir em miklum mun færri sem hafa verið dæmdir og afþlán- að dóma fyrir ofbeldisbrot og kynferðisafbrot. Árið 1985 sátu tíu manns inni fyrir kynferðisaf- brot, sjö og sex næstu tvö árin, en 12 í fyrra og hitteðfyrra. Nokkur helstu tilefni fanga- vistar árin 1985 og 1989. Hlutfall. 1985 1989 Manndráp 4,8 4,2 Auðgunarbrot? Skjalafals 55 53,9 Nytjataka 20,9 24,5 Fíkniefnabrot 6,4 7,5 Kynferðisafbrot 4 3,6 Ofbeldisbrot 6,9 4,2 Þriðji algengasti brotaflokk- urinn sem menn hafa setið inni fyrir á undanfömum ámm er fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni. Á síð- asta ári fækkaði nokkuð föngum Þrátt fyrir það að hlutur kven- þjóðarinnar virðist rýr, hefur hann þó aukist ffá árinu 1985, en þá var hlutur kvenna af heildarfjölda þeirra fanga sem luku afþlánun aðeins ein kona á móti 173 karl- mönnum. Af þeim upplýsingum sem em í skýrslu Fangelsismálastofn- unar verður lítið ráðið hve stór hluti fanga hefúr áður afþlánað dóm í fangesli. Ætla má þó, að þeim fari heldur fjölgandi en hitt. Þannig haföi rúmlega helmingur þeirra fanga sem luku afþlánun á síðasta ári setið einhvem tímann áður af sér dóm. Næstu fjögur ár- in á undan vom þeir fleiri sem sátu inni í fyrsta skiptið. 300manns á reynslulausn Á síðasta ári vora 289 ein- staklingar sem hlotið höföu óskil- orðsbundinn dóm lausir til reynslu eða með náðun. Þar af vom karlar 267 og 22 konur. Samkvæmt lögum hefúr Fangels- ismálastofnun eftirlit með að við- komandi einstaklingar bijóti ekki af sér meðan á reynslulausn stendur. Ærið misjafnlega gekk mönn- um að halda þau skilyrði sem sett em fyrir skilorðsbundinni reynslulausn. Fleiri skjólstæðing- ar stofnunarinnar gerðust uppvísir að því að brjóta af sér á skilorðs- tímanum en að halda skilyrðin. Það er sammerkt stærstum hluta af hópi þessara skjólstæð- inga Fangelsismálastofnunar að hafa hlotið litla skólagöngu. Fjór- ir af hveijum tíu höföu lokið skyldunámi. Af þeim einstaklingum sem upplýsingar em tiltækar um var tæpur helmingur þeirra í sambúð við upphaf skilorðstíma. í skýrslu Fangelsismálastofn- unar segir að atvinnuleysi hafi aukist í þeim hópi skjólstæðinga stofnunarimiar sem em með reynslulausn. Af þeim sem vom undir eftirliti stofnunarinnar um áramótin 1989 og 1990 vom tveir af hveijum tíu atvinnulausir eða óvinnufærir. -rk 4.SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.