Þjóðviljinn - 14.12.1990, Blaðsíða 5
Jr JL U xIlvjtíf Jd MLIL JL JL JLjLSL
Dounreay
Leita með logandi Ijósi
Dounreay-stöðin leitar eftir samningum við 50 aðila um endurvinnslu kjamorkuúrgangs.
Hjörleifur Guttormsson: Ríkisstjómin verður að grípa til harðra aðgerða strax
Húnavatnssýsla
Hnyttin inn-
heimta
Bréfasendingar sýslu-
manns vekja athygli
Jón ísberg sýslumaður
þeirra Húnvetninga hefur löng-
um þótt frumlegur í sínum emb-
ættisgerðum og svo er einnig nú
þegar hann minnir sýslunga sína
á skyldur þeirra við hið opin-
bera.
I bréfi sem hann hefúr ritað
þeim sem eiga óuppgert við emb-
ættið segir sýslumaður: „Senn líð-
ur að áramótum og alla reikninga
þarf að greiða, líka kröfú stóra
bróður, ríkissjóðs sem alltaf er
blankur. Ef getan er ekki fyrir
hendi þá komdu eða hringdu og
við reynum að finna leiðir. Ef hins-
vegar getan er til en viljann vantar
þá versnar í því bæði fyrir mig og
þó einkum þig. Þess vegna er öll-
um fyrir bestu að þú reynir að
greiða skuldir þínar og búir svo við
ró hugans á komandi hátíð. Ég
óska svo þér og þínum gleðilegra
jóla og farsældar á komandi ári“,
og undir þetta ritar Jón Isberg,
sýslumaðurinn í Húnavatnssýslu.
Heimildamaður Þjóðviljans
þar nyrðra fúllyrðir að þetta sé ekki
I fyrsta skipti sem Jón Isberg ritar
Húnvetningum bréf sem þetta,
enda mun skilvísi þeirra í ríkissjóð
vera með miklum ágætum.
-grh
Afruglarar
Skiptið sjálf
um rafhlöður
Verkstæði Heimilistœkja
tekur 1225 krónurfyrir að
skipta um rajhlöðu
„Mér brá í brún þegar ég
fékk reikninginn frá verkstæði
Heimilistækja fyrir að skipta um
rafhlöðu í afruglaranum mínum.
Reikningurinn hljóðaði upp á
2175 krónur, en sjálf rafhlaðan
kostaði 402 krónur,“ sagði mað-
ur á áttræðisaldri við Þjóðvilj-
ann í gær.
Maðurinn hafði farið með af-
ruglarann á verkstæði Heimilis-
tækja. Þar var honum tjáð að raf-
hlaðan væri búin og það þyrfti að
setja nýja í. Maðurinn spurði hvort
ekki væri hægt að gera það á staðn-
um og reyndist það auðsótt, hins-
vegar yrði hann að sækja afruglar-
ann daginn eftir.
Reikningurinn fyrir þetta við-
vik hljóðaði upp á 2175 krónur
einsog fyrr sagði. Vinnan kostaði
1225 krónur, rafhlaðan 402 krón-
ur, hreinsiefni 120 krónur og vask-
urinn 428 krónur.
„1225 krónur fyrir að skrúfa úr
fjórar skrúfúr og skipta um raf-
hlöðuna þykir mér ansi dýrt, en ég
borgaði þó reikninginn,“ sagði
maðurinn.
Ólafúr Ingi Ólafsson verkstæð-
isstjóri hjá Heimilistækjum sagði
að þetta væri ekki alveg jafn einfalt
og að skipta um rafhlöðu i venju-
legu útvarpstæki, heldur þyrfti að
lóða úr gömlu rafhlöðuna og þá
nýju í. Þá hefðu þeir þann sið á að
yfirfara öll tæki sem kæmu til
þeirra, því annars væri hætta á að
verkstæðinu yrði kennt um ef eitt-
hvað annað bilaði skömmu síðar.
Einnig fylgdi þessu vinnuábyrgð.
En geta ekki flestir gert þetta
sjálfir og sparað þannig um 1700
láónur?
,Jdargir, en kannski ekki flest-
ir,“ sagði Ólafúr Ingi.
-Sáf
Dounreay-stöðin í Norður-
Skotlandi leitar nú eftir
viðskiptasamningum við 50 að-
ila um endurvinnslu á geisia-
virkum úrgangi og er fram tek-
ið í viðræðum við aðila að allar
flutningaleiðir til og frá Dounr-
eay komi til greina.
Þetta kom fram í máli Hjör-
leifs Guttormssonar, Abl., á Al-
þingi í gær. Hannn bað þá um ut-
andagskrárumræður vegna frétta
um áhuga Svía á því að flytja
geislavirkan úrgang til endur-
vinnslu í Dounreay. Þetta þýðir að
hugsanlega yrði úrgangurinn
fluttur í lofti eða á sjó en Banda-
ríkjamenn hafa bannað flutninga
úrgangs ffá Svíþjóð sökum þess
hve hættulegir þeir eru.
Hjörleifúr vildi fá að vita af
hveiju rikisstjómin hefði ekki
mótmælt þessu af hörku við Svía
þvi það yrði að fá þá til að hætta
við þessi áform.
Umhverfisráðherra Júlíus
Sólnes rakti nokkuð sögu málsins
og sagði að mótmæla þyrfti hugs-
anlegri stækkun stöðvarinnar.
Hann benti á að þetta væri
byggðamál í Skotlandi þar sem
breska stjómin hyggst hætta
stuðningi við stöðina árið 1995.
Hann dró hinsvegar úr því að
mótmæla af hörku við Svía þar
sem þetta væri viðkvæmt mál í
norrænu samstarfi vegna þess að
Sviþjóð og Finnland em kjam-
orkuþjóðir andstætt hinum Norð-
urlöndunum.
Jón Sigurðsson, starfandi ut-
anríkisráðherra, tók undir þetta og
vildi ekki láta þetta vekja upp
óþarfa ýfingar í norrænu sam-
starfi. Hann sagði að ríkisstjómin
hefði tekið þetta mál upp við Svía
og hefði staðið sig í málinu.
Hjörleifúr lýsti vonbrigðum
sínum með undirtektimar og
sagði að ljóst væri að ráðamenn
gerðu sér ekki næga grein fyrir
því hve málið væri alvarlegt.
-gpm
Neskaupstaður
Samið
við
sjómenn
Samningar hafa tekist á
milli sjómanna og Síidarvinnsl-
unnar hf. í Neskaupstað og hafa
bæði Barðinn og Bjartur látið
úr höfn eftir að hafa verið
bundnir við bryggju í tæpan
hálfan mánuð.
Samið var um að sjómenn á
togurum Síldarvinnslunnar fái
20% heimalöndunarlag jafnframt
því sem þeir halda sínum hlut
þegar afli er fluttur óunninn á er-
lenda markaði. Samningurinn
gildir út næstkomandi fiskveiðiár
eða til ágústloka 1991, en jafn-
framt er í honum endurskoðunar-
réttur á þriggja mánaða fresti.
-grh
Strákamir njóta mun meiri athygli kennara, og þeir sem þess þurfa fá sérkennslu vegna lestrarörðugleika.
Stelpunum er hins vegar litið sinnt sérstaklega ( þeim greinum, sem þær eiga í erfiðleikum með að læra.
Menntamálaráðuneytið vinnur nú að þvi að bjóða kennurum á öllum skólastigum upp á fræðslu um það hvern-
ig koma megi í veg fyrir kynjamismunun i skólum. Mynd: Jim Smart.
Menntamálaráðuneytið
Kynjamismunun í skólum
Skýrsla starfshóps um stöðu kynja í skólum kynnt
- átaks er þörf í menntakerjinu
Þörf er á sérstöku átaki í
menntakerfinu með hlið-
sjón af kynjamismunun, segir í
skýrslu starfshóps um jafna
stöðu kynja I skólum.
Staifshópurinn hefúr verið
starfandi síðan 1987, og kynntu
þær Gerður G. Óskarsdóttir og
Sigríður Jónsdóttir efhi skýrsl-
unnar, ásamt Svavari Gestssyni
menntamálaráðherra, í ráðuneyt-
inu í gær.
Meginmarkmið starfshópsins
var að stúlkur og drengir verði bú-
in að jöfnu undir virka þátttöku í
bæði atvinnu- og fjölskyldulífi,
og að tekið verði mið af kynja-
mun og ólíkri stöðu kynja. Þá var
og markmið hópsins að reynsla
kvenna og kvennamenning verði
gerð sýnilegri en hún hefur verið
til þessa.
Skýrslan hefúr verið send til
allra skóla, dagvistunarstofnana
og annarra mennta- og uppeldis-
stofnana. Sérstök framkvæmda-
nefnd hefúr verið skipuð til að
fylgja skýrslunni eflir. Einnig er á
döfinni að gefa út sérstakt
ffæðsluefni fyrir foreldra sem
byggja mun á fræðsluriti fyrir
kennara og fóstrur, „Upp úr hjól-
forunum“, sem gefið var út á síð-
asta ári.
Til þess að leita leiða í skóla-
starfinu svo að ná megi áður-
nefndum markmiðum hefur nú
verið farið af stað með sérstakt
þróunarverkefni í þremur grunn-
skólum á Reykjanesi. Fram-
kvæmdanefndin mun fylgjast
með og meta þá tilraun, sem þar
verður gérð í samvinnu við sex
kennara í jafnmörgum bekkjum.
BE
Olíumengun
Þarf 60 miljónir á þremur árum
r
Island undirritar samþykkt um varnir gegn olíumengun í sjó. Þarf tugi
miljóna til kaupa á búnaði, en fjárveitingabeiðnir skornar niður
Siglingamálastofnun hefur
lagt tíl við umhverfisráð-
herra að á næstu þremur árum
verði 60 miljónum króna varið
til þess að efla viðbúnað gegn ol-
íumengun í sjó. Lagt er tii að 19
miljónir fari í þetta verkefni á
næsta ári, en fjármálaráðuneyt-
ið hefur þegar lagt til að sú
beiðni verði skorin. Fjárveit-
inganefnd Alþingis fjallar nú
um málið.
Island hefúr undirritað al-
þjóðasamþykkt um viðbúnað,
hireinsunaraðgerðir og samstarf
rikja vegna olíumengunar í sjó.
Gengið var frá samkomulaginu á
alþjóðlegri ráðstefnu um vamir
gegn olíumengun sjávar og undir-
ritaði Magnús Jóhannesson, sigl-
ingamálastjóri, samþykktina fyrir
íslands hönd. Samþykktin öðlast
gildi þegar 15 riki hafa staðfest
hana.
— Til þess að geta staðfest
þessa samþykkt þurfúm við að
gera það sem okkur ber og til þess
þurfiim við samkvæmt okkar
áætlun um 60 miljónir króna á
næstu þremur árum, segir Magnús
Jóhannesson við Þjóðviljann.
Höfnum landsins ber að koma
sér upp búnaði til vamar gegn ol-
íumengun á hafitarsvæðum, en
Siglingamálastofnun á að eiga
búnað til þess að bregðast við al-
varlegum slysum og þeim sem
verða utan hafnarsvæða. Siglinga-
málastofnun hefúr lagt til að þegar
á næsta ári verði 13,4 miljónum
varið til kaupa á búnaði I höfhum,
en 5,6 miljónum til þess að bæta
búnað stofhunarinnar. Sem fyrr
segir gerir fjárlagafrumvarpið
ekki ráð fyrir að svo miklum fjár-
munum verði veitt til þessara að-
gerða.
Ráðstefnan sem áður var
nefhd var haldin í aðalstöðvum
Alþjóða siglingamálastofnunar-
innar og er sú fjölsóttasta sem
haldin hefúr verið á vegum stofn-
unarinnar fiá upphafi.
Að sögn Magnúsar Jóhannes-
sonar er samþykkt ráðstefnunnar
athygli verð meðal annars vegna
þess hve rík áhersla var lögð á
samstarf ríkja í milli.
-gg
NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 5